Fréttablaðið - 06.03.2010, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 06.03.2010, Blaðsíða 66
10 matur Að sögn Urðar Njarðvík barnasálfræðings er mat-vendni hegðunarvandamál sem skapast þegar börn fara að útiloka heilu fæðuflokkana. „Þau eru þá ekki bara með einhverjar sérþarfir varðandi mat sem marg- ir kannast við heldur líta hreinlega ekki við ákveðnum fæðutegundum, eins og til dæmis fisk, grænmeti eða ávöxtum og vilja kannski bara lifa á mjólkur- og kornvörum.“ Spurð hvort erfðafræðilegar ástæður liggi aldrei að baki mat- vendni, segist Urður þekkja til rannsókna á því en það væri þá ein- ungis einn af mörgum orsakaþátt- um. „Hugsanlega er sumt fólk með viðkvæma bragðlauka en undirrót- in að matvendni er þó yfirleitt af atferlisfræðilegum toga. Matvönd börn foreldra sem eru sjálfir með sérþarfir varðandi mat eru fljót að ávinna sér samúð foreldra sinna, sem skella þá stundum skuldinni á erfðir. Reyndin er frekar sú að börnin eru oft að apa eftir hegð- un foreldranna eða annarra uppal- enda eða hafa náð að stjórna mál- tíðum með erfiðri hegðun.“ En hvernig er best að takast á við matvendni barna? „Mikilvægt er að setja börnum skýrar reglur, til dæmis passa upp á að láta þau ekki borða á milli matmálstíma þannig að þau séu svöng þegar maturinn er borinn fram og ekki bjóða þeim upp á eitthvað annað fúlsi þau við því sem er í boði. Síðan er regl- an að láta börn smakka á öllu sem fyrir þau er borið. Margir flaska reyndar á því að gefa börnum allt- of stóra matarskammta eða bita en það getur orðið til þess að þeim vex í augum að bragða á matnum. Betra er að láta börnin fá svo litla bita að þeim finnist þeir svo hlægi- lega litlir að þau smakki þá.“ Urður segir gott að hafa á bak við eyrað að stundum fæli áferð frekar en sjálft bragðið. „Þá er bara um að gera að sneiða kjötið niður í litla bita og bæta við það soði eða sósu eða sjóða grænmetið og jafnvel stappa það niður í stað- inn fyrir að bera það fram hrátt, svo dæmi séu tekin.“ Urður segir áríðandi að gefast ekki upp og styrkja neikvæða hegð- un til dæmis með undanlátssemi. „Reglan er að láta börnin smakka minnst þrisvar á nýjum mat til að venja þau við. Það er mikilvægt að hvetja þau áfram og hrósa og ná fram samvinnu í gegnum leik. Matinn má kalla skemmtilegum nöfnum, spergilkál tré og láta eins og barnið sé risi sem skóflar þeim upp í sig,“ segir hún. „Framsetn- ingin skiptir öllu máli.“ - rve Glímt við Dr. Urður Njarðvík hefur sérhæft sig í barnasálfræði og gefur lesendum hér góð ráð um hvernig glíma megi við matvendni barna. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Urður segir eðlilegt að börn séu rétt eins og fullorðna fólkið með ákveðnar sérþarf- ir varðandi mat. Þegar þau reyni hins vegar að útiloka heilu fæðuflokkana sé tími til kominn að grípa í taumana. NORDICPHOTOS/GETTY MATVENDNI BARNA Sumir foreldrar kannast við að eiga í erfiðleikum með að fá börnin sín til að borða ákveðnar fæðutegundir. Dr. Urður Njarðvík segir að með nokkur góð og einföld ráð að leiðarljósi sé oftast leikur einn að vinna bug á þessu hvimleiða vandamáli. Jói Fel er þekktur fyrir einstakar og glæsilegar fermingarveislur. Þú getur látið veisluþjónustuna hjá Jóa Fel koma með hugmyndir að samsetningu á veisluföngum fyrir þig, sem hentar þér og þínum. Fermingartertur að hætti Jóa Fel 15% afsláttur af kransaturnum og fermingarbókum Fermingarbók Kransakökur Ítalskar snittur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.