Fréttablaðið - 05.03.2010, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 05.03.2010, Blaðsíða 20
Blessuð miðborgarbörnin búa ekki við sömu útivistar- og afþreying- armöguleika og börn í úthverfun- um þar sem leikvellir og tún eru á hverju strái. Þau þurfa að skjóta sér á milli bíla með bensínfnyk fyrir vitum og eru sleðabrekk- urnar heldur langt undan. Þau laga sig þó flest að aðstæðum og hafa ýmislegt annað við að vera. Víða er líka að finna staði sem hafa sterka söguskírskotun og geta þau jafnvel fræðst um land og þjóð samhliða leiknum. Hér á eftir fer hugmynd að góðum barnadegi í miðborg- inni: Upplagt er að byrja á Skóla- vörðuholti þar sem Hallgríms- kirkja gnæfir yfir. Þar er opið alla daga frá níu til fimm og er hægt að fylgja börnunum upp í turn og leyfa þeim að virða fyrir sér borg- ina í allri sinni dýrð. Þar er síðan hægt að leyfa þeim að benda á og velja næstu áfangastaði. Á vinstri hönd er Einarsgarð- ur og laða styttur Einars Jóns- sonar til sín ófá börn og fjölskyld- ur. Þar er jafnvel hægt að setjast niður og maula kex. Á Freyjugötu er svo rótgróinn róluvöllur sem er um að gera að prófa. Völlurinn er tvískiptur og eru dagmæður með aðstöðu öðru megin en almenningi ætlaður opni hlutinn. Þar eru rólur, kastali, vegasölt og fleiri tæki og ættu yngstu börnin að taka gleði sína. Næst má þræða Þingholtin og virða fyrir sér gömlu húsin. Sé sleðinn með í för er næsta víst að torfærurnar verði margar enda sums staðar skaflar og annars staðar autt en það gerir lífið bara skemmtilegra. Næsti viðkomustað- ur gæti svo verið Arnarhóll en þar er nú hin myndarlegasta sleða- brekka. Reyndar þarf að fylgjast með því að börnin renni sér ekki of langt enda bílaumferð allt í kring. Þegar snjórinn er mikill er oftar en ekki búið að gera stökkpalla og endast börnin von úr viti við að kljást við þá. Inn á milli er hægt að lauma að þeim fróðleiksmolum um Ingólf sem vakir yfir staðnum og öndvegissúlurnar hans. Eftir alla útiveruna segir kakó- þörfin svo nær örugglega til sín og þá eru hæg heimatökin enda kaffi- hús úti um allt. vera@frettabladid.is Barnadagur í borginni Þótt sleðabrekkur og róluvellir séu ekki á hverju strái í miðborginni leynast þeir þó hér og hvar og eru borgarbörn dugleg að þefa þá uppi. Eins er ýmislegt annað við að vera. Hér er hugmynd að góðum degi. Við Freyjugötu er gamall róluvöllur þar sem er hægt að róla og renna og víðar í Þing- holtunum er að finna rólur og vegasölt. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Seðlabankamegin við Arnarhól lúrir þessi litli leikvöllur fyrir smáfólkið. Arnarhóll fyllist af krökkum um leið og það fer að snjóa. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON útskurðarjárn hverfi steinar Stein-, marmara- og demantsbrýni Laugavegi 29 • Sími 552 4320 brynja@brynja.is • www.brynja.is Opið virka daga frá 9.00-18.00 og lau. frá 10.00-16.00 í miklu úrvali Vandaðar seríur af konumyndum Innrammaðar í 40 x 40 cm eða 18 x 18 cm Númeraðar og undirritaðar. ‚frænkan‘ Art & design / Sjøfn Har / Skólavörðustígur 41 101 Reykjavík, Sími: 551 0606 / 894 0367 sjofnhar.is • sjofnhar@sjofnhar.com Virka daga kl. 14 – 18 Laugardaga kl. 12 – 18 • ferðatöskur • íþróttatöskur • beautybox • bakpokar • seðlaveski • tölvutöskur TIL FERMINGARGJAFA Komið í miðbæinn og skoðið fermingatilboðin okkar Laugavegi 80, 101 Reykjavík sími 561 1330 www.sigurboginn.is AF GLÆSILEGUM SUNDFATNAÐI FRÁ ANITA Stærðir 36–54 NÝ SENDING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.