Fréttablaðið - 08.03.2010, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 08.03.2010, Blaðsíða 40
20 8. mars 2010 MÁNUDAGUR sport@frettabladid.is N1-deild karla: Grótta-Haukar 22-26 (11-9) Mörk Gróttu (skot): Atli Rúnar Steinþórsson 6 (6), Jón Karl Björnsson 5/4 (8/4), Hjalti Þór Pálmason 5 (10), Anton Rúnarsson 2 (9), Ægir Hrafn Jónsson 1 (1), Davíð Örn Hlöðversson 1 (2), Arnar Freyr Theódórsson 1 (6), Davíð Bene- dikt Gíslason 1 (6). Varin skot: Gísli Guðmundsson 15 skot varin. 37%. Hraðaupphlaup: 2 (Anton, Hjalti) Fiskuð víti: 5 (Atli 2, Arnar, Davíð) Utan vallar: 12 mín. Mörk Hauka (skot): Sigurbergur Sveinsson 11/5 (16/5), Elías Már Halldórsson 7 (10), Jónatan Ingi Jónsson 3 (4), Tjörvi Þorgeirsson 3 (5), Freyr Brynjarsson 1 (3). Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 23 skot varin. 51%. Hraðaupphlaup: 5 (Elías 4, Freyr) Fiskuð víti: 5 (Sigurbergur, Tjörvi, Jónatan, Heimir, Einar) Utan vallar: 10 mín. Stjarnan-HK 25-38 STAÐAN: Haukar 14 11 2 1 360-323 24 Akureyri 14 8 2 4 368-350 18 FH 14 8 1 5 392-368 17 HK 14 8 1 5 381-362 17 Valur 14 7 2 5 349-333 16 Grótta 14 4 0 10 378-379 8 Stjarnan 14 3 1 10 326-371 7 Fram 14 2 1 11 361-398 5 N1-deild kvenna: Haukar-Fram 24-26 Mörk Hauka: Ramune Pekarskyte 11, Hanna G. Stefánsdóttir 5, Erna Þráinsdóttir 3, Nína B. Arnfinnsdóttir 3, Ester Óskarsdóttir 1, Þórunn Friðriksdóttir 1. Mörk Fram: Karen Knútsdóttir 6, Anna María Guðmundsdóttir 5, Guðrún Þóra Hálfdánardóttir 4, Stella Sigurðardóttir 4, Marthe Sördal 2, Pavla Nevarilova 2, Ásta Birna Gunnarsdóttir 1, Sigur- björg Jóhannsdóttir 1, Hildur Þorgeirsdóttir 1. Stjarnan-HK 27-18 Mörk Stjörnunnar: Elísabet Gunnarsdóttir 9, Harpa Sif Eyjólfsdóttir 5, Aðalheiður Hreinsdóttir 4, Þorgerður Anna Atladóttir 4, Jóna Sigríður Halldórsdóttir 3, Alina Tamasan 1, Esther Ragnarsdóttir 1. Mörk HK: Lilja Lind Pálsdóttir 5, Elín Anna Baldursdóttir 4, Elísa Ósk Viðarsdóttir 3, Elva Björg Arnardóttir 3, Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir 2, Heiðrún Helgadóttir 1. Valur-Víkingur 44-13 Mörk Vals: Hrafnhildur Skúladóttir 6, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 6, Arndís María Erlingsdóttir 5, Kristín Guðmundsdóttir 5, Rebekka Rut Skúladóttir 4, Soffía Rut Gísladóttir 4, Karólína Gunnarsdóttir 4, Hildigunnur Einarsdóttir 3, Katr- ín Andrésdóttir 3, Íris Ásta Pétursdóttir 2, Nína K. Björnsdóttir 1, Brynja Steinsen 1. Mörk Víkings: Guðný Halldórsdóttir 6, Helga Lára Halldórsdóttir 3, Guðríður Jónsdóttir 2, Berglind Halldórsdóttir 2. Fylkir-KA/Þór 24-23 ÚRSLIT HANDBOLTI Það er ekkert lát á sigur göngu Valsstúlkna í N1- deild kvenna en liðið hefur ekki tapað neinum af 20 leikjum sínum í deildinni. Liðið vann hlægilegan 31 marks sigur á Víkingi um helg- ina. Enn ein niðurlægingin fyrir hið unga og óreynda lið Víkings sem hefur ekki enn fengið stig í vetur. Fram heldur öðru sæti deildar- innar eftir góðan sigur á Hauk- um. Sá leikur var í járnum nær allan tímann en Fram skoraði síðustu mörk leiksins og tryggði sér bæði stigin. Það má mikið vera ef Fram missir annað sætið úr þessu þó svo að Stjarnan sæki fast að Framstúlkum. Stjarnan vann auðveldan sigur um helgina á HK og er öruggt hið minnsta um þriðja sætið eins og stendur. Haukar sitja sem fyrr í fjórða sætinu en Haukastúlkur hafa líklega misst af möguleikanum á þriðja sætinu með tapinu um helgina. - hbg N1-deild kvenna: Valsstelpur enn ósigraðar ÓSIGRAÐAR Valsstelpur unnu auðveldan sigur um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FRJÁLSÍÞRÓTTIR Helga Margrét Þorsteinsdóttir sagði að þungu fargi væri af sér létt eftir að hafa klárað fimmþraut á sænska meist- aramótinu í Stokkhólmi í gær. Þetta var fyrsta