Fréttablaðið - 06.03.2010, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 06.03.2010, Blaðsíða 38
2 matur YGGDRASILL MÖMMUMETINGUR Vera Einarsdóttir SKÝRINGAR Á UPPSKRIFTATÁKNUM: matur kemur út mánaðarlega með laugardagsblaði Fréttablaðsins. Ritstjórn: Roald Eyvindsson og Sólveig Gísladóttir Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Forsíðumynd: Haraldur Jónasson Pennar: Kjartan Guðmundsson, Júlía Margrét Alexandersdóttir Ragnheiður Tryggvadóttir og Vera Einarsdóttir Ljósmyndir: Fréttablaðið Auglýsingar: Bjarni Þór Sigurðsson bjarnithor@365.is Það er ekki nokkur spurning að þessi bók kveikti matreiðsluáhugann hjá mér og minningarnar hreinlega hellast yfir mig þegar ég fletti henni. Ég minnist þess til dæmis þegar ég var ungur drengur á Akureyri og gerðist svo metnaðarfullur að elda upp úr bókinni súkkulaðiköku fyrir mig og vini mína. Samkvæmt uppskriftinni átti að vera kaffi í kreminu og ég tók mig til og skellti slatta af kaffikorgi út í kremið. Kakan varð auðvitað nánast óæt, en við létum okkur nú samt hafa það að borða hana,“ segir Jón Svavar Jósefsson óperusöngvari um Mat- reiðslubókina mína og Mikka, sem kom út hjá Setbergi árið 1980 og hefur líklega verið fyrsta matreiðslubók margra. Jón segist búa að þeirri reynslu sem bókin veitti honum. „Ég fékk bókina í afmælisgjöf þegar ég var lítill og hef alla tíð síðan haft mikinn áhuga á matreiðslu. Þegar ég lærði óperusöng í Vín í Austurríki var ég til dæmis mikið fyrir að kaupa framandi hráefni á mörkuðum og leika mér með í matseldinni. Núna er ég með matjurtagarð úti í garði þar sem ég rækta meðal annars chili, myntu, kóríander og fleira. Ég bíð spenntur eftir vorinu,“ segir Jón Svavar. Hann segist sýknt og heilagt hafa verið að matreiða upp úr bókinni sem strákur. „Ég eld- aði ýmislegt upp úr bókinni, til dæmis spag- ettí Péturs Pan, en var hrifnastur af eftir- réttunum. Karamellueplin hans Gláms eru lostæti og uppskriftin að súkkulaðibúðingi uglunnar er einkar góð, en hún gengur út á að opna pakka af súkkulaðibúningi og matreiða eftir leiðbeiningum,“ segir Jón og hlær. Vænst þykir Jóni þó um eggjasnaps bjarn- arins Balú, sem hefur fylgt honum lengi. „Við skelltum oft í eggjasnapsinn vinirnir á unglingsárunum. Síðast fékk ég mér snaps- inn þegar ég hafði nýlokið við að þreyta frumraun mína með Sinfóníuhljómsveit Íslands í kór-óperunni Carmina Burana fyrir þremur vikum. Það fannst mér full- komin leið til að fagna svo stórum áfanga,“ segir Jón Svavar. - kg MIKKI KVEIKTI MAT- REIÐSLUÁHUGANN Jón Svavar Jósefsson óperusöngvari segist búa að þeirri reynslu í matargerð sem Matreiðslu- bókin mín og Mikka, sem kom út hjá Setbergi árið 1980, veitti honum. Jón Svavar fagnaði frumraun sinni með Sinfóníuhljómsveit Íslands með því að blanda einn eggjasnaps að hætti bjarnarins Balú. Eins og sjá má er bókin slitin eftir mikla notkun. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM framlengt út mars Veitingahúsið Perlan - Sími 562 0200 - Fax 562 0207 Netfang perlan@perlan.is - Heimasíða www.perlan.is Tilvalið fyrir árshátíðina! 