Fréttablaðið - 08.03.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 08.03.2010, Blaðsíða 12
12 8. mars 2010 MÁNUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Í dag langar mig að þakka fyrir það að ég hef kosningarétt. Mig langar að þakka fyrir það að hafa fengið að mennta mig í háskóla. Ég vil þakka konunum sem á undan komu fyrir alla þeirra vinnu sem hefur skilað árangri fyrir mig og kynsystur mínar. Takk fyrir réttinn til að stunda launaða vinnu og eiga mínar eigin eignir. Takk fyrir frelsið til að velja. Hetjurnar sem á undan komu Í dag er alþjóðlegur baráttu- dagur kvenna. Hann er haldinn hátíðlegur um allan heim til að minnast þess árangurs sem hefur náðst í því að jafna rétt kvenna og karla en ekki síður til að minna á hvað á eftir að gera. Kon- urnar sem á undan mér komu og gerðu að veruleika þau mannrétt- indi og lífsgæði sem mér þykja sjálfsögð þurftu að leggja mikið á sig. Konur þurftu að berjast fyrir þeim með blóði, svita og tárum. Olympe de Gouges sem skrifaði yfirlýsingu um réttindi kvenna á tímum frönsku byltingarinnar var síðar líflátin. Bandarískar kvenfrelsiskonur í upphafi 20. aldarinnar voru fangelsaðar og fóru í hungurverkfall fyrir mál- stað sinn; það að konur fengju að kjósa. Íslenskar kvenréttinda- konur þurftu að þola það að vera álitnar nornir, óhæfar mæður og haldnar einhverju óeðli þegar þær settu fram kröfur sínar um jafnrétti til náms og kjörgengis. Dauðans alvara Það að konur hætti lífi sínu fyrir málstaðinn er ekki eitthvað sem heyrir sögunni til. Í sumar hitti ég yfirkonu UNIFEM í Afganist- an sem sagði mér að starfsfólkið hennar væri í stöðugri hættu. Þetta eru raunverulegar aðstæð- ur kvenna víða um heim. Konur leggja þetta á sig vegna þess að baráttan er upp á líf og dauða. Ein af hverjum þremur konum verður fyrir ofbeldi á lífsleið- inni og kynbundið ofbeldi dreg- ur jafnmargar konur til dauða og krabbamein ár hvert. Ofbeldi gegn konum er mun algengari ástæða fyrir heilsubresti kvenna en umferðarslys og malaría til samans. Aðalritari Sameinuðu þjóðanna hefur lýst ofbeldi gegn konum sem faraldri sem þurfi að stöðva. Hann segir að þetta sé eitthvert útbreiddasta og algeng- asta mannréttindabrot í heimi. Á kvennaþingi Sameinuðu þjóðanna í síðustu viku sagði hann meðal annars að vinnu að friði, öryggi og sjálfbærri þróun í heiminum sé stefnt í voða ef ekki er sér- staklega unnið að því að frelsa konur og stúlkur undan misrétti og fátækt. Vikivaki jafnréttisins Í ár eru liðin 100 ár síðan konur úr verkalýðshreyfingunni komu saman í Ungdomshuset í Kaup- mannahöfn og ákváðu að tileinka einn dag árlega alþjóðlegri bar- áttu fyrir jafnrétti kynjanna. Síðan þá hefur margt áunnist en engu að síður svipar þessari bar- áttu frekar til vikivaka en beinn- ar vegferðar þar sem stigin eru tvö skref fram og eitt til baka. Við sjáum jákvæðar breytingar með aukinni menntun kvenna, þátttöku á vinnumarkaði og í stjórnmálum. Þó að konur skipi aðeins 18% þingsæta í heiminum hafa þær nú réttinn til þátttöku í langflestum ríkjum heims. En á sama tíma verður umfang ann- arra vandamála eins og mansals stærra og alvarlegra. Í sumar fer fram heimsmeistaramótið í knatt- spyrnu í Suður-Afríku. Þess er beðið með mikilli eftirvæntingu og vona suður-afrískar konur og karlar að mótið muni færa landinu efnahagslega velmegun. Kvennahreyfingar í Afríku og alþjóðlegar eru þó á nálum því nokkuð ljóst þykir að mansal frá fátækum nágrannaríkjum kemur til með að aukast í tengslum við keppnina. Krafturinn Á Íslandi eigum við enn langt í land með jafnréttið en það sem íslenskum konum þykir sjálfsagt mál eins og að geta menntað sig, valið sér sinn eigin maka og eign- ast börn með aðstoð læknis eða ljósmóður er fjarlægur veruleiki systra okkar víða um heim. Um allan heim starfa kvennahreyf- ingar af miklum krafti. Um allan heim er fjöldi fólks að vinna að því að binda enda á ofbeldi gegn konum. Leyfum þeim að njóta sín og blómstra. Nýtum alþjóð- legan baráttudag kvenna til að íhuga hvernig hægt er að leggja hönd á plóg og láta til sín taka í baráttunni fyrir jafnrétti og friði. Höfundur er framkvæmdastýra UNIFEM á Íslandi. STEINUNN GYÐU- OG GUÐJÓNSDÓTTIR Í DAG | Alþjóðlegur baráttudagur kvenna Viðarhöfða 6 - Reykjavík / Bæjarhrauni 12 - Hafnarfirði www.sindri.is / sími 575 0000 Verslanir • SÍ A • 10 05 84 Ryksugudagar í mars Allar ryksugur á frábæru tilboðsverði. 