Fréttablaðið - 06.03.2010, Blaðsíða 102

Fréttablaðið - 06.03.2010, Blaðsíða 102
70 6. mars 2010 LAUGARDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 PERSÓNAN LÁRÉTT 2. brennt vín, 6. tveir eins, 8. neitun, 9. nagdýr, 11. stöðug hreyfing, 12. blíðskapur, 14. vísa leið, 16. drykkur, 17. angan, 18. skelfing, 20. óhreinindi, 21. karl. LÓÐRÉTT 1. þurrka út, 3. öfug röð, 4. sár, 5. sigti, 7. gjarnan, 10. arinn, 13. súld, 15. formóðir, 16. auð, 19. ónefndur. LAUSN LÁRÉTT: 2. romm, 6. ff, 8. nei, 9. mús, 11. ið, 12. ástúð, 14. lóðsa, 16. te, 17. ilm, 18. ógn, 20. im, 21. mann. LÓÐRÉTT: 1. afmá, 3. on, 4. meiðsli, 5. mið, 7. fúslega, 10. stó, 13. úði, 15. amma, 16. tóm, 19. nn. „Þetta verður algjör sturlun,“ segir Stefán Magnús- son, skipuleggjandi tónlistarhátíðarinnar Eistna- flug. Breska dauðarokkhljómsveitin Napalm Death kemur fram á Eistnaflugi í ár, en hátíðin er hald- in árlega í Neskaupstað. Napalm Death var stofnuð árið 1981 og er brautryðjandi í heimi dauðarokks- ins. Þrátt fyrir að hljómsveitin sé búin að vera að í næstum því 30 ár eru meðlimirnir enn þá í fullu fjöri að sögn Stefáns. „Það er svo víðsfjarri að þeir séu orðnir einhverjar lummur,“ segir hann. „Þeir sem hafa séð þá úti tala um snilld. Algjöra snilld.“ Eistnaflug hefur stækkað ár frá ári, en fleiri en þúsund gestir sóttu hátíðina í fyrra. Hljómsveitir á borð við Mínus og Dr. Spock hafa boðað komu sína í ár ásamt mörgum af helstu rokksveitum landsins. Stefán skynjar mikla spennu fyrir Napalm Death. „Gömlu hundarnir sem hlustuðu á Scum-plötuna eru búnir að hafa samband við mig. Þeir trúa þessu ekki,“ segir hann. Meðlimir Napalm Death eru mjög spenntir fyrir komunni til Íslands og ætla að sögn Stefáns að skoða land og þjóð. „Þeir ætla að fara í Dimmuborgir, taka túristann og hafa gaman,“ segir Stefán. „Shane og Barney [meðlimir Napalm Death] eru þegar byrjaðir að plana ferðalagið.“ Eistnaflug fer fram dagana 8. til 10. júlí og miða- sala hefst eftir helgi. Miðaverð er að sjálfsögðu 6.666 krónur. - afb Napalm Death á Eistnaflugi BRAUTRYÐJENDUR Dauðarokksveitin Napalm Death er vænt- anleg til landsins í sumar. „Ég var ráðinn í þetta djobb,“ segir leikar- inn Halldór Gylfason. Fréttablaðið sagði í gær frá því að leikar- inn Erling Jóhannesson hefði í maí árið 2008 verið ráðinn í auglýsingu fyrir Icesave-útibú Landsbankans í Hollandi. Erling átti að leika listamann í auglýsingunni, sem var aldrei framleidd, en Halldór Gylfason átti að leika aðalhlutverkið. „Ég hitti Hollendingana sem áttu að fram- leiða auglýsinguna á bar niðri í bæ og þeir splæstu á mig gin og tónik,“ segir hann. Þegar Halldór var búinn að leika í alls kyns prufutökum fyrir Hollendingana fékk hann símtal um að babb væri komið í bátinn. Stjórn Landsbankans hafði tekið ákvörðun um að hætta við auglýsinguna í bili. Halldóri var sagt að ástæðan væri sú að bankastjóri Landsbankans kunni ekki við hann í hlut- verkinu. Halldór telur að það hafi verið yfir- klór. „Það var allt komið í fokk í þessum banka og þessir drullusokkar búnir að skíta upp á bak,“ segir hann. Eins og aðrir leik- arar, sem komu nálægt því að verða þekktir sem andlit eins mesta klúðurs íslenskrar fjármálasögu, er Hall- dór ánægður með að auglýsingin var ekki framleidd. „Þetta er það næsta sem ég hef komist því að vera í lífshættu,“ segir hann. „Ég er ekki viss um að ég væri á lífi ef þetta hefði verið gert. Ég hefði verið drepinn af Hollendingi, Breta, Íslendingi eða mér sjálfum.“ - afb Dóri Gylfa átti að vera Icesave-kallinn „Við erum með þetta á teikniborð- inu núna, þetta gæti verið mjög spennandi,“ segir Bragi Þór Hin- riksson leikstjóri og framleið- andi. Framhaldsmyndin Algjör Sveppi og dularfulla hótelher- bergið verður að öllum líkindum fyrsta íslenska kvikmyndin sem gerð verður með þrívíddartækni. Fyrsta myndin um Sveppa og ævintýri hans sló eftirminnilega í gegn í sumar en nú á að hugsa hlutina í stærra samhengi. „Þrí- víddartæknin hefur gengið í gegn- um mikla þróun undanfarin tvö ár og nú er svo komið að hún er orðin yfirstíganleg,“ segir Bragi kok- hraustur. Vinsældir þrívíddarmyndarinn- ar