Fréttablaðið - 05.03.2010, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 05.03.2010, Blaðsíða 50
30 5. mars 2010 FÖSTUDAGUR sport@frettabladid.is Leikir gærkvöldsins: Grindavík-Keflavík 76-72 (41-32) Stig Grindavíkur: Darrell Flake 29, Ómar Örn Sævarsson 12, Þorleifur Ólafsson 11, Guðlaugur Eyjólfsson 9, Brenton Joe Birmingham 8, Ólafur Ólafsson 4, Arnar Freyr Jónsson 3. Stig Keflavíkur: Gunnar Einarsson 20, Draelon Burns 14, Uruele Igbavboa 11, Hörður Axel Vil hjálmsson 8, Jón Nordal Hafsteinsson 7, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 6, Sverrir Þór Sverrisson 4, Þröstur Leó Jóhannsson 2. Hamar-Fjölnir 87-81 (47-27) Stig Hamars: Marvin Valdimarsson 25 (10 frák.), Andre Dabney 22, Viðar Hafsteinsson 15, Svavar Páll Pálsson 12, Páll Helgason 6, Ragnar Nathani elsson 4, Oddur Ólafsson 3. Stig Fjölnis: Ægir Þór Steinarsson 22 (8 frák., 6 stoðs.), Christopher Smith 22 (14 frák.), Tómas Tómasson 20, Magni Hafsteinsson 10, Arnþór Guðmundsson 5, Sindri Kárason 2. KR-Breiðablik 96-72 (52-36) Stig KR: Brynjar Björnsson 25, Morgan Lewis 24, Pavel Ermolinkij 14 (9 frák., 9 stoðs.), Fannar Ólafsson 14, Jón Orri Kristjánsson 11, Darri Hilm arsson 4, Skarphéðinn Ingason 2, Steinar Kaldal 2. Stig Breiðabliks: Jonathan Schmidt 23, Ágúst Angantýnsson 14, Þorsteinn Gunnlaugsson 13, Aðalsteinn Pálsson 5, Rúnar Pálmarsson 4, Jeremy Caldwell 4, Gylfi Geirsson 2, Hjalti Friðriksson 2, Trausti Jóhannsson 1. Tindastóll-Snæfell 99-91 (xx-xx) STAÐAN Í DEILDINNI: KR 19 16 3 1787-1529 32 Keflavík 19 14 5 1780-1515 28 Grindavík 19 14 5 1770-1524 28 Snæfell 19 13 6 1800-1584 26 Stjarnan 18 13 5 1542-1454 26 Njarðvík 18 13 5 1629-1405 26 Hamar 19 7 12 1613-1697 14 Tindastóll 19 6 13 1556-1716 12 Fjölnir 19 6 13 1506-1658 12 ÍR 18 5 13 1487-1642 10 Breiðablik 19 4 15 1479-1743 8 FSu 18 1 17 1338/1820 2 N1 deild karla í handbolta: STAÐAN Í N1 DEILD KARLA Haukar 13 10 2 1 333-301 22 Akureyri 14 8 2 4 368-350 18 FH 14 7 2 5 349-333 17 Valur 14 7 2 5 349-333 16 HK 13 7 1 5 343-337 15 Grótta 13 4 0 9 326-353 8 Stjarnan 13 3 1 9 301-333 7 Fram 14 2 1 11 361-398 5 ICELAND EXPRESS Leikir gærkvöldsins: HK-Akureyri 30-34 (16-17) Mörk HK (skot): Valdimar Fannar Þórsson 7/1 (16/2), Sverrir Hermannsson 6 (17), Atli Ævar Ingólfsson 5 (7), Bjarki Már Gunnarsson 4 (4), Bjarki Már Elísson 3 (4), Ólafur Víðir Ólafsson 3 (6), Hákon Hermannsson Bridde 1 (1), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 1(3). Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 20 (47/1, 43%), Lárus Helgi Ólafsson 4 (11/2, 36%) Hraðaupphlaup: 6 (Bjarki 2, Valdimar 2, Hákon, Atli). Mörk Akureyrar (skot): Árni Þór Sigtryggsson 10 (14), Oddur Grétarsson 7/3 (12/3), Heimir Örn Árnason 7 (9), Guðmundur Hólmar Helgason 6 (12), Bergvin Gíslason 2 (3), Guðlaugur Arnars son 1 (1), Hreinn Þór Hauksson 1 (1), Guðlaugur Arnarsson 1 (1), Geir Guðmundsson (2), Jónatan Þór Magnússon (4). Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 6/1 (18/2, 33%), Hafþór Einarsson 16 (35/1, 46%) Hraðaupphlaup: 7 (Heimir 2, Oddur, Guðlaugur, Hreinn, Guðmundur, Árni). Haukar-Valur 25-24 (13-10) Mörk Hauka (skot): Sigurbergur Sveinsson 9/2 (15/2), Björgvin Þór Hólmgeirsson 6 (11), Guðmundur Árni Ólafsson 3/1 (5/3), Tjörvi Þorgeirsson 2 (2), Freyr Brynjarsson 2 (4), Einar Örn Jónsson 1(1), Heimir Óli Heimisson 1(3), Elías Már Halldórsson 1(3). Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 22 skot varin. 48%. Hraðaupphlaup: 5 ( Björgvin 2, Sigurbergur 2, Freyr) Mörk Vals (skot): Ingvar Árnason 5 (5), Elfar Friðriksson 5 (9), Orri Freyr Gíslason 3(3), Ólafur Sigurjónsson 3 (4), Arnór Þór Gunnarsson 3/3 (10/3) , Gunnar Ingi Jóhansson 2 (9), Fannar Þór Freiðgeirsson 2 (11), Jón Björgvin Pétursson 1(1.) Varin skot: Hlynur Morthens 13 skot varin. 34%. Hraðaupphlaup: 2 ( Fannar 2) Stjarnan-Grótta 26-25 (13-10) Mörk Stjörnunnar: Vilhjálmur Halldórsson 10, Jón Arnar Jónsson 5, Eyþór Magnússon 4, Kristján Svan Kristjánsson 3, Þórólfur Nielsen 1, Sverrir Eyjólfsson 1, Gunnar Ö. Arnasson 1, Daníel Einarsson 1. Mörk Gróttu: Hjalti Þór Pálmasson 6, Anton Rúnarsson 6, Viggó Kristjánsson 3, Jón Karl Björnsson 3, Atli Rúnar Steinþórsson 3, Heiðar Þór Aðalsteinsson 2, Halldór Ingólfsson 1, Arnar Freyr Theódórsson 1. Fram-FH 31-30 (16-18) Mörk Fram: Andri Berg Haraldsson 7, Einar Rafn Eiðsson 7, Daníel Berg Grétarsson 5, Guðjón Finnur Drengsson 5, Magnús Stefánsson 3, Halldór Jóhann Sigfússon 2, Hákon Stefánsson 1, Haraldur Þorvaldarson 1, Mörk FH: Bjarni Fritzson 11, Ólafur Guðmundsson 6, Ólafur Gústafsson 4, Jón Heiðar Gunnarsson 3, Benedikt Kristinsson 2, Ásbjörn Friðriksson 2, Örn Ingi Bjarkason 1, Sigursteinn Arndal 1. N1 DEILD KARLA > Úrslitakeppnin byrjar í kvöld Úrslitakeppni Iceland Express-deildar kvenna í körfubolta hefst klukkan 19.15 í kvöld með fyrsta leik Keflavíkur og Snæfells í sex liða úrslitum. Grindavík og Haukar mætast í hinu einvíginu og spila sinn fyrsta leik í Grindavík klukkan 15.00 á morgun. Leikur tvö í báðum einvígum fer síðan fram á mánudaginn og mögulegir oddaleikir verða síðan á miðvikudaginn. Það lið sem fyrr vinnur tvo leiki tryggir sér sæti í undanúrslitunum en þar eru þegar komin lið KR og Hamars sem sitja hjá í fyrstu umferð. HANDBOLTI Akureyri vann sann- færandi 34-30 útisigur á HK í Digranesi í gær í einum af úrslita- leikjunum um það að komast í úrslitakeppnina í vor. Gestirnir frá Akureyri slógu heimamenn greinilega út af lag- inu með því að byrja ekki að hita upp fyrr en mjög seint þar sem búningarnir skiluðu sér ekki frá flugvellinum. „Búningasettið skilaði sér ekki með fluginu þannig að við fengum búningana korter yfir sex. (Leikur- inn átti að hefjast 18.30) Við hituð- um upp á hjólabuxum og öðru not- hæfu en þetta varð bara stemning af því að við unnum. Ef við hefð- um tapað þá hefði verið hægt að kenna þessu um,“ sagði Árni Þór