Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.03.2010, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 02.03.2010, Qupperneq 38
22 2. mars 2010 ÞRIÐJUDAGUR folk@frettabladid.is „Ég er bara þokkalega kátur en er alveg með báða fætur á jörðinni samt,“ segir Andri Þór Guðmunds- son, forstjóri Ölgerðarinnar. Fyrirtækið setur á næstunni bjórinn Egils Gull á markað í Manitoba-ríki í Kanada í sam- vinnu við kanadíska fyrirtækið Fitumi Trading. Einnig er líklegt að bjórinn verði síðar meir seldur í Ontario-ríki í Kanada. Á báðum þessum stöðum er ríkissala eins og hér á landi og því frekar ein- falt að ná þar góðri dreifingu. Að sögn Andra er stílað inn á Íslendingahefðina sem er ríkjandi í Manitoba. Auk þess eru íbúar Ontario sagðir sérlega móttæki- legir fyrir nýjum bjórtegundum. „Alheimsbjórar hafa tekið svo- lítinn skerf af markaðnum þar, þannig að það er alltaf svolítil spenna fyrir nýjum bjór.“ Andri veit ekki betur en að Egils Gull sé fyrsti íslenski bjórinn sem verður seldur í Kanada. „Eitt af því sem við höfum fram að færa er að þetta er mjög umhverfisvænn bjór. Okkar brugghús er, að við teljum, með umhverfisvænustu brugg- húsum í heimi. Allur varmi sem verður til við ölsuðuna og gerjunina er notað- ur til að bræða snjó á planinu. Allt hrapið sem fellur til af bygg- inu er notað í svínafóður og kol- sýran sem annars myndi gufa upp og fara í andrúmsloftið er sett í tank og notuð í gosið okkar,“ segir hann. Kevin Kelly hjá Fitumi Trad- ing Co. er hæstánægur með sam- starfið við Ölgerðina. „Það er von okkar að þetta sé aðeins byrjun- in og við viljum gjarnan leggja okkur fram um að kynna fleiri fyrsta flokks íslenskar vörur fyrir kanadískum neytendum,“ sagði hann. - fb Íslenskur bjór seldur í Kanada ÁNÆGÐIR MEÐ SAMNINGINN Alan Bones, sendiherra Kanada á Íslandi, í Ölgerðinni ásamt forstjóranum, Andra Þór Guðmundssyni. Þokkagyðjan Nicole Scherz- inger og ökuþórinn Lewis Hamilton ætla að fylgja stífum reglum í ástarsam- bandi sínu. Þau byrjuðu aftur saman fyrir skömmu eftir að hafa hætt saman í janúar. Hinir fjölmörgu aðdáendur hinnar kynþokkafullu Nicole og hins smáa en knáa Lewis voru í sárum eftir tíðindin um að slitnað hefði upp úr tveggja ára sambandi þeirra, enda þykja þau sérlega krúttlegt par. Ástæðan sem þau gáfu fyrir sambandsslitunum var stíf dag- skrá þeirra beggja og sögðust þau engan tíma hafa lengur hvort fyrir annað. Hin 31 árs Scherzin- ger er söngkona hinnar vinsælu stúlknasveitar Pussycat Dolls og hinn 25 ára Hamilton er einn fær- asti ökuþór heimsins í Formúlu 1- kappakstrinum. Núna hefur Nicole sett á blað fjöldann allan af reglum sem þau þurfa að fylgja eigi sambandið að ganga upp í framtíðinni. Hamilton virðist vera á sama máli og ætlar að reyna hvað hann getur til að fylgja reglunum eftir. „Ástæðan fyrir því að þau hættu saman var sú að þau eyddu eiginlega engum tíma saman. En hið mikilvæga er að þau hættu aldrei að vera ást- fangin hvort af öðru,“ sagði vin- kona Nicole. „Eftir að þau höfðu talað saman í miklum trúnaði og á hjartnæman hátt rétt fyrir Val- entínusardag ákváðu þau að gefa sambandinu eitt tækifæri í viðbót,“ sagði vinkonan og bætti við: „Eftir að hafa lagt fram stífar reglur um sambandið var Nicole sammála því að það þyrfti meiri rómantík í sambandið. Þeim fannst einnig góð hugmynd að hætta að lesa sögur í slúðurblöðunum um hvort annað.