Fréttablaðið - 02.03.2010, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 02.03.2010, Blaðsíða 34
18 2. mars 2010 ÞRIÐJUDAGUR timamot@frettabladid.is „Þetta eru umbrotatímar en jafn- framt spennandi tími til að taka við þessu starfi,“ segir Hrafnhildur Gunnarsdóttir, nýskipaður formaður Félags kvikmyndagerðarmanna. Ný stjórn var mynduð á aðalfundi félags- ins fyrir skömmu en fráfarandi for- maður, Hjálmtýr Heiðdal, hafði gegnt starfinu í þrjú ár þar á undan. Að sögn Hrafnhildar hefur af ein- hverjum ástæðum vantað nokkuð upp á samstöðu hjá íslenskum kvikmynda- gerðarmönnum undanfarin ár. „Hags- munir hafa rekist dálítið á, en núna eru kvikmyndagerðarmenn nokkuð samstiga í fyrsta skipti í langan tíma. Það er mjög ánægjuleg þróun sem ég held að megi rekja í átt til kreppunn- ar og yfirlýsinga Páls Magnússonar um niðurskurð á kaupum á íslenskum kvikmyndum,“ segir Hrafnhildur. Hún segir smæð landsins lengi hafa gert það að verkum að gerð kvikmynda hafi verið ákveðin einyrkja starfsemi. Fólk hafi þurft að ganga í mörg störf tengdum verk- um sínum, sem sé ekki hollt til lengd- ar. „Undanfarin ár hefur bransinn loksins komist á iðnaðarstig og er að verða sambærilegur við það sem ger- ist í Evrópu og víðar. Þess vegna er heldur súrt að þurfa skyndilega að setja sig í einhverjar kreppustelling- ar,“ segir Hrafnhildur og vísar þar til fyrirhugaðs niðurskurðar hins opin- bera til kvikmyndagerðar. Hún tekur sem dæmi að Þjóðleikhúsið þurfti að sæta mun minni niðurskurði, sem kvikmyndagerðarmenn séu ósátt- ir við. „Við lítum á kvikmyndir sem leikhús fólksins. Þær fara víðar og fleiri hafa tækifæri til að berja þær augum. Við erum ósátt við að vera sett á höggstokkinn.“ Mörg brýn verkefni bíða nýrrar stjórnar félagsins, að sögn Hrafnhild- ar. „Það er mjög mikilvægt að þrýsta á endurskoðun á málefnum RÚV, stofnunar sem við erum í miklum samskiptum við. Yfirstjórn RÚV er enn pólitískt skipuð og nauðsyn fag- legrar stjórnar þar er mikil. Þá viljum við að Kvikmyndamiðstöð Íslands þró- ist áfram og viljum beita okkur fyrir því að fjármagnið sem kemur inn í geirann frá miðstöðinni verði ekki skert frekar.“ Um þrjú hundruð eru skráðir í Félag kvikmyndagerðarmanna í dag. Hrafnhildur segir eitt af því góða við kreppuna vera það að stéttarvitund fólks lifni við svo um munar. „Á síð- ustu mánuðum höfum við fengið um áttatíu nýja meðlimi í félagið, en marg- ir hafa áhyggjur af réttindum sínum. Það er í okkar verkahring að skoða hvort við getum ekki aðstoðað við mál- efni fagfólksins okkar, ljósamanna, hljóðmanna og fleiri, sem oft þurfa að vinna langar vinnustundir við aðstæð- ur þar sem öryggi er ábótavant,“ segir Hrafnhildur. kjartan@frettabladid.is FÉLAG KVIKMYNDAGERÐARMANNA: SKIPAR NÝJAN FORMANN OG STJÓRN Stéttarvitund aukist til muna NÝR FORMAÐUR „Við lítum á kvikmyndir sem leikhús fólksins,“ segir Hrafnhildur Gunnarsdóttir. Hér er hún ásamt hundi sínum, Jöklu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Á þessum degi árið 1963 kom fyrsta stóra plata Bítlanna út á vegum plötufyrirtækisins Parlaphone. Plat- an, sem ber titilinn Please, Please Me eftir samnefndu lagi sem gefið var út á smáskífu í byrjun árs 1963, náði toppsætinu á breska vinsælda- listanum í maí og hélt því sæti í heilar þrjátíu vikur. Platan sem leysti Please, Please Me af hólmi í toppsætinu var önnur plata Bítlanna, With the Beatles. Smáskífan með laginu Please, Please Me var önnur smáskífa Bítlanna en sú fyrsta var Love Me Do. Please, Please Me tyllti sér á topp breska smáskífulistans 22. febrúar 1963 og í kjölfarið ákvað Parlaphone að hraða útkomu fyrstu stóru plötunnar til að nýta sér hinar miklu vinsældir smáskífunnar. George Martin, upptökustjóri