Fréttablaðið - 02.03.2010, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 02.03.2010, Blaðsíða 28
 2. MARS 2010 ÞRIÐJUDAGUR8 ● fréttablaðið ● karlmenn og krabbamein ® styrkir® Grænt grænmeti, fólat og fjölvítamín geta verið ágæt vörn gegn lungnakrabba hjá fyrrum og nú- verandi reykingafólki. Þetta eru niðurstöður rannsóknar bandarískra sérfræðinga sem birt var á veftímaritinu Cancer Research í janúar. Rannsóknina leiddi Steven Belinsky hjá Lovelace Respiratory rannsóknarstofnuninni í Albuquerque í Bandaríkjunum. Yfir 1.100 núverandi og fyrrum reykingamenn voru rannsakaðir. Rannsakaðar voru frumur í munnvatni sem tengjast þeim genum sem talin eru stjórna því hvort lungnakrabbi myndist. Þá voru könnuð tengslin við 21 næringarþátt. Inntaka græns grænmetis og fólats við minni líkur á DNA metýlun. Algengt er að varnarkerfi frumna, svokölluð DNA metýlun, fari af stað við myndun krabbameins hjá reykingamönnum. Niðurstöður þessarar rannsóknar eru þó ekki endanlegar enda hafa lengi staðið nokkrar deilur um tengsl mataræðis og krabbameinsvarna. Aðrar rannsóknir hafa til að mynda sýnt auknar líkur á lungnakrabba hjá reykingamönnum sem taka inn karótín fæðubótarefni, lútín, fólínsýru og vítamín A og K, sem einnig er í grænu grænmeti. Því er ljóst að aukinna rannsókna er þörf til að fá nákvæmar niðurstöður. - sg Tengsl mataræðis og krabbameinsvarna Nýleg rannsókn leiddi í ljós tengsl milli inntöku á fólati, fjölvítamíni og grænu grænmeti við minnkandi líkur á krabba- meini í reykingamönnum. ● EFNI ÚR SJÁVAR- LÍFVERUM Rannsókn sem miðar að því að finna ný efni úr íslenskum sjávarlífverum og kanna áhrif þeirra á krabba- meinsfrumur er nú í fullum gangi. Það er Sesselja S. Ómars- dóttir, dósent í lyfja- og efna- fræði náttúruefna við Heilbrigð- isvísindasvið Háskóla Íslands, sem stendur fyrir henni. Áhug- ann fékk hún eftir að lyfjafræði- deild hafði gert frumathugun sem gaf til kynna að í sjávar- lífverum sem lifa á grunnsævi við strendur Íslands sé að finna mjög áhugaverð efni. Sesselja segir tvo þriðju allra krabbameins- og sýkingalyfja unna úr náttúruefni sem eigi rætur sínar að rekja til plantna, sjávardýra og örvera. Lífverur, sérstaklega þær sem ekki geti flúið af hólmi, svo sem plöntur og sjávarlífverur, heyi stöðugan efnahernað sín á milli og stríðið um að lifa af hafi myndað fjölbreyttan banka lífvirkra efnasambanda í náttúrunni. Þar sem lífsskilyrði sjávarlíf- vera hér við land séu einstök vegna staðsetningar landsins í Norður-Atlantshafi, kulda sjávar en jafnframt jarðhita þá geti verið efni hér sem hvergi finnist annars staðar. Heimild/www.hi.is - gun ● LANDSSALA Á BARMMERKJUM Karl- menn á Íslandi eru hvattir til að safna yfirvaraskeggi og áheitum í marsmánuði til styrktar baráttunni gegn krabbameini í körlum. Landssala á barmmerkjum, mottupinnum, fer fram laugardaginn 6. mars. Þetta er í þriðja sinn sem Krabbameinsfélagið stendur fyrir sérstöku átaki um karl- menn og krabbamein og það verður jafnframt eitt umfangs- mesta árvekniátak félagsins til þessa. Með skeggsöfnun sýna karlmenn samstöðu og þeir geta líka safnað áheitum til styrktar baráttunni gegn krabbameini með því að skrá sig til þátttöku í yfirvaraskegg- keppninni á vefsíðunni www. karlmennogkrabbamein. is. Í lok mánaðarins verður sigurvegari mottukeppninnar valinn við hátíðlega athöfn.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.