Fréttablaðið - 04.03.2010, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 04.03.2010, Blaðsíða 22
UMRÆÐAN Sævar Freyr Þráinsson skrifar um gagnaflutn- inga Síminn kynnti nýlega til sögunnar Ljósnet Sím- ans, nýja og afar öfluga leið til gagnaflutninga sem mun standa 42 þúsund heimilum til boða á næstu tveimur árum. Eitthvað virðist Ljósnetið koma við kaunin á for- svarsmönnum Gagnaveitu Reykja- víkur og hefur framkvæmdastjór- inn í blaðaviðtali sakað okkur hjá Símanum um að beita blekkingum í samanburði á Ljósneti Símans við Ljósleiðarakerfi Gagnaveitu Reykjavíkur. Það var sérkennilegt að lesa viðtalið við framkvæmda- stjórann enda kenndi þar ýmissa grasa. Í fyrsta lagi segir framkvæmda- stjórinn það ekki rétt að uppbygg- ing kerfis Gagnaveitunnar hafi kostað 12 milljarða heldur hafi hún kostað 3 milljarða. Þetta full- yrðir framkvæmdastjórinn þrátt fyrir að í ársreikningum Gagna- veitunnar og Orkuveitunnar megi lesa eftirfarandi staðreynd- ir: Hlutafé sem Orkuveitan hefur greitt inn í Gagnaveituna nemur alls 4,7 milljörðum króna. Því til viðbótar hefur Orkuveit- an veitt Gagnaveitunni lán að upphæð 6,3 milljarð- ar króna. Framkvæmdir á seinasta ári munu hafa numið um 700 milljónum króna. Alls eru þetta því um 11,7 milljarðar króna. Í hvað fór þetta fé ef upp- bygging kerfis Gagnaveit- unnar kostaði 3 milljarða króna? Í öðru lagi segir fram- kvæmdastjórinn að Ljósnet Sím- ans sé ekki annað en uppfærsla á ADSL. Þetta er að sjálfsögðu alrangt og svo virðist sem hann hafi alls ekki kynnt sér þá tækni sem Ljósnetið byggir á. Hér er um að ræða tækni sem hefur á sein- ustu árum rutt sér til rúms um allan heim og kallast á ensku ýmist „Fiber to the home“, „Fiber to the building“, eða „Fiber to the curb“. Þetta er blönduð tækni, sums stað- ar er ljósleiðari lagður alla leið inn í hús, einbýli eða fjölbýli, en ann- ars staðar er ljósleiðari lagður að götuskáp og koparinn nýttur síð- ustu metrana inn í hús. Tækni- framfarir seinustu ára valda því að upplifun neytandans er sú sama og hraði tenginga er sambærileg- ur í hvoru tilfelli fyrir sig. Ljósnet Símans uppfyllir því fyrirsjáanleg- ar þarfir heimila næsta áratuginn og hraði tenginga er langt umfram það sem flestir eiga að venjast. Pirringur framkvæmdastjórans yfir því að þessi tækni sé kynnt sem Ljósnet er óskiljanleg ef við skoðum eftirfarandi dæmi: Í Ljós- neti Símans er algengt að ljósleið- arinn frá svokallaðri miðju og að götuskáp í úthverfi sé 7 kílómetra langur og að kopartaug inn á heim- ili sé um 120 metrar. Ljósleiðarinn er því 98,3% vegalengdarinnar. Í þriðja lagi segir framkvæmda- stjórinn það ekki rétt að Gagna- veitan hafi tengt 20 þúsund heim- ili heldur séu þau nær 30 þúsund. Það hefur komið fram að viðskipta- vinir Gagnaveitunnar séu innan við sjö þúsund heimili. Það skyldi þó ekki vera að hálfköruð hverfi, með tómum íbúðum teljist „heim- ili“ hjá Gagnaveitunni? Þannig má kannski fá út tölur sem auðveld- ara er að réttlæta fyrir þeim sem í raun borga brúsann, hitaveitunot- endum í Reykjavík. Höfundur er