Fréttablaðið - 04.03.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 04.03.2010, Blaðsíða 8
8 4. mars 2010 FIMMTUDAGUR Kanilsnúðar Kexsmiðjan kynnir nýjung í frystivöru Gómsætir og ilmandi kanilsnúðar Tilbúnir á fimm mínútum N ÝT T FR YS TI VA RA FÆREYJAR Fjölmargir Fær- eyingar hafa haft samband við Landspítalann síðustu daga til að fá að koma í CTD-skimun, blóðprufu vegna sjaldgæfs arfgengs sjúkdóms, sem herjar á Færeyinga öðrum fremur. Áhyggjufullir Íslend- ingar hafa einnig hringt á sjúkrahúsið, en þeir þurfa fæstir að hafa áhyggjur af CTD, segja bæði Kári Stefánsson, stjórn- arformaður Íslenskrar erfðagrein- ingar, og Jón Jóhannes Jónsson, yfirlæknir á Landspítala. „Þetta eru örfáir einstaklingar sem eru með sjúkdóminn. Hann er sjaldgæfur og því þekkja fáir íslenskir læknar til hans,“ segir Jón Jóhannes. „Það er rétt að ítreka að sá hópur sem ætti að nýta sér þetta próf eru þeir sem eru Færeying- ar í báðar ættir,“ segir hann. Ekki Íslendingar sem eiga til dæmis einn færeyskan forföður. Kári Stefánsson, stjórnarformað- ur Íslenskrar erfðagreiningar, segir CTD vera klassískan víkjandi blóð- sjúkdóm sem hafi ekki orðið við- fangsefni Íslenskrar erfðagrein- ingar. „Hann er mjög sjaldgæf- ur og töluvert háður því að það sé einhvers konar skyldleiki meðal foreldra,“ segir hann. Ástæðu þess að hann fyrirfinnist í Færey- ingum megi líklega rekja til þess að fáir einstakling- ar hafi numið land í Fær- eyjum á sínum tíma. „Og einhver tiltölulega stór hluti þeirra verið með þessa stökkbreytingu. Síðan hafa ein- hverjir af þessum arfberum komið saman og þá eru 25 prósenta líkur á að afkvæmi þeirra fái þetta,“ segir hann. Eins og fram hefur komið í blað- inu síðustu daga hefur færeyska landstjórnin hvatt alla Færeyinga til að fara í blóðprufu vegna CTD- sjúkdómsins. Carnitine Transporter Defici- ency getur í sumum tilfellum dregið fólk til dauða nánast fyrir varalaust. Meðal einkenna er slappleiki í vöðv- um, skert lifrarstarfsemi og hjart- sláttartruflanir. CTD-sjúkdóm- urinn er hundraðfalt algengari í Færeyjum en víðast annars staðar, eða einn sjúkur af sjö hundruð heil- brigðum. klemens@frettabladid.is Sjúkdómurinn sjaldgæfur hér Margir hafa haft samband við Landspítalann til að koma í prufu vegna CTD. Kári Stefánsson segir veik- ina ekki koma fram nema CTD hafi verið í báðum foreldrum. Íslendingar þurfi ekki að óttast veikina. DR. JÓN JÓHANNES JÓNSSON Sýnir hér raðmassagreininn sem greinir hvort merki um CTD finnst í blóðprufu. Hann minnir á að fólk þurfi ekki að láta prófa sig nema það sé færeyskt í báðar ættir. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KÁRI STEFÁNSSON FRAMKVÆMDIR „Það sígur áfram á ógæfuhliðina. Mannvirkjagerðin er á hliðinni og fátt sem bendir til að sú skúta fari að rétta sig af.“ Þetta segir Jón Steindór Valdi- marsson, framkvæmdastjóri Sam- taka iðnaðarins, um ástand mála í byggingariðnaði. Gjaldþrot í greininni eru algeng og uppsagn- ir hjá þeim sem eftir standa tíðar. Sem dæmi má nefna að þrettán var sagt upp hjá verktakafyrir- tækinu Magna í síðustu viku og var haft eftir forstjóra félagsins á RÚV að líklega yrði þeim sem eftir stæðu sagt upp um næstu mánaðamót. Jón Steindór átelur stjórn- v ö l d f y r i r seinagang. Til hafi staðið að bjóða út til- teknar vega- framkvæmdir í heilt ár án þess að nokkuð hafi gerst. Sama eigi við um samgöngumiðstöð á Reykjavíkurflugvelli. „Hún var fyrsta framkvæmdin sem átti að ráðast í eftir hrun af því að hún þótti svo handhæg. Enn er hún bara í kollinum á einhverjum. Það er lítið um efndir,“ segir Jón Steindór. Eitthvað er um að fyrrverandi starfsmenn íslenskra verktaka- fyrirtækja hafi leitað eftir vinnu í útlöndum en Jón Steindór segir ekki hlaupið að slíku. „Aðrir hafa orðið fyrir búsifjum þótt ekki sé það í líkingu við það sem hefur orðið hér. Danir tala um 25 pró- senta samdrátt og eru í öngum sínum en ætli það séu ekki 25 pró- sent eftir hjá okkur.