Fréttablaðið - 05.03.2010, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 05.03.2010, Blaðsíða 40
20 5. mars 2010 FÖSTUDAGUR timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. Á tveimur áratugum hafa Stígamót tekið á móti tæplega 5.400 þolendum kynferðisofbeldis en samtökin voru stofn- uð 8. mars árið 1990 á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. „Sagan hefur verið mjög viðburðarík og mikið færst í rétta átt á þessum tuttugu árum,“ segir Guðrún Jónsdótt- ir, talskona Stígamóta, og vísar þar meðal annars til laga- bóta og tilkomu neyðarmóttökunnar og Barnahúss auk þess sem hún segir rannsóknum og þekkingu hafa fleygt fram. „Eins hefur orðið vitundarvakning í samfélag- inu svo það er mörgu að fagna og má segja að þetta hafi verið „skemmtilegur tími“. Það er hins vegar synd að við höfum þurft að draga saman seglin síðustu mánuði. Við höfðum lagt gífurlega vinnu í að koma upp aðstöðu á sjö stöðum á landinu en þeirri þjónustu varð ómögulegt að halda úti eins og ástandið í efnahagsmálum er í dag.“ Þrátt fyrir það strik sem kreppan hefur sett í reikning- inn er engan bilbug á Stígamótakonum að finna. Unnið er að því að opna sólarhringsþjónustu Stígamóta og að opna sérstakt kvennaathvarf sem sinnir konum sem vilja brjót- ast út úr vændi. Einnig er það draumur Stígamótakvenna að taka alfarið við neyðarþjónustunni. „Það er alls ekki ásættanlegt, hvorki fyrir brotaþola né starfsfólk neyðarmóttöku, að fólk þurfi í raun að keppa við líkamlega fárveikt fólk. Raunveruleikinn er sá að í fæstum tilfellum er um líkamlega áverka að ræða. Við teljum að neyðarmóttakan væri best komin í umhverfi á forsendum notenda þjónustunnar, sem við treystum okkur til að halda utan um. Það má þó ekki gefa þuml- ung eftir í kröfum um daglega þjónustu og þetta mætti ekki verða til þess að minnka líkurnar enn meira á að mál komist í gegnum réttarkerfið.“ Í tilefni tímamótanna efna Stígamót til móttöku á Sjó- minjasafninu á afmælisdaginn 8. mars fyrir vinkonur og velunnara. Þar flytja ávarp meðal annarra Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og dr. Guðrún Jónsdótt- ir, stofnandi Stígamóta. Hinn 9. mars verður enn fremur efnt til opinnar ráðstefnu á Grand hóteli frá klukkan 13 til 17 um nauðganir þar sem farið verður yfir ferlið frá verknaði til dómsúrskurðar. Starfsemi Stígamóta verð- ur kynnt, lögreglustjórinn mun tala og ríkissaksóknari, dómsmálaráðherra og dómari munu flytja erindi ásamt fleirum. „Þá höfum við einnig ákveðið, í samstarfi við allar kvennahreyfingar á Íslandi, að endurtaka mótmælin sem voru haldin árin 1975, 1985 og 2005 og munum nú varpa alþjóðlegu ljósi á atburðinn. Hugmyndin er að konur gangi út mánudaginn 25. október næstkomandi og verður forvitnilegt að sjá klukkan hvað útreikningar munu sýna að við eigum að ganga út. Tilgangurinn er að konur sætti sig ekki við nokkurs konar órétt.“ heida@frettabladid.is STÍGAMÓT: STARFRÆKT Í TUTTUGU ÁR Má ekki gefa þumlung eftir HÖFUM FÆRST Í RÉTTA ÁTT Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, segir mörgu að fagna eftir tuttugu ára starfsemi Stígamóta. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA JÓSEF STALÍN LÉST ÞENNAN DAG. „Ég treysti engum, ekki einu sinni sjálfum mér.“ Jósef Stalín (1879-1953) var sovéskur stjórnmálamaður og var um áratugaskeið einvald- ur í Sovétríkjunum. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Guðný Maren Oddsdóttir áður til heimilis að Hraunteigi 3, lést á Hrafnistu í Reykjavík mánudaginn 1. mars sl. