Fréttablaðið - 04.03.2010, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 04.03.2010, Blaðsíða 62
46 4. mars 2010 FIMMTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 MORGUNMATURINN LÁRÉTT 2. ríki í Mið-Ameríku, 6. nafnorð, 8. stormur, 9. æxlunarkorn, 11. guð, 12. aðfall, 14. rabb, 16. strit, 17. orlof, 18. festing, 20. frá, 21. auma. LÓÐRÉTT 1. nýja, 3. klukka, 4. þegn, 5. keyra, 7. frægð, 10. þrá, 13. hluti verkfæris, 15. bjálfi, 16. fæða, 19. 2000. LAUSN LÁRÉTT: 2. kúba, 6. no, 8. rok, 9. gró, 11. ra, 12. aðsog, 14. skraf, 16. at, 17. frí, 18. lím, 20. af, 21. arma. LÓÐRÉTT: 1. unga, 3. úr, 4. borgara, 5. aka, 7. orðstír, 10. ósk, 13. orf, 15. fífl, 16. ala, 19. mm. „Þangað til maður fréttir annað þá lítur út fyrir að við þurfum að færa keppnina,“ segir Gunnar F. Árnason, sem stendur fyrir spurn- ingakeppninni Drekktu betur á Grand Rokki á föstudögum. Menn- ingarknæpunni Grand Rokki var fyrirvaralaust lokað á þriðjudagskvöld. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðs- ins var staðnum lokað að kröfu leigusala. Það hefur ekki fengist staðfest og ekki náðist í Þorstein Þórsteins- son veitingamann í gær. Drekktu betur verð- ur haldin á 46 Gall- ery Bar sem er til húsa á Hverf- isgötu 46. „Hún verður að óbreyttu þar. Þetta hefur alltaf verið systurstaður Grand Rokks,“ segir Gunnar sem telur þetta mikil tíðindi fyrir fastagest- ina. „Þetta er stór breyting. Spurn- ingakeppnin hefur aldrei verið haldin hér áður,“ segir Gunn- ar sem var einmitt staddur í vettvangskönnun á nýja staðnum þegar Fréttablað- ið ræddi við hann í gær. Gunnar hvetur aðdáendur Drekktu betur til að fylgj- ast með frekari fregnum á Facebook-síðu keppninn- ar eða á drekktubetur.is. Spyr- ill í Drekktu betur á morgun er spurningaljónið og fréttamaður- inn Sveinn Guðmarsson. - hdm Lok, lok og læs á Grand Rokki Starfsmenn virtra fjölmiðla á borð við MTV, NME, Clash Magazine og Daily Mail voru viðstaddir tónleika hljómsveitarinnar FM Belfast í London á þriðjudagskvöld. „Þetta var sambland af partýliði og bransaliði. Þarna var aðallega pressan en samt einhverjir aðilar frá festi- völum í Bretlandi,“ segir Róbert Aron Magnússon, sem kom að skipulagningu tón- leikanna. „Þarna voru blaðamenn að tékka á þeim og skrifa dóma um tónleikana,“ segir hann og bætir við að starfsmenn MTV hafi verið mjög spenntir fyrir hljómsveitinni. „Þetta var þrusu- stemning og svakafjör. Ég held að þau [FM Belfast] hafi verið rosaánægð. Þetta er flottur tónleikastaður sem þessi bönd nota yfirleitt til að koma ferlin- um sínum af stað.“ Tónleikarnir fóru fram á hinum þrjú hundruð manna stað Hoxton Square Bar and Kitchen. Þar hafa að undan- förnu spilað hljómsveitir á borð við We Are Scientists og Mumford and Sons og er staðurinn vinsæll meðal sveita sem hafa þegar slegið í gegn. Hópur Íslendinga sem er búsettur í London mætti á tónleikana og að sjálfsögðu tók hann virkan þátt í að klappa sveitina upp. FM Belfast hefur verið á tveggja vikna tónleikaferð um Evrópu og lýkur henni í Ósló á laugardaginn. Hljómsveitin hefur þegar verið bókuð á Hróarskelduhátíðina í byrj- un júlí ásamt íslensku þungarokk- urunum í Sólstöfum. - fb Starfsfólk MTV sýnir FM Belfast áhuga FM BELFAST Lóa Hjálmtýsdóttir og Árni Hlöðversson úr hljómsveitinni FM Belfast vöktu mikla athygli á tónleikum sínum í London. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON TÓNLEIKAHALDARI Í LONDON Róbert Aron Magnússon skipulagði tónleika FM Belfast í London á þriðjudagskvöldið. LOKAÐ Menningarknæpunni Grand Rokki hefur verið lokað. Svo er að sjá að einhver hafi krotað „RIP“ á reykinga- tjaldið fyrir utan staðinn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FYRSTI SPYRILL Á NÝJUM STAÐ Sveinn Guðmarsson er spyrill í Drekktu betur á morgun. Joseph Melillo, einn af forsvars- mönnum BAM-leikhússins í New York, er væntanlegur til Íslands á morgun. Hann hyggst sjá tvær sýningar af Fást með Vestur porti í Borgarleikhúsinu, skoða landið og hitta leikhópinn. Vestur port er að fara með aðra sýningu, Ham- skiptin, til New York í nóvember til að sýna í BAM-leikhúsinu og svo gæti farið að Fást yrði einnig sett upp í þessu virta leikhúsi. Gísli Örn Garðarsson segist í samtali við Fréttablaðið reiðu- búinn til að kvitta upp á það að Melillo sé einn af tíu áhrifamestu mönnunum í leikhúsheiminum um þessar mundir. „BAM-leik- húsið er fyrir þau leikhús sem eru að reyna að gera eitthvað öðruvísi og það sinnir því hlut- verki fyrir allan Ameríkumark- að. Þeir sem vilja græða peninga fara á Broadway, hinir reyna að komast að hjá BAM,“ útskýrir Gísli. Melillo virðist vera mikill aðdáandi íslenska leikhópsins því hópurinn setti einnig upp Woyz- eck þar á sínum tíma. „Hann er samt að koma í fyrsta skipti til Íslands og ætli við förum ekki með hann eitthvað út fyrir höfuð- borgarsvæðið og sýnum honum landið.“ BAM-leikhúsið er í Brooklyn og var stofnað 1861. Hlutverk þess hefur alltaf verið að sýna leikhúsuppfærslur sem þykja framúrstefnulegar eða boða eitthvað nýtt. Fjöldi þekktra listamanna hefur sýnt leikhús- inu mikla tryggð, sænski leik- stjórinn Ingmar Bergman sýndi verk sín hjá BAM-leikhúsinu og grunge-rokkararnir í Nirvana kynntu yfirleitt sitt nýjasta efni hjá BAM. Vesturport er reyndar á far- aldsfæti, heldur til Suður-Amer- íku og sýnir Hamskiptin á einni stærstu leikhússýningu heims í Bógóta í Kólumbíu. Allur hóp- urinn fer út um miðjan mars en Gísli og Gunnhildur Gunnars- GÍSLI ÖRN GARÐARSSON: MELILLO ER RISANAFN Í LEIKHÚSHEIMINUM Virtur leikhúsfrömuður á sýningu hjá Vesturporti VIRTUR NÁUNGI Joseph Melillo sést hér spjalla við Óskarsverðlaunaleikkon- una Cate Blanchett. Hann er mikill áhrifamaður í banda- rísku leikhúslífi en hann er í forsvari fyrir hið virta Brooklyn-leikhús BAM. Gísli Örn Garðarsson segir þetta vera fyrstu ferð Melillo til Íslands og hann fái að upplifa íslenska náttúrufegurð í heimsókn sinni til landsins. „Ég fæ mér jógúrt og banana. Stundum ommelettu með svepp- um, papriku og tómötum ef ég hef tíma. Og drekk vatn með.“ Lilja Ingibjargardóttir fyrirsæta. dóttir, framkvæmdastýra Vest- urports, fara út á undan öllum því þau eiga bókaða fundi hjá tveimur leikhúsum í borg engl- anna, Los Angeles. „Já, það eru tvö leikhús þar sem hafa áhuga á því að setja upp Hamskiptin með íslensku leikurunum, það yrði vissulega spennandi og okkur fannst bara tilvalið að nýta þessa ferð til að ræða við þau,“ segir Gísli. freyrgigja@frettabladid.is TILBOÐ Í VEITINGASAL Súpa fi skur og kaffi 1290 GLÆNÝ ÝSA, FISKRÉTTIR ÞORSKHNAKKAR, RAUÐMAGI Óðum styttist í frumsýningu Gauragangs í Borgarleikhúsinu. Þar fer Margrét Helga Jóhannsdóttir með eitt hlutverka en hún hefur þurft að leggja ýmislegt á sig við undirbún- inginn. Margrét er með brotið bein í fætinum og hefur af þeim sökum fengið sérstaka hlíf frá stoð- tækjafyrir- tækinu Össuri til að hlífa brotinu. Stórsöngvarinn Bubbi Morthens hefur fært símaviðskipti sín yfir til Nova. Þetta er augljóst þegar hringt er í kappann því þá hljómar kunnuglegt lag í stað símhringingar. Bubbi leitar ekki langt yfir skammt og valdi lagið Fallegi lúserinn minn sem hljómsveitin Egó sendi frá sér í fyrra og naut mikilla vinsælda. Kvikmyndavefurinn Iceland Cinema Now greindi frá því í vikunni að leikstjórinn Gísli Snær Erlings- son hafi verið ráðinn skólastjóri kvikmyndaskóla í Singapúr. Nú heyrist orðrómur þess efnis að Gísli verði ekki eini starfsmaður skólans. Nafn Ásgríms Sverrissonar kvikmyndagerðarmanns hefur verið nefnt í því sambandi en þeir eru einmitt gamlir vinir. Vel kann að vera að Ásgrímur hafi feng- ið starfstilboðið þegar hann ræddi við Gísla fyrir téða frétt í Iceland Cinema Now. - afb, hdm FRÉTTIR AF FÓLKI VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8. 1 Lee Buchheit 2 Logi Geirsson 3 Í Færeyjum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.