Sigtryggsson, sem lék vel með Akureyri og skoraði 10 mörk þar af átta þeirra í fyrri hálfleik. Það var jafnt á flestum tölum í fyrri hálfeik en Akureyri hafði frumkvæðið og 17-16 forskot í hálf- leik. Akureyri byrjaði síðan seinni hálfleikinn af miklum krafti og sigur liðsins var aldrei í hættu. „Þetta var mjög mikilvægur sigur því með þessu vorum við að tryggja okkur fjóra heimaleiki í þriðju og síðustu umferðinni. Það munar líka miklu penningalega fyrir félagið því þetta gæti munað 600 þúsund kalli. Við erum sáttir með úrslitin og við erum mjög sátt- ir við okkar eigin leik. Við komu- um tilbúnir til leiks og kláruðum sterkt lið á sterkum útivelli,“ sagði Árni Þór en Gunnar Magnússon, þjálfari HK var ekki alveg eins sáttur í leikslok. „Hungrið var ekki til staðar og það var eins og þessi leikur hafi ekki skipt neinu máli ef ég segi alveg eins og er. Þegar ég kom inn í salinn var það eina sem mínir menn sögu: Hvar eru Akureyring- arnir og verður leiknum frestað? Það var enginn að hugsa um okkur og þetta herbragð þeirra heppnað- ist vel,“ sagði Gunnar Magnússon. - óój Búningavandræði Akureyringa háðu þeim ekki í góðum útisigri á móti HK: Hituðu upp á hjólabuxunum Í GÓLFINU Ólafur Víðir Ólafsson hjá HK og Oddur Grétarsson hjjá Akureyri. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM KÖRFUBOLTI „Við spiluðum flotta liðsvörn og það vann þennan leik,“ sagði Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur, eftir sigur liðsins í grannaglímunni gegn Keflavík 76-72. Spennan var gríðarleg og hart barist eins og venjan er þegar þessi tvö lið etja kappi. „Við vorum nokkuð ryðgaðir sóknarlega og lítið um einhverj- ar þriggja stiga bombur. Darrell Flake dró vagninn sóknarlega fyrir okkur, hann var frábær þar. Svo lögðu allir í púkkið í vörninni,“ sagði Friðrik sem viðurkennir að sigrar í grannaleikjum séu aðeins sætari en aðrir. „Við erum náttúrulega að berj- ast við þá í toppbaráttunni svo þetta var fjögurra stiga leikur. Hefðum við tapað hefðu þeir slit- ið sig frá okkur en nú erum við búnir að jafna þá að stigum. Við erum komnir í nokkuð vænlega stöðu miðað við hvernig þetta leit út um áramótin. Við erum nokk- uð kátir.“ Spennan í toppbaráttu deildar- innar er hreint ótrúleg. „Þetta eru allt svo jöfn lið. Þetta rúllar með okkur og við erum að ná góðri yfir- hönd í lokin og það skiptir máli. Pakkinn er þéttur og það eru sex lið sem geta orðið Íslandsmeistar- ar, það er klárt,“ sagði Friðrik. Grindvíkingar léku án Páls Axels Vilbergssonar sem var veikur og því ljóst að aðrar skytt- ur liðsins þurftu að stíga upp. Bar- áttan var meiri en gæðin í fyrri hálfleiknum en Grindvíkingar leiddu með níu stiga mun í hálf- leik 41-32. Keflvíkingar náðu betri vörn í seinni hálfleiknum og spenn- an undir lokin var mikil. Gunnar Einarsson, sem var stigahæstur gestanna í leiknum, skoraði þrjú af sínum tuttugu stigum á loka- mínútunni og minnkaði muninn í 74-72. Ómar Örn Sævarsson átti hins vegar lokaorðið og úrslitin 76-72. „Fyrst og fremst er ég ósátt- ur við mitt lið. Við vorum lengi af stað,“ sagði Guðjón Skúlason, þjálfari Keflavíkur, eftir leik. „Við vorum lengi í gírinn, varnar- lega vorum við daprir framan af og sóknarleikurinn virkaði stífur. Við vorum ekki að ná að komast í okkar leik.