Fréttablaðið - 06.03.2010, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 06.03.2010, Blaðsíða 32
32 6. mars 2010 LAUGARDAGUR Leið til að kynnast innri veruleika Alþjóða Sam-Frímúrarareglan „Le Droit Humain“ opnar dyr sínar í dag þar sem almenningur getur fræðst um starfsemina og forvitnast um hina fornu leyndardóma sem hafa fylgt hinum leynilegu frímúrurum í gegnum aldirnar. Anna Margrét Björnsson ræddi við þau Baldur Gíslason og Signýju Sæmundsdóttur sem bæði eru í reglunni. Á góðæristímum vilja menn gleyma and- legum málefnum,“ segir Baldur Gíslason sem hefur verið í Sam-Frímúrarareglunni í fimmtán ár. „Ástæða þess að við erum að kynna regluna í dag er til þess að minna á okkur. Það eru þannig tímar í dag að fólki veitir ekki af að hugsa aðeins inn á við og rækta sjálft sig og reglan er tæki til þess.“ Innganga Baldurs í regluna á sínum tíma var frekar óvænt að hans sögn.„ Þetta var ekkert sem ég hafði verið að hugsa út í og var ekkert sérstaklega jákvæður gagnvart frímúrara- reglunni. En svo gengu þrjár góðar vinkon- ur mínar í regluna og það vakti athygli mína, ekki síst vegna þess að Sam-Frímúrararegl- an er blönduð regla en ekki karlaregla. Ég hef alltaf verið í jafnréttisumhverfi og það hefði aldrei hvarflað að mér að fara í karla- regluna.“ Baldur segir ýmislegt hafa komið sér á óvart þegar hann gekk í regluna. „Starfið í reglunni snýst um ákveðna heimspeki en ekki trúarbrögð sem hentar mér betur. Regl- an lítur jafnt á öll trúarbrögð og það skipt- ir ekki máli hvaða trúarbrögð þú aðhyllist, ef þá einhver. Þessi regla byggist aðallega á ævafornum hefðum og siðum, siðum sem eru miklu eldri en kristin trú. Hún einkenn- ist aðallega af táknfræði sem sagnfræðing- ar hafa rakið jafnvel til Súmera og enn eru fræðimenn með miklar vangaveltur um hvað- an táknin koma. Táknfræðin er mjög stór þáttur í starfinu og við lesum okkur mikið til um táknin og hvaða sess þau skipa í sögu mannsins. Hjá okkur í reglunni eru alls kyns trúarlegar bækur eins og Biblían og Kóran- inn til þess að undirstrika að við erum óháð trúarbrögðum.“ Leyndin er spennandi Andleg málefni höfðu verið Baldri hugleikin um nokkurt skeið áður en hann gekk í Sam-Frímúrara- regluna. „Ég velti því í sífellu fyrir mér hvort að það væri eitt- hvað í þessum heimi sem væri ákveðið fyrirfram. Hvort að það væri til einhvers konar alheims- orka sem hefði stjórn á þessum kaótíska heimi. Er til afl sem við höfum aðgang að og getum notað til góðs? Ég var líka mikið í heilun og hef gaman af því að velta fyrir mér árum fólks eins og talað er um í austrænni heimspeki. Ég trúi því að við séum hluti af orkumynd heimsins.“ Spurður um hvort regl- an hafi veitt honum svörin sem hann hafði leitað að svarar hann að svörin finni maður bara innra með sér. „En þetta er tæki sem hefur hjálpað mér í leitinni, taktviss nálg- un sem hjálpar manni að finna svörin sem maður leitar að.“ Í dag er hægt að nálgast ýmsar upplýsing- ar um frímúrarareglur á Netinu og í bókum og því spurning hvort leynireglur eigi sér framtíð í netvæddu nútímasamfélagi? „Að einhverju leyti breytir upplýs- ingavæðingin leyndinni, það er á hreinu. Það er hægt að fara inn á Amazon og panta bækur og fá miklar upplýsingar um starf frí- múrara. Hins vegar mun fólk ekki skilja kjarnann í starfi frímúrara bara með því að sjá brot á mynd- skeiðum eða lýsingar í bókum.“ Spurður um hvort leyndin sem hvílir yfir reglunni virki jákvætt eða neikvætt á þá sem standa utan hennar segir Baldur að leyndin sé auðvitað neikvæð fyrir marga enda hafi margar samsæriskenn- ingar verið búnar til vegna henn- ar. „Leyndin er hins vegar mikilvæg sér- staklega sem hluti af þeirri leit sem maður gengur í gegnum sem frímúrari. Ég hugsa þetta þannig að það sé ekki gaman að lesa spennandi bók ef maður les síðasta kaflann fyrst. Menn verða að upplifa hlutina í réttri röð. Ég held að leyndin sé spennandi fyrir marga, það er gaman þegar maður veit ekki alveg hvað maður á í vændum.