Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.03.2010, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 04.03.2010, Qupperneq 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI VEÐRIÐ Í DAG STJÓRNMÁL Ágreiningur um kostnað Breta og Hollendinga af fjármögnun vegna greiðslu lágmarkstrygginga reikningseigenda stendur í veginum fyrir samningum um lausn Icesave- málsins. Heimildir Fréttablaðsins herma að Bretar og Hollendingar hafi sæst á hugmyndir Íslendinga um lausn. Í þeim felst að Íslendingar greiði höfuðstól lánsins og fjármögnunar- kostnað. Deilan snýst um hve hár sá kostnaður er. Heimildarmenn segja að talsvert beri í milli en bilið sé ekki óbrúanlegt. Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra vill ekki staðfesta þetta. Hann segir ótímabært að ræða innihald viðræðnanna. Ljóst er að vonbrigða gætir í her- búðum stjórnarliða með að ekki hafi þokast nær samkomulagi á fundi samninganefndanna í Lond- on í gær. „Staðan skýrðist ekki að ráði og það er enn ekkert á borðinu sem gefur tilefni til mikillar bjartsýni um að þetta muni klárast á næst- unni,“ sagði Steingrímur í samtali við Fréttablaðið í gærkvöldi. Samninganefndirnar funduðu í húsakynnum lögmannsstofunnar Slaughter and May sem er bresku viðræðunefndinni til ráðgjafar. „Fundurinn fór fram í mikilli vin- semd og var mjög gagnlegur,“ var það eina sem Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneyt- inu vildi segja í gærkvöldi. Guð- mundur er einn fimm samninga- manna Íslands. Íslenska nefndin sat yfir útreikningum fram á kvöld í gær en hún nýtur ráðgjafar bresku lögmannastofunnar Ashurst. Allar líkur eru á að þjóðarat- kvæðagreiðslan fari fram á laug- ardag. Í henni verður kosið um gildi laga sem Alþingi samþykkti 30. desember. Kjör samninganna sem þar liggja til grundvallar eru talsvert lakari en Bretar og Hol- lendingar hafa nú boðið upp á. Í röðum stjórnarflokkanna er talið mikilvægt að samkomulag – eða í það minnsta drög að samkomulagi – verði undirritað síðar í dag eða á morgun. Á þeim bæjum er það talin mikil fjárhagsleg áhætta að málið sitji enn fast þegar lögin verða felld á laugardag, eins og skoðanakann- anir sýna ótvírætt. Formenn stjórnarflokkanna kynntu stöðu málsins fyrir þing- flokkum sínum síðdegis í gær. - bþs, kóp FIMMTUDAGUR 4. mars 2010 — 53. tölublað — 10. árgangur Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 „Uppáhaldsflíkin mín er í raun fylgihlutur, belti sem ég notaði við brúðarkjólinn þegar ég gifti mig fyrir tveimur árum. Beltið er svart með blómum og steinum sem þær hjá Eðalklæðum gerðu fyrir mig en þær saumuðu brúðarkjól-inn líka,“ segir Rakel Hlídó flíkur sem ég bý til upp úr sjálfri mér þótt ég notist stundum við sníðablöð líka.“Þegar Rakel er beðin að lýsa sínum fatastíl segir hún svart í mestu uppáhaldi. Oftast klhún si í þ ég á að nefna uppáhaldshönnuð þá væri það Steinunn. Það er á draum-alistanum að eignast eitthvað eftir hana.“ Fyrsta fi Þægilegir kjólar nauðsyn Rakel Hlín Bergsdóttir er annar eigandi barnafataverslunarinnar Fiðrildi. Hún er áhugamanneskja um hönnun og tísku og á sér einn uppáhaldsfylgihlut sem hún bar á brúðkaupsdaginn. Rakel Hlín Bergsdóttir með blómabeltið við gráan og svartan kjól sem hún saumaði sjálf. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON YOOX.COM er tíu ára gömul netverslun sem hefur á síðustu árum orðið að einni stærstu þeirrar tegundar sem selur föt, fylgihluti sem og smáhluti fyrir heimilið. Á síðunni er hægt að nálgast hönn-un Stellu McCartney, Prada, Chleó, Marc Jacobs og Gucci, svo fáeinir séu nefndir. www.eirberg.is • 569 3100 Rafknúnirhæginda- stólar • standa upp • Einfaldar stillingar og fjölbreytt úrval F Á K A F E N I 9 - - S í m i : 5 5 3 7 0 6 0 O p i ð m á n u d - f ö s t u d . 1 1 - 1 8 & l a u g a r d . 