Fréttablaðið - 05.03.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 05.03.2010, Blaðsíða 8
8 5. mars 2010 FÖSTUDAGUR 1 Hvaða banka yfirtók Fjár- málaeftirlitið á miðvikudag? 2 Hver skoraði mark íslenska karlalandsliðsins í fótbolta gegn Kýpur sem ekki var dæmt gilt? 3 Hvaða leikhúsfrömuður ætlar að sjá sýninguna Faust í uppfærslu Vesturports í dag? SJÁ SVÖR Á SÍÐU 34 CHILE, AP Herinn í Chile er nú kom- inn á fulla ferð í björgunarstörf eftir að hafa varið fyrstu dögunum eftir jarðskjálftann í að stöðva grip- deildir og sjá til þess að friður ríki í borgum og bæjum jarðskjálfta- svæðisins. „Loksins!“ hrópar almenning- ur sem áður fyrr átti frekar því að venjast að sjá hermenn landsins í hlutverki ógnvalda sem af fullri grimmd vörðu einræðisstjórn Aug usto Pinochets. Þau tuttugu ár sem lýðræði hefur ríkt í landinu hefur herinn ekki tekið að sér lögreglustörf, hvað þá hjálpar- og björgunarstörf. Nú ganga hermennirnir hins vegar stoltir til verka, ánægðir með öll brosin sem mæta þeim hvert sem þeir koma, með mat og vatn handa fólki í götum þar sem hús eru meira og minna hrunin. Sumir gagnrýndu þó að fyrsta gatan í borginni Concepcion sem hermennirnir fóru að sinna er gata þar sem fjölskyldur hermanna búa. „Öll þessi húsalengja tilheyrir hernum,“ segir Yanira Cifuentes, ein af íbúunum við götuna Gener- al Novoa Avenue. Hún segir eigin- mann sinn herforingja. Hún segir að hjálpin sé sér kær- komin, en viðurkennir að íbúarnir þarna hafi ekki liðið hungur vegna þess að þeir hafi haft aðgang að mat hjá hernum. Herinn segir að stjórnvöld á hverjum stað ráði forgangsröðun í hjálparstarfinu, en íbúar létu sumir í ljós reiði gagnvart borgaryfir- völdum fyrir að láta auðugri hverfi ganga fyrir um matvælaaðstoð. „Hjálpin á fyrst að berast þeim sem ekkert hafa,“ sagði Louis Sarz- osa, tæplega fimmtugur maður í Concepcion. „Þeir sem betur eru staddir fá alltaf allt fyrst en þeir sem hafa ekkert eru skildir út undan.“ Matvæli frá stjórnvöldum byrj- uðu að berast til smærri byggðar- laga í nágrenni Concepcion á þriðju- dag, og voru þyrlur notaðar til að dreifa þeim. gudsteinn@frettabladid.is Herinn í Chile hjálpar loks til Íbúar Chile fögnuðu því þegar her landsins hóf loks þátttöku í björgunar- og hjálparstarfi. Hermennirn- ir eru þó gagnrýndir fyrir að láta fjölskyldur her- manna ganga fyrir þótt neyð annarra sé meiri. Desarmes-fjölskyldan frá Haítí hefur frá áramótum tvisvar lent í jarðskjálftahamförum af verstu gerð. Þau fóru frá Haítí tveimur vikum eftir stóra skjálftann 12. janúar, rakleiðis til Chile þar sem elsti son- urinn hefur búið. Rúmum mánuði síðar reið stóri skjálftinn yfir þar. „Ég fór að heiman og kom hingað út af jarðskjálftanum,“ segir Seraphin Philome, ein frænkan sem var með í för. „Og hérna gerist það sama.“ Þau taka enga áhættu lengur og sofa úti í garði húss sem elsti sonurinn, Pierre Desarmes, útvegaði þeim. Hann er þekktur söngvari í Chile með reggíhljómsveit frá Haítí. Hann var feginn þegar fjölskyldan kom heil á húfi frá Haítí, en segir að seinna áfallið hafi reynst þeim gríðarlega erfitt. „Ég þarf að segja við þau allan daginn: Það eru engin vandamál, þetta land er búið undir jarðskjálfta, þetta líður hjá, þetta er ekki svo slæmt. En þau heyra ekki í mér. Áfallið situr enn í þeim.