Fréttablaðið - 06.03.2010, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 06.03.2010, Blaðsíða 22
UMRÆÐAN Árni Stefán Jónsson skrifar um jafnréttis- mál Mánudaginn 8. mars, á baráttudegi kvenna, ætlar SFR að hrinda af stað ráðstefnuröð um jafna stöðu kynjanna. Ráðstefn- uröðin er haldin í tilefni af 70 ára afmæli SFR. Fyrsta ráðstefnan er á Akureyri mánudaginn 8. mars. Það þótti vel við hæfi að byrja ráðstefnuröðina þá, enda dagurinn þekktur sem alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti. Hugmyndin að þessum sérstaka baráttudegi kom fram á átakatím- um í upphafi tuttugustu aldarinn- ar á Vesturlöndum. Fyrstu árin voru baráttumálin kosningaréttur kvenna og samstaða verkakvenna. Deginum hefur verið haldið á lofti af verkalýðshreyfingunni í gegn- um árin og haldið er upp á hann með ýmsu móti. Það segir ýmis- legt um stöðu þeirra verkakvenna sem í upphafi höfðu hugrekki til að ákveða þennan baráttudag að þær völdu sunnudag sem fyrsta baráttu- daginn, en sunnudagur var á þeim tíma eini frídagur verkakvenna. Sem betur fer hefur staða verka- fólks og kvenna almennt breyst og batnað í gegnum tíðina, þökk sé öllum þeim sem lagt hafa þar hönd á plóg. En betur má ef duga skal. Við horfum enn upp á ójafna stöðu kynj- anna á vinnumarkaði, sem sést best á þeim launamun sem konur hafa þurft að búa við. Skortur á konum í æðstu stjórnendastöður er enn áberandi. Kannanir sýna ójafnvægi milli framlags kvenna og karla til heimilis, kynbundið ofbeldi gagn- vart konum viðgengst enn, þær eru fremur fórnarlömb mansals og þannig mætti lengi telja. Á síðustu misserum hafa ýmsir haldið því fram að jafnréttismál- in séu síður á dagskrá vegna þeirra erfiðleika í efnahagsmálum sem íslenska þjóðin er að ganga í gegn- um. Það er skoðun SFR að ef ein- hverju sinni hafi verið þörf á að huga sérstaklega að jafnréttismál- um, þá sé það nú. Í hugum okkar hjá SFR er jöfn staða kynjanna ein af forsendum farsældar. Þess vegna hrindum við nú af stað ráðstefn- uröð um jafnrétti og fléttum inn í umræður um umhverfi og lofts- lagsbreytingar, uppeldi og skóla, vinnumarkaðinn, hagfræðina, laga- hliðina, heimilislífið og kynbundið ofbeldi. SFR - stéttarfélag hefur lagt mikla áherslu á jafnréttismál í starfi sínu. Undanfarin ár höfum við staðið fyrir launakönn- unum þar sem launamun- ur kynjanna er m.a. mæld- ur. Þessar kannanir sýna m.a. að það hefur dreg- ið aðeins úr kynbundn- um launamun, árið 2009 var hann til dæmis 11,8% en 17,2% árið áður. Efna- hagskreppan virðist draga úr launamun kynjanna og því má draga þá ályktun að þau áhrif sem m.a. skerðing á yfirvinnu eða yfirvinnubanni og skerðing hæstu launa hafi séu að stórum hluta orsakavaldur þar. En slíkar skerðingar koma meira við karla þar sem stærri hluti launa þeirra er yfirvinna og þeir eru lík- legri til að tilheyra þeim tekjuhóp- um sem orðið hafa fyrir skerðingu á síðustu mánuðum. Mörgum þykja það góðar fréttir að það dragi úr launamun. Við viljum þó vara við of mikilli bjartsýni. Launamunur- inn er í fyrsta lagi enn alltof mikill og ætlunin var aldrei að jafna hann með lækkun launa karla! Þessar niðurstöður breyta því miður ekki því viðhorfi sem enn virðist ríkja í samfélaginu að karlar eigi að þéna meira og fá meiri