Fréttablaðið - 04.03.2010, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 04.03.2010, Blaðsíða 26
Hver hönnuður hefur viku til umráða og hefur algerlega fjáls- ar hendur með uppstillinguna. Thelma design, með Thelmu Björk Jónsdóttur í fararbroddi, reið á vaðið hinn 18. febrúar og skreytti búðargluggann með nokkrum gömlum höttum. Hatt- arnir voru valdir úr því sem var í boði í búðinni en einnig gaf Thelma nokkra hatta sjálf í verk- ið. Hugmyndin var að breyta hinu enska heiti „bag lady“, eða úti- gangskona, yfir í „hat lady“. Síðan tók Nikita við 25. febrúar. Það var Helga Lilja Magnúsdóttir sem valdi gluggaskreytinguna. „Útstillingin í Rauða kross-búð- inni átti að vera í anda Nikita og þar sem við gerum snjóbretta- fatnað fyrir stelpur, ásamt hvers- dagsfatnaði, svokölluðu street- wear, og fínni línu, ákvað ég að leggja þungann á útiveru og skíða- og snjóbrettaiðkun,“ segir Helga Lilja sem fannst einkar skemmtilegt að það skyldi byrja að snjóa daginn sem hún setti upp skreytinguna. „Ég fann fullt af skíðagöllum, skíðum, skíðaskóm og vettlingum í Rauða kross-búðunum og flokk- unarstöðinni og ákvað að velja úr þessu nokkra hluti sem pössuðu saman. Ég fann líka, mér til mikillar furðu. snjóbrettaskó og gamalt Nikita-eyrnaband,“ segir Helga Lilja glaðlega. Hún bætir við að henni hafi þótt tilvalið að vísa til gamalla tíma en fyrirtækið Nikita byrjaði einmitt í því húsnæði sem Rauða kross-búðin er í dag. „Ég fór því í Góða hirðinn, reddaði sjónvarpi á spottprís og sýndi snjóbrettamynd eins og oft var gert í búðinni Týndi hlekkur- inn.“ Í dag verður ný útstilling í glugganum eftir Birnu. Síðan verður E-label frá 11. mars og Mundi rekur lestina og verð- ur með útstillingu frá 18. til 24. mars. solveig@frettabladid.is Hönnuðir stilla út í Rauða kross-búðinni Fimm tískuhönnuðir sem sýna á tískuhátíðinni Reykjavík Fashion festival, sem fram fer dagana 19. og 20. mars, hafa tekið að sér að sjá um gluggaútstillingu í verslun Rauða krossins við Laugaveg. Margir vegfarendur stoppuðu til að virða fyrir sér nýstárlega útstillingu Thelmu. Hattarnir voru fjölmargir og litríkir. Gömul snjóbrettamyndbönd voru sýnd í eldgömlu sjónvarpi úr Góða hirðinum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM GIORGIO ARMANI er undir austrænum áhrifum þessi misserin en nýjasta lína hans skartar fallegu silki, bláum litatónum og exótísku mynstri. Skeifunni 11 • 108 Reykjavík • Sími: 517-6460 • Fax: 517-6465 www.belladonna.is Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is sími 512 5473 Henný Árnadóttir henny@365.is sími 512 5427 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is sími 512 5447 Föstudaga Hringdu í síma ef blaðið berst ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.