Bítlanna, íhugaði að hljóðrita plötuna fyrir framan áhorf- endur í hinum fræga Cavern Club í Liverpool, hljómleikastaðnum þar sem Bítlarnir slitu barnsskónum. Slíkt reyndist ekki hægt vegna tæknilegra flækna og því bókaði Martin sveitina í EMI-hljóðverið í London, sem síðar var endurnefnt Abbey Road, þar sem hljóð- rituð voru tíu lög á tæplega tíu klukkustundum. Alls eru fjórtán lög á plötunni, en fjögur þeirra höfðu áður komið út á smáskífum. ÞETTA GERÐIST: 2. MARS 1963 Fyrsta LP-plata Bítlanna gefin út PLEASE PLEASE ME JON BON JOVI ER 48 ÁRA Í DAG „Velgengni er að detta níu sinnum en rísa aftur upp tíu sinnum.“ Tónlistarmaðurinn og leik- arinn Jon Bon Jovi fæddist í New Jersey-ríki Bandaríkj- anna árið 1962. Hljómsveitin Bon Jovi, sem hann stofnaði árið 1983, hefur notið mikilla vinsælda æ síðan með lögum á borð við Livin‘ On a Prayer, You Give Love a Bad Name, Blaze of Glory og It‘s My Life. MERKISATBURÐIR 1855 Alexander II. verður keis- ari í Rússlandi. 1956 Bandarísk herflutninga- flugvél ferst með sautj- án mönnum djúpt úti af Reykjanesi. 1982 Bíóhöllin í Reykjavík tekur til starfa. 1985 Kraftlyftingasamband Ís- lands er stofnað. 1995 Yahoo! verður hlutafélag. 2003 Pakistönsk yfirvöld hand- sama Khalid Shaikh Mo- hammed sem var álit- inn vera heilinn á bak við árásina á Tvíburaturn- ana í New York-borg og Pentagon í Washington 11. september 2001. Sauðfé, hlýri, hross og geit, er yfir- skrift sýningar Ragnars G. Einars- sonar á bókbandsverki. Sýningin er á skörinni hjá Handverki og hönnun að Aðalstræti 10 og var opnuð 26. febrúar síðastliðinn. Á sýningunni gefur að líta fjölbreytt- ar bækur sem Ragnar hefur bundið inn á undanförnum árum. Bókband er gamalgróin iðngrein sem á sér langa sögu. Hún byggist á vönd- uðu handverki þar sem rétt handbragð og auga fyrir formfegurð ráða ferðinni. Listbókband er hreint handverk sem í mörgu styður sig við sömu markmið og aðrar listgreinar. Skilin milli hand- verks og listar eru því óljós þar sem greinarnar styðja hvor aðra. Ragnar nam bókband í Iðnskólanum í Reykjavík og í Hólabókbandi. Hann lauk meistaraprófi árið 1972. Sýningin stendur til 15. mars og er opin alla virka daga frá kl. 9 til 18 og frá 12 til 17 um helgar. Bókband á skörinni FALLEGT BÓKBAND Snorra-Edda bundin í geitarskinn. Ástkær sonur okkar og bróðir, Ríkharður Líam Róbertsson (Rikki) lést í Gautaborg í Svíþjóð 19. febrúar. Jarðarförin fer fram frá Bifrostkirkjunni í Mölndal, Svíþjóð, föstudag- inn 12. mars kl. 15.00. Minningarathöfn verður haldin í Áskirkju, miðvikudaginn 31. mars kl. 12.00. Vigdís Hansdóttir Lars-Peter Sörensen Robert A. H. Downey Ingigerður Hjaltadóttir Tómas Róbertsson Nickila Robertsson Árni Hreiðar Róbertsson Sigríður Hermannsdóttir Róbert Róbertsson Ingigerður Jónasdóttir Vilhjálmur Róbertsson Fréttablaðið býður nú upp á birtingu æviminninga á tímamótasíðum blaðsins. Hafið samband í síma 512 5490-512 5495 eða sendið fyrirspurnir á netfangið timamot@frettabladid.is Æviminning Gísli Eirík ur Helgaso n Laugateigi 7 2, Reykjavík Gísli Eirík ur Helgaso n fæddist í Reykjavík 1. janúar 1 931. Hann lést á Hraf nistu í Ha fnarfirði 1 2. janúar síð astliðinn. Foreldrar hans voru Guðr ún Jónsdót tir frá Þing eyri í Dýrafirði f. 1917, d. 1988, og H elgi Gíslason fr á Ísafirði, f. 1915, d. 1970. Gísli Eirík ur bjó fyrs tu æviár sí n í Reykjavík en fluttist eftir það v estur til Ísafjarð ar með for eldrum sín um og systkin um. Systkini G ísla Eiríks eru Jón Hannes, f. 1933, Sigrí ður Ása, f. 1936 og G uðmundur , f. 1941. Eiginkona Gísla Eirí ks er Marg rét Magnú sdóttir hjúk r- unarfræði ngur, f. 4. apríl 1937 . Þau geng u í hjóna- band árið 1960. Börn Gísla Eirí ks og Mar grétar eru: 1) Magnús kennari, f . 