“ Andlegi þátturinn vill oft gleymast Baldur segir Sam-Frímúrararegluna haft mjög jákvæð áhrif á líf sitt á óbeinan hátt. „Maður veltir hlutunum meira fyrir sér og reynir að bæta sjálfan sig og vera betri þjóð- félagsþegn. Reglan byggir dálítið á hæga- gangi og allt gengur rólega fyrir sig. Hún er stigskipt og menn eru vígðir inn á fyrsta stig. Þeir eiga að ráða í ákveðin tákn á þeim tíma og tengja þau við sjálfa sig og þegar þeir hafa fengið svar við fyrstu spurning- unum þá teljast þeir tilbúnir til að fara upp á annað stig og svo koll af kolli. Í reglunni okkar eru í raun þrjú stig og svo mörg hlið- arstig innan þeirra.“ Alls kyns fólk gengur til liðs við regluna að sögn Baldurs og myndar góðan þverskurð af þjóðfélaginu. „En Sam-Frímúrarareglan er enn þannig að konur eru í meirihluta og við þyrftum að fá fleiri karlmenn inn til að viðhalda góðu jafnrétti.“ Baldur sækir fundi, líkt og aðrir í reglunni á tveggja vikna fresti og mæting á fundi er mikilvægur liður í að sinna starfinu og eigin þroska. „Á fundum er viðhöfð sérstök siðræn athöfn og oft eru flutt erindi. Mér finnst þetta mjög mikilvægt, að hafa einhvern stað þar sem maður getur dregið sig út úr þessu daglega amstri. Að sækja fundina er eitt og sér sálaruppbygg- ing. Fólk nú til dags er duglegt að sinna fjöl- skyldu, starfi og líkamsrækt en andlegi þátt- urinn vill oft gleymast. Það er mikilvægt að rækta sálina.“ En er þá ekkert leyndarmál sem reglan býr yfir eða heilagur kaleikur grafinn? „Ég hef að minnsta kosti ekki grafið hann upp enn,“ segir Baldur og hlær. „Þetta snýst um það að uppgötva leyndarmálið hjá sjálfum sér. Fólk verður að hafa þolinmæði því þetta er ekki skyndilausn eins og svo margt annað sem býðst í nútímasamfélagi.“ Að leita að sjálfum sér BALDUR GÍSLASON, SKÓLASTJÓRI TÆKNI- SKÓLANS „Ég gekk í regluna eftir samtal við vini og kunningja sem voru í reglunni og hún vakti forvitni mína,“ segir Signý sem segist hafa aðallega heillast af mannúðarstefnunni í reglunni. „Mig langaði til þess að vita hvar ég stæði í lífinu og hvað ég gæti gert betur.“ Signý hafði lítið sem ekkert heyrt um regluna áður fyrir utan að hafa sungið á samkomum karlareglunnar í Reykjavik. „Reglan hefur gefið mér afar mikið,“ segir Signý. „Það er mjög gott að stunda þetta starf, maður styrkist, kafar dýpra í sjálfan sig og fær að umgangast það góða fólk sem er innan reglunnar.“ Signý segist hafa notið þess að starfa í reglunni. „Það má segja að þetta sé ákveðin lífsspeki og að reglan leggur upp með ákveðin lífsgildi og ákveðin markmið. Síðan er það eftir hverjum og einum að vinna eftir þeim.“ Fordómar gagnvart reglunni eiga ekki við nein rök að styðjast, segir Signý. „Þetta eru ekki samtök sem eru að reyna að koma meðlimum sínum til metorða á einhvern hátt, langt frá því. Þetta er mannúðarregla fyrst og fremst. Fólk ætti að gefa þessu tækifæri og ekki að láta stjórnast af fordómum.“ Trúfrelsi í reglunni Signý segir Sam-Frímúrararegluna vera mik- ilvæga einmitt í nútímanum í erli samfélags- ins. „Fólk er alltaf svo upptekið og er alltaf að flýta sér. Það staldrar of sjaldan við til að taka púlsinn á sjálfum sér. Það eru svo marg- ir sem taka ekki eftir því hvað er að gerast í þeirra innri veruleika. Andlegi þátturinn er okkur mönnunum mjög mikilvægur.