Fréttablaðið - 05.03.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 05.03.2010, Blaðsíða 6
6 5. mars 2010 FÖSTUDAGUR VIÐSKIPTI „Það er tvennt í stöðunni þegar bankinn getur ekki staðið við skuldbindingar sínar: óska eftir greiðslustöðvun sem getur leitt til nauðasamninga eða fara í slitameð- ferð,“ segir Hróbjartur Jónatans- son, formaður bráðabirgðastjórnar sem tók við VBS fjárfestingarbanka í fyrradag. Stjórnin er nú að skoða stöðu bankans, svo sem kanna möguleika á að stokka upp rekst- urinn. Fram kom í Fréttablaðinu í gær að VBS glímir við fjárhagserfiðleika og gat ekki greitt af 26 milljarða króna láni undir lok síðasta árs. Fjárhagsstaða VBS hefur verið þröng um nokkurt skeið og átti bankinn ekki nægt fé til að standa við skuldbindingar sínar. Heildar- skuldir VBS nema um 39 milljörð- um króna og skuldin við Seðlabank- ann er rúmlega 70 prósent þeirra. Eftir því sem næst verður komist skýrist slæm staða bankans af því að bankinn neyddist til að ganga að veðum og taka lóðir og fasteign- ir upp í skuldir viðskiptavina eftir bankahrunið í hittifyrra. Þessar eignir eru nú umfangs- miklar í safni bankans og erfitt að breyta þeim í handbært fé. Ekki fengust upplýsingar um það í gær hvort Seðlabankinn breyti lán- inu til VBS í kröfu á hendur bankan- um. - jab Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is Einfaldur í notkun. Geymir 30 mælingar í minni. Skjár sýnir þrjú gildi samtímis: púls, efri og neðri mörk. Hlífðarbox fylgir með. A T A R N A Blóðþrýstingsmælir Blóðþrýstingsmælir á úlnlið. Tilboðsverð: 6.900 kr. stgr. Verð áður: 9.200 kr. Boso-medistar S sumarferdir.is ... eru betri en aðrar. Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755 Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755 OPNUM KL 8.00 ALLA VIRKA DAGA HUMAR 2000 kr. kílóið IÐNAÐUR „Við Íslendingar höfum gengið inn í hreinsunareldinn,“ sagði Katrín Júlíusdóttir iðnaðar- ráðherra á Iðnþingi Samtaka iðnað- arins í gær. „Við höfum þegar grip- ið til harkalegs niðurskurðar og hækkað skatta til þess að rétta við skuldir ríkis- sjóðs. Við höfum gert upp gömlu bankana í sátt við lánardrottna þeirra og komið þeim í starfhæft form. Við erum að gera upp við orsakir bankahrunsins á vettvangi Alþingis og dómstóla.“ Katrín kvað þjóðina nú eygja möguleika á að byrja upp á nýtt með hreint borð. „Aðrar þjóðir eru vart byrjaðar að gera upp sínar syndir þótt augljóst sé að það mun reynast óhjákvæmilegt.“ Iðnaðarráðherra áréttaði þó að endurreisn efnahagslífsins hér væri sérlega erfið því ekki væri einvörð- ungu við fjármálakreppu að fást heldur einnig alvarlega gjaldeyr- iskreppu sem haldið sé í skefjum með víðtækum höftum. „Þessi „tví- burakreppa“ eins og Seðlabankinn kallar hana gerir viðbrögð stjórn- valda erfiðari,“ sagði hún og kvað afar mikilvægt að halda áfram að byggja upp traust á íslensku hag- kerfi. „Eins og var að takast á síð- ari hluta ársins sem leið, áður en Icesave-ferlið fór aftur í strand. Við eigum mikið undir því að áætlunin um endurreisn efnahagslífsins sem unnin var í samvinnu við AGS nái fram að ganga. Við verðum að geta fjármagnað uppbyggingu og endur- fjármagnað lán opinberra aðila og orkufyrirtækja á kjörum sem ekki flytja arðinn úr landi.“ Katrín segir slæmar fréttir þær helstar að fjárfesting hér á landi hafi dregist saman um helming í fyrra og um 39 prósent á heims- vísu. „Atvinnuleysi verður okkar helsta böl næstu misseri komi ekki til nýrra fjárfestinga. Góðu frétt- irnar eru að það er rúm fyrir stór- framkvæmdir í hagkerfinu á næstu misserum án þess að þær þurfi að ryðja burt sprotum og nýskapandi starfsemi.