Fréttablaðið - 04.03.2010, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 04.03.2010, Blaðsíða 52
36 4. mars 2010 FIMMTUDAGUR bio@frettabladid.is > GÍSLI FESTIR SIG Í SESSI Gísli Örn Garðarsson getur loks andað léttar því í nýjasta myndbroti Prince of Persia er það endanlega staðfest að hann er í sæmilega stóru hlut- verki. Gísla bregður að minnsta kosti tvívegis fyrir í myndbrot- inu, jafn oft og Ben Kingsley. Einhver heimskasta persóna hvíta tjaldsins er án nokkurs vafa fyr- irsætan Derek Zoolander en þessi kvikmynd Ben Stiller varð að hálf- gerðu kult-fyrirbæri því gagnrýn- endur voru ekkert ýkja hrifnir þótt áhorfendur hafi oft velst um af hlátri yfir asnastrikum Zool- anders og vina hans. MTV greinir nú frá því að Stiller sé að vinna að handriti fyrir nýja mynd um fyrirsætuna. „Við erum að þróa hugmynd og þetta er allt saman á algjöru frumstigi en þetta verður gert,“ hefur MTV-vefurinn eftir Stiller. Að sögn leikarans er hugmyndin sú að bæði Zoolander og Hansel, sem leikinn var af Owen Wilson, séu gleymdir og grafnir í tískuheiminum og vilji ólmir kom- ast aftur á kortið. Stiller bætir því við í viðtalinu að þetta sé einnig kærkomið tækifæri til að dusta rykið af einhverjum skemmtileg- asta óþokka kvikmyndasögunn- ar, tískuvöruframleiðandanum Mugato, en það var Will Ferrel sem lék hann með eftirminnileg- um hætti. „Ef Will vill vera með, þá verður hann með.“ Derek Zoolander vaknar til lífsins EFTIRMINNILEGT Zoolander er án nokk- urs vafa ein heimskasta kvikmyndaper- sóna seinni tíma. Og nú er framhalds- mynd í bígerð. Loksins, loksins, kynnu einhverjir að hugsa því á föstudaginn verður kvik- mynd Dags Kára, The Good Heart, frumsýnd. Myndarinnar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu enda Dagur Kári einn fremsti kvikmynda- gerðarmaður okkar Íslendinga. Töluvert hefur verið skrifað um The Good Heart en upphaflega stóð til að þeir Tom Waits og Ryan Goosling myndu leika aðalhlut- verkin í þessari mynd. En sökum þess að ekki tókst að samræma dagskrá þeirra var fallið frá þeirri hugmynd. Þeir sem komu í staðinn eru engu síðri en það eru breski stórleikarinn Brian Cox og bandaríska ungstirnið Paul Dano. The Good Heart segir frá roskn- um bareiganda að nafni Jacques sem á í vandræðum með bæði skap sitt og hjarta. Þegar Jacques hittir hinn heimil- islausa Lucas á sjúkrahúsi eftir enn eitt hjartaáfallið ákveður gamli maðurinn að taka Lucas upp á sína arma og kenna honum hvernig á að reka bar í þeirri von að Lucas muni taka við af honum þegar hann deyr. Meðal annarra leikara má nefna franska ungstirnið Isild Le Besco en þrátt fyrir að flestir leikaranna séu erlendir eru áhorfendur beðnir um að fylgjast með íslenskum statistum; meðal þeirra eru kaffihúsaeigandinn Friðrik Weisshappel og listamaðurinn Haraldur Jónsson. Dagur Kári verður í viðtali við tíma- ritið Föstudag á föstudaginn. Gott hjarta Dags Kára frumsýnt ÞRÍEYKIÐ Dagur Kári ásamt þeim Paul Dano og Brian Cox. Myndin The Good Heart verður frumsýnd á föstudaginn. Nýjasta kvikmynd Tims Burton, Alice in Wonderland, verður frum- sýnd um helgina en hún skartar hirðleikara leikstjórans, Johnny Depp, í aðalhlutverki. Þetta er sjöunda myndin sem þeir félag- ar gera saman og sú fjórða í röð. Enda engin ástæða til að hætta því sem vel gengur. Að sjálfsögðu er Helen Bonham Carter einnig í myndinni enda eiginkona leikstjór- ans og honum álíka mikilvæg og tökuvél. Myndin er byggð á samnefndri skáldsögu Lewis Carrol en tekur upp þráðinn nokkrum árum eftir að Lísa kemst úr Undralandi. Hún snýr aftur, nítján ára gömul, og kemst að því að hin illa rauða drottning hefur tekið öll völd. Verkefni Lísu er því að koma henni frá völdum. Með hlutverk Lísu fer Mia Wasikowska en einhverjir kynnu að kannast við hana úr sjón- varpsþáttunum In Treatment. Tæknin leikur lykilhlutverk hjá Burton að þessu sinni en myndin er að sjálfsögðu í þrívídd eins og er vinsælt í Hollywood um þess- ar mundir. Þá má reikna með því að næmt auga leikstjórans fyrir litum leiki einnig lykilhlutverk í útliti myndarinnar og svo auðvit- að Johnny Depp. Í öðrum hlutverk- um eru síðan Stephen Fry og Alan Rickman en það er Anne Hath- away sem fer með hlutverk Hvítu drottningarinnar. Af öðrum kvikmyndum sem eru frumsýndar nú um helgina má nefna englamyndina Legion með Paul