“ Nýlega var uppi orðrómur um að brúðkaup væri hugsanlega í vænd- um eftir að Nicole sagði búðarkonu að hún þyrfti á brúðarkjól að halda á þessu ári. Hvort þessar fregnir séu á rökum reistar verður aftur á móti að liggja á milli hluta. Fyrst þurfa þau væntanlega að láta reyna enn betur á sambandið og gefa því smá tíma áður en þau ganga upp að altarinu. Fylgja stífum ástarreglum ÁSTFANGIN Söngkonan Nicole Scherzinger og Lewis Hamilton ætla að fylgja stífum reglum í ástarsambandi sínu. NORDICHOTOS/GETTY > TREYSTIR EKKI STELPUM Leikkonan Megan Fox gerir sér grein fyrir því að samkeppnin er hörð í kvikmyndabransanum og stelpur séu verstar hvað það varðar. „Ég treysti ekki fólki í bransanum, sérstaklega ekki stelpum. Það er gríðarlega mikil samkeppni í gangi sem ég hef engan áhuga á að taka þátt í,“ sagði Fox. Safnkassi kemur út í dag með fjórum vinsælum leikritum eftir Norðmanninn Thorbjörn Egner. Leikritin eru Kardimommubærinn, Karíus og Baktus, Dýrin í Hálsaskógi og Síglaðir söngvarar. Plöt- urnar innihalda gömlu, góðu upptökurnar sem flestir ættu að kann- ast við og notið hafa mikilla vinsælda í gegnum árin. Ætla má að þessar fjórar plötur hafi samtals selst í rúmlega hundrað þúsund eintökum og eru Kardimommubærinn og Dýrin í Hálsaskógi með mest seldu plötum Íslands. Fjögur leikrit í kassa Bandaríska leikkonan Katie Holmes er nú sögð vera að undirbúa sig andlega undir getnað. Bandaríska dagblaðið New York Post greinir frá því að Holmes hafi sótt námskeið hjá Vísindakirkjunni sem eiga að hjálpa fylgismönnum hennar að búa sig undir komu nýrrar manneskju í heiminn. Samkvæmt New York Post eru námskeið af þessu tagi alls fjórir tímar í senn og er þar farið í gegnum skoðanir kirkjunnar á því hvernig haga skuli fæð- ingu, hvernig viðkomandi getur undir- búið sig sem best undir barnsburð og svona mætti lengi telja. New York Post greinir jafnframt frá því að það sé ekkert leyndarmál að Tom Cruise þrái annað barn en saman eiga þau Holmes hina þriggja ára gömlu Suri. Samkvæmt blaðinu undirgekkst Holmes svipaða meðferð þegar hún og Cruise „ákváðu“ að eignast sitt fyrsta barn. Vísindakirkjan þykir nokkuð sér- kennilegur söfnuður, meira að segja í Bandaríkjunum, en starfsemi hennar hefur verið bönnuð í mörgum Evrópu- ríkjum enda telja margir hana ekkert annað en risastóra svika myllu. Samkvæmt New York Post hefur Katie nú farið í gegnum hreinsunareld Vísinda kirkjunnar en það fólst meðal annars í umfangsmikilli detox-aðgerð þar sem leikkonan var látin borða alls kyns vítamín og eyddi mörgum klukkustundum í sérstakri gufu. Crusie og Holmes undirbúa getnað UNDIRBÚNINGSTÍMABILIÐ HAFIÐ Katie Holmes og Tom Cruise eru byrjuð að undirbúa sig fyrir getnað hjá Vísindakirkjunni. NORDICPHOTOS/GETTY Fyrsta lífvarðanámskeið á Íslandi Öryggisvarðaskólinn 14 til 28 Nóvember 2009 Sími: 698 1666 k li i Lífvarðanámskeið á Íslandi í mars Terr security býður upp á starfsmöguleika á heimsvísu KYNNINGARFYRIRLESTUR UM KRIYA YOGA Swami Mangalananda heldur fyrirlestur 5. mars í Yogastöðinni Heilsubót , Síðumúla 15, 3 h.tv. kl: 20.00. Allir eru velkomnir. Frítt inn. NÁMSKEIÐ 6. - 7. mars verður haldið námskeið þar sem Kriya Yoga- tæknin er kennd. Námskeiðið fer fram í Yogastöðinni Heilsubót, Síðumúla 15. Þetta er tækifæri sem áhugafólk um Yoga og andleg fræði vill ekki missa af. Nánari upplýsingar: 691 8565 (Guðmundur), 897 9937 (Bjarni)

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.