“ Í lokin hefði sigurinn þó getað fallið hvorum megin sem var. „Við áttum alltaf möguleika en vorum ekki nægilega klárir. Í lokin tókum við nokkur skot sem voru illa ígrunduð. Þetta eru hlut- ir sem við þurfum að vinna meira í,“ sagði Guðjón. „Það er alltaf sárt að tapa. Nú er þetta barátta um að hanga í efstu fjórum sæt- unum.“ elvargeir@frettabladid.is Flake dró sóknarvagninn Grindvíkingar komust upp að grönnum sínum í Keflavík í toppbaráttu Iceland Express-deildar karla með fjögurra stiga sigri á Keflavík á heimavelli í gær. GÓÐUR Í GÆR Darrel Flake lék vel fyrir Grindvíkinga í mikilvægum sigri á nágrönnum þeirra úr Keflavík í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Haukar sigruðu Valsmenn í blálokin, 25-24, í hörku- spennandi leik í N1-deild karla í gær. Heimamenn fengu vítakast á lokasekúndu leiksins og skoraði Sigurbergur Sveinsson (mynd) sigurmarkið. Valsmenn voru lengi í gang en eftir að þeir ræstu vélarnar varð leikurinn hörkuspennandi, jafn og skemmtilegur allt til enda. „Þetta er mjög svekkjandi. Flottur leikur en alltaf sárt að fá svona mark á sig í lokin. Gríðarlega svekkjandi en þetta er það sem þeir hafa náð að gera, bara klára leikina. Mér fannst við eiga stig skilið hér í kvöld þó svo að það hafi vantað ýmislegt upp á okkar leik. Ég var ánægður með Elfar Friðriks- son, hann reis upp var flottur. Einnig góð innkoma hjá Ólafi Sigurjónssyni, hann skoraði mikilvæg mörk fyrir okkur. En við áttum líka fleiri menn þarna inni og mér fannst vanta aðeins meira blóð á tennurnar. En hörku leikur og gaman að þessu,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Valsmanna, eftir svekkjandi tap gegn Haukum í gær. Haukamenn skoruðu sigurmarkið úr vítakasti eftir að flautan gall á Ásvöllum í gær. Maður leiksins var markvörður Hauka, Aron Rafn Eðvarðsson, með tuttugu og tvö varin skot. Hann reyndist gestunum afar erfiður og varði stórkostlega hvað eftir annað í markinu. Hann var að vonum sáttur eftir frábært kvöld í markinu. „Þetta er frábært, glæsilegur varnarsig- ur hér í kvöld. Við vorum virkilega slakir í sókninni fannst mér, en við héldum þessu uppi með góðri vörn. Maður verður að nýta svona tækifæri og þetta er bara frábært. Við mættum hérna brjálaðir til leiks og ætluðum okkur aldrei neitt annað en sigur. Að skora sigurmarkið úr vítakasti í blálokin er ótrúlegt, gerist ekki betra,“ sagði Aron Rafn, yfir sig ánægður eftir sigurinn í gær. ARON RAFN EÐVARÐSSON, MARKVÖRÐUR HAUKA: MAÐUR LEIKSINS Í 25-24 SIGRI Á VAL Maður verður að nýta svona tækifæri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.