umbun fyrir sitt starf. Þar þarf meira til. En jafnréttismál fjalla um fleira en launajafnrétti. Það er trú okkar að hlutverk stéttarfélaganna sé ekki einskorðað við réttindi og hagsmuni sinna eigin félagsmanna heldur sam- félagsins alls – heildarhagsmunina. Fyrir mörgum árum var kynnt til sögunnar inn í jafnréttisumræðuna hugtakið samþætting sem mörgum þótti óljóst og jafnvel ómögulegt í framkvæmd. Sem betur fer erum við meir og meir að sjá samþætt- ingu í verki og tökum jafnréttisvink- ilinn á sem flesta málaflokka. Eitt af því sem brennur á okkur nú eru umhverfis- og loftslagsmálin. Þar á jafnréttisumræðan einnig heima og um það fjöllum við m.a. um á fyrstu ráðstefnunni okkar. Við þurfum að vera vakandi fyrir því í dag að orðið jafnrétti verði ekki innantómt hugtak sem hægt er að ýta til hliðar, og því hvetjum alla SFR-félaga sem aðra til að taka þátt og auka þannig gæði samfélagsins alls. Höfundur er formaður SFR-stétt- arfélags í almannaþjónustu. Jafnrétti ein af for- sendum hagsældarUMRÆÐAN Laufey Tryggvadóttir skrifar um krabbamein Árlega greinast hér á landi að meðaltali 716 karlar með krabbamein. Þessi mein eru af margvíslegum toga og horfurn- ar eru mjög ólíkar eftir mein- um og eftir því á hvaða stigi þau greinast. Mynd 1 sýnir breyt- ingar á nýgengi a l l ra mei na hjá körlum, en aldursstaðlað nýgengi gefur til kynna hve margir grein- ast með krabba- mein árlega eftir að leiðrétt hefur verið fyrir íbúafjölda og aldursdreifingu. Einnig eru sýnd- ar breytingar á dánartíðni. Þótt nýgengið hafi aukist jafnt og þétt hefur dánartíðnin ekki aukist held- ur hefur hún lækkað síðustu árin. Árlega deyja að meðaltali 278 karl- ar af völdum krabbameina og nú eru á lífi á Íslandi yfir 4.500 karl- ar sem hafa einhvern tíma greinst með krabbamein, þrátt fyrir að meðalaldur við greiningu sé nokk- uð hár, eða 67 ár. Stór hluti karla læknast af sínum meinum og horfurnar hafa stöðugt batnað frá því að krabba- meinsskráning hófst á landinu, eins og sést á mynd 2. Síðustu árin er fimm ára lifun miðað við jafn- aldra orðin yfir 60% og lifunin er enn betri hjá konum. Þessa mynd og fleiri upplýsingar er að finna á heimasíðu Krabbameinsskrár Íslands (www.krabbameinsskra. is) og á heimasíðu Krabbameins- félagsins (www.krabb.is). Krabbamein í eistum eru sér- stök að því leyti að þau eru mun tíðari hjá ungum körlum en þeim sem eldri eru, og er mikilvægt að bregðast fljótt við einkennum því þá er árangur meðferðar mjög góður. Árlega greinast um tíu karl- ar með þetta mein á Íslandi. Blöðruhálskirtilskrabbamein eru tæpur þriðjungur allra krabba- meina hjá körlum. Árlega grein- ast nú um 220 karlar, en nýgeng- ið hefur sexfaldast síðustu 50 árin. Dánartíðnin hefur hins vegar aðeins tvöfaldast á sama tímabili og horfur sjúklinga hafa því batnað mikið. Fimm ára lífshorfur þeirra sem greinast eru í heildina góðar, eða yfir 80% af því sem búast má við meðal jafnaldra. Horfurnar eru bestar hjá þeim sjúklingum sem greinast með meinið á fyrstu stigum, þ.e. áður en meinið hefur náð að dreifa sér, eins og gildir almennt um krabbamein. Meðal- aldur við greiningu krabbameins í blöðruhálskirtli er rúmlega 70 ár og nú eru á lífi yfir 1.650 karlar sem hafa greinst með þetta mein. Þótt