Fréttablaðið - 08.03.2010, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 08.03.2010, Blaðsíða 28
FASTEIGNIR.IS10 8. MARS 2010 Fasteignasalar og nokkrir starfsmenn 365 miðla hittust á dögunum til að fagna góðum árangri leitarvefsins www.fasteignir.is „Fasteignir.is er langstærsti fasteignaleitarvefur landsins, bæði hvað varðar sölu og leigu. Hann hefur að geyma allar fasteignir sem eru til sölu á Íslandi og svo hefur verið bætt inn á hann fasteignum til leigu,“ segir Grétar Jónasson framkvæmdastjóri Félags fast- eignasala. Hann segir umferð um vefinn fara stöðugt vaxandi og heimsóknir á dag nú um 8.000 að meðaltali. Það er um 30 prósenta aukning frá sama tíma í fyrra. „Það er alltaf verið að þróa vefinn og gera hann að- gengilegri þannig að hann sé sem bestur fyrir neyt- endur sem eru að leita eftir fasteignum,“ tekur Grétar fram en er eitthvað að seljast? „Fólk er að leita tæki- færa og það er talsvert mikill áhugi á kaupum en allt- of mikið um að bankarnir synji fólki um fyrirgreiðslu þannig að kauptilboðin gangi ekki eftir vegna vand- ræða með lán. Maður vonar bara að brátt sjáist fyrir endann á þessari Icsave-deilu svo bjartsýni fari að aukast í landinu.“ - gun Stærsti fasteignavefurinn Grétar Jónasson, framkvæmdastjóri Félags fasteignasala, heldur tölu og Ari Edwald hlýðir á. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Soffía Theodórsdóttir, Freydís Þrastardóttir og Íris Hall skemmtu sér hið besta. Ellert Róbertsson, Þórarinn Friðriksson og Sigþór Bragason létu sig ekki vanta. Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.