Fréttablaðið - 08.03.2010, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 08.03.2010, Blaðsíða 42
22 8. mars 2010 MÁNUDAGUR VITA Sport býður upp á tvo frábæra knattspyrnuskóla í sumar. VITA er lífið VITA | Skútuvogi 13a | Sími 570 4444 | VITA.is Knattspyrnuskóli Manchester United Denstone England 31.júlí – 7. ágúst Æfðu hjá einu stærsta félagi heims Verð: 184.500* og 15.000 Vildarpunktar Knattspyrnuskóli Kristjáns Bernburg Lokerern í Belgíu 24. júlí – 01. ágúst Gríðarlega vinsæll skóli með mikla reynslu Verð: 184.500* og 15.000 Vildarpunktar Æfðu eins og þeir bestu! Tilvalin fermingargjöf Enska bikarkeppnin: Reading-Aston Villa 2-4 1-0 Shane Long (27.), 2-0 Shane Long (42.), 1-2 Ashley Young (47.), 2-2 John Carew (51.), 2-3 John Carew (57.), 2-4 John Carew, víti (90.) Chelsea-Stoke City 2-0 1-0 Frank Lampard (35.), 2-0 John Terry (67.). Portsmouth-Birmingham 2-0 1-0 Frederic Piquionne (67.), 2-0 Frrederic Piquionne (70.) Fulham-Tottenham 0-0 Enska úrvalsdeildin: Everton-Hull City 5-1 1-0 Mikel Arteta (17.), 1-1 Tom Cairney (32.), 2-1 Mikel Arteta (39.), 3-1 Richard Garcia, sjm (51.), 4-1 Landon Donovan (82.), 5-1 Jack Rodwell (86.). Arsenal-Burnley 3-1 1-0 Cesc Fabregas (34.), 1-1 David Nugent (50.), 2-1 Theo Walcott (60.), 3-1 Andrei Arshavin (90.) West Ham-Bolton 1-2 0-1 Kevin Davies (10.), 0-2 Jack Wilshere (16.), 1-2 Alessandro Diamanti (88.) Wolves-Man. Utd 0-1 0-1 Paul Scholes (72.). STAÐAN: Man. United 29 20 3 6 67-24 63 Chelsea 28 19 4 5 65-26 61 Arsenal 29 19 4 6 69-32 61 Tottenham 28 14 7 7 50-27 49 Man. City 27 13 10 4 52-35 49 Liverpool 28 14 6 8 45-28 48 Aston Villa 26 12 9 5 37-21 45 Everton 28 11 8 9 44-40 41 Birmingham 27 11 7 9 26-28 40 Fulham 28 10 8 10 32-29 38 Stoke City 27 8 10 9 27-32 34 Blackburn 28 9 7 12 30-45 34 Bolton 28 7 8 13 32-50 29 West Ham 28 6 9 13 36-45 27 Sunderland 27 6 9 12 32-44 27 Wigan Athletic 27 6 7 14 26-53 25 Wolves 28 6 6 16 21-46 24 Hull City 28 5 9 14 26-59 24 Burnley 28 6 5 17 29-60 23 Portsmouth 27 5 4 18 23-45 19 ÚRSLIT FÓTBOLTI Svo gæti farið að Wayne Rooney spili ekki með Man. Utd í síðari leiknum gegn AC Milan í Meistaradeildinni. Rooney spilaði tvo leiki á Wembley á fjórum dögum og meiddist í þeim báðum. Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, er reiður út í leikmanninn fyrir að gefa kost á sér í lands- leikinn gegn Egyptum þar sem hann var tæpur fyrir leikinn. Hann meiddist svo í landsleikn- um en spilaði samt nánast allan leikinn. „Wayne er afar tæpur fyrir leikinn gegn Milan. Wembley drap hann,“ sagði Ferguson og meinti þar að grasið á Wembley ætti sök að máli en völlurinn var ekki í góðu ástandi og á að skipta um gras á honum enn eina ferðina. - hbg Ferguson reiður við Rooney: Wembley drap Rooney FÓTBOLTI Spennan á toppi ensku úrvalsdeildarinnar er í hámarki eftir leiki helgarinnar. Þá var Chelsea í fríi þar sem liðið spilaði í bikarnum en bæði Man. Utd og Arsenal voru í eldlínunni. Arsenal vann Burnley, 3-1, og hefur þar með jafn mörg stig og Chelsea en hefur leikið einum leik meira. Man. Utd lagði Wolves, 0- 1, og er með tveggja stiga forskot á toppnum en hefur leikið einum leik meira en Chelsea rétt eins og Arsenal. Manchester United lék alls ekki gegn Úlfunum og mátti að lokum þakka fyrir 0-1 sigur. Paul Scholes skoraði eina mark leiksins en þetta var 100. mark hans fyrir félagið. „Paul átti frábæran leik. Það að hann sé búinn að skora 100 mörk fyrir félagið er glæsilegur árang- ur,“ sagði Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, eftir leikinn en honum fannst United eiga sigurinn skil- ið þó svo að Úlfarnir hefðu fengið dauðafæri í uppbótartíma. Hann var súrsætur sigurinn hjá Arsenal gegn Burnley því liðið missti fyrirliðann sinn, Cesc Fabregas, af velli vegna meiðsla og er óvíst hversu lengi hann verður frá. Daninn Nicklas Bendtner átti ótrúlegan leik hjá Arsenal en hann fékk líklega fleiri dauðafæri í þess- um eina leik en alla síðustu leiktíð. Hann nýtti ekki eitt