1 1 - 1 6 Skór & töskur í miklu úrvaliwww.gabor.is Sérverslun með Það er enn ekkert á borðinu sem gefur tilefni til mikillar bjartsýni um að þetta muni klárast á næstunni. STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON FJÁRMÁLARÁÐHERRA Réttarríkið í prófi „En þá mun erlend réttarvarzla – lögregla, ákæruvald og dóm- stólar – taka við keflinu”, skrifar Þorvaldur Gylfason. Í DAG 20 Sérblað • fimmtudagur 4. mars 2010 VETRARSPORT www.bt.is BT bæklingurinn Fermingar Opið til 21 Á hraðri uppleið MTV er hrifið af FM Belfast. FÓLK 46 GRIKKLAND George Papandreou, forsætisráðherra Grikklands, útilokar ekki að Grikkir leiti eftir aðstoð frá Alþjóðagjald- eyrissjóðnum til að létta skulda- baggann sem er að sliga efnahag landsins. Þetta verði þó aðeins gert ef Evrópusambandið leggur ekki blessun sína yfir nýjar og enn harðari sparnaðaraðgerðir og veitir Grikklandi stuðning í þrengingum þess. „Nú er röðin komin að Evrópu- sambandinu,“ sagði hann eftir að stjórn landsins kynnti nýju aðgerðirnar í gær. - gb / sjá síðu 16 Grikkland í vanda: Aðkoma AGS ekki útilokuð LÍFEYRISÞEGAR MÓTMÆLA Sparnaðar- aðgerðir gríska ríkisins hafa mælst illa fyrir meðal almennings. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FÓLK Joseph Melillo, einn af for- svarsmönnum BAM-leikhúss- ins í New York, er væntanlegur til Íslands á föstudaginn. Hann hyggst sjá tvær sýningar á Faust með Vesturporti í Borgarleikhús- inu og hitta leikhópinn í kjölfar- ið. Þetta er í fyrsta skipti sem Melillo kemur til Íslands en Vest- urport hefur áður sýnt Woyzeck í BAM-leikhúsinu og mun setja upp Hamskiptin þar í nóvember. - fgg / sjá síðu 46 BAM-leikhúsið í New York: Áhrifamað- ur heimsækir Vesturport RAKEL HLÍN BERGSDÓTTIR Heldur upp á belti frá brúðkaupsdeginum • tíska Í MIÐJU BLAÐSINS VETRARSPORT Ísklifur, skautar, skíða- og snjóbrettabúnaður Sérblað um vetrarsport FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG BJART EYSTRA Í dag verða suðvestan 5-13 m/s. Rigning eða slydda SV- og V-til síðdegis en þurrt og bjart eystra. Hiti víðast 0-7 stig. VEÐUR 4 0 4 0 0 2 List í sláturhúsi Metþátttaka er á tilraunakvik- myndahátíðina 700IS Hreindýra- land. TÍMAMÓT 28 Rændur draumamarki Rúrik Gíslason skor- aði glæsilegt mark á móti Kýpur í gær en það var ekki dæmt gilt. ÍÞRÓTTIR 42 VIÐSKIPTI Arion banki hefur óskað eftir að eftirlitsnefnd með verk- lagsreglum fjármálafyrirtækja fari yfir endurskipulagningu bank- ans á Högum og Samskipum. Með því vill bankinn bregðast við harðri gagnrýni á endurskipu- lagningu þessara fyrirtækja, segir Brynhildur Georgsdóttir, umboðs- maður viðskiptavina hjá Arion. Eftirlitsnefndin hefur ekki fengið öll gögn, en búast má við að vinna við yfirferðina hefjist í næstu viku, segir María Thejll, formaður nefndarinnar. Eftirlitsnefndin á að kanna hvort fjármálafyrirtæki fylgi verklags- reglum við úrlausn skuldavanda fyrirtækja og heimila. Til stóð að byrja á málefnum einstaklinga, en vegna óskar stjórnenda Arion banka verður fjallað um endur- skipulagningu fyrirtækja sem bankinn hefur lokið, segir María. Skoðað verður hvort bankinn hafi fylgt verklagsreglum, og þar með beitt hlutlægni og sanngirni við endurskipulagninguna. Í regl- unum er meðal annars fjallað um þau skilyrði sem stjórnendur og eigendur fyrirtækis verða að upp- fylla til að fá að taka þátt í endur- skipulagningunni. Gagnrýnt hefur verið hvernig bankinn hefur staðið að endur- skipulagningu Haga. Sérstaklega hefur verið gagnrýnt að Jóhannes Jónsson, stjórnarformaður Haga, fái að kaupa allt að tíu prósenta hlut í fyrirtækinu, og aðrir stjórn- endur allt að fimm prósent. Einnig hefur áframhaldandi aðkoma Ólafs Ólafssonar að Sam- skipum eftir endurskipulagning- una vakið harða gagnrýni. - bj Arion banki vill að eftirlitsnefnd meti hvort farið var eftir verklagsreglum: Skoða mál Haga og Samskipa ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLAN UNDIRBÚIN Að óbreyttu verður haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um Icesave-samningana á laugar- dag. Starfsmenn Ráðhússins voru í gærkvöldi í óðaönn að undirbúa kjörstað. Áður en kjörklefarnir voru reistir þurfti að þrífa eftir Reykjavíkurskákmótið sem lauk fyrr um kvöldið. Kostnaður við þjóðaratkvæðagreiðsluna nemur um 210 milljónum króna. Kyrrstaða í London Lítið þokaðist á fundi samninganefnda Íslands, Bretlands og Hollands í gær. Útlínur samkomulags liggja fyrir en ágreiningur er um kostnað af fjármögnun. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.