Bettany í aðalhlutverki og From Paris With Love með John Travolta í aðalhlutverkinu. Meistari Burton snýr aftur ÆVINTÝRIN GERAST ENN Lísa í Undra- landi snýr aftur í leikstjórn Tims Burton og að sjálfsögðu er Johnny Depp í aðalhlutverkinu. Óskarsverðlaunin verða afhent á sunnudaginn í Kodak-höllinni að viðstödd- um öllum skærustu stjörn- um Hollywood. Óskars-sér- fræðingar spá The Hurt Locker sigri og að engin ein mynd muni standa upp úr með gríðarlegan fjölda styttna. Óskarinn eru frægustu kvikmynda- verðlaun heims. Á því leikur enginn vafi. Milljónir manna fylgjast með útsendingu frá afhendingu þeirra en það eru gömlu brýnin Steve Martin og Alec Baldwin sem eru kynnar kvöldsins. Gríðarleg leynd hvílir yfir úrslitum Óskarsins. Hið virta fréttatímarit Newsweek grein- ir frá því að aðeins fjórir aðilar telji atkvæðin undir vökulu auga tveggja formanna kjörstjórnar. Hverjum og einum af þessum fjórum er úthlut- að atkvæðaseðlum með því móti að þeir geta aldrei giskað á úrslitin. Atkvæðatalningin fer fram í lokuðu herbergi með aðeins einni hurð og engum gluggum. Þessir tveir for- menn kjörstjórnar taka síðan saman talninguna, skrá hjá sér úrslitin og koma þeim fyrir í sérstökum örygg- isskáp. Formennirnir tveir eru því þeir einu sem vita hverjir hreppa gullstyttuna eftirsóttu. Hjónaslagur Keppnin um Óskarinn verður eilít- ið persónulegri en hún hefur verið hingað til. Þau James Cameron og Kathryn Bigelow voru eitt sinn gift en þau eru talin sigurstranglegust með myndirnar sínar Avatar og The Hurt Locker. Spekingar vestanhafs eru einróma í sinni niðurstöðu um hvaða mynd verði valin best. Tariq Khan hjá Fox-sjónvarpsstöð- inni hefur lengi stært sig af því að vera spámannlega vaxinn og hann telur nánast öruggt að The Hurt Locker fari heim með Óskar frænda. Í sama streng tekur Lane Brown hjá New York Magazine. The Hurt Locker muni standa uppi sem sigurvegari í þessum eftirsótta flokki. Brown er einnig sannfærð um að Bigelow muni hafa sigur yfir fyrrverandi manninum sínum og verði útnefnd besti leikstjóri árs- ins. Til gamans má geta þess að fjórir Íslendingar hafa unnið náið með Bigelow; Sigurjón Sighvatsson framleiddi kvikmyndina K-19: The Widowmaker þar sem Ingvar E. Sigurðsson lék lítið hlutverk og svo gerði Karl Júlíusson auðvitað leik- myndina fyrir The Hurt Locker en eiginkona Karls, Áslaug Konráðs- dóttir, var skrifta myndarinnar. Leikaraverðlaun óljós En Óskarsspekingarnir eru ekki á einu máli um leikaraverðlaunin, að undanskildum einum flokki: besti karlleikari í aukahlutverki. Þar er Christoph Waltz spáð sigri fyrir einstakan leik í Inglourious Bas- terds. Áðurnefnd Brown hjá New York Magazine er viss um að Sandra Bullock hafi sigur og verði útnefnd besta leikkona ársins fyrir The Blind Side og hafi þannig sigur yfir þungavigtarleikkonum á borð við Helen Mirren og Meryl Streep. Aðrir spá því að Gabourey Sidibe, aðalleikkonan í Precious, muni standa uppi með pálmann í hönd- unum enda má ekki gleyma því að framleiðandi þeirrar myndar er sjálf Oprah Winfrey. Og völd henn- ar í Hollywood skyldi ekki van- meta. Brown spáir því að Mo’Nique úr áðunefndri Precious verði valin besta leikkona í aukahlutverki. Vandasamasti flokkurinn er þó án nokkurs vafa besti karlleikar- inn. Einhverjir kynnu að hugsa sem svo að Jeremy Renner ætti varla möguleika en miðað við þá umfjöllun sem The Hurt Locker hefur fengið skyldi enginn útiloka þessa nýju stjörnu (ekki má gleyma því að Renner lék aðalhlutverkið í A Little Trip to Heaven eftir Balt- asar Kormák). En sá sem þykir líklegastur til að hreppa hnossið er Jeff Bridges fyrir leik sinn í Crazy Heart. freyrgigja@frettabladid.is The Hurt Locker spáð sigri KVÖLDIÐ HENNAR BIGELOW Flestir Óskars-spekingar í Bandaríkjunum spá því að sunnudagskvöldið verði kvöld Kathryn Bigelow. Mynd hennar The Hurt Locker verði valin best og hún sjálf hljóti styttuna sem besti leikstjórinn, fyrst bandarískra kvenna. James Cameron og Avatar-ævintýrið fara þó ekki slypp og snauð heim því ævintýramyndin eigi eftir að sópa til sín tæknilegum verðlaunum. Fyrsta lífvarðanámskeið á Íslandi Öryggisvarðaskólinn 14 til 28 Nóvember 2009 Sími: 698 1666 k li i Lífvarðanámskeið á Íslandi í mars Terr security býður upp á starfsmöguleika á heimsvísu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.