þraut Helgu Margrétar síðan á Evrópumóti unglinga í fyrra en þá varð hún fyrir því óláni að meiðast er hún var komin með aðra höndina á gullið. „Það var mikill andlegur léttir fyrir mig að klára heila þraut. Ég er ánægðust með að hafa klárað þrautina sem og að líkaminn hafi haldið. Ég er auðvitað mjög ánægð með Íslandsmetið líka,“ sagði Helga Margrét kát við Frétta- blaðið í gær en hún glímdi við smá meiðsl á læri fyrir mótið. Það var hin sænska Jessica Samuelsson sem vann mótið með 4.476 stig en Helga Margrét varð önnur með 4.205 stig. Samuels- son er sex árum eldri en Helga og þykir vera sú besta á Norðurlönd- unum á eftir Karolinu Kluft. „Þetta var nokkurn veginn eins og ég hafði vonast til. Ég ætlaði að bæta árangur minn í öllum grein- um frá því í metþrautinni og það tókst. Þrautin var mjög jöfn hjá mér sem er gott. Ég var óánægð- ust með kúluvarpið hjá mér enda get ég betur þar. Ánægðust var ég með langstökkið hjá mér og bara hvað það var gaman að stökkva aftur langstökk. Ég fann aftur gleðina í því. Ég var svolítið langt niðri eftir kúluna en fékk góðan stuðning að heiman og reif mig upp eftir það. Ég var líka ánægð með að halda haus,“ segir Helga Margrét en hún telur sig eiga enn meira inni enda hefur hún lítið verið að keppa heima í vetur. Þessi efnilegi íþróttamaður kemur heim í dag og mun æfa grimmt næstu mánuði enda bíða hennar stór verkefni næsta sumar. „Það verða væntanlega ein- hverjar masókista-æfingar hjá Stefáni þjálfara næstu daga,“ segir Helga létt og hlær við. „Næsta mót er í Götzis í maí. Það er boðsmót og afar sterkt. Svo í júlí fer ég á heimsmeist- aramót 19 ára og yngri í Kanada. Viku síðar er EM fullorðinna og það gæti verið mjög gaman að fara þangað ef ég næ lágmarkinu sem ég stefni að,“ segir Helga Margrét Þorsteinsdóttir. henry@frettabladid.is Andlegur léttir fyrir mig Frjálsíþróttakonan stórefnilega, Helga Margrét Þorsteinsdóttir, setti glæsilegt Íslandsmet í fimmþraut í Stokkhólmi í gær. Hún bætti eigið met frá árinu 2008 og var með betri árangur í öllum greinum en í gömlu metþrautinni. MÖGNUÐ Helga Margrét er einn efnilegasti íþróttamaður þjóðarinnar í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ÍSLANDSMET HELGU Hér má sjá árangur Helgu í gær samanborið við gamla Íslandsmetið en hún bætti sig í öllum greinum. 60m hlaup: 8,86 sek (8,90 sek) Hástökk: 1,71 m (1,67 m) Kúluvarp: 13,86 m (13,24 m) Langstökk: 5,63 m (5,54 m) 800 m hlaup: 2:15,31 mín (2:20,67) GLÍMA Pétur Eyþórsson úr Ármanni varð í gær tvöfaldur Íslandsmeistari í glímu. Hann sigraði bæði í -90 kg flokki sem og í opnum flokki á meistara- mótaröðinni. Pétur Þórir Gunnarsson frá Mývatni vann þó bikarglímuna í gær en hann varð í öðru sæti í mótaröðinni. Bikarglíman var æsispennandi en aðeins munaði hálfum vinn- ingi á þrem efstu mönnum. Snær Selja Þóroddsson tók bronsið í gær sem og í móta- röðinni. - hbg Bikarglíman um helgina: Pétur tvöfaldur Íslandsmeistari Guðmundur E. Stephensen vann þrefalt á Íslands- mótinu í borðtennis í gær. Hann vann í einliðaleik, tvíliðaleik sem og í tvenndarleik. Guðmundur var að vinna einliðaleikinn 17. árið í röð en hann vann fyrst í meistaraflokki aðeins 11 ára gamall. „Þetta var æðislegt í dag, hrikalega gaman. Þetta er bara alveg eins og síðustu ár, sömu bikararnir og sama fólkið. Ég er kominn í úrslitakeppni á mínu tímabili í Svíþjóð þannig að ég er í hörkuformi. Ég finn að ég er miklu stöðugri og öruggari spilari heldur en áður, sagði Guð- mundur Stephensen eftir úrslitaleikinn í gær en hann lagði Magnús Magnússon í úrslitum, 4-0. Spurður hvort það væri ekki orðið þreytandi og leiðin- legt að mæta á ári hverju og leika sér að öðrum kepp- endum vildi hann meina að