1.5. 1972 , kvæntur Guðbjörgu Björnsdótt ur kennara , f. 30.11. 1 971. Börn þeirra eru Margrét, f. 17.2. 1997 og Björn J óhann, f. 2 0.1. 1999. 2) Helgi tæ knifræðin gur, f. 18.6 . 1975, í sa mbúð með Jórunni Dr öfn Ólafsdó ttur leiksk ólakennar a, f. 15.2. 1975. Þeir ra dóttir e r Þórunn Á sta, f. 24.12 . 2001. 3) Guðrún læ knir, f. 14. 11. 1979, í sambúð m eð Þór Halldórssy ni stjórnm álafræðing i, f. 6.6. 19 80. Gísli Eirík ur lauk sk yldunámi á Ísafirði e n hélt suð ur til Reykjav íkur 17 ára gamall til að nema h úsasmíði. Húsasmíð ar urðu æv istarf hans . Framan a f starfsæv- inni vann hann á Tré smíðaverk stæðinu Fu ru en eftir að hafa fengi ð meistara réttindi í i ðn sinni st ofnaði han n sitt eigið f yrirtæki, G ísli, Eiríku r, Helgi, se m hann át ti og rak þar til fyrir fá einum áru m. Stangveið i var aðalá hugamál G ísla Eiríks alla tíð og sinnti h ann meða l annars tr únaðarstö rfum fyrir Stangveið ifélag Reyk javíkur. Útför Gísla Eiríks fer fram í dag kl. 13.00 í Fossvogskir kju. G 1 s gason æddist í Hann firði 12. drar hans Þingeyri , og Helgi5, d. 1970. ár sín í að ve tur m sínum ur, f. úkr- u: u ð ur ð Gísli Eiríkur HelgasonTrésmíðameistariGísli Eiríkur Helgason fæddist í Reykjavík 1. janúar 1931. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 12. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðrún Jónsdóttir frá Þingeyri í Dýrafirði f. 1917, d. 1988, og Helgi Gíslason frá Ísafirði, f. 1915, d. 1970. Gísli Eiríkur bjó fyrstu æviár sín í Reykjavík en fluttist eftir það vestur til Ísafjarðar með foreldrum sínum og systkinum. Systkini Gísla Eiríks eru Jón Hannes, f. 1933, Sigríður Ása, f. 1936 og Guðmundur, f. 1941. Eiginkona Gísla Eiríks er Margrét Magnúsdóttir hjúkr- unarfræðingur, f. 4. apríl 1937. Þau gengu í hjóna- band árið 1960. Börn Gísla Eiríks og Margrétar eru: 1) Magnús kennari, f. 1.5. 1972, kvæntur Guðbjörgu Björnsdóttur kennara, f. 30.11. 1971. Börn þeirra eru Margrét, f. 17.2. 1997 og Björn Jóhann, f. 20.1. 1999. 2) Helgi tæknifræðingur, f. 18.6. 1975, í sambúð með Jórunni Dröfn Ólafsdóttur leikskólakennara, f. 15.2. 1975. Þeirra dóttir er Þórunn Ásta, f. 24.12. 2001. 3) Guðrún læknir, f. 14.11. 1979, í sambúð með Þór Halldórssyni stjórnmálafræðingi, f. 6.6. 1980. Gísli Eiríku lauk skyldunámi á Ísafirði en hélt suður til Reykjavíkur 17 ára gamall til að nema húsasmíði. Húsasmíðar urðu ævistarf hans. Framan af starfsæv- inni vann hann á Trésmíðaverkstæðinu Furu en eftir að hafa fengið meistararéttindi í iðn sinni stofnaði hann sitt eigið fyrirtæki, Gísli, Eiríkur, Helgi, sem hann átti og rak þar til fyrir fáeinum árum. Stangveiði var aðaláhugamál Gísla Eiríks alla tíð og sinnti hann meðal annars trúnaðarstörfum fyrir Stangveiðifélag Reykjavíkur. Útför Gísla Eiríks fer fram í dag kl. 13.00 í Fossvogskirkju. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Sigurður B. Sigurðsson lést að Dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, 22. febrúar sl. Jarðarförin fer fram frá Akraneskirkju miðvikudaginn 3. mars kl. 14.00. Svavar Sigurðsson Bogi Sigurðsson Enrique Llorens Izaguirre Auður Finnbogadóttir Gunnar Sigurðsson Sigríður Guðmundsdóttir Sigrún Sigurðardóttir Hörður Ó. Helgason Sigurður Rúnar Sigurðsson Rósa Finnbogadóttir Ómar Sigurðsson Una Magnúsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur bróðir okkar og mágur, Einar Hreiðar Árnason verkfræðingur, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli sunnudaginn 28. febrúar. Árni Hreiðar Árnason Jytte Inge Árnason Rannveig Árnadóttir Ólafur Hreiðar Árnason Magnúsína Guðmundsdóttir Margrét Steingrímsdóttir

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.