Fréttablaðið - 04.03.2010, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 04.03.2010, Blaðsíða 32
 4. MARS 2010 FIMMTUDAGUR Scott bakbrynja 16.990 kr. 20% Afsláttur af öllum hjálmum og brynjum Scott Shadow III 16.990 kr. Scott Youth Shadow III 9.990 kr. Scott Youth Kitty 12.990 kr. www.markid.is • sími 553 5320 • Ármúla 40 Hjálmanotkun skíðamanna hefur aukist hin síðari ár en betur má ef duga skal að mati Brynjars Þórs Bragasonar í Markinu að Ármúla 40. „Öryggismál skíðafólks fara alltaf batnandi og það hefur færst mjög í aukana að fólk noti hjálma,“ segir Brynjar, sem er markaðsstjóri hjá Markinu. Hann segir að nokkur vakning hafi orðið á slíkum öryggisbúnaði frá árinu 2000 og frá þeim tíma hafi hjálmanotkun aukist til muna og nálgist um fimmtíu prósent í dag. „Í það minnsta er það raunin í Bandaríkjunum,“ segir hann en bætir við að hann viti ekki til að könnun hafi verið gerð á hjálma- notkun íslenskra skíðamanna. En hverju þakkar hann hinn aukna áhuga? „Líklega eru það fréttir af slysum á fólki sem vega þyngst. Til dæmis hefur frægt fólk látist í skíðaslysum og síðan eru fréttir af öðrum sem hafa sloppið við illan leik vegna til- komu hjálma eða bakbrynja,“ svarar hann. Brynjar heyrir sjálfur marg- ar sögur af því hvernig hjálmur eða brynja komu að góðum notum. „Það var nú bara í gær sem hingað kom maður að endurnýja hjálminn sinn. Hann hafði dottið illa í skíða- brekkunum á Akureyri þannig að hjálmurinn hans brotnaði. Mað- urinn slapp vel miðað við það og aðeins með brotin rifbein,“ segir hann en ekki hefði þurft að spyrja að leikslokum ef höfuðið hefði tekið við þessu höggi í stað hjálmsins. Úrvalið af hjálmum og bak- hlífum er gott í Markinu að sögn Brynjars. „Við erum með bak- brynjur bæði á börn og fullorðna fólkið. Hjálmarnir eru allir svip- aðir að gæðum en eru til í mis- munandi litum og tilbrigðum.“ Brynjar segir algengast að for- eldrar kaupi hjálma á börnin og sumir kaupi þá hjálma á sig í leið- inni. „Það mættu þó alveg fleiri gera það,“ segir hann en telur hjálmanotkun mjög almenna hjá börnum. Hann segir að óþægindi örygg- isbúnaðarins sé ekki lengur afsök- un til að sleppa því að nota búnað- inn, því hann sé orðinn mikið létt- ari, þægilegri og flottari í alla staði heldur en áður. „Því fylgja engin óþægindi að vera með hjálm.“ Flottur með hjálm og hlíf Brynjar Þór Bragason segir hjálmanotkun skíðamanna stefna í rétta átt en fleiri mættu nota bakbrynjur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 l Umsjónarmaður auglýsinga: Hlynur Steingrímsson hlynurs@365.is s. 512 5439 ● FYRST Á VETRARÓLYMPÍULEIKA FATLAÐRA Erna Friðriksdóttir, 22 ára gömul skíðakona frá Egilsstöðum, verður fyrsti kepp- andi Íslands sem tekur þátt í Vetrarólympíuleikum fatlaðra, en þeir fara fram í Vancouver í Kanada dagana 12. til 21. mars næstkomandi. Þar mun Erna keppa í alpagreinum. Erna hefur æft í Winter Park í Colorado-ríki Banda- ríkjanna frá árinu 2007. Þjálfunarstöðin þar vestra hefur átt í samstarfi við Íþróttasamband fatlaðra og Vetraríþróttamiðstöð Íslands síðan 2006, en þar er mikil áhersla lögð á þjálfun og endurhæfingu í gegnum útivist og íþróttir. Ísalp hélt ísklifurhátíð í Öræfum um síðustu helgi sem lukkaðist vel. Hópurinn sem þar var skipt- ist í nokkur lið sem dreifðust um sveitina. Tvær langar leiðir voru klifraðar í Morsárdal og margar fleiri voru í boði í vesturhlíðum Skaftafells, tvö teymi fóru í Rót- arfjall og klifruðu erfiðar leiðir og eitt fór í „Rocky Horror Show“ austan við Hnappavelli. Þetta kemur allt fram á vefsíðunni www. oraefi.is. Þar koma líka Svínafell, Grænafjallsgljúfur og Svartifoss við sögu. Rósa Björk Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri í Ríki Vatna- jökuls, segir aðstæður hafa verið góðar á hátíðinni. Hún segir Ísalp standa árlega fyrir slíkum við- burði hér á landi og ávallt reyna að finna ný svæði en Öræfin hafi þó orðið fyrir valinu áður. Að þessu sinni buðu Íslenskir fjalla- leiðsögumenn upp á grillveislu á laugardagskvöldinu og bað í frum- legum, heitum potti í Skaftafelli. „Við vorum líka að gera kynn- ingarmyndband fyrir Ríki Vatna- jökuls. Það er einn liður í að styðja við vetrarferðamennsku í Aust- ur-Skaftafellssýslu,“ segir Rósa og gefur Fréttablaðinu leyfi fyrir mynd úr þeirri seríu. - gun Ísfossar sigraðir í Öræfunum Klifrað í Svartafossi. MYND/VALERIO AVVISATI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.