Fréttablaðið - 04.03.2010, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 04.03.2010, Blaðsíða 44
28 4. mars 2010 FIMMTUDAGUR timamot@frettabladid.is Alþjóðlega videó- og tilraunakvik- myndahátíðin 700IS Hreindýraland verður haldin í fimmta sinn á Egils- stöðum vikuna 20. til 27. mars. Að þessu sinni var metþátttaka á hátíðina sem færir nú út kvíarnar með Evr- ópusamstarfi en að sögn Írisar Lindar Sævarsdóttur, aðstoðarframkvæmda- stjóra 700IS Hreindýraland, getur það haft veigamikla þýðingu fyrir þátttak- endur. „Við höfum aldrei fengið jafn mörg innsend verk og í ár, eða samtals 642 verk frá 49 löndum, flest frá Bandaríkj- unum, Bretlandi og Þýskalandi,“ segir Íris og bætir við að sérstakt gleðiefni sé hveru mörg íslensk verk hafi borist að þessu sinni, eða 37 talsins. „Hing- að til hafa Íslendingar ekki verið eins duglegir og útlendingarnir að senda inn verk, útlendingarnir tóku bara betur við sér í upphafi heldur en lands- menn. Nú hefur hátíðin náð á þessum fimm árum að festa sig í sessi í vitund Íslendinga og verða fimmtán íslensk verk sýnd á hátíðinni í ár.” Af þeim 642 verkum sem bárust að þessu sinni hafa 76 verk verið valin til sýninga. „Þau eru mjög fjölbreytt en það hefur verið stefna aðstandenda hátíð- arinnar frá upphafi að hafa rammann ekki of þröngan og takmarkandi held- ur hafa hana opnari og fá þannig meiri fjölbreytileika,“ segir Íris og tekur fram að þemað sé hljóð og vídeó. „Úrval verk- anna fer svo í ferðalag um heiminn þar sem hátíðin er í fyrsta sinn styrkt af Evrópusambandinu og komin í samstarf við sambærilegar hátíðir í Bretlandi, Ungverjalandi og Portúgal. Þá á hátíð- in líka í samstarfi við norrænan listaþrí- æring sem verður haldinn í fyrsta sinn í Eskilstuna í Svíþjóð í vor. Með því móti skapast auðvitað aukið samstarf á milli þessara þjóða, listamennirnir og verk þeirra fá enn betri kynningu auk þess sem ýmsar dyr opnist fyrir þeim. Svo er þetta góð landkynning.“ Spurð út í hápunkta á hátíðinni er Íris ekki lengi að hugsa sig um. „Það er án efa hún Steina Vasulka, eða Stein- unn Briem Bjarnadóttir, sem er frum- kvöðull í vídeólist á Íslandi. Steina og Woody Vasulka, eiginmaður hennar, kynntust vídeóinu fyrst í New York þegar Portapak-vélin frá Sony kom á markað um miðjan sjöunda áratug- inn. Á hátíðinni ætlar hún að frumsýna verk í Frystiklefa Sláturhússins á neðri hæð á sex skjáum.“ Íris tekur fram að listamenn og forstöðumenn samstarfs- hátíða verði líka með listamannaspjall við þrjú tækifæri og kínverskt tilrauna- bíó sýnt. „Svo verður mikið um að vera í loka- hófinu þar sem einblínt verður á lista- menn úr heimabyggð sem vinna með tilraunalist. Hófið fer fram á Eiðum og í ár eru það Charles Ross og Matti Sarien sem sýna verk í sundlauginni á Eiðum. Ólöf Björk Bragadóttir og Sig- urður Ingólfsson sýna skuggamynda- verkið sitt, Ævintýri. Karna, fullu nafni Kristín Arna Sigurðardóttir, og Sebasti- an Ziegler verða með sjónverk og Þór- unn Gréta Sigurðardóttir ásamt Duo Harpwerk, Hlyni Sigurðssyni og Hlyni Pálmasyni verða með hljóðverk,“ segir Íris og bætir við að allar nánari upplýs- ingar um hátíðina sé að finna á vefsíð- unni www.700.is. roald@frettabladid.is 700IS HREINDÝRALAND: HALDIÐ Í FIMMTA SINN ALDREI FLEIRI INNSEND VERK GÓÐ KYNNING Íris Lind Sævarsdóttir segir alþjóðlegu videó- og tilraunakvikmyndahátíðina 700IS opna þátttakendum ýmsar dyr. Hér bregður hún á leik ásamt Halldóri Benediktssyni Warén sláturhússtjóra, sem leggur hátíðinni lið. MYND/STEINRÚN ÓTTA STEFÁNSDÓTTIR MERKISATBURÐIR 1861 Abraham Lincoln verður sextándi forseti Bandaríkj- anna. 1877 Emile Berliner finnur upp hljóðnemann. 