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 9. mars kl. 15.00. Sigríður O. Malmberg Halldór Malmberg Magnús Oddsson Svandís Pétursdóttir Ólöf Jóna Oddsdóttir barnabörn og langömmubörn. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Marinó Ásvaldur Sigurðsson fyrrum bóndi á Álfgeirsvöllum í Skagafirði, sem andaðist fimmtudaginn 25. febrúar, verður jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju þriðjudaginn 9. mars kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks. Börn, tengdabörn, afabörn og langafabörn. Elsku yndislegi frændi og vinur, Ragnar Þ. Guðmundsson bóndi, Nýhóli, Fjöllum, verður jarðsettur frá Víðirhóli en útförin fer fram í Húsavíkurkirkju laugardaginn 6. mars 2010 kl. 14.00. Innilegar þakkir til starfsfólks á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga fyrir umönnun og hlýju. Þeim sem vildu minnast þessa yndislega manns er bent á styrktarfélag Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga (1110 26 1060 kt. 520296 2479). f.h. aðstandenda, Guðrún Garðarsdóttir Unnur Sig. Gunnarsdóttir Þorbjörg Júlíusdóttir. Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, Páll Theódórs frá Stóra-Holti, lést á dvalarheimilinu Grund í Reykjavík þann 26. febrúar sl. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 5. mars kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Guðbjörg Jónsdóttir. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Fanney Sigurgeirsdóttir Laufrima 1, áður til heimilis að Grýtubakka 26, lést á Hjúkrunarheimilinu Eir, Reykjavík að degi til þriðjudaginn 2. mars sl. Útförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Magnús Albertsson Ásdís Margrét Magnúsdóttir Þór Kristjánsson Ágúst Magnússon Magnús Kr. Þórsson Ólína Kr. Jónsdóttir Solveig Margrét Þórsdóttir Fanney B. Þórsdóttir Ásþór Breki. Fréttablaðið býður nú upp á birtingu æviminninga á tímamótasíðum blaðsins. Hafið samband í síma 512 5490-512 5495 eða sendið fyrirspurnir á netfangið timamot@frettabladid.is Æviminning Gísli Eirík ur Helgaso n Laugateigi 7 2, Reykjavík Gísli Eirík ur Helgaso n fæddist í Reykjavík 1. janúar 1 931. Hann lést á Hraf nistu í Ha fnarfirði 1 2. janúar síð astliðinn. Foreldrar hans voru Guðr ún Jónsdót tir frá Þing eyri í Dýrafirði f. 1917, d. 1988, og H elgi Gíslason fr á Ísafirði, f. 1915, d. 1970. Gísli Eirík ur bjó fyrs tu æviár sí n í Reykjavík en fluttist eftir það v estur til Ísafjarð ar með for eldrum sín um og systkin um. Systkini G ísla Eiríks eru Jón Hannes, f. 1933, Sigrí ður Ása, f. 1936 og G uðmundur , f. 1941. Eiginkona Gísla Eirí ks er Marg rét Magnú sdóttir hjúk r- unarfræði ngur, f. 4. apríl 1937 . Þau geng u í hjóna- band árið 1960. Börn Gísla Eirí ks og Mar grétar eru: 1) Magnús kennari, f . 1.5. 1972 , kvæntur Guðbjörgu Björnsdótt ur kennara , f. 30.11. 1 971. Börn þeirra eru Margrét, f. 17.2. 1997 og Björn J óhann, f. 2 0.1. 1999. 2) Helgi tæ knifræðin gur, f. 18.6 . 1975, í sa mbúð með Jórunni Dr öfn Ólafsdó ttur leiksk ólakennar a, f. 15.2. 1975. Þeir ra dóttir e r Þórunn Á sta, f. 24.12 . 2001. 3) Guðrún læ knir, f. 14. 11. 1979, í sambúð m eð Þór Halldórssy ni stjórnm álafræðing i, f. 6.6. 