Fréttablaðið - 06.03.2010, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 06.03.2010, Blaðsíða 26
26 6. mars 2010 LAUGARDAGUR Eddu- og Kairos-verðlaun. Glaum- ur og glys, galakjólar og innblásn- ar ræður. Eru Þóra og Andri Snær enn þá hátt uppi? Þóra: „Já, ég var það í marga daga. Svo fékk ég fálkaorðuna í gær. Í Skaupinu voru allir með fálkaorður í einu atriðinu og Úlfur Grönvald, sem bjó þessar orður til, sæmdi mig einni fyrir mik- inn námsvilja og einlægan áhuga á listum. Þannig að það eiginlega rignir bara upp í nasirnar á mér þessa dagana.“ Þið hafið ekki fengið fálkaorður í alvörunni, er það? Andri: „Nei, en það er bara tíma- spursmál!“ Þóra: „Verst að maður er ekki nógu góður í íþróttum.“ Segðu okkur nú frá Kairos-verð- launahátíðinni, Andri, þar sem þú tókst á móti verðlaunum upp á 75.000 evrur. Andri: „Á Eddunni og á Óskarn- um og svona fær maður bara rétt að þakka mömmu og pabba og svo- leiðis, en þetta var eins og ég ætti hundrað ára hátíðarafmæli. Ég fékk að velja mér tónlistarfólk til að taka með út. Ég var með Emilí- önu Torrini, Steindór Andersen og fleiri. Tveir doktorar voru með langar ræður um það sem ég hef gert og svo fékk ég sjálfur að tala í korter …“ Þóra: „Hmmm. Mér finnst ég farin að vera dálítið olnbogabarn í þessu viðtali.“ Andri: „… og þetta fór fram í 1.200 manna risavöxnu rauðu bar- okk-pluss-með-svölum leikhúsi í miðborg Hamborgar.“ Nú er Gunnar ljósmyndari mætt- ur til að mynda Þóru og Andra og spyr af hverju hann hafi ekkert heyrt um þessi verðlaun. „Nú, það er út af því að ég er ekki íþróttamaður,“ segir Andri Snær og skellihlær. Subbulegi smjörklípuhlunkurinn Þegar Gunnar er búinn að mynda þau snúum við okkur að máli mál- anna: Þjóðaratkvæðagreiðslunni í dag. Andri: „Ég myndi segja að þetta mál særi fegurðarskyn mitt. Það er svo ljótt og óhreint. Þetta mál er bara subb.“ Þóra: „Ertu þá að tala um Icesave-málið í heild, eða atkvæða- greiðsluna?“ Andri: „Bæði. Þetta er bara subbudrulla og algjör viðbjóður. Mér finnst að Icesave-málið eigi að vera tekið yfir af fúlli skila- nefnd sem fær skrifstofu í Brussel og borgar út á meðan eignir Lands- bankans eru til sölu í fimm ár og síðan skulum við tala um þetta. Að hafa látið þjóðina hugsa um þetta í 18 mánuði – á meðan allt draslið og auðmennirnir eru að endurreisa sig – er einhver stærsti smjör- klípuhlunkur sem nokkurn tím- ann hefur verið slengt framan í þjóðina.“ Þóra: „Ef við tækjum burt allan tímann og orkuna og ergelsið sem hefur farið í þetta Icesave-mál, sem er bara lítill hluti af því sem hér gerðist, þá værum við komin miklu lengra. Á meðan hefur eng- inn verið ákærður, enginn hefur verið handtekinn, og einu eign- irnar sem hafa verið frystar er bankareikningur Baldurs Guð- laugssonar! Ég ætla samt að mæta á kjörstað því mér hefur verið inn- prentað að það sé mikilvægt að kjósa. Þótt þetta sé allt hið undar- legasta mál þá held ég samt að ég hlunkist og setji seðil í kassann.“ Svo ægilega þægilegt Báruð þið einhvern tímann þá von í brjósti eftir hrunið mikla að allt myndi breytast til batnaðar á Íslandi? Þóra: „Já.