Fréttablaðið - 02.03.2010, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 02.03.2010, Blaðsíða 43
ÞRIÐJUDAGUR 2. mars 2010 27 FÓTBOLTI Wayne Rooney staðfesti það í gær að hann verði klár í slag- inn þegar England mætir Egyptum í vináttulandsleik á morgun. Rooney varð fyrir smá hnjaski á hné í úrslitum deildarbikars- ins gegn Aston Villa á sunnudag. Fyrstu fréttir bentu síðan til þess að hann myndi ekki spila landsleikinn á morgun. „Hnéð er í lagi. Ég fór í rannsókn og það er bara lítið mar. Ég verð klár í að spila,“ sagði Rooney við fréttamenn í gær. Mikið hefur gengið á hjá enska landsliðinu síðustu vikur. Terry missti fyrirliðabandið vegna gjálíf- is og Wayne Bridge neitar að spila með landsliðinu út af John Terry. Rooney segir að þessi hasar hafi ekki truflað undirbúninginn. „John er leiðtogi í þessu liði. Hann er kannski ekki með fyrir- liðabandið en hann er samt frábær leikmaður og mikill leiðtogi,“ sagði Rooney. „Það hefur ekkert verið öðruvísi stemning í hópnum en venjulega fyrir þennan leik. John er frábær leikmaður sem hefur verið valinn í heimsliðið þrjú ár í röð. Það hefur enginn áhyggjur af hans leikformi.“ Rooney segir slæmt að missa Bridge. „Hann er líka frábær leik- maður og það er sérstaklega slæmt að missa hann þar sem Ashley Cole er meiddur. Hann hefði líklega tekið sætið hans í liðinu. Þetta er vissu- lega allt mjög óheppilegt en ákvörð- unin er hans og hana ber að virða.“ Rooney tryggði United enn einn sigurinn um helgina er hann kom af bekknum og skoraði sigurmarkið gegn Aston Villa. Rooney segist hafa vitað nokkrum dögum áður að hann myndi ekki byrja leikinn. „Ég var aðeins slæmur í magan- um og stjórinn var að leita að afsök- un til þess að taka mig úr liðinu. Þegar hann frétti af magaverkjun- um var hann búinn að ákveða sig. Ég var að sjálfsögðu vonsvikinn en þetta var samt rétt ákvörðun hjá honum,“ sagði Rooney sem er búinn að skora 28 mörk fyrir United á þessari leiktíð. - hbg Enska landsliðið fékk góð tíðindi í gær fyrir vináttulandsleikinn á miðvikudag: Rooney verður klár í slaginn gegn Egyptum á morgun WAYNE ROONEY Lætur smá hnjask ekki stöðva sig. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES Reyndir kennarar Morgun- og kvöldnámskeið 3 stig, íslenska 1, 2 og 3 Miðsvæðis Litlir hópar, hámark 12 manns Íslenska fyrir útlendinga Ingólfsstræti 8, 101 Reykjavík, simi: 692 8818 islenska@multi-kulti.org www.multi-kulti.org ÍSLENSKUNÁMSKEIÐ AÐ HEFJAST: SKRÁNING OG NÁNARI UPPLÝSINGAR: islenska@multi-kulti.org Sími: 692 8818 Námið er viðurkennt og styrkhæft sem starfs- og símenntun. Verð fyrir námskeið: 24.000 kr. Hvert námskeið er 60 kennslustundir 8. MARS: ÍSLENSKA 1 kl. 19.00-20.30 ÍSLENSKA 2 kl. 11.30-13.30 ÍSLENSKA 3 kl. 09.00-11.00 1. APRÍL: ÍSLENSKA 2 kl. 17.15-18.45 29. APRÍL: ÍSLENSKA 1 kl. 09.00-11.00 Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.