Fréttablaðið - 05.03.2010, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 05.03.2010, Blaðsíða 42
22 5. mars 2010 FÖSTUDAGUR BAKÞANKAR Bergsteins Sigurðs- sonar Gorenje kæliskápur R60398DE Ryðfrítt stál. Nýtanlegt rými kælis 388 l. Hljóðstig 38 dB(A). Hæð: 180 cm. Tilboð 159.900 Gorenje kæliskápur Reykjavík . Skútuvogur 1 . Sími 562 4011 Akureyri . Draupnisgata 2 . Sími 460 0800 Reyðarfjörður . Nesbraut 9 . Sími 470 2020 P IP A R \T B W A • S ÍA • 1 00 61 0 KYNNINGARFYRIRLESTUR UM KRIYA YOGA Swami Mangalananda heldur fyrirlestur 5. mars í Yogastöðinni Heilsubót , Síðumúla 15, 3 h.tv. kl: 20.00. Allir eru velkomnir. Frítt inn. NÁMSKEIÐ 6. - 7. mars verður haldið námskeið þar sem Kriya Yoga- tæknin er kennd. Námskeiðið fer fram í Yogastöðinni Heilsubót, Síðumúla 15. Þetta er tækifæri sem áhugafólk um Yoga og andleg fræði vill ekki missa af. Nánari upplýsingar: 691 8565 (Guðmundur), 897 9937 (Bjarni) Hringdu í síma ef blaðið berst ekki ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Ég er með tilraun í gangi. Nú, segðu mér. Ég er búinn að neyða ofan í mig þrjár sítr- ónur á dag í heila viku! Þú neyðir mig til að spyrja: „Af hverju“? Til að kanna hvort sítrónur geti haft jákvæð áhrif á lyktarvanda- mál sem gjarn- an kemur upp hjá sumum mönnum! Og hvað hafa rannsókn- ir þínar leitt í ljós, doktor Jói? Niðurstöðurnar hafa enn sem komið er verið vonbrigði! En ég ætla að auka sítr- ónuskammtinn og prófa eina viku til! Hefurðu prófað að sleppa chili-inu á kebabinn? Hmm! Dularfullt!Já, virkar ekki! Hefur þér einhvern tím- ann dottið í hug að þú sért í raun sonur ríkra og frægra rokkstjarna... ... en út af einhverju klúðri á spítalanum varstu sendur heim með vitlausum foreldrum? Oft maður. Það er alveg hægt að rannsaka svona hluti! Flott. Þú getur farið í málið þegar þú ert búinn að þvo ruslaföturnar. Útsala Sígilt barnalán Veistu um mæliglösin? Athugaðu baðkarið eftir krakkana Hérna eru þau... hey! Hérna er pískurinn... og spaðinn og eggjasuðupotturinn. Ef þú vilt vita þá verð ég inni á baði að elda. Á morgun verða tímamót á Íslandi. Íslendingar ganga til þjóðaratkvæðis í fyrsta skipti í sögu lýðveldisins. Það eru í sjálfu sér mikil tíðindi. En höfum hugfast að á morgun verður ekki eingöngu kosið um hvort Íslendingar vilji staðfesta eða fella úr gildi lög númer 1/2010 sem kveða á um breytingu á lögum númer 96/2009 um heimild til handa fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, til að ábyrgjast lán Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjár- festa frá breska og hollenska ríkinu til að standa straum af greiðslum til innstæðu- eigenda hjá Landsbanka Íslands hf. Nei, á morgun verður líka kosið um annað mál og ef til vill stærra – verndun, varð- veislu og viðgang Icesave-umræðunn- ar. ALLT frá hruni hefur Icesave-umræð- an verið botnlaus uppspretta frjórra skoðanaskipta og upplýsingar, í máli sem hefur beint kastljósi alþjóðasamfé- lagsins að okkur og ber hróður okkar um allan heim. Er hægt að meta slíka auðlind til fjár? Ætlum við virkilega að fórna slíkum verð- mætum á altari sáttaumleitana við aðrar þjóðir? ÞETTA snýst líka um atvinnusköpun. Til eru stjórnmálamenn sem hafa helgað Icesave-umræð- unni allan sinn feril á þingi. Með mælsku sinni og rökfestu vökvuðu þeir græðlinga Icesave-umræðunnar, svo hún fengi vaxið og dafnað og varð að þeirri rós í hnappa- gati íslenskrar umræðuhefðar sem hún nú er. Við þekkjum glampann í augum þess- ara manna þegar Icesave ber á góma; það er hugsjónaglampi og hann er ekki falur fyrir nein rök. Um hvað geta þessir menn talað þegar Icesave hefur verið leitt til lykta? Ætlum við að kasta þeim út á gadd- inn og láta þá lifa á fjallagrösum? ÞEIR sem reka áróður fyrir lausn Icesave- málsins gera lítið úr umræðunni og virð- isaukandi áhrif hennar. Þeir benda á að til séu önnur mál sem hægt sé að ræða jafn óyfirvegað, með jafn miklum ýkjum, útúr- snúningi og landráðabrigsli. Það má vera, en þau eru ekki mörg. Setjum ekki öll þrætueplin í eina körfu. Fyrir utan fyrn- ingarleiðina, ESB og – ef við erum heppin – einkavæðingu heilbrigðiskerfisins, er ekki svo margt sem getur klofið þjóðina jafn rækilega í fylkingar og Icesave. ÞAÐ er mikið í húfi. Við erum að kjósa um verndun og viðgang auðlindar sem hefur nært og haldið okkur uppi í hálft annað ár. Nýlegar rannsóknir sýna að óvíða í heim- inum er gremja jafn mikil og á Íslandi. Beislum þessa orku og gerum Icesave- umræðuna sjálfbæra til framtíðar. Nú er lag. Segjum nei. Rífumst meira. Óseðjandi þrætulyst Hann var næstum því búinn að ganga frá kaupunum í gær en svo vildi hann endilega fá að sofa á þessu...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.