Fréttablaðið - 06.03.2010, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 06.03.2010, Blaðsíða 18
UMRÆÐAN Skúli Guðbjarnason skrifar um sameiningu sveitarfélaga Sameining Reykjavík-ur og Álftaness hefur mikla kosti varðandi atvinnuuppbyggingu og tekju- og gjaldeyrisöfl- un beggja sveitarfélaga. Með bættum samgöngum sjóleið- ina skapast spennandi kostir með afar ódýrum og einföldum hætti. Álftnesingar kæmust auðveldlega í samband við almenningssam- göngur og göngu-/hjólastíganet höfuðborgarinnar. Reykvíking- ar fengju aftur á móti aðgang að útivistarperlu sem er einstæð á Íslandi og það er góð sundlaug þar líka. Skemmtilegir möguleik- ar á að ferðast hringleið á hjóli um höfuðborgarsvæðið opnast. Það er álíka langt þessa leið til miðbæjar Reykjavíkur og mið- bæja nágrannabyggða Álftaness. Sama vegalengd er milli Háskól- anna í Reykjavík og miðbæj- ar Álftaness, eins og vegalengd Álftanessafleggjarans er. Þeir Álftnesingar sem sækja atvinnu og þjónustu miðsvæðis í Reykja- vík ættu hægara um vik að nýta almenningssamkomur. Þá gætu Reykvíkingar sótt atvinnu til Álftaness, en búast má við að atvinnustarfsemi á Álftanesinu myndi aukast talsvert við þessa aðgerð. Miðsvæðis í Reykjavík er mun meira gistirými en afþreying þess svæðis annar. Slík tenging gæfi ferðaþjónustuaðilum gífur- leg tækifæri til að veita þjónustu og skapa aukna atvinnu á Álfta- nesi, sem jafnframt eykur gjald- eyristekjur stórlega. Komið hefur í ljós að gistirými á höfuðborgarsvæðinu er þegar langt umfram framboð á afþrey- ingu. Tenging við Álftanes styð- ur við ferðaþjónustu miðsvæðis í Reykjavík. Fámenni sveitarfélagsins hefur gert Álftnesingum erfitt um vik að nýta augljósa kosti þess mikla landsvæðis sem hér er. Við höfum séð Reykvíkinga gera hagstæða samninga við ríkið um jarðnæði sem hefur síðan nýst til uppbygg- ingar. Ljóst er að skilvirkara stjórnkerfi stærsta sveitarfélags landsins myndi áorka meiru en okkur hefur tekist, hver sem stefnan yrði varð- andi landnýtingu. Hægt er að byggja upp aðstæður til að njóta betur villtrar náttúru Álftaness þar sem búið væri í haginn fyrir nátt- úruskoðun og menning- arviðburði. Í árhundruð hafa mörg inngrip verið gerð í náttúru Álftaness til hagsbóta fyrir land- búnað og mannabyggð. Það má hugsa sér að búið verði í haginn fyrir þær fuglategundir sem nú eiga undir högg að sækja vegna þessa, samtímis því að okkur verði gert betur kleift að njóta nærveru þeirra án þess að valda þeim ónæði. Þörf miðbæjarbúa í Reykja- vík fyrir rými til að njóta villtr- ar náttúru innan áhrifasvæð- is almenningssamgangna hefur stóraukist undanfarið. Talsverð umferð útivistarfólks er um frá- bært göngustígakerfi höfuðborg- arinnar á góðviðrisdögum. Ekki síst við Skerjafjörð og Naut- hólsvík. Þangað ganga strætis- vagnar. Það þarf ekki mikið hug- myndaflug til að sjá þá augljósu kosti fyrir bæði sveitarfélögin, sem samgöngur milli Álftaness og þessa svæðis hefðu í för með sér. Þegar horft er til sameiningar- mála er afar mikilvægt að virða fyrir sér hvaða kostir eru samfara sameiningu. Þá er nauðsynlegt að horfa til þess hvaða jákvæðu breytingar myndu fylgja samein- ingu Álftaness við annað sveitar- félag, til skamms tíma. Einfald- lega vegna þess að erfitt er að segja með vissu hvað gerist þegar til lengri tíma er litið. Erfitt er að sjá að nokkuð annað sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu en Reykja- vík hafi tækifæri til eða áhuga á að nýta möguleika á Álftanesi, til góðs fyrir íbúana, í jafn miklum mæli. Eini raunhæfi kosturinn er varðar sameiningu er sá kost- ur sem er báðum sveitarfélögun- um sem sameinast til góðs. Sama hvernig málið er skoðað er erf- itt að sjá sameiningarkost sem kemst nálægt því að jafnast á við þá kosti sem sameining Álfta- ness og Reykjavíkur myndi færa íbúum og gestum þessara sveitar- félaga. Höfundur er náttúrufræðingur. Kostir sameiningar UMRÆÐAN Ásdís Ólafsdóttir skrif- ar um íþróttakennslu barna Sundkennsla hefur verið í góðum farvegi hér á landi í mörg ár og eru flestir Íslendingar vel syndir. En nú á aldeilis að spara og skera niður hér í Kópa- vogi eins og annars staðar, líka í sundkennslu. Það á að setja heilu árgangana saman í sund til að spara rútu- kostnað og setja fleiri kennara í kennsluna. Allt í góðu með það, en það gleymist margt , t.d. fjöldi nemenda í búningsklefunum í einni þvögu, öryggi barnanna og síðan plássið í sundlauginni þar sem margir skólar eru með sund- kennslu á sama tíma. Eins er það í bígerð að lengja sundtímana úr 40 mínútum í 60 til þess að fækka ferðum með nem- enda í sundlaugina. Það er það ekki rétt ákvörðun að mínu mati. Ég hef kennt sund samfleytt í yfir 30 ár og veit því hvert úthald- ið er hjá krökkunum. Unglingar í kennslu hjá mér geta synt allt að 1.000 metra í einum sundtíma og eru c.a. 25-30 mínútur að því. Hvað er hægt að leggja meira á þau? Jú, „láta þau bara leika sér“. Ég var á sundnámskeiði í Noregi 29.-31. janúar sl., þar voru fyrirlesarar frá Noregi og Bandaríkjunum og þeir telja 30 mínútur í sundlaug hæfilegan tíma varðandi álag fyrir börnin þannig að athyglin sé í lagi. Nú eru sumir skólar farnir að skella saman tveimur íþróttatímum til þess að hagræða stunda- töflu. Þar með hreyfa krakkar sig aðeins einu sinni í viku í stað tvisvar. Að sögn kenn- ara sem ég hef rætt við þýðir það að tíminn er í rauninni aðeins 60 mín í stað 80, því úthaldið hjá mörgum börnum er ekki meira. Rannsóknir hafa leitt í ljós að hreyfing oftar í viku í styttri tíma sé mun betri en einu sinni í viku í langan tíma. Nú er verið að tala um að fara í þveröfuga átt með sundkennsluna og vil ég segja nei. Þetta verður ekki kennsla eins og skyldi. Síðan gleyma þeir því, sem eru að spara, að fólk sem sækir sundlaugarnar og greiðir aðgangs- eyri, nennir ekki að koma í þetta arg og þvarg og minnka því tekjur til sundlaugarinnar. Ég vil benda ykkur foreldrum á að vera vel á verði, því þetta er tvímælalaust skerðing á kennslu og hreyfingu sem svo mikið er talað um í dag að þurfi að efla. Höfundur er íþróttakennari við Snælandsskóla í Kópavogi. Foreldrar, lesið þetta Dagskrá 13.50 Afhending aðalfundargagna 14.00 Setning fundar 14.05 Annáll SVÞ 2009 Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ 14.25 Hefðbundin aðalfundarstörf skv. 13. og 20. gr. samþykkta SVÞ 14.35 Kaffihlé 15.00 Ávarp Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra 15.10 Ræða formanns Margrét Kristmannsdóttir, formaður stjórnar SVÞ 15.20 Mikilvægi verslunar og þjónustu fyrir hagkerfið Ásta Dís Óladóttir, deildarforseti viðskiptadeildar Háskólans á Bifröst 15.50 Vika verslunar og þjónustu Hallur A. Baldursson, stjórnarformaður ENNEMM auglýsingastofu 16.10 Léttar veitingar í boði SVÞ á Grand Hóteli Spilum