Fréttablaðið - 04.03.2010, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 04.03.2010, Blaðsíða 43
FIMMTUDAGUR 4. mars 2010 27 SEND IÐ OKK UR LÍNU Fréttablaðið og Vísir hvetja lesendur til að senda línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Tekið er á móti efni á netfanginu greinar@ frettabladid.is eða á vefsíðu Vísis, þar sem finna má nánari leiðbeiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. UMRÆÐAN Heimir Hilmarsson skrifar um hagsmuni barna Ekkert barn á að þurfa að upplifa að á því sé níðst með andlegu eða lík- amlegu ofbeldi. Allra síst af hendi þeirra sem eiga að veita þeim skjól og vernd.“ Svo skrifar Steinunn Stefánsdótt- ir í ritstjórnargrein Fréttablaðsins fimmtudaginn 18. febrúar sl., sem bar yfirskriftina „Börnin verða að eiga skjól“. Umfjöllunarefnið er níðingsskapur á börnum og samfé- lagsleg ábyrgð þegar þeir nánustu bregðast. Félag um foreldrajafnrétti, FUF, hefur vakið athygli á því að börn njóta ekki alltaf verndar þegar á þeim er níðst. Þetta á meðal ann- ars við þegar lögheimilisforeldri níðist á barni. Þolmörkin eru há gagnvart lögheimilisforeldrum áður en stjórnvöld grípa til afger- andi aðgerða. FUF tekur undir orð Steinunnar um nauðsyn samfélags- legar ábyrgðar á vernd barna þegar þeir nánustu bregðast. Ofbeldis- fólk getur verið allstaðar og ekki er hægt að skilgreina ofbeldisfólk út frá lögheimili barns eða forsjá. Barn á ekki að þurfa að upplifa níð- ingsskap af nokkru tagi og allra síst af foreldrum sínum. FUF tekur undir orð Steinunn- ar um að það sé brýnt verkefni að skapa sátt um að mark verði tekið á læknisfræðilegu mati á and- legu ástandi með svipuðum hætti og gildir um áverkavottorð. Því þó andlegu áverkarnir sjáist ekki eins vel þá vara þeir iðulega leng- ur. Félagið telur að sérfræðing- ar eigi að geta lagt mat á það and- lega ofbeldi sem barn hefur orðið fyrir og að tillit verði tekið til þess við meðhöndlun dómsmála. Í greininni segir: „Afar líklegt er að barn sem verður fyrir ofbeldi og þá ekki síður andlegu ofbeldi, beri þess merki alla ævi. Þannig er líklegt að glæpurinn verði skuggi í lífi einstaklings um alla framtíð. Ábyrgð brotamannsins er því gríð- arleg“. FUF hefur vakið athygli á því að ábyrgð þess sem beitir barn ofbeldi er gríðarlegt og hefur félag- ið lagt til að andlegt ofbeldi og þar með talið tálmunarofbeldi verði refsivert með sama hætti og annað ofbeldi. Ein krafa FUF er að andlegt ofbeldi verði ítarlega skilgreint í lögum og að börnum verði bjargað frá andlegu ofbeldi jafnt sem líkamlegu og að börnum verði bjargað frá ofbeldisfólki hvort sem það fari með lögheimili barns eða ekki. FUF telur mikla ábyrgð hvíla á þeim sem eiga að tala máli barna og þeirra sem eiga að tryggja samfélagslega vernd barna. Barnaverndarstofa og Umboðsmaður barna eru stofnan- ir á vegum samfélagsins sem bera þessa ábyrgð ásamt löggjafanum. Líti þessir aðilar framhjá andlegu ofbeldi sem börn eru beitt af lög- heimilisforeldrum sínum af samúð eða meðvirkni með gerandanum, þá eru þeir að bregðast börnum mjög gróflega. FUF vill að ofbeldi verði skilgreint undanbragðalaust, án meðvirkni og án undanskota vegna kyns gerenda eða lögheimilisskrán- ingar barna. Eða eins og Steinunn segir: „Það er skylda hvers sam- félags að sjá til þess að börn þess vaxi upp í öryggi og skjóli. Foreldr- arnir eru þeir sem fyrst og fremst bera ábyrgð á börnum sínum. Það firrir þó ekki samfélagið allt ábyrgð því ef þeir nánustu bregð- ast þá verða börnin að geta treyst á nærsamfélagið; stórfjölskyldu, vini, nágranna, skóla og einnig dómstóla.“ Tálmunarofbeldi hefur ekki verið skilgreint á Íslandi en tálm- unarofbeldi er andlegt ofbeldi sem hefur gríðarlega alvarlegar afleið- ingar í för með sér fyrir börn eins og annað andlegt ofbeldi. Barna- verndarstofa er sennilega réttasti vettvangur til að skilgreina andlegt ofbeldi en þar sem sú skilgreining er ekki komin þá leyfi ég mér að koma með dæmi. Tálmunarofbeldi getur verið t.d. að: • halda barni burtu frá fjölskyldu sinni • leyfa barni ekki að eiga vini • halda barni í burtu frá öðrum umönnunaraðila þegar þeir búa ekki saman • verðlauna barn fyrir að draga sig út úr félagslífi • gera börn frábrugðin jafningjum í útliti eða hegðun • krefjast óhóflegs náms og/eða húsverka af unglingi. Höfundur er formaður Félags um foreldrajafnrétti. Samfélagsleg ábyrgð í málefnum barna HEIMIR HILMARSSON Jákvæðni er óborganlegt veganesti Ráðstefnustjóri: Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ Ráðstefnuskráning Matthías Stefánsson leikur á fiðlu, boðið upp á kaffi og te Setning Árni Sigfússon bæjarstjóri Reykjanesbæjar Ávarp Oddný Sturludóttir borgarfulltrúi og píanókennari SSSK Margrét Pála Ólafsdóttir gefur ráðstefnutóninn Dansað við viðskiptavininn Una Steinsdóttir framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Íslandsbanka Hlé Ávaxtahressing – aðeins að teygja úr sér Jákvæð sálfræði Bryndís Björk Ásgeirsdóttir lektor HR Söngur Barnakór Regnbogans, Kristbjörg Ingimundardóttir og Guðrún S. Jónsdóttir stjórna Kaffihlé Matthías Stefánsson leikur á fiðlu Fjörefni hugans Gunnar Hersveinn rithöfundur og heimspekingur Trumbusláttur - samhljómur - vellíðan Karl Ágúst Úlfsson Ráðstefnulok 12.30 13.00 14.00 15.15 17.00 Laugardagur, 6. mars 2010 Veitingastaðurinn Ráin Keflavík Samtök sjálfstæðra skóla kynna ráðstefnuna Skráning á ráðstefnu hjá skólastjóra hvers skóla eða á svth@svth.is. E N N E M M / S ÍA / N M 40 90 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.