“ Signý segir áhuga sinn á andlegum málefnum hafa eflst þegar hún gekk í gegnum veikindi. „ Þau ollu því að ég fór að hugsa meira um þessa hluti sem varð til þess að áhuginn kviknaði á reglunni. Andleg málefni skipta mig máli í daglegu starfi og í lífinu yfirhöf- uð. Maður þarf að vera í andlegu jafnvægi til að takast á við áreiti og árekstra í lífinu.“ Signý hefur sína guðstrú en það er trúfrelsi í reglunni. „Trúfrelsi er mjög mik- ilvægur þáttur í Sam-Frímúrara- reglunni.“ Mikil saga sem vekur áhuga Öllum er frjáls aðgangur að regl- unni en til þess að sækja um þarf fólk að vera orðið tuttugu og eins árs og vera með hreint sakavott- orð og vera með meðmælanda innan reglunnar. „Svo eru reglulegir fundir en í þeim felst hin andlega vinna. Það er sjálf- sagt hægt að sækja hinar og þessar upplýsing- ar um frímúrara á Netinu en þú þarft að fara inn í regluna til þess að skilja hvað átt er við. Á fundum fær maður frið frá hinu daglega amstri og þetta er eins og ákveðin hugleiðsla. Á bak við regl- una liggur líka heilmikil saga og grúsk og þetta vekur áhuga.Það er mikil lífsspeki í kringum regluna. Það er ekki verið að þröngva einu upp á einn eða neinn. En reglan er ekki einhver töfralausn, maður fer ekki á fund og stingur sér í sam- band og öðlast skilning,“ segir Signý og hlær. „Ég held að mann- ræktin sé það sem skiptir mestu máli í reglunni og að gera gagn, fyrir sjálfan sig og aðra, að gera eitthvað mikilvægt við líf sitt. Maður lærir líka að bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum manneskjum. Undanfarin ár finnst manni þetta hafa dálítið gleymst í okkar ágæta íslenska samfélagi.“ Mannrækt og mannvirðing að leiðarljósi SIGNÝ SÆMUNDDÓTTIR SÖNGKONA HVAÐ ER SAM-FRÍMÚRARAREGLAN? Alþjóða Sam-Frímúrarareglan eru mannræktarsamtök þar sem karlar og konur starfa saman á jafnréttisgrundvelli samkvæmt siðakerfi frímúrara sem bjóða mönnum tákn- ræna aðferð til að kynnast innri veruleika. Lögð er áhersla á jafnrétti, trúfrelsi og opinn leitandi huga. Á miðöldum veittu slíkar reglur einungis karlmönnum viðtöku en á þeim tímum þóttu konur óæðri karlmönnum. Til forna störfuðu karlar og konur saman í launhelgum horfinna menningarheima en miðaldahefðin var ekki rofin fyrr en með tilkomu Alþjóða Sam-Frímúrarareglunnar „Le Droit Humain“ er taldi nauðsynlegt að skila starfi frímúrara til nútímans í samræmi við breytt þjóðfélagsviðhorf og jafnréttishugsjón. Uppruna þessarar reglu má rekja til frímúrarastúkunn- ar Les Libres Penseurs (Frjálsir hugsuðir) í Frakklandi. Meðlimir þessarar stúku höfðu kynnst Maríu Deraismes (1828-1894) sem var í forystu kvenréttindahreyfingarinnar frönsku og óþreytandi að hvetja konur til starfa á sem flestum sviðum. Hún var rithöfundur og blaðamaður og nýtur mikillar virðingar í franskri sögu. Bræður áðurgreindr- ar stúku töldu sig ekki geta fundið neitt sem mælti gegn því að kona yrði frímúrari nema vanhugsuð venja, og þar af leiðandi vígðu þeir hana árið 1882. Maria Deraismes beitti sér svo fyrir því ásamt stjórnmálamanninum dr. Georges Martin (1844-1916) að stofnuð var Alþjóða Sam- Frímúrarareglan Le Droit Humain sem stórstúka í París 1893. Voru stofnendur átján og þar á meðal má nefna Clemence Royer (1830-1902), sem einnig var í forystu frönsku kvenréttindahreyfingarinnar og vann að vísinda- störfum. Sérstakir kynningarfundir verða í dag klukkan 14 á eftirtöldum stöðum: Reykjavík, Kirkjustétt 2-6, Akureyri að Glerárgötu 32 og á Egilsstöðum í Frímúrarahúsinu Tjarnar- ási 6. www.samfrim.is FEGURÐ HINNA FORNU LAUNHELGA Fréttablaðinu bauðst að mynda í fyrsta sinn musteri Sam-Frímúrarareglunnar á Kirkjustétt en hér má sjá fundarsal með svarthvítu gólfi og súlum undir stjörnuhimni auk ýmissa tákna sem notuð eru í siðfræði frímúrara. FRÉTTABLAÐIÐ /GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.