þetta væri undir sér sjálfum komið og pressan væri á honum að klára mótið. „Þetta er örugglega óþolandi fyrir hina. Þetta er ekkert skemmti- legasta mótið sem ég tek þátt í en það er auðvitað alltaf gaman að vera með. Þetta er allt undir mér komið,“ sagði Guðmundur. Lilja Rós Jóhannesdóttir sigraði hjá konunum en hún lagði Guðrúnu Björnsdóttur í úrslitum, 4-0. „Þetta var æðislega gaman í dag en svolítið stressandi. Ég spilaði í undanúrslitum við Evu sem þekkir mig alveg út í gegn, þannig að ég var sérstaklega stressuð í þeim leik,“ sagði Lilja Rós Jóhannesdóttir, en þær vinkonur hafa spilað saman í fimmtán ár. „Ég hef nú oft verið betri, en við höfum verið að æfa vel og það reyndist allavega nóg í dag til þess að vinna mótið. Ég er í betra formi núna en síðast þegar ég vann svo að þetta er allt á réttri braut,“ sagði Lilja Rós ánægð eftir mótið í gær. ÍSLANDSMÓTIÐ Í BORÐTENNIS: GUÐMUNDUR VANN SINN 17. TITIL Í RÖÐ OG LILJA VANN Í KVENNAFLOKKI Þetta er örugglega óþolandi fyrir hina HANDBOLTI Haukar sigruðu Gróttu, 22-26, í gær. Leikurinn var fjör- ugur og spennandi en lengi fram- an af voru heimamenn til alls lík- legir. Gestirnir úr Hafnarfirði kláruðu leikinn undir lokin eftir að Gróttumenn misstu menn af velli fyrir klaufaskap og það varð þeim að falli. „Ég vissi að þetta yrði erfiður leikur, við áttum líka mjög erfiðan leik á móti þeim í fyrri umferðinni þar sem leikurinn var jafn þegar korter var eftir. En það var eins í dag og þá að við náum að slíta þá frá okkur í lokin og vorum beitt- ari þegar á reynir í lokin, það var mjög ánægjulegt,“ sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, eftir sigurinn í gær. Birkir Ívar Guðmundsson, markvörður Hauka, var frábær í markinu og varði tuttugu og þrjú skot en hann var gulls ígildi fyrir lið sitt í gær. „Birkir var frábær í markinu og varnarleikurinn virkaði mjög vel hjá okkur. Svo stýrði Tjörvi Þorgeirsson sóknarleiknum vel á miðjunni og Sigurbergur Sveinsson stígur virkilega upp hérna í seinni hálfleik. Jónatan Ingi Jónsson var líka öflugur á línunni, en hlutirnir fóru loks að virka í seinni hálfleik. Ég var ekki nógu ánægður með liðið í fyrri hálfleik þar sem við náðum ekki að hreyfa liðið rétt en það er vonandi að það verði betra í næsta leik,“ sagði Aron eftir leikinn. „Þetta var fínn leikur hjá okkur í dag, miklu betri en í síðasta leik. Við fengum á okkur þrjár klaufa- legar tveggja mínútna brottvís- anir í röð og þeir bara keyrðu á það eins og þeim einum er lagið. En það var margt gott í leikn- um hjá okkar liði, vörnin var góð þegar við stilltum henni rétt upp og góð barátta í öllum leikmönn- um. Við áttum líka fína spretti í sókninni en nú þurfum við bara að fara að bæta hraðaupphlaupin og þá getum við farið að tína inn mjög góð stig,“ sagði Atli Rúnar Steinþórsson, leikmaður Gróttu, eftir leikinn í gær. - rog Gróttumenn fóru illa að ráði sínu er Íslandsmeistarar Hauka heimsóttu þá á Nesið í N1-deild karla: Sigurbergur of sterkur fyrir Seltirninga MOTTU-MARS Fjölmargir leikmenn liðanna skörtuðu myndarlegu yfirvaraskeggi í gær. Gróttumaðurinn Atli Rúnar Steinþórsson var einn þeirra. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON > Rúrik og Sölvi á skotskónum Danska úrvalsdeildin í fótbolta fór aftur af stað um helgina eftir langt vetrarfrí. Rúrik Gíslason skoraði annað marka OB í 2-2 jafnteflis- leik gegn Midtjylland. Sölvi Geir Ottesen var einnig á skotskónum en hann skoraði mark SönderjyskE sem gerði 1-1 jafn- tefli gegn Bröndby. Stefán Gíslason var ekki í liði Bröndby en hann er væntanlega á förum frá félaginu og brottför hans hefur staðið til í nokkuð langan tíma.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.