19 80. Gísli Eirík ur lauk sk yldunámi á Ísafirði e n hélt suð ur til Reykjav íkur 17 ára gamall til að nema h úsasmíði. Húsasmíð ar urðu æv istarf hans . Framan a f starfsæv- inni vann hann á Tré smíðaverk stæðinu Fu ru en eftir að hafa fengi ð meistara réttindi í i ðn sinni st ofnaði han n sitt eigið f yrirtæki, G ísli, Eiríku r, Helgi, se m hann át ti og rak þar til fyrir fá einum áru m. Stangveið i var aðalá hugamál G ísla Eiríks alla tíð og sinnti h ann meða l annars tr únaðarstö rfum fyrir Stangveið ifélag Reyk javíkur. Útför Gísla Eiríks fer fram í dag kl. 13.00 í Fossvogskir kju. G 1 gason æddist í Hann firði 12. drar hans Þingeyri , og Helgi5, d. 1970. ár sín í að ve tur m sínum ur, f. úkr- u: u ð ur ð Gísli Eiríkur HelgasonTrésmíðameistariGísli Eiríkur Helgason fæddist í Reykjavík 1. janúar 1931. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 12. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðrún Jónsdóttir frá Þingeyri í Dýrafirði f. 1917, d. 1988, og Helgi Gíslason frá Ísafirði, f. 1915, d. 1970. Gísli Eiríkur bjó fyrstu æviár sín í Reykjavík en fluttist eftir það vestur til Ísafjarðar með foreldrum sínum og systkinum. Systkini Gísla Eiríks eru Jón Hannes, f. 1933, Sigríður Ása, f. 1936 og Guðmundur, f. 1941. Eiginkona Gísla Eiríks er Margrét Magnúsdóttir hjúkr- unarfræðingur, f. 4. apríl 1937. Þau gengu í hjóna- band árið 1960. Börn Gísla Eiríks og Margrétar eru: 1) Magnús kennari, f. 1.5. 1972, kvæntur Guðbjörgu Björnsdóttur kennara, f. 30.11. 1971. Börn þeirra eru Margrét, f. 17.2. 1997 og Björn Jóhann, f. 20.1. 1999. 2) Helgi tæknifræðingur, f. 18.6. 1975, í sambúð með Jórunni Dröfn Ólafsdóttur leikskólakennara, f. 15.2. 1975. Þeirra dóttir er Þórunn Ásta, f. 24.12. 2001. 3) Guðrún læknir, f. 14.11. 1979, í sambúð með Þór Halldórssyni stjórnmálafræðingi, f. 6.6. 1980. Gísli Eiríku lauk skyldunámi á Ísafirði en hélt suður til Reykjavíkur 17 ára gamall til að nema húsasmíði. Húsasmíðar urðu ævistarf hans. Framan af starfsæv- inni vann hann á Trésmíðaverkstæðinu Furu en eftir að hafa fengið meistararéttindi í iðn sinni stofnaði hann sitt eigið fyrirtæki, Gísli, Eiríkur, Helgi, sem hann átti og rak þar til fyrir fáeinum árum. Stangveiði var aðaláhugamál Gísla Eiríks alla tíð og sinnti hann meðal annars trúnaðarstörfum fyrir Stangveiðifélag Reykjavíkur. Útför Gísla Eiríks fer fram í dag kl. 13.00 í Fossvogskirkju. Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, Eggert Ingvar Ingólfsson vélvirki, Skarði Landssveit, verður jarðsunginn frá Skarðskirkju á Landi laugar- daginn 6. mars kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á minningarsjóð Dvalarheimilis Kirkjuhvols (S. 487 8108). Helga Fjóla Guðnadóttir Guðlaug Ingvarsdóttir Olav Heimir Davidson Ingólfur Ingvarsson Snjólaug Elín Árnadóttir Sæmundur Ingvarsson Björg Egilsdóttir Erlendur Ingvarsson Guðlaug Berglind Guðgeirsdóttir Guðni Ingvarsson Guðný María Sigurbjörnsdóttir og barnabörn. Ástkær faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, Sigurður Ólafsson áður Hólagötu 17, Vestmannaeyjum, lést á Hrafnistu Hafnarfirði að kvöldi 3. mars. Útförin verður auglýst síðar. Rut Sigurðardóttir Bjarni Sigurðsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, dóttir mín, móðir okkar, tengdamóðir, systir og amma, Guðrún Þóra Magnúsdóttir sem andaðist miðvikudaginn 24. febrúar, verður jarð- sungin í dag föstudaginn 5. mars frá Dómkirkjunni kl. 13.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Barnahjálp ABC. Sigurður Gizurarson Júlía Jónsdóttir Dagmar Sigurðardóttir Baldur N. Snæland Magnús Sigurðsson Karen Z. Zurga Júlía Sigurðardóttir Gizur Sigurðsson Ólafur Sigurðsson Ingibjörg Sigurðardóttir Arnar Loftsson systkini og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.