Fréttablaðið - 05.03.2010, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 05.03.2010, Blaðsíða 44
24 5. mars 2010 FÖSTUDAGUR menning@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Föstudagur 05. mars 2010 ➜ Tónleikar 20.00 Í Salnum við Hamraborg í Kópavogi verða tónleikar í tilefni af 75 ára fæðingarafmæli Elvis Presley. Fram koma Friðrik Ómar ásamt hljómsveit. 20.00 Gunnar Þórðarson heldur tón- leika á sögulofti Landnámssetursins við Brákarbraut í Borgarnesi. Nánari upp- lýsingar á landnam.is. 21.00 Trúbadorarnir og söngvaskáld- in Uni (Unnur Arndísardóttir og Jón Tryggvi halda tónleika á Áslák í Mos- fellsbæ. Enginn aðgangseyrir. 21.00 Brasilíska söngkonan Jussanam Dejah og píanóleikarinn Agnar Már Magnússon flytja brasilíska tónlist á veitingastaðnum Brasilía Resturant við Skólavörðustíg 14. 22.00 Hljómsveitin Árstíðir heldur tón- leika á Græna hattinum við Hafnarstræti 96 á Akureyri. Hljómsveitin Sickbird sér um upphitun. Húsið verður opnað kl. 21. 22.00 Hljómsveitin Gæðablóð heldur tónleika á Bar og gallery 46 við Hverfis- götu 46. Enginn aðgangseyrir. 23.00 Casiokids frá Noregi, Choir Of Young Believers frá Danmörku og íslensku hljómsveitirnar Berndsen & The Young Boys og Sykur koma fram á tón- leikum á Nasa við Austurvöll. 23.00 Morðingjarnir halda útgáfutón- leika á Batteríinu við Hafnarstræti. Einn- ig koma fram Jan Mayen og Reykjavík!. Húsið verður opnað kl. 22.30. ➜ Sýningar Í Norræna húsinu við Sturlugötu hefur verið opnuð sýningin „Veður í Fókus“ sem er samsýning félaga í Fókus, félagi áhugaljósmyndara. Opið alla daga kl. 12-17. ➜ Opnanir 13.30 Sigrún Sigurðardóttir opnar myndlistarsýningu í Hæðargarði 31. Oddný Ómarsdóttir og Agnes Ómars- dóttir flytja tónlist. Sýningin verður opin alla virka daga kl. 9-16. 17.00 Torfi Harðarson opnar sýningu hjá Gallerí Art 67 við Laugaveg 67. Opið virka daga kl. 12-18 og laugardaga kl. 12-16. 18.00 Ljósmyndasýningin Spegilsýn- ir opnar í Listasafni Reykjanesbæjar í Duushúsum. Listamennirnir Bára Krist- insdóttir, Einar Falur Ingólfsson, Jónatan Grétarsson, Katrín Elvarsdóttir, Spessi og Þórdís Erla Ágústsdóttir eiga verk á sýningunni sem er opin virka daga kl. 11-17 og um helgar kl. 13-17. ➜ Dansleikir Hljómsveitirnar Von og Spútnik verða á Skemmtistaðnum Spot við Bæjarlind í Kópavogi. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is. > Óttar gefur bók Pabbi Óttars M. Norðfjörð hét Sverrir Norðfjörð. Hann var djarfur skákmaður og gekk undir nafninu „Fischer- baninn“ því hann var einn af tveimur Íslendingum sem sigraði Bobby Fischer. Sverrir lést í fyrra og hefur Óttar tekið saman bók með tólf af skákum hans, ljósmyndum og skákferli. Hann ætlar að gefa bókina öllum keppendun- um í Íslandsmóti skákfélaga sem hefst í dag, alls um 400 manns. Kvikmyndir ★★★ The Good Heart Leikstjóri Dagur Kári Pétursson The Good Heart, nýjasta kvikmynd Dags Kára Péturssonar, var loks frumsýnd á Íslandi á miðvikudag- inn. Handritið var til fyrir mörgum árum og einu sinni stóð víst til að Tom Waits og Ryan Goosling léku aðalhlutverkin. Tom Waits hefði smellpassað í hlutverk önuga bar- þjónsins Jacques því það er mikil Tom Waits-ára yfir þessari mynd. Í sem allra stystu máli má segja að The Good Heart sé eins og Tom Waits-remix af Staupasteini. Önugi barþjónninn er reffilega leikinn af Brian Cox. Leiðinleg- ir karldurgar poppa stundum upp í bíó og þessi er nokkuð góður. Á barnum hans hanga alltaf sömu sex týpurnar og minna á liðið í Staupasteini. Týpurnar segja stundum eitthvað fyndið og stund- um eitthvað djúpt og „satt“. Sam- band þeirra við barþjóninn og sín í milli er sterkasti hluti myndar- innar. Gaman er líka að sjá Harald Jónsson birtast og fá sér kaffi. Inn í þetta lúðasamfélag dregst góðhjartaði utangarðsdrengurinn Lucas (Paul Dano). Þeir Jacques kynnast á spítala og rónabarnið er munstrað á barinn sem barþjónn. Persónusköpun Lucasar hefur álíka dýpt og Pappírs-Pési. Hann hengslast á barnum, gónir út í loftið eins og honum sé illt í