Fréttablaðið - 05.03.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 05.03.2010, Blaðsíða 2
2 5. mars 2010 FÖSTUDAGUR Íris, hafið þið allt á hornum ykkar? „Svo sannarlega. Það er í mörg horn að líta í Hreindýralandi.“ Íris Lind Sævarsdóttir stendur fyrir tilraunakvikmyndahátíðinni 700IS Hrein- dýralandi á Egilsstöðum í fimmta sinn nú í lok mars. VIÐSKIPTI Skattskylda af niðurfell- ingum persónulegra ábyrgða fyrr- verandi starfsfólks Kaupþings nær jafnt til þeirra sem tóku lán til hlutabréfakaupa í bankanum á eigin kennitölu og þeirra sem stofnuðu sérstakt einkahlutafélag utan um skuldina. Þetta er meðal niðurstaðna í áliti Ríkisskattstjóra sem sent var Arion banka í þar- síðustu viku. Fjöldi starfsmanna gamla Kaup- þings fékk á sínum tíma lán frá bankanum til hlutabréfakaupa, meðal annars æðstu stjórnendur. Alls námu lánin um 47 milljörðum til 130 starfsmanna. Niðurfelling- in, sem ákveðin var á stjórnar- fundi gamla Kaupþings 25. sept- ember 2008, nokkrum dögum fyrir bankahrun, náði til ábyrgða að upphæð tæplega 10,5 milljarða. Flestir tóku lánið á eigin kennitölu en sumir höfðu stofnað sérstakt hlutafélag utan um skuldina. Í áliti Ríkisskattstjóra segir hins vegar að þegar launþegasamband er á milli lánveitanda og lántak- anda flokkist niðurfelling lánsins sem tekjur og þá skipti ekki máli hver tekur við greiðslunni, eða í þessu tilfelli eftirgjöfinni. Þetta þýðir að fjöldi fyrrver- andi háttsettra starfsmanna Kaup- þings mun þurfa að greiða tugi eða hundruð milljóna, sumir jafnvel milljarða, í skatt verði niðurfell- ingunni ekki rift. Ákvörðunin um niðurfellinguna samræmdist lögum og var endan- leg, samkvæmt álitum Helga Sig- urðssonar, þáverandi yfirlögfræð- ings Kaupþings, og Viðars Más Matthíassonar lagaprófessors, sem nú er settur hæstaréttardóm- ari. Samkvæmt álitunum er með öðrum orðum ekki hægt að rifta gjörningnum. Ákvörðunin hefur síðan verið í rannsókn hjá sérstökum saksókn- ara og hefur stjórn Nýja Kaup- þings og síðar Arion banka árétt- að að engar afskriftir hafi enn átt sér stað og endanleg ákvörðun um niðurfellinguna verði ekki tekin fyrr en sérstakur saksóknari kveð- ur upp úr með það hvort gjörning- urinn var lögmætur. Skuldirnar eru þannig enn til staðar í bókum Arion, jafnvel þótt svo virðist sem ekki hafi verið gert ráð fyrir því að neitt fengist upp í þær þegar þær voru fluttar á núlli á milli gamla og Nýja Kaupþings, eins og Viðskiptablaðið greindi frá á dög- unum. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins þýðir þetta í raun það eitt að komist sérstakur saksóknari að annarri niðurstöðu en álitsgjafarn- ir Helgi og Viðar, og telji niður- fellinguna ólögmæta, muni stjórn Arion freista þess að fá henni rift og ganga síðan að skuldurunum. Frestur til að láta reyna á rift- un rennur út í septemberlok. Sér- stakur saksóknari hefur ekki getað sagt til um hversu langan tíma enn rannsókn hans á niðurfellingunum mun taka. stigur@frettabladid.is Hlutafélög hlífa fólki ekki við skattskyldu Þeir starfsmenn gamla Kaupþings sem fengu persónulegar ábyrgðir af lánum felldar niður þurfa allir að greiða skatt af niðurfellingunni. Engu skiptir þótt skuldin hafi verið í einkahlutafélagi. Þetta kemur fram í áliti Ríkisskattstjóra. Æðstu yfirmenn gamla Kaupþings, stjórnarfor- maðurinn og forstjórinn, fóru ólíkar leiðir við lántökur sínar fyrir hlutabréfakaupum. Stjórnarformaðurinn Sigurður Einarsson tók sín lán, sem er áætlað að hafi numið um sjö milljörðum, á eigin kennitölu. Forstjórinn Hreiðar Már Sigurðsson