4ra rétta seðill frá 4.990 kr. Yggdrasill býður upp á lífrænt rækt- aðar matvörur í góðu úrvali og þar á meðal lífrænan barnamat. „Við erum með barnamatvöru frá tveim- ur þekktum framleiðendum, Holle í Sviss og Aurion í Danmörku,“ segir Ari Hultqvist, framkvæmdastjóri Yggdrasils. „Holle býr meðal annars til kex, þurrmjólk og mauk og grauta fyrir ungbörn, með lífrænar og vist- vænar framleiðsluaðferðir að leiðar- ljósi. Þar af leiðandi fara engin óþarfa aukaefni í matinn, eins og erfðabreytt efni, viðbættur sykur eða hertar fitur svo dæmi séu tekin og útkoman skilar sér í auknum gæðum.“ Ari segir danska mjölframleiðand- ann Aurion hafa sams konar viðmið- unarreglur í hávegum. „Það er enginn verulegur munur á þessum merkjum, kannski örlítið ólíkar áherslur.“ Barnamaturinnn frá Aurion fæst eingöngu í verslun Yggdrasils að Skólavörðustíg 16 en Holle-vörurnar víðar þar sem Yggdrasill selur þær í aðrar heilsuvöruverslanir og stórmarkaði, meðal annars í Melabúðinni, Heilsuhúsbúðunum og Hagkaupsbúðunum. Lífrænt og lystugt EGGJASNAPS BJARNAR- INS BALÚ Fyrir tvo 1 egg 4 msk. sykur 4 dl mjólk 1/8 tsk. salt ¼ tsk. vanillu- dropar Brjóttu eggið í skál og þeyttu það með sykrinum þar til það er létt og froðukennt. Settu nú mjólkina, saltið og vanillu- dropana út í. Þeyttu þetta vel saman. Helltu í glösin og stráðu ofur- litlu múskati ofan á hvort glas. Njótið. Þegar barnaafmæli er á næsta leiti fara mæður (og stundum feður) á flug. Hvaða þema á að vera? Hvernig diska á að kaupa? Hverjum á að bjóða? Hvaða veitingar og umfram allt hvaða kaka á að vera á borðum! Barnaafmæli nútímans gefa tilefni til að ætla að það búi listakokkur á öðru hverju heimili en yfirleitt svigna borðin undan brauðréttum, bollum, salötum og kökum af ýmsu tagi. Í langflestum tilfellum er síðan risavaxin fagurskreytt fígúruterta fyrir miðju. Tertan sú er yfirleitt táknræn fyrir áhugasvið og aldur afmælisbarnsins og er ýmist í formi bangsa, kanínu, prinsessu, Spiderman, Svarthöfða og jafnvel Sveppa. Það er því af sem áður var þegar einungis var boðið upp á eina súkkulaðitertu, skreytta kókos- mjöli og kertum. En fyrir hvern er allt tilstandið? Er það fyrir afmælisbarnið eða er það kannski meira fyrir mömmuna (og mögulega pabbann) sem fær hrós fyrir listilega skreytta kökuna og kræsingarnar með? Líkleg- ast er það jafnt fyrir mömmur, pabba, gesti og börn. Ef tími og fjárráð leyfa er auðvitað gaman að nostra við veit- ingarnar og geta boðið ættingjum og vinum upp á það besta sem völ er á. Eins hlýtur það að vera gaman og eftirminnilegt fyrir barnið að fá fallega köku með uppáhalds fígúr- unni sinni. Ég er sjálf mamma sem fer öll á flug nokkr- um vikum áður en sonur minn á afmæli og má sjá svita- perlur drjúpa af enni föður hans yfir öllum þeim hugmyndum sem þarf að hrinda í framkvæmd. Ég byrja á að skrifa lista og kynna mér kökuuppskriftir af miklum móð og snúðurinn sem er átta ára hefur þegar fengið Bangsímon-, fótbolta-, orma-, Svampur Sveinsson- og krókódílaköku. Gerð þeirra er ávallt á minni könnu enda þótt pabbi hans sé afar liðtækur í eldhúsinu. Kökugerð er einfaldlega „my thing“ og þarf hvert Smarties að vera á sínum vísa stað. Vitanlega hef ég fengið rós í hnappagat- ið og eflaust gleðst ég yfir því. Ég lifi þó í þeirri trú að kökugerðin og umstangið sé ekki aðeins fyrir mig því sonur minn elskar að eiga afmæli og allt sem því fylgir og tíminn í kringum daginn hans er skemmtilegur fyrir okkur bæði. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V A LL I Hvunndags/til hátíðabrigða Kökur Til hátíða- brigða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.