Fréttablaðið - 02.03.2010, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 02.03.2010, Blaðsíða 46
30 2. mars 2010 ÞRIÐJUDAGUR Frétt Fréttablaðsins af úthlutun listamanna- launa varð útvarpsfólkinu í Íslandi í bítið tilefni til umræðu í gærmorgun. Þar fór tæknitröllið Þráinn Steinsson mikinn og lýsti þeirri skoðun sinni að listamannalaun væru „snobb- atvinnuleysisbæt- ur“. Undir þessa skoðun hans tók Heimir Karlsson. Munu fjölmargir listamenn hafa sett sig í samband við þá Bylgjumenn og lýst óánægju sinni með skoðanir þeirra. Þráinn gengur meira að segja svo langt að kalla suma póstana „haturspósta“. Hvort einn þeirra sem lýstu óánægju með umræðuna var Þráinn Bertelsson skal ósagt látið en þó mun frágengið vera að hann mætir í þáttinn í dag og mun ætla að útskýra út á hvað listamannalaun ganga. Eins og alþjóð veit varð Þráinn að ein- hvers konar talsmanni listamannalauna þegar hann neitaði að afsala sér heiðurslaunum Alþingis þegar hann tók þar sæti. Þráinn fjallar einmitt um fjárhag sinn í pistli á Smugunni í gær. Þar segist hann rétt lafa í hálfri milljón á mánuði eftir skatt og telur sig greinilega ekki ofalinn. Kvikmyndatónskáldið Atli Örvars- son sést taka létt harmonikkusóló á litlum bát í tónlistarmyndbandi sem gert var til þess að kynna tónlist Hans Zimmer úr kvik- myndinni Sherlock Holmes fyrir Óskarsakademíuna. Meðal annarra sem leggja sitt á vogarskálarnar eru leikstjóri myndarinnar, Guy Ritchie, og bandaríski stórleikarinn Robert Downey sem leikur einmitt Holmes auk annarra tónlistar- manna. Atli hefur unnið náið með Hans Zimmer við gerð kvikmyndatónlistar fyrir kvikmyndir á borð við Angels & Demons og The Simpsons. - hdm, fgg 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 SJÓNVARPSÞÁTTURINN „Hann missteig sig ansi hressilega þarna ef hann lítur á það sem hlut- verk sitt að segja grínistum að hverju má gera grín að og að hverju ekki,“ segir Davíð Þór Jónsson, guðfræðingur og grínisti. Hann er undrandi á ummælum landbún- aðarráðherrans Jóns Bjarnason- ar um auglýsingu Símans en Jón sagði símafyrirtækið gera lítið úr hefðbundnum íslenskum þjóðleg- um afurðum. „Nokkrir karlmenn, í lopapeysum þó, eru látnir fúlsa við íslenskum þorramat eins og um hvert annað ómeti sé að ræða,“ sagði Jón við setningu Búnaðar- þings á laugardaginn. Davíð segir það nánast heilaga skyldu íslenskra grínista að gera grín að íslensku samfélagi og íslenskum hefðum en vill ekki ganga svo langt að segja landbún- aðarráðherrann húmorslausan. „Nei, ég held að brandarinn hafi farið eitthvað öfugt ofan í land- búnaðarráðherrann, mín reynsla er sú að stjórnmálamenn leyni oft á sér en hann hefur örugglega bara verið að reyna að skora ódýr stig hjá markhópnum,“ segir Davíð. Ari Eldjárn hjá grínhópnum Mið-Íslandi á erfitt með að skilja af hverju landbúnaðarráðherra sé að tjá sig um svona. „En á landbún- aðarráðherra ekki einmitt að vera svona? Þýðir þetta ekki að tvær stéttir eru að standa sig ansi vel; grínistar að gera grín að íslensk- um hefðum og svo landbúnað- arráðherra sem er reiðubúinn til að verja landbúnaðarvörur með kjafti og klóm. Ég held að ráðamenn megi bara taka land- búnaðarráðherrann til fyrir- myndar.