“ Helgi Magnússon, formaður Samtaka iðnaðarins, sagði í ræðu sinni eina ástæðu þess að illa gengi að endurreisa efnahag landsins að hér virtust áhrifamikil öfl á móti hagvexti. „Þessi öfl beita afli sínu gegn endurreisn atvinnulífs- ins vegna þess að þau telja að hag landsmanna verði betur borgið í framtíðinni án hagvaxtar. Þessi átök standa nú yfir á Íslandi. En við aðhyllumst ekki þetta sjónarmið,“ sagði hann. Helgi og Katrín sögðu að vegna nýliðunar á vinnumarkaði og í bar- áttu við atvinnuleysi þyrfti að búa til 35 þúsund störf næstu tíu ár. Til þyrfti samstillt átak og stefnumót- un til framtíðar. olikr@frettabladid.is Höfum gengið inn í hreinsunareldinn Iðnaðarráðherra segir rúm fyrir stórframkvæmdir í hagkerfinu á næstu misser- um án þess að rutt verði burt sprotum og nýskapandi starfsemi. Formaður Sam- taka iðnaðarins segir öfl beita sér gegn hagvexti. Iðnþing 2010 var haldið í gær. IÐNÞING 2010 Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra segir að í greiningarskýrslu fram- kvæmdastjórnar Evrópusambandsins sé að finna leiðbeiningar um nauðsynlegar aðgerðir hér á landi, burtséð frá því hvort til aðildar að ESB komi eður ei. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA HELGI MAGNÚSSON Atvinnuleysi verður okkar helsta böl næstu misseri komi ekki til nýrra fjárfestinga. KATRÍN JÚLÍUSDÓTTIR IÐNAÐARRÁÐHERRA Meirihluti eignasafns fjárfestingabankans VBS er í fasteignum og lóðum: VBS var í vanda vegna lausafjárskorts HRÓBJARTUR JÓNATANSSON Hann er for- maður bráða- birgðastjórnar sem tók yfir VBS fjárfest- ingabanka. Ætlar þú að kjósa um Icesave- lögin? Já 83,6% Nei 16,4% SPURNING DAGSINS Í DAG: Fylgdist þú með Reykjavíkur- skákmótinu? Segðu skoðun þína á visir.is MENNTAMÁL Hlutfall grunnskóla- kennara með kennsluréttindi í grunnskólum hefur aldrei mælst hærra en haustið 2009, samkvæmt Hagstofu Íslands. Undanfarin tíu ár hefur hlutfall kennara með réttindi verið 80 til 87 prósent. Haustið 2009 voru ríf- lega níu af hverjum tíu kennurum með kennsluréttindi. Hæst er hlut- fall réttindakennara á landinu á höfuðborgarsvæðinu, 97,3 prósent. Lægst er hlutfall réttindakennara á Vestfjörðum, 74,5 prósent, og 77 prósent á Austurlandi. - shá Gjörbreytt staða í skólum: Sífellt fleiri nýta réttindi SJÁVARÚTVEGUR Heimamenn í Vest- mannaeyjum höfðu það á orði á mið- vikudag að stemningin við höfnina „væri eins og í gamla daga“, þegar sjö loðnuskip komu þar til löndunar á fáeinum klukkutímum. Afli skip- anna var áætlaður um tíu þúsund tonn og fór allur í hrognatöku fyrir Japansmarkað. Gera má því skóna að um sjötíu þúsund tonn af loðnu hafi nú borist að landi og að stórum hluta síðustu daga. Aflaheimildir íslensku skip- anna eru tæp 110 þúsund tonn. Veiðar skipanna hafa þó ekki gengið eins og best verður á kosið. Á miðunum úti af Snæfellsnesi hefur verið bræla og veitt er úr litlum torfum. Aðgengilegra væri að ná aflanum úr stærstu torfunum sem styttra eru gengnar suður með landinu en hrognafylling loðnunnar stjórnar miklu um veiðarnar. Fyr- irtækin eru öll sem eitt að horfa til þess að ná sem mestum verðmæt- um með hrognatöku úr því litla hrá- efni sem þeim fellur í skaut. - shá Hratt gengur á loðnukvótann þrátt fyrir erfið skilyrði á miðunum síðustu daga: Tíu þúsund tonn af loðnu á dagparti Á NÖSUNUM Heimamenn áætla að um tíu þúsund tonn af loðnu hafi borist til Vest- mannaeyja á miðvikudag úr sjö bátum. Hér er Ísleifur að leggja að bryggju og Kap sést í innsiglingunni. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.