Fréttablaðið - 04.03.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 04.03.2010, Blaðsíða 4
4 4. mars 2010 FIMMTUDAGUR EFNAHAGSMÁL Tafir á endurskoð- un efnahagsáætlunar íslenskra stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins (AGS) hafa valdið efna- hagslegum búsifjum. Þetta segir Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra. Þetta er sam- hljóma mati hagfræðinga Alþýðu- sambandsins sem kynnt var í síð- ustu viku. Gylfi segir að verulegur kostn- aður hafi hlotist af töfinni. Tals- vert snúið sé að meta hann í krón- um og aurum, en tvímælalaust hafi töfin seinkað hagvexti og ýmsum framkvæmdum. Vextir séu hærri, krónan veikari og atvinnuleysi meira fyrir vikið. Hagur ríkissjóðs sé almennt verri vegna þessa. Gylfi segir það áhyggjuefni að það fé sem ekki tekst að skapa, á meðan hagvöxtur og þjóðarfram- leiðsla eru niðri, sé tapað fé. Það fáist ekki aftur. Hann segir töf á Icesave, sem aftur hafi tafið end- urskoðun áætlunarinnar, skað- lega. Hefði verið gengið frá mál- inu síðasta vor mætti gera ráð fyrir að gjaldeyrishöftin væru horfin eða verulega minni. Gylfi Zoëga, prófessor í hag- fræði við Háskóla Íslands, segir efnahagsáætlunina fela í sér að þjóðin verði ekki fyrir sama skelli til skamms tíma og annars hefði orðið. Aðkoma AGS auki trú- verðugleika efnahagsstefnunnar og lán frá Norðurlöndunum hafi, samkvæmt áætlun, átt að verja lífskjör og skapa aðstæður til að létta á gjaldeyrishöftum. „Ef þessi lán fást ekki og aðgangur ríkisins að erlendum lánsfjármörkuðum helst lokað- ur, og Norðurlöndin standa fast á því að vilja ekki lána íslenska rík- inu frekar, þá þarf að fara aftur að teikniborðinu og búa til aðra efnahagsáætlun.“ Gylfi segir að slík áætlun mundi líklega felast í enn frek- ari lækkun þjóðarútgjalda til að afla gjaldeyris. Þetta sé unnt að gera með lækkun gengis krón- unnar, skattahækkunum eða nið- urskurði ríkisútgjalda. Lífskjör myndu skerðast enn frekar. Markmið áætlunarinnar hafi verið að nýta stöðugleika í efna- hagslífinu til að treysta fyrir- tæki, atvinnurekstur og fjár- málakerfi. „Slík uppbygging krefst pólitískrar sáttar, að unnið sé eftir trúverðugri áætlun og stjórnmálamenn og hagsmuna- aðilar leggist á eitt við að styðja við uppbyggingu fyrirtækja og atvinnulífs í landinu.“ Gylfi Magnússon segir vissu- lega mikil ríkisútgjöld framund- an, ekki síst vegna langtímalána. Hann telji þó að um leið og hnút- urinn varðandi endurskoðun AGS leysist rakni úr vandanum. Rík- issjóður ætti þá að geta endur- fjármagnað há lán sem verður að gera í lok árs 2011 og á árinu 2012. Samkvæmt minnisblaði Seðla- banka Íslands frá 18. desember námu skuldir þjóðarbúsins 5.150 milljörðum króna um áramótin, eða 320 prósentum af vergri lands- framleiðslu. Þar eru meðtaldar skuldir einkafyrirtækja. Í minnisblaðinu var gert ráð fyrir að Icesave-skuldin (brúttó) yrði um 800 milljarðar króna um áramótin síðustu. Sé reiknað með 88 prósent heimtum eigna gamla Landsbank- ans verði sú tala 230 milljarðar um næstu áramót. Í dag er reiknað með yfir 90 prósent heimtum. Hrein erlend staða verði nei- kvæð um tæplega 1.450 milljarða króna í árslok 2010, sem nemur 91 prósenti af vergri landsfram- leiðslu. kolbeinn@frettabladid.is Byggingarmagn fyrir nýbyggingu Listaháskólans sem fyrirhugað er að reisa við Laugaveg var ofreiknað í Markaðnum, viðskiptablaði Frétta- blaðsins, í gær. Hið rétta er að tillagan gerir ráð fyrir 9.800 fermetra bygg- ingu ofanjarðar og 4.250 fermetum neðanjarðar. Beðist er velvirðingar á mistökunum. LEIÐRÉTTING Rétt er að taka fram, í framhaldi af skrifum um Birtu Björnsdóttur fata- hönnuð, að móðir hennar heitir Eygló Eyjólfsdóttir. ÁRÉTTING Við höldum með þér! 7 kr. AF ELD SNE YTIS LÍTR ANU M MEÐ STA ÐGR EIÐ SLU KOR TIN U Í DA G PI PA R\ TB W A S ÍA 10 05 59 LÖGREGLUMÁL Fjórir menn sem lög- regla hefur grunaða um stórfelld gjaldeyrissvik tæmdu þrjá sænska bankareikninga og fluttu féð annað eftir að dómstólar þar ytra höfnuðu beiðni frá lögreglu um að féð yrði kyrrsett. Á reikningunum voru um 145 milljónir króna og hefur lögreglan reynt að rekja hvert féð er farið, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Ekki hefur tekist að