“ Andri: „Maður hefur séð fullt af sjálfsprottinni viðleitni til að breyta einhverju, eins og þjóðfund- inn til dæmis, en mér finnst eins og allar þessar stofnanir sem við eigum séu ekki að taka þátt í breyt- ingunum. Eins og til dæmis verka- lýðsforystan. Gylfi Arnbjörnsson vill bara fá álver í Helguvík. Það eru engin hugmyndafræðileg skilaboð send frá þessum stóru mössum, þessum stóru félagasam- tökum sem eiga lífeyrissjóðina og eiga þetta allt saman. Það er ekk- ert í gangi þar. Það var mikið afrek að koma þessum þjóðfundi upp og sú elja er ekki til hjá þessu skrif- stofufólki sem rekur stóru félags- legu batteríin.“ Þóra: „Ég skildi aldrei hvernig allir gátu keypt raðhús og tvo bíla. Svo kom í ljós að það var bara ekki hægt. Lífsstíllinn sem við höfðum tileinkað okkur er svo gjörsam- lega ósjálfbær. Ég var að vonast til að hugarfarið myndi breytast þegar fólki sæi að þessir „góðu tímar“ myndu aldrei koma aftur. Við eigum langt í land með að átta okkur á því, því þetta hefur verið svo ægilega þægilegt. Við höfum getað lokað augunum fyrir því hvað hélt þessu öllu uppi.“ Andri: „Margir erlendir blaða- menn sem maður talar við eru haldnir þeim misskilningi að halda að lífsgæði okkar hafi fyrst komið við einkavæðingu bankanna. Mér finnst við hafa haft það fínt síðan ég fæddist. Íslendingar veiða um 1,5 prósent af öllum fiski í heim- inum og það eitt og sér ætti að vera fjandi nóg til að halda þessu fámenna þjóðfélagi gangandi. En þar að auki erum við með fleiri ferðamenn á mann en flestar þjóðir. Við erum með fimm sinn- um meiri orkuframleiðslu á mann en flest nágrannaríkin. Og svo allt hitt. Það er rannsóknarefni hvernig var hægt að klúðra þessu svona.“ Hver er einfaldasta skýringin á þessu klúðri? Andri: „Það er klikk í kerfinu – líklega hugmyndafræðilegt klikk. Einhvers staðar lekur peningurinn út. Það er stjarnfræðilega fárán- legt að það ríki neyð í þorpi sem veiðir 0,1 prósent af öllum fiski í heiminum.“ Þetta gerir mann brjálaðan! Hvernig eru svo Þóra og Andri stemmd fyrir framtíðinni? Andri: „Ef þessi kreppa fer ekki neðar, má að vissu leyti segja að þetta hafi ekki verið kreppa. Í Íslandssögulegu tilliti er sársauka- stuðullinn ekki kominn nógu hátt til að þetta geti kallast kreppa.“ Þóra: „Mér hefur oft verið hugs- að til forfeðra minna og verið þeim þakklát fyrir að hafa kom- ist í gegnum alla þessa ömurlegu tíma í Íslandssögunni og skilað okkur þó hingað. Sjálf sveiflast ég á milli kolsvartrar bölsýni og mik- illar bjartsýni.“ Fer það ekki dálítið eftir því hvað manni er sagt í fréttatímun- um? Ef það er alltaf verið að tala um „óveðursský sem hrannast upp við sjóndeildarhringinn“ er aðeins erfiðara að vera léttur á því. Þóra: „Tja, hluti af því er að það er verið að moka flórinn. Það er margur skíturinn sem kemur í ljós. Menn gátu bara labbað inn í banka og sagt: „Ég ætla að fá þrjátíu þús- und milljónir að láni og veðið er bara bréf í bankanum ykkar. Ég ætla að setja þetta inn í þetta ehf. og ef þið vilduð senda þetta til Tor- tólu þá væri það rosa gott.