Fréttablaðið - 02.03.2010, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 02.03.2010, Blaðsíða 42
26 2. mars 2010 ÞRIÐJUDAGUR sport@frettabladid.is Stórskyttan Einar Hólmgeirsson hefur ekki spilað handbolta- leik í tíu mánuði vegna þrálátra meiðsla á hné. Það sér þó fyrir endann á því enda hefur Einar núna æft með liði sínu, Grosswallstadt, í fjórar vikur og verið á bekknum í síðustu tveim leikjum. „Þetta er allt að koma. Ég er samt ekki verkjalaus á æfingum og læknar telja reyndar að ég verði aldrei verkjalaus. Þetta er vissulega erfitt en ég verð að venjast þessu. Júlíus Jónasson sagði einu sinni við mig að maður verði að læra að lifa með sársaukanum. Ég held að þetta verði ekkert mikið betra en þetta, því miður,“ segir Einar en hann segir hnéð styrkjast jafnt og þétt. Morgunblaðið greindi frá því á dögunum að Grosswallstadt hefði boðið Einari nýjan samning. „Það var eitthvert rugl í Mogganum og ég skildi ekki þá frétt. Þeir hafa sagt við mig að þeir ætli sér ekki að leita að öðrum leikmanni í minn stað. Þeir segjast fyrst ætla að sjá hvernig ég komi undan þessum meiðslum. Það hefur samt aldrei verið rætt um neinn samning,“ segir Einar og bætir við að hann muni lækka í launum. „Það er alveg ljóst eftir það sem á undan er gengið að ég verð að taka á mig launalækkun. Ég ætla mér samt ekki að spila fyrir neina skiptimynt. Ég er viss um að ég fæ einhvern samning áfram hér úti en hversu góður hann verður er svo allt annað mál,“ segir Einar sem er ekki spenntur fyrir því að koma heim. „Ég vil helst ekki þurfa að koma aftur til Íslands. Það er ekkert sérstaklega spennandi eins og staðan er í dag. Ég ætla að reyna að vera bjartsýnn, hugsa jákvætt, leggja mig fram og vona það besta. Tímabilið er ekki alveg búið þannig að ég get enn sýnt hvað í mér býr. Ég má ekki fara á taugum alveg strax.“ EINAR HÓLMGEIRSSON: FARINN AÐ ÆFA Á FULLU ÞÓTT HANN SÉ EKKI VERKJALAUS Maður verður að læra að lifa með sársaukanum HANDBOLTI Samkvæmt áreiðan- legum heimildum Fréttablaðsins mun Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, taka við þýska úrvals- deildarliðinu Hannover Burg- dorf í sumar. Með liðinu leikur Hannes Jón Jónsson. Samningaviðræður eru langt komnar og verður að öllum lík- indum skrifað undir samning á allra næstu dögum. Í síðasta lagi eftir næstu helgi. Hannover er sem stendur í 14. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar og mun að öllum líkindum sleppa við fall úr úrvalsdeildinni. Missir Hauka verður mikill enda hefur Aron gert ótrúlega hluti með liðið síðan hann sneri heim frá Danmörku til þess að taka við Haukum. Hann er búinn að gera Hauka að Íslandsmeist- urum bæði árin sem hann hefur stýrt liðinu og er á hraðleið með að gera Hauka aftur að Íslands- meisturum. Haukar urðu síðan bikarmeist- arar í fyrsta skipti síðan 2002 um nýliðna helgi. Þess utan eru Haukar deildar- bikarmeistarar og því handhaf- ar allra bikaranna í karlaflokki sem stendur. Ekki náðist í Aron í gær til þess að bera tíðindin undir hann. - hbg Haukar missa þjálfarann sinn í sumar: Aron á leið til Hannover MISSIR FYRIR HAUKA Skarð Arons Kristjánssonar hjá Haukum verður ekki svo auð- veldlega fyllt enda hefur hann gert frábæra hluti í Hafnarfirðinum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN > Ingólfur bíður átekta Ingólfur Sigurðsson, hinn ungi miðjumað- ur KR, kom heim á dögunum eftir viku- dvöl hjá stórliði Arsenal. „Það gekk framar vonum,“ segir Ingólfur sem segist hafa skynjað að menn hefðu verið mjög ánægðir með sína frammistöðu ytra. Ingólfur er samningsbundinn KR og bíður nú rólegur eftir því hvert næsta skref verður en hann hefur ekki heyrt í Arsenal eftir að hann kom heim. Fleiri lið hafa sýnt honum áhuga og hann útilokar ekki að kíkja út til reynslu hjá öðrum liðum. FÓTBOLTI Rúnar Kristinsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá KR, segir að það sé í forgangi hjá félaginu að finna markvörð fyrir komandi tímabil. Hinn japanski Akihiro Hayashi æfði með liðinu í desember. „Það mál gekk ekki upp og við erum búnir að slá það út af borðinu. Það styttist í mót svo við þurfum að fara að finna einhvern,“ segir Rúnar. KR-ingar horfa eingöngu út fyrir landsteinana í leit að markverði en Þórður Ingason gekk í raðir liðsins í vetur og stendur nú í markinu. „Þórður hefur staðið sig vel og við förum hægt í þetta en við þurfum að bæta við öðrum markverði,“ segir Rúnar. - egm Markmannsmálin hjá KR: Sá japanski út af borðinu HANDBOLTI „Ég er