“ - fgg Skylda grínista að gera grín að Íslandi Sjónvarpsrisinn Fox ákvað að gera ekki prufuþátt eftir íslensku sjón- varpsþáttaröðinni Næturvaktin. Handrit eftir Adam Barr, hand- ritshöfund Will & Grace, var til- búið á teikniborðinu en Banda- ríkjamenn verða að bíða enn um sinn með að sjá sína eigin útgáfu af þeim Georg, Ólafi Ragnari og Daníel. „Við erum svolítið spæld- ir að Fox skyldi ekki fara í prufu- þáttinn en þetta „pilot-season“ er mikið nálarauga og við komumst ekki í gegn að þessu sinni,“ segir Kjartan Þór Þórðarson, fram- kvæmdastjóri Saga Film, sem framleiðir þættina. Þetta „pilot-season“ sem Kjart- an vísar til er ákveðið tímabil hjá stóru amerísku sjónvarps- stöðvunum. Þá berast hverri stöð yfir þrjú þúsund hugmynd- ir að nýjum sjónvarpsþáttum en í kringum hundrað þeirra fara í handritavinnslu. Þegar handritið er tilbúið tekur við enn ein sían því aðeins fimm til sjö af þessum handritum verða að svokölluðum „prufu-þáttum“ eða pilot. Og loks eru það aðeins tveir til þrír slíkir prufuþættir sem fá samning um sjónvarpsþáttaröð hjá stöðinni. Kjartan og félagar hjá Saga Film eru þó ekki af baki dottnir því nú ætla þeir að kynna Næt- urvaktina fyrir kapalsjónvarps- stöðvarnar í Ameríku. „Þessi þættir henta í raun miklu betur fyrir kapalinn og þetta er miklu einfaldara ferli. Hjá kap- alsjónvarpsstöðvunum er ekkert sérstakt tímabil eins og hjá stóru stöðvunum en að sama skapi þýðir þetta líka minni peningar.“ -fgg Fox hafnaði Næturvaktinni EKKI TIL AMERÍKU Næturvaktin verður ekki endurgerð hjá sjónvarpsstöðinni Fox en nú á að kynna þættina fyrir kapalsjónvarpsstöðvunum. VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 10 1 Gísli S. Einarsson. 2 Ásbjörn Þorgilsson og Eva Sigbjörnsdóttir. 3 Jón Gnarr. LÁRÉTT 2. harla, 6. eftir hádegi, 8. skordýr, 9. skammstöfun, 11. tveir eins, 12. logi, 14. snjáldur, 16. hvað, 17. skítur, 18. klampi, 20. gjaldmiðill, 21. óheilindi. LÓÐRÉTT 1. klöpp, 3. tveir eins, 4. dagatal, 5. borg, 7. gagntaka, 10. náinn, 13. dýrahljóð, 15. innyfla, 16. guðshús, 19. á fæti. LAUSN MISSTEIG SIG HRAPALLEGA Davíð Þór segir Jón Bjarna- son hafa misstigið sig ansi hressilega með ummælum sínum. Ari Eldjárn á erfitt með að skilja af hverju land- búnaðarráðherra sé að tjá sig um svona mál. LÁRÉTT: 2. afar, 6. eh, 8. fló, 9. rek, 11. mm, 12. glæra, 14. trýni, 16. ha, 17. tað, 18. oki, 20. kr, 21. fals. LÓÐRÉTT: 1. berg, 3. ff, 4. almanak, 5. róm, 7. heltaka, 10. kær, 13. rýt, 15. iðra, 16. hof, 19. il. Aðalbjörg Ósk Gunnarsdóttir, sem var ungfrú Reykjavík 2008, gagn- rýnir undirfatamyndband sem þátttakendur í Ungfrú Reykja- vík 2010 voru látnir taka þátt í fyrir undirfataframleiðandann La Senza. Hún segir undirfata- sýninguna sjálfa hafa verið á gráu svæði. „Ég var í pínulitlu