Fréttablaðið - 08.03.2010, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 08.03.2010, Blaðsíða 14
14 8. mars 2010 MÁNUDAGUR timamot@frettabladid.is Á morgun, hinn 9. mars, eru þrjátíu ár liðin frá því að Ferðafélag Austur- Skaftfellinga var stofnað. Rannveig Einarsdóttir, formaður félagsins, segir það augljóst að Íslendingar séu í aukn- um mæli farnir að ferðast um landið sitt. Fólk kann greinilega að meta hið þróttmikla og fjölbreytta starf sem unnið er í deildum ferðafélaganna um allt land. Félagafjöldi eykst og vel bókast í skipulagðar ferðir. „Ætli þetta sé ekki blessaðri kreppunni að þakka,“ segir Rannveig. Aukning var á gestakomum og gisti- nóttum í Múlaskála á Lónsöræfum í fyrrasumar og mikið er um bókanir nú í sumar. Rannveig segir meðlimi ferða- félagsins ætla að gera sér glaðan dag í tilefni af afmælinu. „Það verður til að mynda afmæliskaffi í Nýheimum á Höfn 14. mars þar sem við munum gleðjast saman, líta yfir farinn veg og deila minningum og myndum,“ segir Rannveig og bætir því við að einnig verði dregið í lukkuleik strandgöng- unnar. „Þá munum við einnig kynna fyrir félagsmönnum ferðadagskrá og starfsemi sumarsins,“ útskýrir Rann- veig og af nógu verður að taka eins og ávallt. „Já, dagana 23.-25. júlí verður til dæmis afmælisgleði á Lónsöræfum þar sem boðið verður upp á ýmsar gönguferðir og skemmtilega samveru en rúsínan í pylsuendanum er eflaust hópferðin til Noregs dagana 17.-23. ágúst,“ segir hún. Rannveig segir mikilvægt að fólk átti sig á því að Ferðafélag Austur- Skaftfellinga sé ekki einsleitt félag. „Fólk sem vill kynna sér starfsem- ina getur lesið nánar um félagið og ferðadagskrá sumarsins á heimasíðu okkar, www.gonguferdir.is. Við leggj- um áherslu á að bjóða upp á fjölbreytt- ar ferðir og að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi. Félagið okkar er síður en svo einhver einsleitur gönguklúbbur eins og margir halda, því við bjóðum upp á siglingar, jeppaferðir, léttar kvöldgöngur og krefjandi fjallgöng- ur,“ útskýrir Rannvig og bætir því við að þau reyni að auðga ferðirnar með fróðleik um staðhætti, menningu og náttúrufar hvers svæðis. „Og við erum í góðu samstarfi við landeigendur og bændur,“ segir hún. Rannveig hvetur fólk til að kynna sér hina fjölbreyttu starfsemi ferðafélagsdeildanna um allt land á fi.is og taka virkan þátt. „Því gott er að vera í góðum hóp og gerast honum líkur.“ juliam@frettabladid.is FERÐAFÉLAG AUSTUR-SKAFTFELLINGA: 30 ÁRA Á MORGUN Góður og hollur félagsskapur Svartþrösturinn er þegar farinn að syngja sinn hljómfagra og þung- lyndislega söng í görðum borgarinnar. Hann hefur upp raust sína snemma á morgnana, löngu fyrir birtingu og einnig seint á kvöldin. Hann byrjar að syngja seint í febrúar, sérstaklega í dumbungsveðri. Svartþröstur er nýr landnemi og frá árinu 1991 hafa svartþrestir orpið reglulega í Reykjavík. Vorið 1999 kom mikil ganga sem var gott ílag í stofninn og eftir það hefur hann vaxið hröðum skrefum. Svartþröstur er nú algengur varpfugl í grónum hlutum innnesja, frá Hafnarfirði í Mosfellssveit og gæti átt eftir að breiðast út þaðan um landið eins og starinn. Hann hefur orpið á nokkrum öðrum stöðum í flestum landshlutum og sést um land allt á veturna en það eru þá gestir eða hrakningsfuglar. Svartþrösturinn er stór þröstur, stærri en skógarþröstur. Karlfuglinn er kolsvartur með gulan gogg og augnhring, kvenfuglinn dökkmóbrúnn að ofan, ljósari að neðan, með dökkan gogg. Þekkist best frá stara á lengra stéli, jöfnum svörtum lit án díla og miklu meiri einstaklingshyggju. Hann verpir í trjám, í görðum og trjálundum og varpfuglarnir eru væntanlega staðfuglar. Varptími svartþrasta er langur og verpa þeir nokkrum sinnum yfir sumarið. Svartþröstur sækir í garða þar sem fuglum er gefið og er sólginn í epli og perur. www.fuglavernd.is FUGL VIKUNNAR: SVARTÞRÖSTUR Vorboði í Reykjavík SVARTÞRÖSTUR Svartþrastarkarlinn er svartur með gulan gogg. MYND/JÓHANN ÓLI EKKI BARA GÖNGUKLÚBBUR Rannveig Einarsdóttir, formaður Ferðafélags Austur-Skaftfellinga, segir félagið bjóða upp á ýmiss konar ferðir, allt frá léttum kvöldgöngum upp í siglingar. MYND/ÚR EINKASAFNI JAMES VAN DER BEEK ER 33 ÁRA Í DAG. „Þetta er frjálst land og því er mér frjálst að þegja þegar ég vil.