Fréttablaðið - 06.03.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 06.03.2010, Blaðsíða 12
12 6. mars 2010 LAUGARDAGUR Helga Björnsdóttir, Námufélagi í háskóla La us n: N em an di Styrkir fyrir námsmenn E N N E M M / S ÍA / N M 4 0 9 19 N B I h f. ( L a n d s b a n k in n ), k t. 4 7 10 0 8 -0 2 8 0 . Námufélögum standa til boða veglegir námsstyrkir á framhalds- og háskólastigi árið 2010. Veittir verða styrkir í fjórum flokkum: 3 styrkir til framhaldsskóla- og iðnnáms, 150.000 kr. 3 styrkir til háskólanáms (BA/BS/BEd), 300.000 kr. 4 styrkir til framhaldsnáms á háskólastigi, 350.000 kr. 4 styrkir til listnáms, 350.000 kr. Sæktu um námsstyrk Námunnar á landsbankinn.is. Umsóknarfrestur er til 8. mars. NÁMAN | landsbankinn.is | 410 4000 TYRKLAND, AP Tyrkir kölluðu sendi- herra sinn heim frá Bandaríkjun- um og íhuga frekari aðgerðir eftir að bandarísk þingnefnd ákvað að kalla fjöldamorð Tyrkja á Armen- um þjóðarmorð. Barack Obama hafði hvatt nefndina til að samþykkja ekki ályktunina, en hún var samþykkt naumlega á fimmtudag með 23 atkvæðum gegn 22. Tyrkir krefjast þess að Banda- ríkin dragi þessa ályktun til baka. „Að öðrum kosti verða afleiðing- arnar ekki fagrar,“ sagði Ahmet Davotoglu, utanríkisráðherra Tyrklands. Bandaríkjamenn eiga töluvert undir samstarfi við Tyrkland, ekki síst vegna stríðsrekstr- ar í Írak og Afganistan. Einnig er búist við að Bandaríkjamenn ætli að þrýsta á Tyrki, sem nú eiga sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, um að samþykkja frek- ari refsiaðgerðir gegn Íran. Sagnfræðingar telja almennt að allt að 1,5 milljónir Armena hafi verið myrtar í Tyrkjaveldi á tímum fyrri heimsstyrjaldar- innar, og kalla þetta einatt fyrsta þjóðarmorð 20. aldarinnar. Tyrkir neita því að þetta hafi verið þjóðarmorð, þótt þeir við- urkenni að fjöldamorð hafi verið framin. Þeir segja tölur um mann- fall ýktar, auk þess sem morðin hafi verið afleiðing af borgara- styrjöld Armena og Tyrkja þar sem voðaverk hafi verið framin á báða bóga. - gb Það andar köldu milli Tyrklands og Bandaríkjanna: Tyrkir kalla sendi- herra sinn heim BANDARÍKJUNUM MÓTMÆLT Hópur Tyrkja fyrir utan sendiráð Bandaríkjanna í Ankara í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VIÐSKIPTI Gangi kaup Actavis á þýska samheitalyfjafyrirtækinu Ratiopharm munu stjórnendur Deutsche Bank í Þýskalandi anda léttar enda dragi það úr áhætt- unni sem liggur í lánabók bankans. Þetta segir fréttastofa Reuters. Deutsche Bank lánaði Novator, félagi Björgólfs Thor Björgólfsson- ar, í kringum fjóra milljarða evra, jafnvirði tæpra sjö hundruð millj- arða króna á núvirði, í yfirtöku Novator á Actavis fyrir tæpum þremur árum. Lánið til Novat- or er um þriðjungur af lánabók Deutsche Bank til skuldsettra yfir- taka og ein umsvifamesta einstaka lánveitingin. Bankinn er sagður horfa til þess að eftir hugsanleg kaup Actavis á Ratiopharm verði félögin sameinuð. Það auki líkurn- ar á að lyfjarisinn geti staðið við skuldbindingar sínar. Reuters segir Deutsche Bank hafa reynt eftir mætti að selja kröfuna á hendur Actavis síðla árs 2007. Það hafi ekki tekist þrátt fyrir að láninu hafi verið stokkað upp í forgangskröfur og annars konar lán til að gera það söluvæn- legra. Nú sé í skoðun að breyta lán- inu á hendur fyrirtækinu í hluta- fé. Óvíst sé hvort það komi niður á eignahlut félags Björgólfs Thors í Actavis. - jab BJÖRGÓLFUR THOR Ekki er vitað hvað stjórnarformaður Actavis muni eiga stjóran hlut í félaginu breyti Deutsche Bank lánum í hlutafé. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Horft til þess að Actavis og Ratiopharm verði eitt: Deutsche Bank telur sameiningu borga sig DÓMSMÁL Tveir menn hafa verið dæmdir í fimmtán mánaða fangelsi hvor fyrir húsbrot, rán og tilraun til fjárkúgunar. Þeir voru dæmdir til að greiða fórnarlambi 400 þús- und krónur. Annar mannanna bar fyrir dómi að þeir hefðu farið heim til þriðja manns í Reykjanesbæ, sem hefði skuldað peninga vegna fíkniefna- viðskipta. Fljótlega kom til stymp- inga sem enduðu með því að hand- rukkararnir veittust að húsráðanda með hnífi og tóku fartölvu hans að verðmæti 150 þúsund krónur. Þá þvinguðu þeir hann upp í bíl, sem annar mannanna ók til Reykjavík- ur. Hinn sat hjá húsráðanda aftur í bílnum og ógnaði honum með hníf. Mennirnir hótuðu honum stórfelld- um líkamsmeiðingum yrði hann ekki við fjárkröfum þeirra. Þá létu rukkararnir manninn hringja í fósturföður sinn. Þeir hótuðu þeim síðastnefnda að þeir myndu ganga frá fórnarlambinu sæi hann ekki til þess að skuldin yrði greidd. Mennirnir létu ekki af hótunum sínum fyrr en lögregla stöðvaði bifreið þeirra í Reykjavík. Þeir eiga báðir sakaferil að baki, annar þó mun lengri en hinn. - jss Kúguðu út fé með barsmíðum og líflátshótunum: Handrukkarar dæmdir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.