“ Eng- inn ber neina persónulega ábyrgð á þessu. Þetta eru bara hreinar kennitölur úti um allt. Á meðan er verið að gjaldfella 200.000 yfir- dráttarheimildir á einhverja ves- alings kennara. Ég meina, þetta gerir mann brjálaðan! það er hlut- verk fjölmiðla að segja frá hlutun- um eins og þeir eru.“ Andri: „Bóla hefur svo mikið þyngdarafl. Það fer allt á spor- baug um bóluna. Bólan verður miðja alls. Hugsun þín verður öll út frá þyngdaraflinu og það var allt miðað út frá bönkunum. Þú gast farið í heimspeki af því að jú, bankarnir réðu stundum heim- spekinga.“ Þóra: „Hér erum við með skemmtilegt listaverkefni. Hvað ætli Björgólfi finnist um það? Ætli hann sé til í að sponsa?“ Andri: „Þess vegna er ákveðið frelsi núna af því að hugurinn er laus úr viðjum þyngdaraflsins.“ Þóra: „Það góða er líka að alls konar fólk, sem hefur aldrei velt fyrir sér pólitík eða hvernig þjóð- félagið er byggt upp, er farið að pæla. Ég á vinkonur sem voru allt í einu farnar að spá í þrískiptingu valdsins og svo framvegis. Maður sér ýmis ljós í myrkrinu.“ Andri: „Svo sér maður fólk, sem hefur alltaf pælt mikið í pól- itík, verða dauðfegið þegar eitt- hvað annað kemur upp. Eitthvað lítið og ómerkilegt mál sem tekur athyglina. Hvað var það nú aftur um daginn?“ Þóra: „Var það eitthvað um kjóla kannski?!“ Góðu tímarnir koma aldrei aftur Þóra Arnórsdóttir og Andri Snær Magnason eru sigurvegarar. Að minnsta kosti þessa vikuna. Þóra var valin sjónvarpsmaður ársins á Eddunni og Andri voru afhent Kairos-verðlaunin við mikla athöfn í Hamborg. Þau settust á rökstóla með Dr. Gunna. ÞÓRA ARNÓRSDÓTTIR OG ANDRI SNÆR MAGNASON Það rignir upp í nefið á þeim og bara tímaspursmál hvenær þau fá fálkaorðuna! FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Á RÖKSTÓLUM Síðasta veitingahúsið Þóra: Santa María á Laugavegi. Þar má borða góðan mat fyrir viðunandi verð. Andri: Ég borðaði íslenskan þorsk í afar góðu veitingahúsi við höfnina í Hamborg. Dálítið að sækja vatnið yfir lækinn samt. Síðasta bókin Þóra: Blómin frá Maó eftir Hlín Agnarsdóttur. Andri: Úr skilvindu drauma eftir Arngrím Vídalín. Síðasta bókin sem ég las fyrir börnin Þóra: Elmar og veðrið fyrir yngstu dótturina og Gralli gormur fyrir soninn. Andri: Við erum með 2, 4, 7 og 12 ára gömul börn svo það er ýmislegt í gangi. Núna er sú sem er sjö ára komin upp á lag með að hlusta á sögur sem við höfum sett inn á iPodda. Nú er hún að lesa Sögur af kuðungi eftir Þórhall sem vinnur í Sólheimasafni. Síðasta bíómyndin Þóra: Við leigðum Das Leben der anderen, en við náðum ekki að byrja á henni. Það er til skammar og ég ætti ekki að segja frá því. Andri: The Good Heart. Síðasta sundlaugin Þóra: Börn eru alltaf með kvef á veturna svo maður fer ekki eins mikið í sund. Ætli það hafi ekki bara verið sundlaugin í Kópavogi. Andri: Nauthólsvík, potturinn og sjórinn í síðustu viku. Síðasta útlandið Þóra: Ég fór til Brussel í örfáa daga í október. Andri: Hamborg. SÍÐAST (EN EKKI SÍST)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.