er hins vegar ekki skráður fyrir sínum sjö milljarða lánum persónu- lega, heldur einkahlutafélagið Hreiðar Már Sigurðsson ehf. Báðir eru hins vegar jafnskattskyldir vegna niðurfellinga ábyrgða á lánunum. Meðal annarra sem tóku lán af þessu tagi eru fyrrverandi yfirlög- fræðingurinn, Helgi Sigurðsson, Kristján Arason, yfirmaður við- skiptabankasviða, og landstjórarnir Ingólfur Helgason og Ármann Þorvaldsson. ANNAR Í EINKAHLUTAFÉLAGI EN EKKI HINN SIGURÐUR EINARSSON HREIÐAR MÁR SIGURÐSSON LÖGREGLUMÁL Handtaka tæplega sjö- tugs burðardýrs fíkniefna á Kefla- víkurflugvelli í febrúar hefur leitt til þess að fimm manns til viðbót- ar hafa verið handteknir. Lögregla telur málið tengjast umfangsmiklum fíkniefnainnflutningi og sölu fíkni- efna, meðal annars á Akureyri. Það var 11. febrúar sem tollgæsl- an á Keflavíkurflugvelli stöðvaði 69 ára Íslending við komu hans frá Kaupmannahöfn. Við leit í far- angri hans fannst eitt kíló af kóka- íni vandlega falið innan við falskar hliðar í ferðatöskum hans. Í fram- haldinu var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald sem hann losnaði úr í fyrradag. Rannsókn lögreglu leiddi til þess að fimm karlmenn, Íslendingar á þrítugsaldri, hafa verið handteknir, auk burðardýrsins. Þeir voru allir úrskurðaðir í gæsluvarðhald, tveir þeirra til dagsins í dag. Í fyrradag voru svo tveir menn handteknir á Akureyri. Öðrum var sleppt að loknum yfirheyrslum en gæsluvarðhalds krafist í gær yfir hinum. Lögreglan á Suðurnesjum hefur rannsakað þetta mál í nánu samstarfi við lögregluliðin á höfuð- borgarsvæðinu og á Akureyri, auk tollgæslunnar. Óvenjumikið hefur verið um smygltilraunir á Suðurnesjum það sem af er árinu og fjölmörg mál komið upp. - jss Handtaka nær sjötugs burðardýrs fíkniefna kom lögreglu á sporið: Sex verið teknir í stóru fíkniefnamáli Á KJÖRSTAÐ Talsverður fjöldi fólks greiddi atkvæði utan kjörfundar í Laug- ardagshöll í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FLUGSTÖÐIN Handtaka nær sjötugs burðardýrs á Keflavíkurflugvelli kom lögreglu á spor umfangsmikils fíkniefna- innflutnings. KOSNINGAR Um 5.000 manns hafa þegar greitt atkvæði utan kjör- fundar vegna þjóðaratkvæða- greiðslu um Icesave-lögin sem fer fram á laugardag. „Þetta er búið að vera mun minna en í síðustu kosningum,“ segir Hjalti Zóphóníasson hjá dómsmálaráðuneytinu. Utankjör- fundaratkvæðagreiðslan hafi byrjað með látum í Reykjavík en svo dregið verulega úr. Um helm- ingi færri virðast greiða atkvæði utan kjörfundar nú en fyrir síð- ustu tvær alþingiskosningar, segir Bergþóra Sigmundsdóttir, deildar stjóri hjá sýslumanninum í Reykjavík. - bj Þjóðaratkvæðagreiðslan: Um 5.000 þegar búnir að kjósa ALÞINGI Bæði kyn skulu eiga fulltrúa í stjórn- um hlutafélaga og einkahlutafélaga, samkvæmt lögum sem Alþingi samþykkti í gær. Skylt verður að gæta að kynjahlutföllum við ráðningu fram- kvæmdastjóra og skal tilkynna kynjahlutföll stjórnarmanna og framkvæmdastjóra til Hlutafé- lagaskrár. Slíkar tilkynningar er einnig skylt að senda um hlutfall starfsmanna hjá fyrirtækjum með 25 starfsmenn eða fleiri. Lögin gera ráð fyrir að í hlutafélögum sitji að minnsta kosti þrír í stjórn. Þar sem starfsmenn eru fimmtíu eða fleiri eigi hvort kyn einn fulltrúa í stjórninni en kynjahlutfallið sé að minnsta kosti 40 prósent ef fleiri en þrír sitja í stjórninni. Einkahlutafélög með fjóra hluthafa eða færri geta áfram látið einn stjórnarmann nægja en séu þeir tveir eða fleiri skulu bæði kyn koma við sögu. Ákvæði um kynjahlutföll stjórnarmanna öðlast ekki gildi fyrr en 1. september 2013 en ákvæði um tilkynningar og ráðningu framkvæmdastjóra öðl- ast gildi þegar í stað. Lögin voru samþykkt með 32 atkvæðum þing- manna úr öllum flokkum nema Sjálfstæðisflokkn- um. Enginn greiddi atkvæði gegn málinu, 20 voru fjarstaddir. Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokksins voru við atkvæðagreiðsluna en kusu ekki. - pg Alþingi samþykkti lög um kynjahlutföll í stjórnum hlutafélaga: Engar stjórnir verði einkynja KYNJAHLUTFÖLL 1. september 2013 taka gildi lög, sem Alþingi samþykkti í gær, um að bæði kyn skuli eiga fulltrúa í stjórnum hlutafélaga. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA LÖGREGLUMÁL Strokufanginn Guð- bjarni Traustason, sem skilaði sér ekki til baka á Litla-Hraun úr dagsleyfi á laugardag, gaf sig fram við fangelsismála- yfir völd í gær. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hringdi hann á Litla-Hraun frá Reykjavík undir kvöldmat og var þá rakleið- is sóttur af lög- reglu og honum komið austur. Guðbjarni, sem afplánar sjö ára og fimm mánaða fangels- isdóm fyrir aðild sína að Pól- stjörnumálinu svokallaða, fór beint í fimmtán daga einangrun vegna flóttans, að sögn Páls E. Winkel fangelsismálastjóra. Hann missir jafnframt öll þau réttindi sem hann hefur áunnið sér með góðri hegðun. „Það er allt farið. Hann á ekki möguleika á dagsleyfi í tvö ár og vinna og nám utan fang- elsisins er út úr myndinni. Þetta mun einnig hafa áhrif á ákvörðun um reynslulausn,“ segir Páll. Í tilkynningu frá lögreglu segir að leitin að Guðbjarna hafi verið mjög umfangsmikil. Farið hafi verið í 30 húsleitir vegna hennar og á tveimur stöðum hafi fund- ist fíkniefni. Á öðrum fannst hálft kíló af maríjúana og tuttugu grömm af kókaíni og á hinum tíu grömm af kókaíni, mikið magn af sterum og skotvopn. Þrír menn voru handteknir. - jss, sh Guðbjarni settur í einangrun: Strokufanginn gaf sig fram GUÐBJARNI TRAUSTASON KOSNINGAR Reiknað er með að fyrstu tölur úr talningu atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslunni á morgun berist upp úr klukkan tíu annað kvöld. Að sama skapi er reiknað með að síðustu tölur verði ekki tilkynntar fyrr en undir sunnudagsmorgun. Landskjörstjórn hefur skip- að tólf einstaklinga – tvo í hverju kjördæmi – sem umboðsmenn ólíkra sjónarmiða. Hlutverk þeirra verður að fylgjast með framkvæmd atkvæðagreiðslunn- ar og vera viðstaddir talningu atkvæða. Umboðsmennirnir eru allir löglærðir . - bþs Þjóðaratkvæðagreiðslan: Talna að vænta rúmlega tíu Tveir Íslendingar á EM Íslendingar eiga tvo fulltrúa á Evrópumeistaramótinu í skák sem hefst í Rijeka í Króatíu í dag. Íslands- meistarinn Henrik Danielsen keppir og sömuleiðis Hannes Hlífar Stefáns- son, en MP banki ákvað að styrkja hann til þátttöku eftir sigur Hannesar á Reykjavíkurskákmótinu. SKÁK ÖRYGGISMÁL Viðbragðshópar Almannavarna og eldgosadeildar Veðurstofunnar hafa verið kall- aðir saman, vegna mikils óróa undir Eyjafjallajökli. Hundruð skjálfta hafa verið undir jöklinum undanfarinn sól- arhring. Steinunn Jakobsdóttir, sér- fræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að það sem sé öðruvísi en áður sé hversu þétt jarðskjálfta- virknin er nú. Steinunn getur ekki sagt til um hvort gos sé á næsta leyti. - bl Skjálftar undir Eyjafjallajökli: Almannavarnir kallaðar til SPURNING DAGSINS – Þú finnur fjölda girnilegra uppskrifta að kvöldmatnum á www.gottimatinn.is H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 0 -0 2 9 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.