Fréttablaðið - 02.03.2010, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 02.03.2010, Blaðsíða 37
ÞRIÐJUDAGUR 2. mars 2010 21 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Þriðjudagur 2. mars 2010 ➜ Tónleikar 20.00 Tónleikar í Listasal Mosfells- bæjar, Kjarna við Þverholt. Fram koma: Hulda Björk Garðarsdóttir sópran, Sesselja Kristjánsdóttir messósópran, Davíð Ólafsson, bassi og Chalumeaux- tríóið. Á efnisskránni verða lög úr Brúðkaupi Fígarós og Cosi fan tutte eftir Wolfgang Amadeus Mozart og óperunni La grotta di Trofonio eftir Antonio Salieri. 20.30 Lúðrasveit Reykjavíkur flytur latínskotna og sveiflukennda efnisskrá á tónleikum sem verða haldnir í Neskirkju. ➜ Sýningar Í Hallgrímskirkju hefur verið opnuð sýning á verkum Gunnars S. Magnús- sonar. Opið alla daga kl. 9-17. ➜ Námskeið 20.15 Námskeiðið Náttúruperlan Vatnajökulsþjóðgarður: Snæfell og Eyjabakkar, hefst hjá Endurmenntun HÍ að Dunhaga 7. Skráning og frekari upp- lýsingar á www.endurmenntun.is. ➜ Afþreying Rauðakrosshúsið að Borgartún 25 býður upp á fjölbreytta dagskrá með fræðslu, ráðgjöf og frístundarnámskeið- um. Nánari upplýsingar og dagskrá www.raudakrosshusid.is. ➜ Kvikmyndir 20.00 Kvikmyndasafn Íslands sýnir mynd Markku Pölönen Draumalandið, („Onnen Maa”) frá árinu 1999. Sýningin fer fram í Bæjarbíói við Strandgötu í Hafnarfirði. Enskur texti. Nánari upplýsingar á www.kvik- myndasafn.is. 20.00 Eysteinn Guðni Guðnason frumsýnir heim- ildarmynd sína, Hringurinn II á húsvegg á móti á Laugavegi 159 (á milli Hlemms og Fíladelf- íu). Allir velkomnir. ➜ Félagsstarf 20.00 Leshópur Félags eldri borgara í Kópavogi efnir til kynningar á íslenzk- um rímnaháttum og kvæðalögum í félagsheimilinu Gullsmára 13. Allir vel- komnir. Enginn aðgangseyrir. ➜ Fyrirlestrar 12.00 Rachael Lorna Johnstone flytur erindi um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi á krepputímum. Fyrirlesturinn fer fram hjá Háskólanum á Akureyri, Sólborg v. Norðurslóð (L201). 12.05 Hrefna Róbertsdóttir flytur erindi um hvernig líta megi á landshagi og samfélagsmál á átjándu öld með hliðsjón af sautjándu og nítjándu öld. Fyrirlesturinn fer fram í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins við Suðurgötu. ➜ Dagskrá 13.30 Í Þjóðmenningar- húsinu við Hverfisgötu 15 verður dagskrá tileinkuð skáldinu og fræðimann- inum Jóni Helgasyni. Umsjón dagskrárinnar er í höndum Guðrúnar Ásmundsdóttur. Allir velkomnir og enginn aðgangseyrir. Nánari upplýsingar á www. thjodmenning.is. Dagskrá Listahátíðar í Reykjavík er nú óðum að skýrast, en í ár er hald- ið upp á fertugsafmæli hátíðarinn- ar. Í gær var byrjað að selja miða á tónleika hins heimskunna norska píanóleikara Leif Ove Andsnes, sem kemur fram ásamt þýsku systkin- unum Christian Tetzlaff fiðluleik- ara og Tanja Tetzlaff sellóleikara. Tónleikarnir fara fram í Háskóla- bíói 13. maí. Á tónleikunum hér sameinar þetta súpertríó krafta sína í rómantískri og tilfinningaríkri efnisskrá, sem er tileinkuð Robert Schumann. Í ár eru 200 ár liðin frá fæðingu hans. Á efnisskránni eru Fantasiestücke ópus 88 og Píanótríó nr. 3 í g moll ópus 110 eftir Robert Schumann, en auk verka Schum- anns leika systkinin hvort í sínu lagi með Andsnes, Ævintýramyndir fyrir selló og píanó eftir tékk- neska tónskáldið Leos Janácek og Sónatínu fyrir fiðlu og píanó í G dúr ópus 100 eftir Antonín Dvorák. Leif Ove Andsnes er nú á tón- leikaferð um Evrópu, Japan og Kóreu en leikur þessa efnisskrá með Tetzlaff-systkinunum í Wig- more Hall í Lundúnum áður en þau koma hingað. Leif Ove Andsnes lék síðast á Íslandi árið 1993. Hann lék þá píanókonsert Griegs á tón- leikum með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Þá var hann 23 ára. Næst- komandi laugardag kl. 13.50 sýnir Sjónvarpið heimildarmynd sem Leif Ove Andsnes gerði með norska sjónvarpinu NRK um Grieg. Súpertríó leikur á Listahátíð LEIF OVE OG TETZLAFF-SYSTKININ Leika í Reykjavík 13. maí. Í gær var ljósmyndasýningin Veður í Fókus opnuð í anddyri Norræna hússins. Hér er á ferð- inni samsýning félaga í Fókus, sem er félag áhugaljósmyndara. Sýndar eru 32 ljósmyndir stækkaðar á álplötur. Allar myndirnar eru teknar á Íslandi og gefa áhorfandanum inn- sýn í þann mikla fjölbreytileika sem íslensk veðrátta býður upp á. Á myndunum gefur meðal annars að líta náttúru, mannvirki, fólk og skepnur í samspili við ýmis blæbrigði veðráttunnar. Norræna húsið er opið fyrir almenning alla daga frá kl. 12 til 17 og sýningin stendur til 15. mars. Veður í Fókus POWER VIKA 1.– 5. MARS frítt Þú kaupir eina d:struct 150g og færð eina 75g frítt með. Fæst á næstu hársnyrtistofu Við erum flutt á Skútuvog 1 Dæmi um verð: Canon Pixma.........1.390 Epson Photosmart......990 Brother 900/1000....1.190 Xerox Phaser 6180..31.900 Lexmark 640........34.900 Dell 5100 BCMY.....14.300 Dell 5110 BCMY.....24.400 HP 2612A...........10.500 HP 7553X...........14.400 HP 6000-6004.......13.200 HP 4191-4194.......18.300 Prentvörur.is Skútuvogi 1, 104 Reykjavík, Sími 553 4000 prentvorur@prentvorur.is Ódýr blek- og dufthylki í flestar gerðir prentara

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.