Fréttablaðið - 05.03.2010, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 05.03.2010, Blaðsíða 26
4 föstudagur 5. mars núna ✽ Reykjavík, Reykjavík... SIGTRYGGUR BERG SIGMARSSON MYNDLISTAR- OG TÓNLISTARMAÐUR Meistarinn og Margaríta eftir Mikhaíl Búlgakov. Ég keypti þessa bók handa kær- ustunni minni þar sem hún á eftir að lesa hana. Þetta meistarastykki er í miklu upp- áhaldi hjá mér. Anna eftir Guðberg Bergsson. Guðberg- ur er að mínu mati besti rithöfundur íslensku þjóðarinnar. Ég átti þann heiður að fá að spjalla við hann eina kvöldstund og komst að því að hann er ekki bara besti rithöfundur þjóðarinnar heldur fínn karl líka. Stubbur – úr seríunni Skemmtilegu smábarnabækurnar. Ég keypti þessa bók handa kornungum syni mínum og vona að hann eigi eftir að hafa gaman af henni síðar meir. Þessar bækur eiga góðan sess í minningunni og eru bæði sérkennilegar og fyndnar. Svo eru teikningarn- ar svo skemmtilegar. Mutes eftir Sigurð Guðmundsson. Frábær bók sem fylgdi sýningu sem var haldin árið 2008. Sigurður er mikill snillingur og í uppáhaldi hjá mér. Yosoy eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur. Guðrún er nágranni minn og mig langaði að tékka á skrifum hennar. Reyndar veit ég að hún er mjög skemmti- legur rithöfundur en ég á eftir að lesa þessa bók. VERA SÖLVADÓTTIR KVIKMYNDAGERÐ- ARKONA Ferð um himingeiminn eftir stjörnu- fræðinginn Jan Tauber. Þessa dagana hefur hugurinn reikað til afstæði hlutanna og fannst tilvalið að velja bók um stjörnufræði. Ég hugsa að bókin svari jafnmörgum spurn- ingum og hún spyr. Það er alltaf gaman að forvitnast og reyna að færa himininn nær jörðu og ferðast inn í óravíddir alheimsins. Umskiptin eftir Franz Kafka. Í þýðingu Ástráðs Eysteinssonar og Eysteins Þor- valdssonar. Ég greip þessa bók með mér þar sem ég hef ekki enn lesið þetta lykil- verk nútímabókmennta. Ég hef alltaf verið hrifin af írónísku sjónarhorni Kafka. Óhefðbundið er jákvætt orð í mínum orðabókum. Kona með spegil – Svava Jakobsdóttir og verk hennar. Ritstjóri Ár- mann Jakobsson. Ég hef verið að stúdera Svövu að undanförnu og hef mikinn áhuga á að kynnast því betur hvaðan hún kemur. Hún skyggnist alltaf á áhugaverðan hátt inn í íslenskt samfélag og ég kann vel að meta hvað hún getur verið óhugnanleg og áleitin í skrifum sínum. Óvinurinn eftir Emmanuel Carrère. Ég las þessa fyrir nokkrum árum og fannst hún alveg mögnuð. Það er kominn tími á að lesa hana aftur. Í þetta sinn í þýðingu Sigurðar Pálssonar sem ég veit að veldur mér ekki vonbrigðum. HAFSTEINN MIKAEL GUÐMUNDSSON MYNDLISTARMAÐUR Síðustu minnisblöð Tómasar F. fyrir al- mennings sjónir eftir Kjell Askildsen. Frábært smásagnasafn sem hefur horfið úr bókaskápnum mínum í tvígang, tel það vera meðmæli með þessari bók. Ævintýri Artúrs Gordons Pym eftir Edgar Allan Poe. Það jafnast ekkert á við góða svaðilför. Artúr Gordon Pym fer á sjó- inn sem laumufarþegi um borð í hvalveiði- skipinu Grampusi. Uppreisn, mannát, óveð- ur og fleira … Klassík! Þessi þýðing fór al- gjörlega fram hjá mér og því mikill fundur. Kvæði frumort og þýdd eftir Jón Þor- láksson. Þarna er að finna brot úr Paradísa- missi Miltons í þýðingu Jóns ásamt öðrum perlum. Lestir undir smásjá eftir Bohumil Hrabal. Ég hef verið aðdáandi Bohum- ils Hrabal síðan ég las þókina Alveg glymjandi einvera í íslenskri þýðingu Þor- geirs Þorgeirsonar. Vatnið og hin duldu skilaboð þess eftir Dr. Masaru Emoto. Hér rýnir Dr. Masaru Emoto í vatnskristalla og kemst að þeirri niðurstöðu að skilaboðin frá vatni eru kærleikur og þakklæti. Bókaunnendur velja sér bækur á bókamarkaði GRÚSKAÐ Í PERLUNNI MORE BEAUTIFUL TODAY THAN YOU WERE AT 20 Skin Boosting Super Serum Dior kynning föstudag og laugardag í Hyegu Kr inglunni og Smáral ind. Sér f ræðingar f rá D ior verða á s taðnum og ve i ta þér fag legar ráð legg ingar á kremum og l i tavöru . • Fa l leg i r vor l i t i r • Nýr púður farð i og hy l ja r i í Nude l ínunni • One Essent ia l Sk in Boos t ing Super Serum Vertu velkomin og kynntu þér það nýjasta f rá Dior í Hygeu um helg ina . Fal legar g jaf i r og t i lboð. Tímamóta uppgötvun frá Dior. 15 ára rannsóknarvinna – 10 einkaleyfi – 21 formúla. Samstundis aukin gæði húðar, sléttari og fyllri húð. Húðin þéttist – húðholur dragast saman. Húðin endurheimtir fyrra líf. Mig langaði að búa til grip sem fær fólk til að líða betur,“ út- skýrir myndlistarkonan og ljós- móðirin Helga Birgisdóttir en hún hefur hafið sölu á afar sér- stöku hálsmeni. Helga segist hafa verið með hugmyndina í höfð- inu í nokkur ár en þegar krepp- an skall á lét hún hana verða að veruleika. „Þetta er gripur sem er huglægur fyrir mér. Þetta er eins konar hjálpartæki gleðinnar sem ég kalla „Smiler“ eða brosara á ís- lensku. Þetta er hálsmen úr post- ulíni og silfri og þegar það er sett á milli munnvikanna birtist bros á andliti fólks.“ Hálsmenin eru handgerð og hvert og eitt þeirra einstakt. Helga segir menið vera fyrir bæði kynin og alla sem trúa því að þeir skapi sín eigin örlög. „Þegar það er mótstreymi í lífinu getur verið mjög erfitt að brosa. En þegar þú setur þennan grip á milli munnvikanna þá fara allir að hlæja í kringum þig. Þá verð- ur þú sjálfur ósjálfrátt glaður og andrúmsloftið léttist í kringum þig.“ Brosarann er hægt að nálg- ast í Gallerí List, Kaffi Loka og á heimasíðunni www.gegga.is auk þess sem hann fæst í tískuversl- uninni Glad I Never í Berlín. - amb Helga Birgisdóttir hannar hálsmen sem fær fólk til að brosa Skart sem breytir lífi þínu „Þetta svínvirkar.“ Helga Birgisdóttir með hálsmenið „Smiler“ sem hún hannaði þegar kreppan skall á. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN GAMALDAGS LÚXUS Þessi nýja shea butter-sápa frá franska merkinu l‘Occ- itane nærir og mýkir þurra vetrarhúð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.