Avatar eru sennilega flestum kunnar en hún hefur slegið aðsókn- armet um allan heim. Bragi bend- ir hins vegar á að íslenska myndin Bjarnfreðarson hafi skákað henni í tvær vikur og þegar menn blandi saman íslenskri kvikmynd og þrí- vídd þá hljóti það vera ágætis for- múla. Hann bætir því við að svona ævintýramynd eins og Algjör Sveppi sé kjörinn vettvangur fyrir menn að prófa sig áfram með þessa tækni. „Allavega er efniviðurinn fyrir hendi; draugar, álfar og alls konar ævintýri,“ segir Bragi. Kostnaðurinn við að koma sér upp tækjum og tólum fyrir þrí- vídd er töluverður, hleypur á millj- ónum, enda þarf að taka mynd- ina upp með tveimur tökuvélum í stað einnar. „Það þarf til dæmis að kaupa „monitor“ eða sérstakan skjá fyrir leikstjórann þannig að hann geti séð allar tökur í þrívídd með sérstökum gleraugum. Þannig að við verðum allir með gleraugu í sumar,“ útskýrir Bragi sem hefur þegar sótt námskeið í því hvern- ig eigi að taka upp kvikmynd af þessu tagi. „Auðvitað getur þetta síðan klúðrast og verið ömurlegt en ég held að Sveppi sé líklega eini maðurinn á Íslandi sem fyr- irgefst slíkt klúður,“ segir Bragi og hlær. Sam-film kemur einnig að fram- leiðslu myndarinnar enda rekur fyrirtækið þrívíddar-kvikmynda- hús. Bragi telur augljóst að þrí- víddin sé framtíðin, hún sporni til að mynda við ólöglegu niður- hali. „Það er búið að fresta Harry Potter því menn vilja gera hana í þrívídd og sama gildir um Clash of Titans og Prince of Persia. Þetta er einfaldlega það sem koma skal.“ freyrgigja@frettabladid.is BRAGI ÞÓR: FJÖLSKYLDUMYND BRÝTUR BLAÐ Í KVIKMYNDASÖGUNNI Algjör Sveppi gerð í þrívídd SÖGULEG KVIKMYND Bragi Þór Hinriksson leikstjóri stefnir að því að brjóta blað í íslenskri kvikmyndagerð. Algjör Sveppi og dular- fulla hótelherbergið verður að öllum líkindum fyrsta íslenska kvikmyndin sem gerð verður í þrívídd. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Logi Eldon Geirsson Aldur: 27 ára. Starf: Handboltamaður. Fjölskylda: Sonur Geirs Hallsteins- sonar og Ingibjargar Logadóttur. Hjúskaparstaða: Á kærustuna Ingibjörgu Elvu Vilbergsdóttur og eiga þau von á sínu fyrsta barni. Búseta: Býr í Lemgo í Þýskalandi. Stjörnumerki: Meyja. Logi Geirsson vinnur nú að bók um ævi sína. Mikið hefur rætt og ritað um svokallaða Bónus-mynd á vefnum en það var hægrivefurinn amx. is sem greindi fyrst frá henni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er um að ræða 20 ára afmælis- mynd fyrir Bónus sem Saga Film framleiðir og var tilbúin fyrir margt löngu. Hins vegar var ákveðið að taka upp tvö viðtöl og bæta þeim við myndina. Ekki mun vera ætl- unin að sýna myndina í sjónvarpi heldur mun hún eingöngu vera hugsuð fyrir starfsmenn fyrirtækis- ins. Leikstjóri er Margrét Jónasar- dóttir. Skjár einn hyggst taka til sýning- ar vefsjónvarpsþáttaröð Ólafs Jóhannessonar, Popp-Óla, sem heitir Circledrawers. Þættina prýða margir af þekktustu leikurum þjóðarinnar en auk þess koma tveir leikarar úr Sopran- os við sögu, þau Steve Schirippia og Sharon Angela. Þættirnir voru fjölmargir en Ólafur hefur nú klippt þá saman í þrjá og verða þeir sýndir um páskana sem er kannski vel við hæfi, enda fjallar The Circledrawers um engla. Og aðstandendur Reykjavik Fash ion Festival eru stórhuga og hafa lagt nótt við dag í undirbúningi þessar- ar miklu tískuhátíðar. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst stendur til að gefa út blað í tengslum við hátíðina en það er Tinni Sveinsson, fyrrum ritstjóri Húsa & hýbýla, sem stýrir því. Myndaþáttur eftir Ara Magnússon mun meðal annars prýða blaðið en allir sem koma nærri hátíð- inni gera það frítt. - fgg FRÉTTIR AF FÓLKI VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 10. 1 Prófessor Vilhjálmur Árnason. 2 Erling Jóhannesson. 3 Brian Cox og Paul Dano. HURÐ SKALL NÆRRI HÆLUM Hall- dór Gylfason hitti Hollendingana sem áttu að framleiða Icesave-aug- lýsingu með honum í aðalhlutverki. Lækjargata 2a 101 R. sími 511-5001 opið alla daga 9.00 - 22.00 Státum af metn aðarfullu úrvali e rlendra bóka Viku- tilboð 6.395- 4.995,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.