forstjóri Símans. Ljósnet fyrir neytendur SÆVAR FREYR ÞRÁINSSON Ljósnet Símans uppfyllir fyrirsjáanlegar þarfir heimila næsta áratuginn að minnsta kosti og hraði tenginga er langt umfram það sem flestir eiga að venjast. Endurnýjun stjórnsýslunnar UMRÆÐAN Haukur Arnþórsson skrifar um stjórnsýslu Stjórnsýslan þyrfti að hagnýta sér afl upplýsingatækninn- ar til þess að draga úr kostn- aði og minnka hlutdeild sína í samfélaginu, styrkja örugg og nútímaleg vinnubrögð, ekki síst viðbragðshraða, fækka starfs- fólki og ná fram lýðræðisáhrifum með gagnsæi og þátttöku. Ísland hefur dregist mikið aftur úr öðrum ríkj- um í veitingu rafrænnar þjónustu það sem er af öldinni og er hún ekki sambærileg við það sem gerist í öðrum ríkjum okkar heimshluta. Verkefnið Upplýsingasamfélagið er á villigötum. Þessi staða gerir Íslendingum erfitt fyrir, upplýsingatækn- in þarf að vera í leiðandi hlutverki í endurnýjun stjórnsýslunnar, hún leikur aðalhlutverkið í fram- þróun opinberrar þjónustu vestrænna ríkja. Það er tímanna tákn að öll aðildarríki OECD nema tvö hafa aukið fjárveitingar til upplýsinga- tækni í fjármálakreppunni. Það kemur ekki alveg á óvart að Ísland er annað þeirra ríkja. Ný stjórnsýslustefna Upplýsingatæknin ber með sér nýjar áskoranir og verður ekki framkvæmd á forsendum fyrri stefna í stjórnsýslufræðum, svo sem Nýsköpunar í rík- isrekstri (New Public Management). Sett hefur verið fram sérstök stjórnsýslustefna sem byggir á forsendum rafrænnar stjórnsýslu og eru einkenni hennar helst endursamþætting í starfsháttum opinbers valds, sem meðal annars þýðir víðtækt samráð innan opinbera kerfisins um málefni tengd upplýsingavinnslu á kostnað sjálfstæðis eininga, heildrænt sjónarhorn í þjónustu opinberra aðila, sem einkum auðveldar almenningi að fylgjast með því sem er unnið í hans nafni frá einum stað og rafræn yfirfærsla verkefna, sem framþróunin byggir á. Hagræn áhrif Samfélagsáhrif upplýsingatækni verða mest með samþættingu starfa opinberra starfsmanna og samræmingu opinberra gagna og með sameiningu upplýsingaþjónustu. Mælikvarðar sem mæla þró- unarstig vefmála ríkja byggja á þessu. Tæknilega er þessum áhrifum náð með miðlægum þjónustu- veitum, ríkisgagnagrunnum og annarri nýrri innri gerð. Það má undrast niðurskurð fjármálaráðuneytis- ins til málaflokksins og það að Ísland tekur gagn- stæðar ákvarðanir miðað við önnur OECD-ríki sem viðbrögð við samdrætti. Ljóst er að endur- skipulagning mannafla og annarra aðfanga opin- bers rekstrar kallar jafnan á tölvuvæðingu sam- kvæmt hagfræðirannsóknum og eru viðbrögð OECD-ríkjanna því samkvæmt bókinni. Hag- kvæmni upplýsingakerfa á að geta mætt óbreyttri eftirspurn þjónustu með minni mannafla en áður. Það gerir flatur niðurskurður hins vegar ekki. Lýðræðisleg áhrif Uppbygging miðlægra gagnagrunna breytir upp- lýsingagjöf opinberra aðila stórfelldlega og eykur möguleika á aðhaldi og eftirliti með opinberri starfsemi. Ríkisgagnagrunnar eru þannig orðn- ir hornsteinninn í vestrænu lýðræði. Aukin sam- vinna yfirvalda og almennings er bein og