“ James Van Der Beek er bandarísk sjónvarps- stjarna. MERKISATBURÐIR 1843 Alþingi er endurreist með tilskipun konungs. Þing- ið hafði þá ekki starfað í meira en fjóra áratugi. 1868 Jón Thoroddsen, sýslu- maður og skáld, deyr, 49 ára að aldri. 1944 Alþingi afgreiðir frumvarp um stjórnarskrá fyrir lýð- veldið Ísland. 1953 Lúðrasveit verkalýðsins er stofnuð. 1978 Fyrsta íslenska frímerkið með mynd af opinberri konu er gefið út. Bríet Bjarnhéðinsdóttir verður fyrir valinu. 1983 Lög sett um að Ó, Guð vors lands sé þjóðsöngur Íslendinga. Á þessum degi árið 1937 gaf lögreglustjórinn í Reykjavík, Jónatan Hall- varðsson, út fyrirskipun um bann gegn sam- komum og skólahaldi í Reykjavík. Ákvörðunin var tekin vegna inflúensufar- aldurs sem gekk í borginni en það var heilbrigðis- stjórnin sem stóð að baki banninu. Í banninu var sagt að það gilti, „uns öðruvísi verður ákveðið“. Nokkrum dögum síðar, 12. mars, var sams konar bann gefið út í Hafnarfirði og 16. mars sögðu blöðin frá því að í Reykholti væru um hundrað manns rúmfastir og væri inflúensan því komin út á land. Þannig væru sjötíu og sex af níutíu nem- endum í Reykholtsskóla rúmliggjandi. Ýmislegt fór úrskeiðis í menningarlífinu vegna inflúensufaraldursins. Þannig hafði frumsýning á fyrstu óperunni sem flytja átti á Íslandi, Systrunum frá Prag, frestast oftsinnis vegna veikinda eins leikarans. Á þessum árum var algengt að mannamót og skólahald væri bannað tímabundið vegna inflúensufaraldra en árið 1937 var þó ekki verst í þeim efnum. ÞETTA GERÐIST: 8. MARS 1937 Skólahald bannað vegna flensu Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, verður áttatíu ára hinn 15. apríl næstkomandi. Alli- ance Francaise býður öllum sem vilja senda Vigdísi árn- aðaróskir á þessum tíma- mótum að skrá sig á lista og senda henni afmæliskveðjur á heimasíðu Alliance Fran- çaise, www.af.is. Vigdís hefur þónokkur tengsl við Frakkland. Hún stundaði nám í Frakklandi á sínum tíma, var frönsku- kennari í MR, kenndi frönsku í sjónvarpi og var um skeið forseti Alliance Francaise. Auk þess hefur hún unnið að því að efla vin- áttubönd þjóðanna tveggja, Frakka og Íslendinga. Nöfn og kveðjur sem sendar verða í gegnum vef Alliance Francaise verða prentaðar út þegar líður að afmælisdeginum og Vigdísi afhentur listinn. Senda Vigdísi árnaðaróskir FRÚ VIGDÍS FINNBOGADÓTTIR Vigdís verður áttatíu ára í apríl og býður Alliance Francaise fólki að senda henni árnaðaróskir. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Guðlaug Sigurjónsdóttir áður Ásvegi 16, Reykjavík, lést á Hrafnistu Reykjavík þriðjudaginn 2. mars. Útförin verður auglýst síðar. Ólöf Einarsdóttir Bogi Þórðarson Sigurlaug Einarsdóttir Erna Einarsdóttir Bergþór Einarsson Einar Örn Einarsson Hulda Haraldsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Fréttablaðið býður nú upp á birtingu æviminninga á tímamótasíðum blaðsins. Hafið samband í síma 512 5490-512 5495 eða sendið fyrirspurnir á netfangið timamot@frettabladid.is Æviminning Gísli Eirík ur Helgaso n Laugateigi 7 2, Reykjavík Gísli Eirík ur Helgaso n fæddist í Reykjavík 1. janúar 1 931. Hann lést á Hraf nistu í Ha fnarfirði 1 2. janúar síð astliðinn. Foreldrar hans voru Guðr ún Jónsdót tir frá Þing eyri í Dýrafirði f. 1917, d. 1988, og H elgi Gíslason fr á Ísafirði, f. 1915, d. 1970. Gísli Eirík ur bjó fyrs tu æviár sí n í Reykjavík en fluttist eftir það v estur til Ísafjarð ar með for eldrum sín um og systkin um. Systkini G ísla Eiríks eru Jón Hannes, f. 1933, Sigrí ður Ása, f. 1936 og G uðmundur , f. 1941. Eiginkona Gísla Eirí ks er Marg rét Magnú sdóttir hjúk r- unarfræði ngur, f. 4. apríl 1937 . Þau geng u í hjóna- band árið 1960. Börn Gísla Eirí ks og Mar grétar eru: 1) Magnús kennari, f . 