sjokki og þetta kom mér algjörlega í opna skjöldu,“ segir Aðalbjörg Ósk en Manúela Ósk Steinsson, fyrrver- and Ungfrú Ísland, ræddi þetta fyrst á bloggi sínu á laugardag- inn. Manúela var harðorð í garð skipuleggjanda keppninnar: „Ef ég hefði átt að koma fram í svona múnderingu á sínum tíma, þá hefði ég sleppt því að keppa! … tilhugs- unin um að spranga um sviðið eins og erótískur dansari með afa minn og ömmu í salnum – ehhh, ég held ekki! Hvar er klassinn??“ Aðalbjörg segist ekki hafa vitað hvort umrætt myndband, sem hægt er að sjá á Youtube, væri grín þegar það rann yfir skjáinn. „Myndavélarnar beindu sjónum sínum að brjóstunum og rössun- um á stelpunum, þetta var mjög óviðeigandi. Ef mér hefði verið sagt að ég ætti að vera í g-streng og láta gera eitthvert myndband af mér í rólu þá hefði ég sagt nei takk,“ segir Aðalbjörg og bætir því við að henni finnist þetta í raun lít- ilsvirða hefðina á bak við keppn- ir á borð við þessa sem gangi út á hina „elegant“ konu. „Ég veit eig- inlega ekki hvert þessi keppni er að stefna, verður þetta bara orðin einhver drasl-titill eftir tíu ár?“ spyr Aðalbjörg. Magdalena Dubik krýndi arf- taka sinn á Hótel Íslandi á föstu- dagskvöldið. Hún var sammála því að undirfatasýningin hefði verið með djarfara móti og var ekki alveg viss um hvort hún sjálf hefði látið sjá sig í þeim efnislitla klæðnaði sem sumar stúlkurn- ar klæddust. „Ég skil sjónarmið þeirra Aðalbjargar og Manúelu, undirfatasýningin var vissulega öðruvísi en hún hefur hingað til verið. Stundum hefur þessi sýn- ing verið gagnrýnd fyrir að vera of lítið sexí, þetta er hárfín lína og vissulega voru þetta engin Hag- kaups-undirföt. Mér fannst þetta flott sýning en síðan er það bara spurning hvort þetta eigi heima í þessari keppni.“ Arnari Laufdal, sem hefur veg og vanda af keppninni, fannst sýningin ekki of gróf. „Mörgum finnst það of gróft þegar kepp- endur koma fram á bikiníi, mér finnst bara fínt að fólk skuli hafa skoðanir á þessu,“ segir Arnar. freyrgigja@frettabladid.is AÐALBJÖRG ÓSK GUNNARSDÓTTIR: HEFÐI EKKI TEKIÐ ÞÁTT Í ÞESSU Fegurðardrottningar ósátt- ar við undirfatasýningu „Ég hef verið að horfa á Dog the Bounty Hunter og Eastbound & Down. Dog the Bounty Hunter er ógeðslega steikt, amerískt og fyndið raunveruleikasjónvarp og Eastbound & Down eru einhverjir bestu grínþættir sem ég hef séð.“ Diddi Fel rappari. Á GRÁU SVÆÐI? Aðalbjörg Ósk Gunn- arsdóttir og Manúela Ósk eru sammála um að undirfatasýningin í Ungfrú Reykjavík hafi ekki verið keppninni til framdráttar. Magdalena Dubik segir hana hafa verið djarfari en undan- farin ár; hún var ekki viss um hvort hún hefði tekið þátt í slíku á sínum tíma. Arnar Laufdal, sem skipuleggur fegurðar- samkeppnirnar, segir að sér hafi ekki þótt þetta of gróft. Stúlkurnar voru í undirfötum frá La Senza. TILBOÐ Í VEITINGASAL Súpa fi skur og kaffi 1290 GLÆNÝ ÝSA, FISKRÉTTIR ÞORSKHNAKKAR, RAUÐMAGI FRÉTTIR AF FÓLKI Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.