nýgengi lungnakrabba- meina hjá körlum sé talsvert lægra en nýgengi krabbameina í blöðruhálskirtli er dánartíðn- in hærri. Árlega greinast um 77 karlar og 64 deyja af völdum sjúk- dómsins. Lungnakrabbamein eru í hópi örfárra krabbameina þar sem meginorsök er þekkt, en 80- 90% þeirra orsakast af tóbaks- reykingum. Lungnakrabbamein eru algengasta dánarorsök af völd- um krabbameina meðal vestrænna þjóða. Fram til um 1980 var mikil og stöðug aukning á nýgengi og dánartíðni á Íslandi, en þá stöðvað- ist hún vegna hins merka árangurs tóbaksvarna og síðustu árin hefur tíðnin farið lækkandi. Krabbamein í ristli og enda- þarmi eru rúm 10% illkynja æxla á Íslandi. Þau eru meðal tíðustu krabbameina sem greinast hjá vestrænum þjóðum og eru algeng dánarorsök af völdum krabba- meins. Þau eru heldur algengari hjá körlum en konum, en á árunum 2004-2008 greindust að meðaltali 75 karlar og 62 konur á ári. Þrátt fyrir vaxandi nýgengi síðustu ára- tugina hefur dánartíðni af völdum sjúkdómsins heldur lækkað. Fyrst og fremst er það talið stafa af því að nú orðið greinist sjúkdómurinn fyrr en áður. Margt bendir til þess að krabba- mein hjá körlum séu oft lengra gengin en hjá konum þegar þau greinast. Því er mikilvægt að karl- ar dragi ekki að fara til læknis ef þeir finna eða sjá einkenni sem gætu bent til þess að krabbamein væru í uppsiglingu. Dæmi um góðan árangur slíkrar árvekni er lækkandi dánartíðni vegna sortu- æxla hjá yngra fólki, sem er dug- legt að láta fylgjast með breyting- um á fæðingarblettum. Það má sjá að við erum á réttri braut því dánartíðni af völdum krabbameina hefur farið lækkandi hjá körlum jafnt og hjá konum, og horfur hafa stöðugt batnað. Þenn- an góða árangur má eflaust bæði rekja til þeirra framfara sem orðið hafa í meðferð sjúklinga, til betri greiningarmöguleika og til aukinna forvarna gegn krabba- meinum á ýmsum sviðum. Má þar nefna að mjög hefur dregið úr reykingum, heldur hefur dreg- ið úr notkun ljósabekkja, fleiri stunda líkamsrækt, jákvæðar breytingar hafa orðið á matar- æði með aukinni neyslu ávaxta og grænmetis og að svo virðist sem árvekni hafi aukist gagnvart ein- kennum eða merkjum um fyrstu stig krabbameins. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár. Krabbamein hjá körlum ÁRNI STEFÁN JÓNSSON Mörgum þykja það góðar frétt- ir að það dragi úr launamun. Við viljum þó vara við of mik- illi bjartsýni. Launamunurinn er í fyrsta lagi enn alltof mikill og ætlunin var aldrei að jafna hann með lækkun launa karla! LAUFEY TRYGGVADÓTTIR Krabbamein hjá íslenskum körlum. Árleg aldurs- stöðluð tíðni af 100.000 (miðað við alheimsstaðal) árin 1955-2007, fimm ára hlaup- andi meðaltöl 350 300 250 200 150 100 50 0 1960 1970 1980 1990 2000 Greiningarár Nýgengi Dánartíðni Breytingar á fimm ára hlutfallslegri lifun íslenskra karla með krabbamein sem greindust 1959-2003 100 90 80 70 60 50 40 30 20 10 0 % 1955 - 63 1964 - 73 1974 - 83 1984 -93 1994 - 2003 Holtagörðum 2. hæð • Sími 512 6800 • www.dorma.is • dorma@dorma.is OPIÐ Laugardag frá kl. 11-17 Sunnudag frá kl. 13-17 Virka daga frá kl. 10-18www.dorma.is + + = 19.900,- Dúnsæng Dúnkoddi Sængurver Frábær fermingargjöf Allur pakkinn 22 6. mars 2010 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.