Fréttablaðið - 04.03.2010, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 04.03.2010, Blaðsíða 46
30 4. mars 2010 FIMMTUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Æi, elskan, við erum orðin allt- of sein. Geturðu ekki skipt í bílnum? Á fyrsta stefnumóti? Halló! Þú verður að hafa verið með konu í minnst tvö ár áður en þú lætur hana sjá þig borða taco! Bára kvartar ennþá! Snýr sér undan, grætur. Heimalagaðar súkkulaði- smákökur. Fallegt afmæliskort. Pakki með nýjum gítar- strengjum. Fimm þúsund kall. Þið gerið manni erfitt að vera ósáttur. Við gerum bara okkar besta. Sígilt barnalán Hvað gerðu krakkarnir í dag? KRAKKAR! KRAKKAR! KRAKKAR! Það snýst alltaf allt um þá! Af hverju þarf allt sem við tölum um alltaf að snúast um krakkana? Ókei! Afsak- ið! Þetta er rétt hjá þér! Hvað gerðir þú í dag? Fylgdist með krökk- unum. BAKÞANKAR Dr. Gunna Ég er skráningarfíkill og áhugamaður um tölulegar upplýsingar um sjálf- an mig. Því er ég að vona að handan við móðuna miklu taki á móti mér nefnd sem slær upp ítarlegu powerpoint-sjói um líf mitt. Trúarbrögðin gera flest ráð fyrir einhverju svona yfirliti, en þau eru bara svo gamaldags og hallærisleg að nýjustu forritin frá Microsoft koma hvergi fyrir í þeim. Ég held að starfsmenn himna og/eða helvítis hljóti að hafa tekið nokkra endur- menntunarkúrsa og séu orðnir sjóaðir í að framreiða tölulegar upplýsingar á mynd- rænan hátt. ÉG, STEINDAUÐUR en þó sprell- lifandi í hvítum kyrtli, verð settur við endann á langborði og svo hefst sýningin. Kökurit, súlurit og línu- rit ganga upp og niður á tjaldinu og sýna mér sannleikann um líf mitt. Þetta verður mjög áhugaverð sýning. Þú svitnaðir 740 lítrum, borðað- ir samtals 37 beljur og hugs- aðir sjö ár samtals vafasam- ar hugsanir sem samræmast ekki feminískum grunngild- um, verður mér kannski sagt með tilheyrandi refsingu. Þú eyddir tveimur dögum og 3,4 klukkutímum í að leita að týndum sokkum, 2,2 kíló af skeggi liggja eftir þig og 204 daga sam- tals lástu í rúminu og svitnaðir af áhyggj- um yfir erfiðri skuldastöðu. Því miður verðum við að tilkynna þér að afborganirn- ar 35 sem þú áttir eftir af íbúðinni fylgja með inn í næstu „vídd“. Svona verður líf mitt greint í sundur lið fyrir lið á svipaðan hátt og fótboltaleikir eru teknir fyrir í sjón- varpsútsendingum að leik loknum. JAHÁ, mun ég hugsa, nokkuð sáttur bara. Ég drap þá allavega engan né setti lítið þjóðfélag á hausinn. Og eitt mun koma mér mest á óvart: Hvað ég eyddi miklum tíma í að neyta og hugsa um mjólkurafurðir. Mér verður gefið aftur að smakka á jarðar- berjasúrmjólkinni sem ég unni sem barn og kom í pýramídafernu. Þá verður stóru spurningunni loks svarað: Hvernig er grísk jógúrt raunverulega á bragðið? Það eru nefnilega til tvær tegundir á markaðinum hér og þær eru ekkert líkar. Frá MS kemur þykk og bragðgóð grísk jógúrt sem ég er sólginn í. Bíóbú framleiðir kókosjógúrt, sem er æðisleg. Því hélt ég að mín biði geð- veik snilld þegar grísk jógúrt frá þeim kom á markaðinn. Hún er aftur á móti miklu verri á bragðið en hin gríska MS og þar að auki helmingi dýrari. En hvor jógúrtin er líkari alvöru grískri jógúrt? Og skiptir það einhverju máli? Skiptir ekki bara máli hvor mér finnst betri? FÁVITAR athugið: Þessi Bakþanki er í rauninni um kosningarnar á laugardaginn. Powerpoint í helvíti VILTU VINNA MIÐA? Vinningar afhentir í ELKO Lindum. 149 kr/skeytið. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 10. HVERVINNUR! FRUMSÝND 5. MARS FULLT AF AUKAVINNINGUM TÖLVULEIKIR • DVD MYNDIR • PEPSI OG MARGT FLEIRA! SENDU SMS SKEYTIÐ ESL PWL Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ MIÐA!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.