“ - bþs Samtök iðnaðarins telja samdrátt í byggingariðnaði nema um 75 prósentum: Lítið um efndir ráðamanna JÓN STEINDÓR VALDIMARSSON DÓMSMÁL Karlmaður á þrítugs- aldri hefur verið ákærður fyrir að stofna lífi og heilsu annars manns í hættu. Sá ákærði ók í tvígang bíl sínum á bifreiðastæði á Raufar- höfn á 30 til 40 kílómetra hraða í áttina að manninum, sem tókst að komast undan á hlaupum og forða sér. Til vara er glæfraakstursmað- urinn ákærður fyrir hótun með því að hafa með háttsemi sinni hótað hinum manninum líkams- meiðingum. - jss Stofnaði lífi manns í hættu: Komst undan á hlaupum DÓMSMÁL Catalina Mikue Ncogo, sem nú er fyrir Héraðsdómi Reykjaness, getur átt yfir höfði sér allt að átta ára fangelsi verði hún fund- in sek um man- sal. Catalina er, auk mansalsins, ákærð fyrir hagnýtingu vændis, frelsis- sviptingu, ólög- mæta nauðung og tvær líkamsárásir, auk þess að hafa hrækt á lögreglumann eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær. Hún neitar sök. Þinghald yfir henni var lokað að frum- kvæði dómara, sem er venjan í kynferðisbrotamálum. Það er gert til verndar brotaþolum. - jss Catalina fyrir dómi: Allt að átta ár fyrir mansal CATALIN NCOGO SAMGÖNGUR Kristján L. Möller samgönguráðherra tók í gær á móti þremur fulltrúum undir- skriftasöfnunar vegna tvöföldun- ar Suðurlandsvegar. „Fyrir hönd þeirra 27 þús- und Íslendinga sem skorað hafa á Alþingi og ríkisstjórn að ráð- ast í tvöföldun Suðurlandsvegar viljum við þakka samgönguráð- herra hr. Kristjáni Möller fyrir þann áfanga sem nú hefur verið ákveðið að bjóða út,“ sagði í ávarpi þremenninganna sem afhentu ráðherra einnig allar undirskrift- irnar. „Jafnframt treystum við því að framhaldið verði farsælt og óhindrað,“ bættu gestirnir við í ávarpinu. - gar Undirskriftasöfnun um tvöföldun Suðurlandsvegar: Fluttu þakkir 27 þúsund Íslendinga RÁÐHERRA MEÐ GESTUM Kristján L. Möller samönguráðherra ásamt Hannesi Kristmundssyni og Eyþóri Arnalds. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI John Jensen er Færeyingur búsettur í Danmörku. Dóttir hans Heidi lést á sjúkrahúsi í Esbjerg í desember árið 2000, þrítug að aldri. Hjartað í Heidi stöðvaðist fyrst í september 1990. Eftir mánaðardvöl á sjúkrahúsi tóku við tveir mánuðir á Ríkisspítalanum. Niðurstaða allra lækna var sú að ekkert athugavert væri við hjartað í Heidi. Ári síðar stöðvaðist hjartað aftur og læknar komu með kenningar um hugsanlegar ástæður sem ekki stóðust. Hún var þrjá mánuði á sjúkrahúsi og upp frá því þurfti hún að koma þangað fjórum sinnum á ári í meðferð. Í tíu ár fékk Heidi að lifa, segir faðir hennar í bréfinu, en aldrei var minnst á CTD við hana. Það var ekki fyrr en bróðir hennar, Edmund, komst að því árið 2008 að hann væri með CTD sem þau vissu hvað hefði amað að Heidi. Þetta kemur fram í kvörtunarbréfi sem John Jensen hefur sent dönskum heilbrigðisyfirvöldum og birtist á Sandportal.fo í janúar síðastliðnum. MISSTI DÓTTUR 1 Hvað heitir formaður samn- inganefndar Íslendinga um Icesave? 2 Hvaða handknattleiksmaður vinnur nú að bók um feril sinn? 3 Hvar er erfðasjúkdómurinn CTD landlægur? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 46 VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.