Fréttablaðið - 06.03.2010, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 06.03.2010, Blaðsíða 64
8 matur Við höfum gert pitsur, kókos-kúlur og súkkulaði og svona,“ segir Hanna Hulda en sér- grein systkinanna er þó vöfflur. Þær eru svo góðar að vinir þeirra sem fá að smakka vilja engar aðrar og hafa ömmur vinanna meira að segja hringt eftir uppskriftinni. Vöfflurnar eru úr grófu og fínu spelti en stundum setur mamma systkinanna, Ebba Guðný Guð- mundsdóttir, 100 grömm af hafra- mjöli, kókosmjöli eða hrísgrjóna- mjöli í vöffludeigið og þá aðeins 30 0 grömm af spelti. Hanna Hulda segir vöfflurnar bragðast betur þegar hún býr þær til sjálf og í sama streng tekur Hafliði. Hann er sérstaklega viljugur í eldhúsinu og spurður að því hvað hann ætli að verða þegar hann verður stór kemur svarið um hæl: „Ég ætla að verða kokkur!“ Börnin eiga ekki langt að sækja matreiðsluáhugann en móðir þeirra gaf út bókina Hvað á ég að gefa barninu mínu að borða? árið 2007 en þar er að finna fjölda upp- skrifta fyrir litla maga. „Mamma er alltaf að hugsa um mat og gera mat,“ segir Hafliði. Ebba Guðný leggur upp úr hollustu á heimili sínu. „Ég held að ég sé samt ekk- ert að klikkast yfir þessu en það er þó þannig að þegar fólk byrj- ar að nota heilkorn og gróft spelti þá finnst því það betra og það fer yfirleitt ekki til baka.“ Ebba og börnin eiga góðar stundir í eld- húsinu en ætli fjölskyldufaðirinn sé duglegur að elda? „Nei, pabbi kann ekkert að elda en hann hjálp- ar dálítið til,“ segir Hanna Hulda. Þótt krakkarnir borði að jafnaði hollan mat og líki vel eru þau bæði sammála um eitt: „Pitsa er besti matur í heimi!“ - ve Best að gera sjálf Umhirða tanna er mikilvæg og ætti að bursta tennurnar bæði kvölds og morgna alla daga. Eins ef mikill sykur hefur verið á matseðli dagsins ætti að bursta oftar. Bakteríur í munninum um- breyta sykri í sýru, sem byrjar að leysa upp glerunginn á tönnunum nokkrum mínútum eftir að sykurs- ins hefur verið neytt. Foreldrar þurfa að bursta tenn- ur barna alveg til um 10 til 12 ára aldurs. Fyrr ráða þau ekki við að bursta eins vel og þarf. Strax og fyrsta barnatönnin kemur upp á að bursta með mjúkum bursta og ör- litlu flúorbættu tannkremi, ætluðu börnum. Þegar jaxlarnir koma upp á að bursta með láréttri hreyfingu alla fleti tannanna og nota tannþráð milli tannanna. Tannþráður sem festur er á pinna gæti hentað betur í litla munna þar sem erfitt er að komast að. HREINAR OG FÍNAR TENNUR Hafliða og Hönnu Huldu finnst vöfflurnar bragðast betur þegar þau búa þær til sjálf. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Ebba Guðný, móðir systkinanna, segir að börn frá níu ára aldri geti hæglega búið til vöfflurnar upp á eigin spýtur. Börnin hennar fá smávegis aðstoð. Systkinin setja lífrænt súkkulaði eða hrásykur út á vöfflurnar. 300 g gróft spelti 100 g fínt spelti 1 tsk. sjávarsalt 1 tsk. vínsteinslyftiduft (úr heilsuhillunni) 1-2 tsk. kardimommuduft 2 egg 40 g ólífuolía, kókosolía, sól- blómaolía eða brætt smjör Um 5-6 dl (500-600 ml) vökvi. Má vera lífræn hrísgrjóna- mjólk, AB-mjólk, jógúrt eða lífræn nýmjólk og vatn á móti til að spara. Þurrefnum blandað saman (hægt er að svissa og nota 300 g fínmalað spelti og 100 g gróf- malað). Eggjum, olíu og mjólk bætt út í þar til deigið er orðið eins og sæmilega þykkur graut- ur. Vöfflurnar steiktar og bornar fram með lífrænum og/eða syk- urlausum sultum, agave-sýrópi, hráu lífrænu hunangi (þó aðeins fyrir börn eldri en eins árs), smjöri og osti, ávöxtum og rjóma, lífrænu súkku- laði úr dós eða bræddu 56 eða 70 pró- sent súkkulaði. VÖFFLUR AÐ HÆTTI HAFLIÐA OG HULDU Systkinin Hanna Hulda og Hafliði Hafþórsbörn hafa gaman af því að bauka í eld- húsinu og hjálpa mömmu að elda. Þau eru sérstaklega lagin við að gera vöfflur. Matur sem búa á til með börnunum þarf að vera auðveldur að gerð. Kókoskúlur henta sérlega vel litlum puttum. Í slíkar kúlur þarf: 1 dl kók- ósmjöl, 2 dl haframjöl, 3 dl flórsykur, 3 msk. kakó, 1 tsk. vanilludropa, 2 msk. vatn og 100 g smjörlíki. Hráefnið er sett í skál, hnoðað saman, búnar til litlar kúlur og kældar í ísskáp. AUÐVELDAR OG SÆTAR KÓKOSKÚLUR Kemur út þriðjudaginn 9. mars. Fermingar Sérblað Fréttablaðsins. Auglýsendur vinsamlegast hafið samband: Benedikt • benediktj@365.is • sími 512 5411 Bjarni Þór • bjarni thor@365.is • sími 512 5471 Hlynur Þór • hlynurs@365.is • sími 512 5439 Sigríður Dagný • sigridurdagny@365.is • sími 512 5462 Engiferöl Fáðu þér hollan og góðan páskadrykk. Hollur, sykurlaus og lífrænn gosdrykkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.