saman Aðalfundur SVÞ - Samtaka verslunar og þjónustu, verður haldinn fimmtudaginn 11. mars kl. 14.00 í Hvammi, Grand Hóteli Reykjavík. Fundarstjóri Rakel Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Creditinfo Skráning á svth@svth.is eða í síma 511 3000. E N N E M M / S ÍA / N M 4 11 2 8 ÁSDÍS ÓLAFSDÓTTIR SKÚLI GUÐBJARNASON Dómnefndin víki UMRÆÐAN Baldur Arnarson skrifar um Íslensku blaðamannaverð- launin Um síðustu helgi var tilkynnt um tilnefningar til blaða- mannaverðlauna. Margir áttu von á því að Morgunblaðið yrði til- nefnt fyrir umfjöllun um Evrópu- mál. Svo varð ekki. Sú ákvörðun er hvorki fagleg né til vitnis um góð vinnubrögð. Færi ég nú fyrir því rök. Greinarflokkurinn er sá umfangsmesti sem nokk- urt íslenskt dagblað hefur ráðist í fyrr og síðar. Þegar upp var staðið fyllti hann 46 síður, heilar 23 opnur. Viðtökurnar voru afar góðar og var efnið notað til kennslu í skólum. Um tíma stóð til að gefa það út sem bók, hugmynd sem horfið var frá vegna ytri aðstæðna. Leitað var andstæðra sjónarmiða við vinnslu greinanna og má nefna að Heimssýn, hreyfing sjálf- stæðissinna í Evrópumálum, var höfð með í ráðum þegar leitað var að viðmælendum í Finnlandi. Þrír blaðamenn komu að verkinu, Pétur Blöndal, Rúnar Pálmason og undirritaður. Að auki sá Kristinn Garð- arsson um uppsetningu vefhluta greinarflokksins, auk þess sem Elín Esther Magnúsdóttir vann mjög vandaða grafík fyrir hann. Pétur og Rúnar fóru til Brussel en undirritaður til Helsinki og síðar Kaup- mannahafnar vegna umfjöllunar um evruna. Greinarflokkurinn braut blað í íslenskri blaða- mennsku. Sérstakt vefsvæði var stofnað innan fréttavefs Morgunblaðsins þar sem boðið var upp á texta og viðtöl sem tekin voru upp erlendis. Enginn íslenskur fjölmiðill hefur boðið upp á jafn yfirgrips- mikla umfjöllun um Evrópumál. Undirritaður leyfir sér að telja afurð þessa hóps, sem Ólafur Þ. Stephensen, þáverandi ritstjóri Morg- unblaðsins, setti saman um miðjan desember 2008, einhverja þá vönduðustu í sögu blaðsins og þar með í sögu íslenskra fjölmiðla. Vandséð er hvers vegna þessi mikli greinarflokk- ur var ekki álitinn eiga skilið tilnefningu í flokknum Besta umfjöllun ársins. Það er satt að segja óskilj- anlegt. Ákvörðun dómnefndar Blaðamannafélags Íslands skilur fyrst og fremst eftir undrun í huga undirrit- aðs. Svar við fyrirspurn til Birgis Guðmundssonar, formanns dómnefndar, um ástæður valsins bættu lítið úr skák. Birgir gat ekki útskýrt valið með fag- legum rökum eins og honum ætti að vera í lófa lagið. Tekið skal fram að um trúnaðarsamskipti var að ræða og verður því ekki frekar vísað til þeirra hér eða síðar. Framkoma dómnefndar er gróf móðgun sem ekki verður komist hjá því að mótmæla. Kemur undir- ritaður því á framfæri að hann segi sig úr Blaða- mannafélagi Íslands. Dómnefndin starfar ekki fag- lega og ber því að víkja. Ákvörðunin er hneyksli og Blaðamannafélagi Íslands til háborinnar skammar. Höfundur er blaðamaður á Morgunblaðinu. Undir- ritaður tekur fram að hópfélagarnir voru ekki hafð- ir með í ráðum við ritun þessarar greinar. BALDUR ARNARSSON Svar við fyrirspurn til Birgis Guðmundssonar, formanns dómnefndar, um ástæður valsins bættu lítið úr skák. Birgir gat ekki útskýrt valið með faglegum rökum eins og honum ætti að vera í lófa lagið. 18 6. mars 2010 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.