1936 Zeppelin-loftfarið Hind- enburg flýgur sitt fyrsta reynsluflug. 1964 Hljómar frá Keflavík slá í gegn á fyrstu bítlatónleik- um á Íslandi, sem haldnir eru í Háskólabíói. 1971 Siglingafélagið Ýmir í Kópavogi er stofnað. 1983 Menningarmiðstöðin Gerðuberg opnuð. 2005 Háskólinn í Reykjavík og Tækniháskóli Íslands sam- einast undir merkjum þess fyrrnefnda. PATSY KENSIT FÆDDIST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1968. „Ég hef ekki lengur áhyggjur af því að eldast. Sjáið bara Helen Mirren, hún er ein fremsta leik- kona heims og bæði falleg og kynþokkafull.“ Patsy Kensit er bresk fyrir- sæta, leik- og söngkona. Síð- ast sást hún á hvíta tjaldinu í The One and Only. Erfidrykkjur af alúð Hótel Saga annast erfidrykkjur af virðingu og hlýju. Fágað umhverfi, góðar veitingar og styrk þjónusta. Sím i : 525 9930 hot elsaga@hot elsaga. is www. hot elsaga. is PI PA R\ TB W A • S ÍA • 9 1 0 1 3 Fréttablaðið býður nú upp á birtingu æviminninga á tímamótasíðum blaðsins. Hafið samband í síma 512 5490-512 5495 eða sendið fyrirspurnir á netfangið timamot@frettabladid.is Æviminning Gísli Eirík ur Helgaso n Laugateigi 7 2, Reykjavík Gísli Eirík ur Helgaso n fæddist í Reykjavík 1. janúar 1 931. Hann lést á Hraf nistu í Ha fnarfirði 1 2. janúar síð astliðinn. Foreldrar hans voru Guðr ún Jónsdót tir frá Þing eyri í Dýrafirði f. 1917, d. 1988, og H elgi Gíslason fr á Ísafirði, f. 1915, d. 1970. Gísli Eirík ur bjó fyrs tu æviár sí n í Reykjavík en fluttist eftir það v estur til Ísafjarð ar með for eldrum sín um og systkin um. Systkini G ísla Eiríks eru Jón Hannes, f. 1933, Sigrí ður Ása, f. 1936 og G uðmundur , f. 1941. Eiginkona Gísla Eirí ks er Marg rét Magnú sdóttir hjúk r- unarfræði ngur, f. 4. apríl 1937 . Þau geng u í hjóna- band árið 1960. Börn Gísla Eirí ks og Mar grétar eru: 1) Magnús kennari, f . 1.5. 1972 , kvæntur Guðbjörgu Björnsdótt ur kennara , f. 30.11. 1 971. Börn þeirra eru Margrét, f. 17.2. 1997 og Björn J óhann, f. 2 0.1. 1999. 2) Helgi tæ knifræðin gur, f. 18.6 . 1975, í sa mbúð með Jórunni Dr öfn Ólafsdó ttur leiksk ólakennar a, f. 15.2. 1975. Þeir ra dóttir e r Þórunn Á sta, f. 24.12 . 2001. 3) Guðrún læ knir, f. 14. 11. 1979, í sambúð m eð Þór Halldórssy ni stjórnm álafræðing i, f. 6.6. 19 80. Gísli Eirík ur lauk sk yldunámi á Ísafirði e n hélt suð ur til Reykjav íkur 17 ára gamall til að nema h úsasmíði. Húsasmíð ar urðu æv istarf hans . Framan a f starfsæv- inni vann hann á Tré smíðaverk stæðinu Fu ru en eftir að hafa fengi ð meistara réttindi í i ðn sinni st ofnaði han n sitt eigið f yrirtæki, G ísli, Eiríku r, Helgi, se m hann át ti og rak þar til fyrir fá einum áru m. Stangveið i var aðalá hugamál G ísla Eiríks alla tíð og sinnti h ann meða l annars tr únaðarstö rfum fyrir Stangveið ifélag Reyk javíkur. Útför Gísla Eiríks fer fram í dag kl. 13.00 í Fossvogskir kju. G 1 s gason æddist í Hann firði 12. drar hans Þingeyri , og Helgi5, d. 1970. ár sín í að ve tur m sínum ur, f. úkr- u: u ð ur ð Gísli Eiríkur HelgasonTrésmíðameistariGísli Eiríkur Helgason fæddist í Reykjavík 1. janúar 1931. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 12. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðrún Jónsdóttir frá Þingeyri í Dýrafirði f. 1917, d. 1988, og Helgi Gíslason frá Ísafirði, f. 1915, d. 1970. Gísli Eiríkur bjó fyrstu æviár sín í Reykjavík en fluttist eftir það vestur til Ísafjarðar með foreldrum sínum og systkinum. Systkini Gísla Eiríks eru Jón Hannes, f. 1933, Sigríður Ása, f. 1936 og Guðmundur, f. 1941. Eiginkona Gísla Eiríks er Margrét Magnúsdóttir hjúkr- unarfræðingur, f. 4. apríl 1937. Þau gengu í hjóna- band árið 1960. Börn Gísla Eiríks og Margrétar eru: 1) Magnús kennari, f. 1.5. 