20% afsláttur af aukahlutum Takk fyrir mig Forsetinn hylltur Það hefur eflaust ekki farið fram hjá neinum að potturinn og pannan í þjóðaratkvæðagreiðslunni um helgina var forseti Íslands. Á kjördag skýrði hann frá því hvernig erlendir blaðamenn féllu í stafi eftir að hann tók upp vasareikninn og umreiknaði Icesave-skuldina úr krónum í pund. Þá vafðist ekki fyrir honum hvert mikilvægi „ákvörðunar minnar“ væri. Þar flugu á loft orð á borð við „lýðræðishátíð … lengra verður ekki komist í lýð- ræðisþróuninni … aðrar þjóðir spyrja hvernig þær geta orðið eins og við …“ Hér gildir hið fornkveðna: Ef enginn hrósar manni er best að gera það sjálfur. Sammála Forystumenn stjórnmálaflokkanna á þingi hittust í Silfri Egils í gær. Allir voru þeir sammála um hversu brýnt og mikilvægt væri að hætta öllu arga- þrasi, snúa bökum saman og vinna sig sameiginlega upp úr vandanum. Enginn var þó sam- mála um hvernig væri best að fara að því og var þrasað talsvert um það. Uppurið traust ekki nóg Bjarni Benediktsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, sagði í Silfrinu í gær að ríkisstjórnin væri rúin trausti og að hann treysti henni ekki til þeirra mikilvægu verka sem þyrfti að ráðast í til að endurreisa efnahagslífið. Samt vildi hann ekki að ríkisstjórnin segði af sér. Þetta er undarleg afstaða að ríkisstjórn sem maður treystir ekki eigi ekki að segja af sér, sérstaklega hjá formanni stjórnarandstöðu- flokks. Hvað þyrfti að ganga á hjá ríkisstjórninni til að Bjarna þætti ástæða til að hún segði af sér? bergsteinn@frettabladid.is UMRÆÐAN Elsa B. Friðfinnsdóttir skrifar um heilbrigðisþjónustu Fyrirtækið Iceland Healthcare tilkynnti á dögunum um umfangsmiklar endurbætur á sjúkrahúsinu á Ásbrú í Reykja- nesbæ. Þar á að opna sjúkrahús með þremur skurðstofum og 35 legurýmum þar sem boðið verð- ur upp á sérhæfðar meðferðir fyrir útlendinga. Forsvarsmenn Iceland Healthcare leggja áherslu á að um gjaldeyrisskapandi verkefni sé að ræða, að kostnaðurinn verði greiddur af þeim sem þjónustunnar njóta. Íslensk stjórnvöld munu ekki leggja fé í þetta verkefni úr ríkissjóði. Þetta verk- efni mun því ekki raska því jafna aðgengi Íslend- inga að heilbrigðisþjónustu sem landsmenn hafa reynt að verja. Í núverandi efnahagslægð er mikilvægt að efla atvinnulífið, örva nýsköpun og skapa ný atvinnu- tækifæri. Íslendingar eru fámenn þjóð og til að geta áfram veitt fjölbreytta heilbrigðisþjónustu á heimsmælikvarða þarf að huga að tækifær- um til að efla heilbrigðiskerfið og fjölga verkefn- um. Þannig má halda uppi fjölbreyttri sérhæfingu og koma í veg fyrir að sérþekking tapist úr landi. Hjúkrunarfræðingar, læknar og aðrir heilbrigðis- starfsmenn leita í auknum mæli til annarra landa eftir atvinnu og er það áhyggjuefni. Hér á landi verður næstu tvö til þrjú árin að minnsta kosti, gengið harkalega fram í niður- skurði í heilbrigðiskerfinu. Skurðstofum verður lokað, leguplássum fækkað og sérhæfðum heil- brigðisstarfsmönnum sagt upp. Sameining sjúkra- húsanna í Reykjavík fyrir tíu árum og tilflutning- ur verkefna til Landspítala hefur leitt til þess að þorri hjúkrunarfræðinga og annarra sérhæfðra heilbrigðisstarfsmanna er starfandi á þeirri stofn- un einni. Þótt Landspítali sé góður vinnustaður og starfsánægja