óbein niðurstaða þeirrar þróunar. Sú staða að íslenska ríkið hefur ekki ætlað sér að byggja upp miðlæga vistun og rekstur samræmdra upplýsinga í ríkisgagnagrunnum, ásamt því að almenningur er mjög mikið nettengdur og ákafasti og framsæknasti hluti hans er einvörðungu virk- ur í pólitík á Netinu, getur haft áhrif á lýðræðis- þróunina á Íslandi. Áhersla á umræðu og þátttöku gæti orðið minni en í nágrannaríkjunum og óskir um einföld lýðræðisform gætu orðið áberandi. Það kemur sér afar illa í því uppbyggingarferli sem fyrir dyrum stendur á Íslandi, þar sem draga þarf úr tortryggni og átökum, en efla samstöðu. Samþætting og miðlæg áhersla Oft hefur komið fram að sjálfstæði ráðuneyta, rík- isstofnana og sveitarfélaga er mikið hér á landi og samþættingin sem leiðir af nútíma upplýsinga- vinnslu kann því að vera mikið erfiðari hér en í nágrannaríkjunum. Uppbygging miðlægrar þjónustu á sviði upplýs- ingatækni og innri gerðar fyrir ríkisreksturinn og samfélagið allt er tæknilega lykill að verkefn- inu. Áskorunin um að takast á við að gera miðlæg- ar stofnanir skilvirkar er óumflýjanleg og sterk- ari en í stærri ríkjum, til dæmis með röksemdum stærðarhagkvæmni. Þá hafa þjóðir sunnar í Evrópu, fjölmennari og fátækari en við, náð á síðustu misserum athyglis- verðum árangri á alþjóðlegum mælikvörðum með því að beita nær einvörðungu miðlægum úrræðum við tölvuvæðingu. Víðtæk endurnýjun Þótt hér sé megináhersla lögð á að hagnýta upp- lýsingatæknina til hagræðingar og lýðræðisum- bóta hjá opinberum aðilum og það sé ef til vill stærsta einstaka úrlausnarefni stjórnsýslunnar í kreppunni, er það ekki einangrað málefni. Það má halda því fram að stjórnsýslan hafi á nokkurn hátt orðið út undan í samfélaginu í þeirri þenslu og við þær aðstæður sem hafa ríkt á Íslandi. Umtalsverðar almennar breytingar á starfsháttum hennar kunna að vera tímabærar eins og áður er minnst á. Fyrirsjáanlegt er að fjármálum ríkisins verð- ur sniðinn þröngur stakkur næstu misserin og jafnvel einmitt þess vegna gæti metnaðarfullur forsætisráðherra og fjármálaráðherra gert það að forgangsverkefni sínu að beita sér í þessum málum. Höfundur er stjórnsýslufræðingur. Lengri útgáfa greinarinnar birtist á Vísi. HAUKUR ARNÞÓRSSON Ísland hefur dregist mikið aftur úr öðrum ríkj- um í veitingu rafrænnar þjónustu það sem er af öldinni og er hún ekki sambærileg við það sem gerist í öðrum ríkjum okkar heimshluta. NOTAÐU LEIKHÚSKORTIÐ ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Gildir leikárið 2009–2010 Mbl., IÞ „Sýning á Gerplu er hreint út sagt upplifun, bara leikhúsupplifun sem maður verður ekki svo oft fyrir. Ótrúlega skemmtileg og fyndin og nýstárleg sýning“. Guðný Halldórsdóttir, kvikmyndagerðarkona HÆNU UNGARNIR MEISTARALEG MEÐFERÐ Á MEISTARALEGUM TEXTA. TMM, SA Mbl., GB Fbl., EB Mbl., GB Besta leiksýning ársins 2009 Mbl., IÞ SÝNINGUM LÝKUR Í APRÍL! LOKASÝNING 16/04 FRUMSÝNING 13. M ARS Tryggðu þér miða í síma 551 1200 eða smelltu þér á leikhusid.is 4. mars 2010 FIMMTUDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.