þeirra og var ótrúlegur klaufi upp við markið. „Hann lætur í það skína að hann sé ekkert svo svekktur en ég veit að undir niðri er hann ótrúlega svekktur út í sjálfan sig,“ sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal, en hann hrósaði einnig Theo Wal- cott fyrir að svara öllum gagnrýn- isröddum eftir landsleikinn gegn Egyptum með góðri frammistöðu á vellinum og flottu marki. - hbg Arsenal er orðið jafnt að stigum við Chelsea og Man. Utd skaust á topp ensku úrvalsdeildarinnar: Paul Scholes bjargaði meisturum Man. Utd HETJAN Paul Scholes skoraði sitt 100. mark fyrir Man. Utd um helgina. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Íslendingaliðið Reading fór afar illa að ráði sínu gegn Aston Villa í gær. Reading leiddi 2-0 í hálfleik en allur botn datt úr leik liðsins í síðari hálfleik þar sem það fékk þrjú mörk á sig á fyrstu ellefu mínútum hálfleiksins. „Mér fannst við leika frábær- lega í fyrri hálfleik og þá hefð- um við jafnvel getað skorað fleiri mörk. Ef maður ætlar aftur á móti að tapa leik þá gerir maður það svona,“ sagði Brian McDermott, stjóri Reading, í leikslok. „Við þurftum að vera þéttir í upp- hafi síðari hálfleiks en það gekk ekki. Þetta voru ekki taugarnar. Við vorum bara að mæta klassaliði sem er hugsanlega í Meistaradeild- inni á næstu leiktíð.“ Ray Wilkins, aðstoðarstjóri Chelsea, hrósaði fyrirliða liðsins, John Terry, í hástert eftir að fyr- irliðinn reif sig upp eftir daprar vikur og skoraði mark. Terry fékk það óþvegið frá stuðningsmönnum Stoke í leiknum en lét það ekki á sig fá. „John verður bara að sætta sig við þetta. Ég er ekki ánægð- ur með þetta en það er ekkert við þessu að gera. John reynir að taka á þessu eins og hann getur. Mér fannst hann standa sig frábær- lega í leiknum,“ sagði Wilkins en hvað fannst honum um fagnið hjá Terry sem var líflegt. Hann reif upp handlegginn og benti á fyrir- liðabandið. „Hann var búinn að fá svolítið mikið af skítkasti og vildi undir- strika það. Hann er frábær fyr- irliði sem skiptir þetta lið miklu máli. Hann leiðir þetta félag áfram og skoraði frábært mark þar að auki. Við erum ánægðir með hann.” Þó svo að Portsmouth sé gjald- þrota þá hafa leikmenn og stuðn- ingsmenn félagsins ekki gefist upp. Portsmouth tryggði sér sæti í und- anúrslitunum á laugardag með 2-0 sigri á Birmingham. Knattspyrnu- stjórinn Avram Grant var í skýjun- um eftir leikinn. „Fótbolti er svo sannarlega meira en bara fótbolti. Sjáið bara hvað fólkið er ánægt. Það er hægt að drepa margt en það er ekki hægt að drepa andann í þessu liði sem og hjá stuðningsmönnunum,“ sagði Grant og hrósaði síðan eldri mönnunum í liðinu. „Ég fyllist stolti þegar þegar ég sé eldri leikmenn eins og Hermann Hreiðarsson og David James gefa hjarta sitt til liðsins. Það er það sem telur þegar talað er um knatt- spyrnuanda.“ Portsmouth fær 600 þúsund pund í tekjur fyrir að komast í undanúrslit og veitir ekki af á þessum síðustu og verstu. Félagið er skuldum hlaðið og hefur þegar haft fjóra eigendur í vetur. Fulham og Tottenham þurfa að mætast á nýjan leik eftir marka- laust jafntefli. Heurelho Gomes varði vel í marki Spurs og tryggði þeim annan leik. „Þetta er ekki sami markvörður- inn og ég sá fyrst árið 2008. Hann var þá að leika skelfilega en það er allt annað að sjá hann núna. Hann spilar af miklu sjálfstrausti og er markvörður í hæsta gæðaflokki,“ sagði Harry Redknapp, stjóri Spurs. henry@frettabladid.is Öskubuskuævintýri Reading á enda Norðmaðurinn John Carew sá til þess að síðasti kaflinn í Öskubuskuævintýri Reading í enska bikarnum var skrifaður í gær. Hann skoraði þrennu í 2-4 sigri Aston Villa. Chelsea vann góðan sigur á Stoke þar sem John Terry skoraði. Chelsea mætir Aston Villa í undanúrslitum en Portsmouth fær Spurs eða Fulham. KLAUFALEGT Ívar Ingimarsson brýtur hér klaufalega á John Carew í gær. Vítaspyrna dæmd og úr henni skoraði Carew sitt þriðja mark í leiknum. NORDIC PHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.