kyrrsetja það annars staðar. Féð var fyrst fryst í þrjá daga eins og sænsk lög gera ráð fyrir á meðan úrskurðar dómara er beðið. Dómari hafnaði hins vegar beiðn- inni vegna þess að sænsk yfirvöld gera kröfu um svokallað tvöfalt refsinæmi, það er að meint hátt- semi mannanna sé ekki bara refsi- verð á Íslandi heldur líka í Svíþjóð. Meint lögbrot þeirra hér, að miðla gjaldeyri án leyfis Seðlabankans, er hins vegar ekki lögbrot í Svíþjóð. Síðan hefur íslenska lögreglan fundið leið til að kyrrsetja eignir einstaklinga þar ytra með því að láta fullnusta íslenska kyrrsetning- arúrskurði í Svíþjóð. Þetta hefur verið gert við sænskan banka- reikning eins hinna þriggja sak- borninga, sem á voru um þrjátíu milljónir króna. Ekki var hægt að fara þessa leið með reikn- ing Karls Löve Jóhannssonar, sem á voru um 20 mil ljónir, enda hafði hann þega r t æmt hann. Synjun þýðir að ekki er hægt að kyrrsetja eignir félagsins Aserta og tengds félags, sem samanlagt nema um 125 millj- ónum, vegna þess að félögin eru skráð í Svíþjóð og eiga engar eignir hérlendis. Reikningar þeirra félaga voru einnig tæmdir. Helgi Magnús Gunnarsson, sak- sóknari efnahagsbrota, segir að ákvörðun Svíanna breyti engu um grundvöll málsins hér á Íslandi. „En það er augljóst að þetta dregur töluvert mikið úr möguleikunum á að endurheimta þennan ávinn- ing,“ segir hann. Talið er að heild- arávinningur fjórmenninganna af braskinu nemi um 1,7 milljörðum króna. Hátt í hundrað milljónir hafa verið kyrrsettar á reikning- um hérlendis. - sh Sakborningarnir í stóra gjaldeyrissvikamálinu nýttu sér synjun Svía á beiðni um kyrrsetningu eigna: Forðuðu 145 milljónum undan lögreglu HELGI MAGNÚS GUNNARSSON VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 18° 6° 2° -1° 6° 6° 1° -2° -2° 20° 7° 17° 5° 16° -5° 7° 14° -5° Á MORGUN 8-15 m/s, hægari austan til. LAUGARDAGUR 8-15 m/s, hvassast norðvestan til. 2 5 4 3 0 0 0 2 0 4 -2 5 5 4 6 7 11 7 7 2 8 6 5 5 6 6 4 0 1 6 4 4 HLÝNAR Í VEÐRI Suðvestanáttin verður ríkjandi á landinu næstu daga með stífum vindi og vætu um vestanvert landið og tilheyrandi hlý- indum. Á morgun má búast við allt að 10 stiga hita þar sem mildast verður. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður 350.000 300.000 250.000 200.000 150.000 100.000 50.000 0 M ill jó ni r k ró na 20 09 20 10 20 11 20 12 20 13 20 14 20 15 20 16 20 17 20 18 20 19 20 20 20 21 20 22 20 23 20 24 Erlendar skuldir - höfuðstólsgreiðslur Erlendar skuldir - vaxtagreiðslur Icesave (75% endurheimtur) Innlendar vaxtagreiðslur ríkissjóðs Alls, prósent af vergri landsframleiðslu Greiðslubyrði erlendra lána og innlendar vaxtagreiðslur 8% 6% 21% 11% 9% 12% 9% 9% 9% 8% 8% 7% 5% 4% 4%3% HEIMILD: SEÐLABANKI ÍSLANDS Hætta á gjaldeyrisþurrð ef erlendu lánin berast ekki Frestun á endurskoðun áætlunar AGS hefur staðið framkvæmdum fyrir þrifum. Skortur á lánsfé hamlar söfnun gjaldeyrisforða. Greiðslubyrði ríkisins mikil á næstu árum vegna langtímalána. Icesave hefur tafið uppbyggingu. Hagfræðiprófessor segir nýja áætlun nauðsynlega fáist Norðurlandalánin ekki fljótlega. GYLFI ZOËGAGYLFI MAGNÚSSON SAMIÐ UM KAUPIN Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, og Stefán Smári Skúlason frá Vistor, handsala samning- inn. MYND / LANDSPÍTALINN HEILBRIGÐISMÁL Nýtt tölvusneið- myndatæki verður tekið í notkun á Landspítalanum í byrjun maí. Skrifað var undir samning um kaup á nýja tækinu í gær. Tækið mun leysa annað eldra á spítalan- um af hólmi. Tölvusneiðmyndatæki gefa þversniðs- og þrívíddarmyndir af líffærum. Hið nýja tæki er af fullkomnustu gerð og mun bæta greiningu sjúkdóma hjá skjól- stæðingum Landspítala umtals- vert, að því er segir í fréttatil- kynningu. Tækið er framleitt af Philips- lækningatækjum og er Vistor umboðsaðili þeirra á Íslandi. Nýtt sneiðmyndatæki á LSH: Bætir grein- ingu sjúkdóma AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is GENGIÐ 03.03.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 229,1888 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 127,49 128,09 191,64 192,58 173,59 174,57 23,323 23,459 21,470 21,596 17,693 17,797 1,4344 1,4428 195,37 196,53 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.