“ FYRST Á HAÍTÍ, SVO AFTUR Í CHILE HERMENN Í CHILE Koma færandi hendi til borgarinnar Concepcion á jarðskjálfta- svæðinu í Chile. NORDICPHOTOS/AFP Kanilsnúðar Kexsmiðjan kynnir nýjung í frystivöru Gómsætir og ilmandi kanilsnúðar Tilbúnir á fimm mínútum N ÝT T FR YS TI VA RA VORFERÐ FEB TIL FÆREYJA Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni stendur fyrir fræðslu- og skemmtiferð til Færeyja dagana 20. til 27. apríl nk. Farið verður með rútu til Akureyrar þriðjudaginn 20. apríl og gist á Hótel Hörpu í eina nótt. Ekið verður til Seyðisfjarðar daginn eftir þaðan sem siglt verður með Norrænu til Þórshafnar. Brottför frá Þórshöfn er mánudaginn 26. apríl og komið til Seyðisfjarðar morguninn eftir og ekið beint til Reykjavíkur. Verð m.v. gengi 1. febrúar 2010 er kr. 152.900. Aukagjald vegna einbýlis kr. 24.900. Nánar á www.feb.is og í síma 588 21 11. Ferðanefnd FEB BANDARÍKIN, AP Barack Obama Bandaríkjaforseti berst enn við að koma endanlegri mynd á heilbrigð- isfrumvarpið, sem á að tryggja nánast öllum Bandaríkjamönnum sjúkra- og slysatryggingar. Nú síðast á miðvikudaginn hvatti hann þingmenn beggja deilda Bandaríkjaþings til þess að ljúka þrasi sínu um málið sem staðið hefur í heilt ár. „Það sem er í húfi er ekki aðeins geta okkar til að leysa þetta vanda- mál, heldur geta okkar til að leysa hvaða vandamál sem er,“ sagði Obama í ræðu í Hvíta húsinu. Bæði öldungadeild og fulltrúa- deild þingsins samþykktu frum- varpið fyrir jól, en í tveimur mis- munandi útgáfum. Síðan þá hefur repúblikönum fjölgað í öldunga- deildinni og nokkrir demókratar í fulltrúadeild hafa skipt um skoð- un, þannig að óvíst er hvort þing- inu tekst að afgreiða sameiginlega útgáfu frumvarpsins nema í mjög breyttri mynd, með mun veiga- minni breytingum á trygginga- kerfinu en Obama og leiðtogar Demókrataflokksins höfðu von- ast til. Obama fer nú fram á að þingið greiði atkvæði um málið á næstu vikum, þar sem niðurstaðan ræðst eingöngu af afstöðu þingmanna til frumvarpsins eins og það kemur fyrir, án þess að draga afgreiðsl- una á langinn með málþófi. - gb Barack Obama reynir enn að koma heilbrigðisfrumvarpi í gegnum þingið: Vill atkvæðagreiðslu án tafar STJÓRNMÁL Búnaðarþing telur ekki fullreynt að ná megi samkomulagi við ESB um samstarf í efnahags- og peningamálum á grundvelli EES-samningsins. Þetta kemur fram í yfirlýs- ingu þingsins. Andstaða við aðild að Evrópusambandinu er ítrek- uð. „Verði aðild að ESB að veru- leika mun störfum í landbúnaði og tengdum greinum fækka stórlega en það leiðir til mikillar röskunar í byggðum þar sem landbúnaður er undirstaða atvinnu,“ segir í yfir- lýsingu Búnaðarþings. - bþs Bændur ítreka ESB-andstöðu: Hægt að semja um peningamál BARACK OBAMA Stendur enn í ströngu við að koma heilbrigð- isfrumvarpinu í gegnum þingið. VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.