Fréttablaðið - 06.03.2010, Blaðsíða 96

Fréttablaðið - 06.03.2010, Blaðsíða 96
64 6. mars 2010 LAUGARDAGUR FÓTBOLTI Átta liða úrslit ensku FA bikarkeppninnar fara fram um helgina. Íslendingaliðið Reading er eina liðið utan úrvalsdeildarinn- ar sem enn er með en það tekur á móti Aston Villa á sunnudag. Reading hefur ekki komist svona langt í keppninni í 83 ár. „Við ætlum okkur sigur. Fólk er að tala um að við höfum engu að tapa í þessum leik en ég er ekki sam- mála því. Það er ekki ásættanlegt ef við stöndum okkur ekki í þess- um leik,“ segir Brian McDermott, knattspyrnustjóri Reading. „Síðan ég tók við stjórninni hérna hef ég ekkert spáð í nokkurn af andstæðingum okkar. Ég hef ekki skoðað neinar myndbandsupp- tökur af þeim. Við höfum einbeitt okkur algjörlega að því sem við sjálfir erum að gera og við verð- um að ná fram okkar styrkleika,“ segir McDermott. Reading hefur þegar lagt úrvals- deildarlið Burnley og Liverpool að velli í keppninni og vann svo magn- aðan sigur á WBA á dögunum. Þar skoraði Gylfi Þór Sigurðsson sig- urmarkið í framlengingu. Gylfi gat ekki leikið með U21-landsliðinu í vikunni og er tæpur fyrir leikinn á sunnudag og einnig Brynjar Björn Gunnarsson. „Ég hef verið stoltur af mörg- um atriðum síðan ég tók við lið- inu. Síðast þegar við unnum Sheffi- eld Wednesday aðeins nokkrum dögum eftir að hafa leikið 120 mínútur gegn WBA. Ég var mjög stoltur af mínum mönnum,“ segir McDermott en ljóst er að Reading á erfiðan leik gegn Villa sem stefn- ir á að vinna keppnina eftir að hafa tapað úrslitaleiknum um deildabik- arinn. Portsmouth fær frí frá ruglinu Hermann Hreiðarsson og félagar í Portsmouth fá kærkomið frí frá deildarkeppninni þar sem þeir eru í vonlausri stöðu. Þeir geta kall- að fram sjaldgæft bros á vörum stuðningsmanna liðsins með því að leggja Tottenham að velli í hádeg- isleiknum og tryggja sér sæti í undanúrslitum. Vonandi fær Eiður Smári Guð- johnsen tækifæri í byrjunarliði Tottenham sem heimsækir Ful- ham. Chelsea er sigurstrangleg- asta liðið sem eftir er í keppninni og mætir baráttuglöðu liði Stoke á morgun. Á meðan Chelsea, sem trónir á toppi úrvalsdeildarinnar, verð- ur að einbeita sér að bikarkeppn- inni verða Manchester United og Arsenal í eldlínunni í deildinni þar sem liðin leika gegn fallbaráttulið- um. United getur komist á toppinn með því að leggja Úlfana og Ars- enal getur jafnað granna sína að stigum með sigri á Burnley. elvargeir@365.is Verður Villa næsta bráð öskubuskuliðs Reading? Öskubuskuævintýri Reading í ensku bikarkeppninni gæti haldið áfram á morg- un þegar liðið tekur á móti Aston Villa. Á meðan Chelsea spilar í bikarnum geta keppinautar liðsins um efsta sætið í deildinni bætt stöðu sína. ÞÁ ER ÞAÐ BARA HINN BIKARINN Eftir að hafa tapað baráttunni um deildabikarinn leggja leikmenn Aston Villa mikla áherslu á að taka FA-bikarinn. NORDICPHOTOS/GETTY LEIKIR HELGARINNAR Á ENGLANDI Átta liða úrslit bikarsins: Portsmouth - Birmingham laugardag 12:30 Fulham - Tottenham laugardag 17:20 Reading - Aston Villa sunnudag 13:45 Chelsea - Stoke sunnudag 16:00 Enska úrvalsdeildin: Arsenal - Burnley laugardag 15:00 West Ham - Bolton laugardag 15:00 Wolves - Man Utd laugardag 17:30 Everton - Hull sunnudag 16:00 FÓTBOLTI Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari valdi fjóra nýliða og sjö leikmenn til við- bótar sem hafa aðeins leik- ið einn landsleik, í hóp sinn fyrir vináttuleiki á móti Fær- eyjum og Mexíkó í mars. Nýliðarnir fjórir eru Jón Guðni Fjóluson úr Fram, Skúli Jón Frið- geirsson úr KR, Alfreð Finnbogason úr Breiða- bliki og Kolbeinn Sigþórsson úr AZ Alkmaar. Þeir sjö leikmenn sem hafa einungis leikið einn landsleik eru Heimir Einarsson úr ÍA, Kristinn Jónsson úr Breiða- bliki, Guðmundur Kristj- ánsson úr Breiðabliki, Óskar Örn Hauksson úr KR, Steinþór Freyr Þorsteinsson úr Stjörn- unni og Atli Guðnason úr FH. - óój Landsliðshópur fyrir leiki við Færeyjar og Mexíkó: Reynslulítill hópur KOLBEINN SIGÞÓRSSON Í A-landsliðið. FRJÁLSAR Frjálsíþróttakonan Helga Margrét Þorsteinsdóttir tekur þátt í fimmtarþraut á sænska meistara- mótinu í frjálsum sem fer fram í Stokkhólmi um helgina. Þetta verður fyrsta þrautin hennar síðan hún meiddist á Evrópumóti ungl- inga síðasta sumar þegar hún var komin með aðra höndina á gullið. „Staðan á mér er góð. Ég er nokkuð heil og er bara mjög spennt fyrir þessu. Þetta verður mjög gaman og ég er að fara að keppa við fullt af góðum keppendum,“ segir Helga og nefnir sérstaklega Jessicu Samuelsson sem þykir vera sú besta á Norðurlönd- um eftir að Carolina Klüft hætti. „Ég er með mín markmið en ég ætla líka að hafa gaman af þessu því maður keppir ekki í þraut á hverjum degi. Þetta er fysta þrautin sem ég fer í eftir EM eins og það endaði. Það er smá skrekkur í manni en ekki eitthvað sem hægt er að sigrast á,“ segir Helga og bætir við: „Það væri gott að ná skrekknum úr sér en svo er bara að gaman að kom- ast út og keppa á einu móti áður en maður byrjar aftur að þyngja í æfingunum,“ sagði Helga en fimmt- arþrautin fer öll fram á sunnudaginn. - óój Helga Margrét Þorsteinsdóttir keppir í sænska meistaramótinu á sunnudaginn: Fyrsta þrautin eftir EM í fyrra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.