þar mikil, er ekki heppilegt að hann verði eini vinnustaður sérhæfðra heilbrigðisstarfs- manna. Samkeppni um hæft starfsfólk er jafn nauðsynleg í heilbrigðisþjónustu og annarri þjón- ustu. Slík samkeppni veitir stjórnendum aðhald og starfsmönnum tækifæri til þróunar í starfi, sem alla jafna leiðir til betri þjónustu. Þau tækifæri sem munu skapast fyrir heilbrigð- isstarfsmenn með hinu nýja aðgerðasjúkrahúsi í Reykjanesbæ eru kærkomin á tímum niðurskurð- ar og uppsagna. Höfundur er formaður Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga. Tækifæri fyrir heilbrigðisstarfsfólk ELSA B. FRIÐFINNSDÓTTIR Ú rslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Icesave-lögin á laugardag koma ekki á óvart. Miðað við að í raun var kosturinn já ekki lengur í boði og betri niðurstaða var í boði en sú, sem Alþingi samþykkti í desember, blasti við að langflestir hlytu að segja nei. Menn verða að forðast að oftúlka niðurstöðuna, bæði hér heima og erlendis. Hún þýðir ekki að Ísland ætli ekki að standa undir innstæðutryggingunum vegna Icesave-reikninganna. Hún þýðir eingöngu að Ísland sættir sig ekki við kjörin og um þau þarf að ná nýju samkomulagi við Bretland og Holland, eins og reynt hefur verið á undanförnum vikum. Það er hins vegar fráleitt af forystumönnum ríkisstjórnarinnar að gera lítið úr kjörsókninni í atkvæðagreiðslunni og gefa í skyn að hún þýði að almenningur hafi lítinn áhuga á málinu. Þvert á móti var kjörsóknin ágæt, bæði miðað við þjóðaratkvæðagreiðslur í öðrum löndum og miðað við þær atkvæðagreiðslur, sem fóru fram hér á landi á fyrri hluta síðustu aldar. Það sýnir að þjóðin lætur sig Icesave-málið miklu skipta. Margir höfðu á orði í gær að niðurstaðan væri áfall fyrir ríkis- stjórnina og hún væri rúin trausti. Erfiðleikar ríkisstjórnarinnar blöstu við fyrir löngu og þurfti ekki atkvæðagreiðsluna til að sýna fram á þá. Stjórnin getur ekki komið sér saman um ýmis mikilvæg- ustu málin í endurreisninni. Stóriðjumál, önnur atvinnuuppbygging á vegum einkaframtaksins og Evrópumálin eru þar efst á baugi, fyrir utan Icesave-málið sjálft, sem hefur reynzt stjórninni þungt í skauti. Þrátt fyrir getuleysi ríkisstjórnarinnar á mörgum sviðum nýtur hún enn stuðnings um helmings kjósenda, samkvæmt könnunum. Það bendir til að stjórnarandstaðan hafi enn ekki náð vopnum sínum þrátt fyrir vandræðaganginn á stjórnarheimilinu. Innan stjórnarandstöðunnar er heldur ekki samstaða um kröfu um að boða til kosninga, eins og kemur fram í umfjöllun Fréttablaðsins í dag. Forysta Sjálfstæðisflokksins, sem nú er stærsti flokkurinn samkvæmt könnunum, vill sennilega fá ráðrúm til að bregðast við niðurstöðum rannsóknarskýrslu Alþingis áður en flokkurinn telur sig tilbúinn í kosningaslag. Ríkisstjórnin á þrjá kosti í stöðunni. Hún getur í fyrsta lagi byrj- að að haga sér eins og starfhæf ríkisstjórn og komið í gegn málum, sem órólega deildin innan Vinstri grænna hefur til þessa haldið í gíslingu. Hún á líka þann kost að gefast upp á verkefninu og boða til kosn- inga, en óvíst er að þær breyti valdahlutföllum flokkanna nógu mikið til að nýr, starfhæfur stjórnarmeirihluti verði til. Þriðji kosturinn er að ríkisstjórnin bjóði stjórnarandstöðunni upp á samstarf um lausn á ýmsum brýnum hagsmunamálum þjóðarinnar. Góð byrjun væri að klára Icesave-málið sem allra fyrst og láta ekki samstöðuna bresta sem tekizt hefur með flokkunum undan- farnar vikur. Allur dráttur á lausn í málinu hefur gífurlegan kostn- að í för með sér fyrir land og þjóð. Flokkarnir þurfa allir að sýna þá ábyrgð sem þarf til að koma því farsællega í höfn. Þá verða önnur mál vonandi líka auðveldari viðfangs. Vandi ríkisstjórnarinnar blasti við þótt ekki hefði komið til þjóðaratkvæðagreiðslu. Þrír kostir ÓLAFUR Þ. STEPHENSEN SKRIFAR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.