maganum og við erum engu nær um hann þegar myndin er búin. Hann æsist reynd- ar aðeins upp þegar kvenmaðurinn April (Isild Le Besco) ranglar inn á barinn. Samband þeirra er ótrú- verðugt enda er persóna April álíka kjötmikil og Lucasar. Sam- band þeirra er eins og að sjá pappa- spjöldum nuddað saman. Af þrem- ur aðalhlutverkum er því bara eitt af holdi og blóði: Gamli fretur. Það er sem sé helst hann Jacqu- es og barrotturnar sem ættu að trekkja fólk á þessa mynd. Þótt hún sé í grynnra lagi og fljótgleyman- leg er hún nokkuð skemmtileg. Kankvís húmor Dags Kára smýgur alls staðar í gegn, enda mikið hleg- ið á sýningunni. Dagur tekur Tom Waits-fílinginn alla leið í skítugu skuggahverfi New York og grá- myglulegur barinn, sem var settur upp á setti í Reykjavík, lítur mjög sannfærandi út. Tónlist Slowblow passar vel við myndina og sniðugt er að láta sjálfspilandi píanó sjá um undirleikinn á barnum. Ég hef fulla trú á að Dagur Kári eigi eftir að gera betri mynd en þessa. Nói albinói, sem enn er besta mynd Dags Kára, sýndi hvað í honum býr. Ég sá Voksne menn- esker sem var auðgleymanleg – ég gæti ekki sagt um hvað hún er þótt líf mitt lægi við. Vonandi ger- ist næsta mynd á Íslandi og verð- ur úr íslenskum raunveruleika. Ég er ekkert svo viss um að þjóðlegur húmor Dags passi við erlend snið. Dr. Gunni Niðurstaða: Tom Waits-remix af Staupasteini. Kankvísi á skítugum bar RÓNABARNIÐ OG FÚLI BAREIGANDINN Í THE GOOD HEART Í einni af sínum sjaldgæfu ferðum út fyrir skítugt skuggahverfið. Heitra og framandi strauma gætir nú á Skólavörðustígnum þar sem veitingahúsið Brasilía var opnað fyrir skömmu. Í kvöld klukkan 21 ætlar brasilíska söngkonan Juss- anam Dejah að halda tónleika þar við undirleik píanóleikarans Agn- ars Más Magnússonar. „Ég hef búið hérna í rúmlega eitt ár,“ segir Jussanam. Hún vinnur í Hlíðarskóla en sinnir tónlistinni af krafti. Hún hefur gefið út diskinn Ela é Carioca með íslensku bandi. „Brasilíska tónlistin gengur vel í Íslendinga. Ég fæ góðar mót- tökur og þessi tónlist gleður fólk. Á prógramminu eru vinsæl brasil- ísk lög eftir menn eins og Caetano Veloso, Tom Jobim, Ivan Lins og Jorge Ben.“ Jussanam finnst frábært að vera á Íslandi þrátt fyrir kreppu og vetrarhörkur. „Ég fæddist í Ríó De Janeiro og þetta er auðvit- að allt, allt öðruvísi. Ég er vanari öðruvísi loftslagi, meiri hita. En mér finnst mjög fallegt hérna. Ég kvarta miklu minna en Íslending- arnir sem ég þekki!“ - drg Samba á Skólavörðustíg JUSSANAM DEJAH Brasilísk tónlist gleð- ur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Morðingjarnir halda útgáfutónleika á Batteríinu í kvöld fyrir hina frábæru plötu, Flóttinn mikli. Platan er þriðja breiðskífa tríósins og hefur fengið glimr andi dóma hjá poppskríbentum landsins, og komst platan meðal annars á sex plötu úrvalslista tónlistarsjóðs- ins Kraums fyrir jól. Morðingjunum til halds og trausts verða tvær af öflugustu tónleikasveitum landsins, hljómsveit- irnar Jan Mayen og Reykjavík! Húsið verður opnað kl. 22.30 og er áætlað að fyrsta sveit hefji leik um hálftíma síðar. Miðaverð er 1.000 kr. og verður Flóttinn mikli fáanlegur til kaups á staðnum á sérstöku tilboðsverði sem og annar Morðingja-varningur. Morðingjarnir flýja MORÐINGJARNIR Kynna Flóttann mikla í kvöld. Reykjanesbær kl. 18 Ljósmyndasýningin Spegilsýnir verð- ur opnuð í Reykjanesbæ í dag kl. 18.00. Listamennirnir Bára Kristins- dóttir, Einar Falur Ingólfsson, Jónat- an Grétarsson, Katrín Elvarsdóttir, Spessi og Þórdís Erla Ágústsdótt- ir eiga verk á sýningunni og sýning- arstjóri er Aðalsteinn Ingólfsson. Sýningin er í sýningarsal Listasafns Reykjanesbæjar í Duushúsum og stendur til 18. apríl. Safnið er opið virka daga kl. 11–17 og um helgar kl. 13–17. Aðgangur er ókeypis. AIDA: Elín Ósk Óskarsdóttir AMNERIS: Hörn Hrafnsdóttir RADAMES: Jóhann Friðgeir Valdimarsson Antonía Hevesi, píanó Miðaverð 2.500 Miðasala á www.opera.is FÖSTUDAGINN 5. MARS KL. 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.