Fréttablaðið - 05.03.2010, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 05.03.2010, Blaðsíða 24
2 föstudagur 5. mars Þ etta er staðurinn sem vantaði,“ segir Bóas Kristjánsson, einn forsprakka nætur- klúbbsins „Venue“ sem opnar dyr sínar á laug- ardagskvöld. Venue er á Tryggvagötu fyrir aftan barinn Bakkus í rýminu sem var gamli Gauk- ur á Stöng. „Það hefur verið heilmikið í gangi í íslensku danssenunni og okkur fannst vanta stað sem spilaði það besta sem er að gerast í íslenskri danstónlist. Teknó.is tók dálítið yfir þessa danssenu hérna heima og maður hefur lítið heyrt nema það sem ég kalla bensínstöðva- teknó,“ segir hann og hlær. „Þetta rými var alveg fullkomið fyrir þessa hugmynd og við höfum unnið baki brotnu undanfarnar þrjár vikur við að endurskipuleggja rýmið og hugsa upp konseptið,“ útskýrir Bóas. „Ég hef ferðast mikið um Evrópu og farið á klúbba þar og ég myndi segja að nýi staðurinn endurspegli staði í París, London, Istanbúl og Antwerpen og út- koman er einhvers konar bræðingur úr þessu öllu.“ Bóas segir að innréttingarnar séu einhvers konar leifar af 2007-stemningunni með end- urnýttum húsgögnum í bland. „Við vorum ekki að fara að henda inn kristalsljósa- krónum og gosbrunnum en staðurinn er alveg óþekkjanlegur frá því sem hann var. Við erum með DJ búrið í miðjunni og höfum fengið inn splunkunýtt hljóðkerfi. Svo verður það væntanlega „krádið“ sem mun gera staðinn.“ Hvað varðar tónlistina þá er það gamli Sirkusrefurinn Maggi Lego sem þeytir skífum á laugardaginn ásamt DJ Yamaho en á dagskránni er að fá fræga plötusnúða frá út- löndum. Einnig má geta þess að DJ Hólmar er væntanlegur frá New York í lok mánaðarins til að spila á Venue. „Svo verður væntanlega full dagskrá hjá okkur í tengslum við Reykja- vík Fash ion Festival og margt fleira spennandi fram undan,“ segir Bóas. Venue verður opnað almenningi á miðnætti á laugardagskvöld og er með aðdáendasíðu á Facebook. - amb Það hefur verið heil mik- ið í gangi í íslensku danssenunni og okkur fannst vanta stað sem spilaði það besta sem er að ger- ast í íslenskri danstónlist. núna ✽nýtt og spennandi Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Forsíðumynd Anton Brink Ritstjórn Anna M.Björnsson Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is sími 512 5462 Föstudagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 INGA MARÍA LEIFSDÓTTIR KYNNINGARSTJÓRI TÖFFARALEG Leikkonan Sharon Stone var glæsileg að vanda á tísku- sýningunum í Mílanó í vikunni með stór dökk sólgleraugu. augnablikið Nýr skemmtistaður opnaður á laugardag: KLÚBBUR Í MIÐBÆNUM Opnar nýjan stað Bóas Kristjánsson er einn forsprakka klúbbsins Venue í Tryggvagötu. Í kvöld hefði ég svo sannarlega farið að sjá Aidu-ástarþríhyrninginn í Íslensku óp- erunni. Þegar sýningin hefst verð ég hins vegar þó nokkrum metrum ofar, í flug- vél á leiðinni yfir Atlantshafið til minnar gömlu heimaborgar, New York. Ég fer þó að sjá La Bohème í Metropolitan þannig að óperuhelginni er borgið! . Breska sjónvarpskonan Alexa Chung er iðulega á listum yfir best klæddu konur heims og hefur hlotið viðurnefnið „Fashion‘s favourite girl“. Alexa er til að mynda á for- síðu breska Vogue og í ítarlegum mynda- þætti og viðtali innan í blaðinu. Alexa, sem er með þætti á MTV, var nýlega mynduð úti á lífinu í London klædd í fatn- að frá íslenska merkinu Andersen & Lauth sem eru ekki ama- leg meðmæli. A n d e r s e n & Lauth vöktu mikla athygli á tískuvik- unni í Kaupmanna- höfn í lok febrúar og hönnun þeirra hefur birst í virtustu tísku- blöðum Danmerkur. - amb Uppgangur hjá Andersen og Lauth: Tískuskvísa vill Andersen & Lauth M Y N D /C H A R LI E S TR A N D Gamla djammliðið sameinast Leikhúskjallarinn opnar aftur um helgina með end- urfundum þeirra sem djömm- uðu þar árin 95- 99. Þar má nefna Bjössa í World Class, Gústa á Langabarnum, Kela barþjón, Leif gamla í hurðinni og allt sveitt og stappað. Siggi Hlö og Valli Sport verða í diskóbúrinu og sam- kvæmt fréttatilkynningu verða þar „karlmenn með svitarönd á bakinu og stelpur með brjóstaskoru“. RÚV að taka sig á? Vakið hefur athygli undanfarna viku að sjónvarpskonur á RÚV eru farnar að klæða sig í ögn klassískari föt en vanalega. Ragn- hildur Steinunn og Þóra Arnórsdóttir hafa birst á skján- um í fallegum svörtum kjólum og toppum og forngríska tískan virðist hafa horfið í bili. Það er spurning hvort að fárið um ljótu kjólana í Eurovision hafi haft einhver áhrif þar á. Mesti hipster Íslands? Vefritið www.ablogabouticeland. com hefur tilnefnt mesta hipster Ís- lands. Maðurinn er nefndur Frí- mann Ísleifur Frímannsson og er tekinn tali vegna þess að tónlist- ar- og fatasmekkur hans þykir af- burðasmart. Frímann er sagður vera ótýpískur hipster, hann klæð- ist ekki dúnúlpu á veturna og lit- ríkum fötum heldur kýs þrönga frakka, támjóa skó og leðurjakka, allt í svörtu. Þess má geta að Frí- mann er nýbyrjaður að þeyta skíf- um á barnum Bakkusi þar sem hann spilar dimmt töffararokk. þetta HELST helgin MÍN reykjanesbaer.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.