1972, kvæntur Guðbjörgu Björnsdóttur kennara, f. 30.11. 1971. Börn þeirra eru Margrét, f. 17.2. 1997 og Björn Jóhann, f. 20.1. 1999. 2) Helgi tæknifræðingur, f. 18.6. 1975, í sambúð með Jórunni Dröfn Ólafsdóttur leikskólakennara, f. 15.2. 1975. Þeirra dóttir er Þórunn Ásta, f. 24.12. 2001. 3) Guðrún læknir, f. 14.11. 1979, í sambúð með Þór Halldórssyni stjórnmálafræðingi, f. 6.6. 1980. Gísli Eiríku lauk skyldunámi á Ísafirði en hélt suður til Reykjavíkur 17 ára gamall til að nema húsasmíði. Húsasmíðar urðu ævistarf hans. Framan af starfsæv- inni vann hann á Trésmíðaverkstæðinu Furu en eftir að hafa fengið meistararéttindi í iðn sinni stofnaði hann sitt eigið fyrirtæki, Gísli, Eiríkur, Helgi, sem hann átti og rak þar til fyrir fáeinum árum. Stangveiði var aðaláhugamál Gísla Eiríks alla tíð og sinnti hann meðal annars trúnaðarstörfum fyrir Stangveiðifélag Reykjavíkur. Útför Gísla Eiríks fer fram í dag kl. 13.00 í Fossvogskirkju. Fyrsta leikritið sem var sérstaklega sett upp fyrir sjónvarp á Íslandi, Romm handa Rósalind, var sent út í Ríkisútvarpinu á þessum degi árið 1968. Leikritið, sem er eftir listamanninn Jökul Jakobsson, gerist á verkstæði gamals skósmiðs þar sem eigandinn og fötluð stúlka úr nágrenn- inu ræða lífið og tilveruna á meðan þau fá sér romm. Leikstjórn var í höndum Gísla Halldórssonar og Andrés Indriðason stjórnaði upptökum, sem fór fram 7. og 8. febrúar það ár. Leikararnir Þorsteinn Ö. Stephensen og Anna Kristín Arngrímsdóttir fóru með hlutverk skósmiðsins og fötluðu stúlkunnar en Nína Sveinsdóttir lék eiginkonu gamla skósmiðsins. ÞETTA GERÐIST: 4. MARS 1968 Romm handa Rósalind sýnt á RÚV Sérstök góðgerðapáskaegg til styrktar UNICEF, Barna- hjálp Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, verða til sölu í flest- um matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu nú fyrir páskana og auk þess á mörgum kaffihúsum. Um er að ræða lítil súkkulaði- egg frá Nóa Siríusi sem er pakkað í fallegar öskjur, sem myndskreyttar eru af Signýju Kolbeinsdótt- ur hönnuði. Signý er annar eigenda hönnunarfyrirtæk- isins Tulipop sem hefur veg og vanda af sölu eggjanna. Þau kosta 500 krónur og innihalda fallegan íslensk- an málshátt um börn. Helmingur ágóða af sölu hvers páskaeggs rennur til styrktar UNICEF, en UNIC- EF eru öflugustu barna- hjálparsamtök heims. Þau standa vörð um líf barna frá fæðingu til fullorðinsára. - gun Börnum til gleði Íslenska þjóðin hlaut heiðursverðlaun Eddunnar, íslensku sjónvarps- og kvikmyndaverðlaunanna, síð- astliðið laugardagskvöld. Þjóðin fékk verðlaunin „með kæru þakklæti fyrir dyggan stuðning við íslenskan kvikmynda- og sjónvarpsiðnað“, eins og segir á heið- ursskjali sem hver og einn getur prentað út á vefsíð- unni eddan.is. Verðlaunastyttan var afhent Þjóðminjasafninu í gær af þessu tilefni, þar sem Margrét Hallgrímsdótt- ir þjóðminjavörður tók við henni fyrir hönd íslensku þjóðarinnar. - kg Eddan afhent Þjóðminjasafninu VERÐLAUN Björn Brynjúlfur Björnsson, formaður íslensku kvik- mynda- og sjónvarpsakademíunnar, afhenti Margréti Hallgríms- dóttur þjóðminjaverði heiðursverðlaun Eddunnar. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /A N TO N UNICEF-PÁSKAEGGIN Öskjurnar eru myndskreytt- ar af Signýju Kolbeinsdótt- ur, hönnuði í Tulipop. Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og út- farir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.