að skoða það sem er í boði og býst við að ganga frá mínum málum á næstu vikum,“ segir landsliðsmaðurinn Vignir Svavarsson. Hann er á leið frá Lemgo en býst fastlega við því að vera áfram í Þýskalandi. Ef Aron Kristjánsson tekur við Hannover Burgdorf er ekki ólíklegt að Vignir fylgi honum þangað. Vignir játar því að það sé spennandi kostur. „Það gæti verið möguleiki. Ég heyri alltaf í Aroni annað slagið og það hefur ekkert breyst þótt hann sé orðaður við Hannover,“ segir Vignir sem þekkir Aron vel. „Það væri gaman fyrir hann að koma til Þýskalands að þjálfa. Eins og með leikmenn þá er það draumur allra í handboltanum að spreyta sig í þýsku deildinni. Ég er ekki í nokkrum vafa um að hann gæti staðið sig mjög vel sem þjálfari hérna.“ - egm Hræringar í handboltanum: Vignir gæti fylgt Aroni ÁFRAM Í ÞÝSKALANDI Vignir spilar líklega áfram í Þýskalandi. MYND/DIENER FÓTBOLTI Íslenska kvennalandsliðið endaði í neðsta sæti í sínum riðli á Algarve Cup. Liðið tapaði öllum þremur leikjum sínum í riðlin- um og leikur um sæti á morgun. Í gær tapaði Ísland 2-3 fyrir Nor- egi þar sem Margrét Lára Viðars- dóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir skoruðu. „Við höfum verið með tilrauna- starfsemi á mótinu og vorum að prófa nýtt kerfi í þessum leik. Við spiluðum með tvo framherja. Þetta er vonandi eitthvað sem við getum þróað áfram því við þurf- um fjölbreytni í sóknarleiknum,“ segir þjálfarinn, Sigurður Ragnar Eyjólfsson. Bandaríkin vann riðilinn með fullt hús stiga eftir 2-0 sigur á Sví- þjóð í gær. Sigurður segir að leikur Íslands og Noregs hafi ekki verið fallegur áhorfs. „Völlurinn var í mjög slæmu ásigkomulagi. Hann var illa far- inn, mjúkur og allur í leðju. Það var ekki mikið um færi, þetta var stöðubarátta og lítið um flott spil enda aðstæður erfiðar,“ segir Sigurður en öll mörkin í leiknum komu úr föstum leikatriðum. „Mörkin sem við fengum á okkur eru atriði sem við verðum að fara betur yfir á æfingum. Yfir- leitt hefur það verið styrkleiki hjá okkur að vera öflugar í föstum leikatriðum, bæði varnarlega og sóknarlega. Það var samt góð bar- átta í liðinu og leikmenn lögðu sig fram.“ Mikið hefur verið hrært í liðinu á mótinu. „Við höfum getað gefið reynslulitlum leikmönnum tæki- færi. Þær hafa fengið eldskírn gegn nokkrum af bestu liðum heims. Þær fá dýrmæta reynslu og sjá hvernig við undirbúum okkur fyrir landsleiki og nálgumst leik- ina. Það er gott því við þurfum meiri breidd.“ Margrét Lára hefur spilað færri mínútur en oftast. „Hún er ekki orðin alveg heil af meiðslum sem hún hefur verið að glíma við. Þess vegna hef ég notað hana sparlega. Við áttum samt möguleika á að nota hana eitthvað á þessu móti og það er mjög gott. Sérstaklega þar sem ég var að prófa að spila með tvær frammi,“ segir Sigurður. Guðbjörg Gunnarsdóttir stóð í marki Íslands í gær eins og í fyrsta leiknum en Þóra B. Helga- dóttir byrjaði síðasta leik. „Það hafa verið bæði plúsar og mín- usar hjá þeim báðum. Þær hafa oft gripið vel inn í en líka gert sín mistök. Á heildina litið hafa þær staðið sig fínt en geta lag- fært ýmislegt í sínum leik,“ segir Sigurður. Nathan Kipp, markmannsþjálf- ari Chicago Red Stars í Banda- ríkjunum, er með íslenska liðinu úti. „Hann hefur verið að vinna vel með Þóru og Guðbjörgu. Við höfum farið vel og ítarlega yfir leikina og klippt saman öll atvik- in með markmönnunum og svo setjumst við niður með þeim. Farið er yfir allt sem betur mætti fara,“ segir Sigurður sem ákvað að hugsa út fyrir rammann í leit að markmannsþjálfara í ferðina og fékk gamlan félaga sinn. „Guðmundur Hreiðarsson komst ekki vegna atvinnu sinnar. Ég ræddi við flesta markmannsþjálf- ara heima sem ég tel vera í lands- liðsklassa. Enginn þeirra komst svo ég talaði við þennan þjálfara hjá Chicago Red Stars. Ég var með honum í háskóla í Bandaríkjunum og ég þekki hann vel. Hann var til- búinn að koma í þetta verkefni og ég leit á þetta sem tækifæri fyrir markverðina okkar að fá nýtt sjón- arhorn. Það hefur gengið mjög vel,“ segir Sigurður Ragnar. elvargeir@frettabladid.is Það voru bæði plúsar og mínusar Stelpurnar okkar töpuðu öllum leikjum sínum í riðlakeppni Algarve Cup. Markmannsþjálfari frá Bandaríkjunum er með liðinu í Portúgal og fer vel yfir allt sem betur mætti fara hjá Guðbjörgu og Þóru. NOTUÐ SPARLEGA Sigurður Ragnar hefur notað Margréti Láru sparlega á Algarve þar sem hún er ekki búin að jafna sig fullkomlega af meiðslum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.