Fréttablaðið - 08.03.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 08.03.2010, Blaðsíða 10
 8. mars 2010 MÁNUDAGUR 20 mismunandi bækur sem dæma þarf af kápunni. UMHVERFISVOTTUÐ PRENTSMIÐJA Oddi – umhverfisvottuð prentsmiðja. Höfðabakka 7, 110 Reykjavík, sími 515 5000, www.oddi.is www.kiropraktik.is Magni Bernhardsson D.C. hefur hafið störf á Kírópraktorstofu Egils Þorsteinssonar að Laugarvegi 163 E. Tímapantanir í síma 553-4400 "Af stað". Ertu með vefjagigt? Haldið verður 3ja kvölda fræðslunámskeið fyrir fólk með vefjagigt miðvikudagana 10., 17. og 24. mars í húsnæði félagsins að Ármúla 5, Reykjavík, á 2 hæð, sjá www.gigt.is. Upplýsingar og skráning er á skrifstofu félagsins í síma 530-3600. Gigtarfélag Íslands sumarferdir.is ... þegar fríið þitt skiptir máli. SVEITARSTJÓRNIR Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi, vill að bæjar yfirvöld í Hafnarfirði styðji við áform fyrirtækisins ef aftur verður efnt til íbúakosningar um stækkun álversins í Straumsvík. „Sem forstjóri álversins hlýt ég að lýsa áhyggjum af því hvaða áhrif önnur synjun í íbúakosn- ingu gæti haft á áhuga eigenda fyrirtækisins fyrir því að fjár- festa frekar á Íslandi. Stuðn- ingur bæjaryfirvalda myndi draga verulega úr þeim áhyggj- um,“ segir Rannveig í svarbréfi til Bjarka Jóhannessonar, sviðs- stjóra skipulagssviðs í Hafnar- firði. Lúðvík Geirsson bæjarstjóri segir aðspurður að sér sé ekki ljóst hvort Alcan séu að biðja bæjaryfirvöld um stuðning í aðdraganda íbúakosningarinnar. „Við höfum litið svo á að það væri ósk íbúanna að þeir ættu að kjósa í þessu máli. Það hefur ekk- ert verið rætt að bæjaryfir- völd séu að gefa út einhverjar yfirlýsingar af eða á í þessu máli ,“ segir bæjarstjórinn. Hafnfirðingar synjuðu naum- lega í íbúakosningu 2007 deili- skipulagi sem gert hefði Alcan kleift að stækka álverið í Straums- vík í 460 þúsund tonn. Nokkuð er síðan tilskilinn fjöldi undirskrifta náðist til að láta bæinn endur- taka kosninguna. Bæjaryfirvöld og Alcan hafa átt í viðræðum um forsendur hennar. Í áðurnefndu bréfi segir Rann- veig Rist að ótímabært sé að svara ýmsum spurningum sem bæjar- yfirvöld hafa sett fram. Meðal annars eigi fyrirtækið ekki leng- ur forgang að orku sem það hafi áður verið búið að tryggja sér. Lúðvík segir það hafa verið mat bæjarráðs að bréf Rannveigar svaraði ekki með nægjanlega skýr- um hætti þeim fyrirspurnum sem beint hafi verið til álversins og því hafi hann komið því til skila. „Þetta snýst meðal annars um hvort menn vilji fara fram með það skipulag sem er uppi eða hvort þeir telji ástæðu til að gera þar einhverjar breytingar á og hver sé hugur þeirra til að taka málið fyrir í kosningu núna því það er ekki hægt að fara fram með kosning- ar sem snúa að þriðja aðila nema í samráði við hann. Svörin í þeim efnum eru ekki nógu afdráttarlaus eins og málið hefur legið fyrir. Fyrsta skrefið er að það liggi ljóst fyrir um hvað á að kjósa ef það á að kjósa um málið aftur,“ segir Lúðvík Geirsson. gar@frettabladid.is Bæjaryfirvöld styðji álver í íbúakosningu Forstjóri Alcan á Íslandi óttast áhrif þess að Hafnfirðingar synji aftur álverinu í Straumsvík um stækkun í íbúakosningu og vill stuðning bæjaryfirvalda. Bæjarstjórinn segir ekkert ákveðið með yfirlýsingar af eða á. Ýmis svör vanti. RANNVEIG RIST ÁLVERIÐ Í STRAUMSVÍK Til að umdeild stækkun álversins geti orðið að veruleika þarf að leggja talsvert land til viðbótar undir verksmiðjuna og færa Reykjanesbrautina á kafla. ÍRAK Að minnsta kosti 35 manns létu lífið í hryðjuverkaárásum í Írak í gær, en þá var kosið til þings í landinu í annað sinn frá innrásinni í landið árið 2003. Sprengju-, handsprengju- og flugskeytaárásir voru gerðar í höf- uðborginni Bagdad og fleiri borg- um, þar á meðal Mosul, Falluja, Baquba og Samarra. Alls féllu 25 manns í einni árás þegar íbúðahús í norðurhluta Bagdad var sprengt snemma dags. Al-Kaída-samtökin höfðu hótað hryðjuverkaárásum í aðdrag- anda kosninganna. Tengd samtök dreifðu meðal annars bæklingum í Bagdad þar sem væntanlegir kjósendur voru varaðir við því að fara á kjörstað. Forsætisráðherra Íraks, Nouri-al Maliki, hvatti kjós- endur hins vegar til að nýta sér atkvæðisréttinn. Á fréttavef BBC kemur fram að kosningaþátttaka hafi verið góð þrátt fyrir árásirnar. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem hann hrósaði Írökum fyrir að láta ekki hættuna á hryðjuverkum aftra sér frá því að nýta kosninga- rétt sinn. Um 6.200 frambjóðendur frá 86 stjórnmálaflokkum börðust um 325 þingsæti í kosningunum. - kg Á fjórða tug manna féll í hryðjuverkaárásum í Írak í gær: Mannfall á kosningadegi SPRENGING Alls létust 25 manns þegar íbúðahús var sprengt upp í norðurhluta Bagdag, í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.