1.5. 1972 , kvæntur Guðbjörgu Björnsdótt ur kennara , f. 30.11. 1 971. Börn þeirra eru Margrét, f. 17.2. 1997 og Björn J óhann, f. 2 0.1. 1999. 2) Helgi tæ knifræðin gur, f. 18.6 . 1975, í sa mbúð með Jórunni Dr öfn Ólafsdó ttur leiksk ólakennar a, f. 15.2. 1975. Þeir ra dóttir e r Þórunn Á sta, f. 24.12 . 2001. 3) Guðrún læ knir, f. 14. 11. 1979, í sambúð m eð Þór Halldórssy ni stjórnm álafræðing i, f. 6.6. 19 80. Gísli Eirík ur lauk sk yldunámi á Ísafirði e n hélt suð ur til Reykjav íkur 17 ára gamall til að nema h úsasmíði. Húsasmíð ar urðu æv istarf hans . Framan a f starfsæv- inni vann hann á Tré smíðaverk stæðinu Fu ru en eftir að hafa fengi ð meistara réttindi í i ðn sinni st ofnaði han n sitt eigið f yrirtæki, G ísli, Eiríku r, Helgi, se m hann át ti og rak þar til fyrir fá einum áru m. Stangveið i var aðalá hugamál G ísla Eiríks alla tíð og sinnti h ann meða l annars tr únaðarstö rfum fyrir Stangveið ifélag Reyk javíkur. Útför Gísla Eiríks fer fram í dag kl. 13.00 í Fossvogskir kju. G 1 gason fæddist í . Hann firði 12. drar hans á Þingeyri 8, og Helgi5, d. 1970. ár sín í að ve tur m sínum dur, f. úkr- - u: u ð ur ð Gísli Eiríkur HelgasonTrésmíðameistariGísli Eiríkur Helgason fæddist í Reykjavík 1. janúar 1931. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 12. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðrún Jónsdóttir frá Þingeyri í Dýrafirði f. 1917, d. 1988, og Helgi Gíslason frá Ísafirði, f. 1915, d. 1970. Gísli Eiríkur bjó fyrstu æviár sín í Reykjavík en fluttist eftir það vestur til Ísafjarðar með foreldrum sínum og systkinum. Systkini Gísla Eiríks eru Jón Hannes, f. 1933, Sigríður Ása, f. 1936 og Guðmundur, f. 1941. Eiginkona Gísla Eiríks er Margrét Magnúsdóttir hjúkr- unarfræðingur, f. 4. apríl 1937. Þau gengu í hjóna- band árið 1960. Börn Gísla Eiríks og Margrétar eru: 1) Magnús kennari, f. 1.5. 1972, kvæntur Guðbjörgu Björnsdóttur kennara, f. 30.11. 1971. Börn þeirra eru Margrét, f. 17.2. 1997 og Björn Jóhann, f. 20.1. 1999. 2) Helgi tæknifræðingur, f. 18.6. 1975, í sambúð með Jórunni Dröfn Ólafsdóttur leikskólakennara, f. 15.2. 1975. Þeirra dóttir er Þórunn Ásta, f. 24.12. 2001. 3) Guðrún læknir, f. 14.11. 1979, í sambúð með Þór Halldórssyni stjórnmálafræðingi, f. 6.6. 1980. Gísli Eiríku lauk skyldunámi á Ísafirði en hélt suður til Reykjavíkur 17 ára gamall til að nema húsasmíði. Húsasmíðar urðu ævistarf hans. Framan af starfsæv- inni vann hann á Trésmíðaverkstæðinu Furu en eftir að hafa fengið meistararéttindi í iðn sinni stofnaði hann sitt eigið fyrirtæki, Gísli, Eiríkur, Helgi, sem hann átti og rak þar til fyrir fáeinum árum. Stangveiði var aðaláhugamál Gísla Eiríks alla tíð og sinnti hann meðal annars trúnaðarstörfum fyrir Stangveiðifélag Reykjavíkur. Útför Gísla Eiríks fer fram í dag kl. 13.00 í Fossvogskirkju. Okkar innilegustu þakkir fyrir auð- sýnda samúð og stuðning við andlát og útför ástkærs sonar okkar, bróður, mágs og barnabarns, Harðar Heimis Sigurðssonar Birkibergi 32, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks endurhæfingardeildar Landspítala á Grensási, líknardeildar Kópavogi, heila- og taugaskurðlækningadeildar, Fossvogi og gjörgæslu- deildar, Fossvogi. Margrét Elísabet Harðardóttir Andrés Þórarinsson Sigurður Einarsson Guðbjörg Guðmundsdóttir Einar Örn Sigurðsson Elín Björk Ragnarsdóttir Daníel Freyr Andrésson Kolbrún Edda Haraldsdóttir Þórarinn G. Andrésson Emil Þór Sigurðsson Óðinn Sigurðsson Hörður Rögnvaldsson Elínbjörg Guttormsdóttir Hulda Hjálmarsdóttir

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.