Fréttablaðið - 08.03.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 08.03.2010, Blaðsíða 16
CARSTEN HÖLLER er belgískur hönnuður sem einnig hefur doktorsgráðu í líffræði. Það er því ekki að furða að hann leiti til náttúr- unnar í leit að viðfangsefni. Sem dæmi má nefna þennan flotta svepp. „Hugmyndina að lömpunum fékk ég fyrir tveimur árum en ég er að leika mér að því að bræða gamlar vínilplötur í ofni svo þær mynda skálarlaga form. Í botninn á skál- inni set ég díóðuljós og strengi svo silkidúk yfir. Formið minnir á Alvar Aalto-skálarnar en engin þeirra er eins,“ útskýrir Ágúst. Hann segist hafa gaman af því að finna hlutum nýtt hlutverk og þar sem hljómplatan sé hálfúreld sómi hún sér vel í nýju hlutverki sem lampi. Hann notaði þó ekki gamla plötusafnið sitt í smíðina heldur sótti efniviðinn annað. „Ég fór í plötuverslun á Hverfis- götunni og keypti slatta af göml- um plötum. Plötusalinn valdi bara fyrir mig það sem hann bjóst ekki við að selja. Ég sé ekki rómantíkina í því að eiga gamlan vínil en fólk sem skoðar lampana rekur stund- um augun í einhverja gullmola, en það notar enginn vínilplötur lengur, nema þeir sem haldnir eru mikilli nostalgíu.“ Auk lampanna hefur Ágúst smíð- að útvarp frá grunni. Hann er rafmagnsverk- fræðingur að mennt svo smíði magnara og útvarps vafðist ekki fyrir honum. Framhlið útvarps- ins prýðir lopaprjón og ofan á útvarpinu er lítill sandkassi. „Mér fannst fallegt að hafa sandkassa þarna en hafði líka hug- myndir um að gera hirslu þarna ofan á fyrir lykla og i-pod og þess- háttar. Eins er hægt að tengja i- podinn eða geislaspilara við magn- arann í tækinu.“ Þegar Ágúst er inntur eftir því hvað drífi hann áfram, hvort hann stefni á fjöldaframleiðslu á hlutunum og jafnvel mark- aðssetn- ingu svarar hann af hóg- værð. „Ég er lítið fyrir að trana hlut- unum mínum fram. Ég er bara handóð- ur og hef allt- af haft gaman af því að búa eitthvað til, það er eina hvatningin.“ Þá sem langar hins vegar að for- vitnast frekar um verk Ágúst geta haft samband við hann gegnum netfangið, agustr@gmail.com heida@frettabladid.is Hljómplatan endurnýtt Ágúst Rafnsson, rafmagnsverkfræðingur hjá Landsvirkjun, hefur fundið gömlum hljómplötum nýtt hlutverk. Í vinnuaðstöðu sinni í Listamannakomplexinu í Skipholti umbreytir hann þeim í lampa. Formið á lömpunum minnir á Alvar Aalto-vasann en enginn þeirra er eins. Ágúst Rafnsson smíðar lampa úr gömlum hljómplötum í frístundum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Útvarp sem Ágúst smíðaði frá grunni. Leyfi shafanámskeið fólks- og farmfl utninga Með vísun til laga nr. 73/2001 gengst Vegagerðin fyrir námskeiði fyrir fólks- og farmfl utninga í Ökuskólanum í Mjódd 15. mars – 20. mars Þátttaka tilkynnist fyrir föstudaginn 12. mars til Ökuskólans í Mjódd í síma 567-030 Borgartúni 25 | Reykjavík | Sími 570 4000 | raudakrosshusid@redcross.is | www.raudakrosshusid.is | Opið virka daga kl. 12-17 Ókeypis námskeið og ráðgjöf Mánudagur 8. mars Miðvikudagur 10. mars Fimmtudagur 11. mars Qi – Gong - Viðar H. Eiríksson kennir fólki að afla, varð- veita og dreifa orku um líkamann. Tími: 12.00-13.00. Gönguhópur - Klæddu þig eftir veðri. Tími: 13.00 -14.00. Prjónahópur - Lærðu að prjóna. Tími: 13.00 -15.00. Nokkrar spaugilegar þrautir - Við leysum nokkrar fyndnar þrautir sem tengjast kirkjunni. Tími: 14.30 -15.30. Vinnum saman - Ný viðhorf (Býflugurnar) - Vertu með í skapandi hópi atvinnuleitenda. Tími: 14.00-16.00. Baujan sjálfstyrking - Fullt! Tími: 15.00 -17.00. Skiptifatamarkaður - Barnaföt - Tími: 16.00 -18.00. Fluguhnýtingahópur - Við kennum og lærum hvert af öðru. Komdu með fluguhnýtingastand ef þú getur og taktu þátt. Skráning nauðsynleg. Tími: 12:00 -13.30. Föndur, skrapp myndaalbúm og kort - Gott er að hafa skæri meðferðis. Tími: 12:00 -14.00 Saumasmiðjan - Breytt og bætt. Tími: 13.00-15.00. Þýskuhópur - Við æfum okkur í að tala saman á þýsku um tónlist. Tími: 14.00-14.45. Frönskuhópur - Við æfum okkur í að tala á frönsku um hús og híbýli. Tími: 15:00 -15.45. Jóga - Viltu prófa jóga? Tími: 15.00-16.00. Skip án skipstjóra - Ertu stefnulaus? Lærðu að setja þér markmið og fylgja þeim eftir. Tími: 12.15-13.00. Gönguhópur - Klæddu þig eftir veðri. Tími: 12.30 -13.30. Meðvirkni og tilfinningar - Ráðgjafar Lausnarinnar fjalla um mikilvægi þess að vera meðvitaður um tilfinn- ingar sínar og þekkja sjálfan sig. Tími: 13.15-14.15. Hvernig stöndumst við álag - Hvað fær okkur til að snögg reiðast og pirrast yfir smámunum og hversdagsleg- um atburðum? Tími: 14.30 -15.30. Hláturjóga - Viltu losa um spennu? Tími: 15.30-16.30. Föstudagur 12. mars LOKAÐ! Allir velkomnir! Briddsklúbbur - Hefur þú gaman af bridds? Langar þig að læra bridds? Tími: 14.00-16.00. Líðan atvinnuleitenda - Umræður og vinnuhópar Félagsvinir atvinnuleitenda stjórna. Tími: 15.30-16.30. Þriðjudagur 9. mars Rauðakrosshúsið Samskipti í lit - Lísbet Einarsdóttir notar liti til að auka skilning okkar hvert á öðru, efla umburðarlyndi og bæta samskipti. Skráning nauðsynleg. Tími: 12.30 -13.30. Tölvuaðstoð - Persónuleg aðstoð. Komdu með fartölvu ef þú getur. Tími: 13.30-15.30. Áhugasviðsgreining - Könnun og fagleg ráðgjöf. Skráning nauðsynleg. Tími: 14.00 -16.00. Ráðgjöf fyrir innflytjendur - Sérsniðin lögfræðiráð- gjöf og stuðningur við innflytjendur. Tími: 14.00 -16.00. Atvinnuviðtalið - Við hverju má búast í atvinnuviðtali? Hvað á alls ekki að gera og segja? Gunnar frá Capacent segir okkur allt um það og meira til. Tími: 14.00-15.00. Barnið komið heim - námskeið fyrir verðandi og nýorðna foreldra hefst þann 13. mars. Skráning í síma 570 4000 Það er gott að hitta annað fólk! Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.