Fréttablaðið - 08.03.2010, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 08.03.2010, Blaðsíða 43
MÁNUDAGUR 8. mars 2010 23 A Notkunarsvið: Omeprazol Actavis inniheldur ómeprazól sem hemur seytingu á magasýru. Omeprazol Actavis er notað við tilfallandi brjóstsviða og súru bakæði. Frábendingar: Ofnæmi fyrir innihaldsefnum, samtímis notkun lya sem innihalda claritrómýcín hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi, samtímis notkun lya sem innihalda atazanavír. Varúð: Gæta skal sérstakrar varúðar: Ef verulegt og óvænt þyngdartap verður, við endurtekin uppköst, ef erðleikar eru við að kyngja, við blóðuppköst eða blóð í hægðum, ef lifrar- eða nýrnastarfsemi er skert. Börn og unglingar undir 18 ára aldri eiga ekki að nota lyð nema að ráði læknis. Omeprazol Actavis inniheldur súkrósa. Meðganga/brjóstagjöf: Leitið ráða hjá lækni áður en lyð er notað. Akstur og notkun véla: Aukaverkanir, svo sem þreyta, svimi og sjón- og heyrnartruanir, geta komið fram og geta haft áhrif á hæfni til aksturs eða notkunar véla. Aukaverkanir: Algengar aukaverkanir eru niðurgangur, hægðatregða, vindgangur, ógleði, uppköst, svefntruanir, sundl, höfuðverkur eða þreyta. Þessar aukaverkanir verða yrleitt vægari við áframhaldandi meðferð. Skammtastærðir: Fullorðnir: 1 sýruþolið hylki eftir þörfum. Ekki má nota meira en 20 mg á sólarhring. Ef einkennin hverfa ekki eftir að Omeprazol Actavis hefur verið notað í 14 daga skal hafa samband við lækninn vegna þess að einkennin gætu verið af öðrum orsökum. Gleypa á sýruþolnu hylkin með glasi af vökva. Sýruþolnu hylkin ætti að taka fyrir máltíð (t.d. morgunmat eða kvöldmat) eða á fastandi maga. Hvorki má tyggja né mylja sýruþolnu hylkin. Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja lynu. Geymið lyð þar sem börn hvorki ná til né sjá. Janúar 2009. Af litlum neista… Omeprazol Actavis - öflugt lyf við brjóstsviða og súru bakflæði 20 mg, 14 og 28 stk. – fáanlegt án lyfseðils í næsta apóteki fótbolti Það voru sviptingar í spænska boltanum um helgina þegar Real Madrid náði loksins að hrifsa toppsætið af Barcelona. Liðin eru reyndar með jafn mörg stig en markatala Madríd- inga er tveimur mörkum betri en hjá Börsungum. Barcelona lenti heldur betur í kröppum dansi gegn Almeria um helgina. Liðið lenti tvisvar undir í leiknum en Lionel Messi bjargaði meisturunum í bæði skiptin. Börsungar urðu að sætta sig við jafntefli, 2-2, og það nýtti Real sér þegar liðið mætti Sevilla og vann 3-2 sigur. Sá sigur var í meira lagi dram- atískur. Sevilla komst 0-2 yfir en síðustu 30 mínúturnar hjá Real voru magnaðar. Ronaldo minnkaði fyrst mun- inn á 60. mínútu og Sergio Ramos jafnaði leikinn fjórum mínútum síðar. Það var stanslaus skothríð að marki Sevilla á lokamínútunum en það var ekki fyrr en í upp- bótartíma sem Hollendingurinn Rafael Van Der Vaart skoraði sig- urmark leiksins. Ótrúleg endurkoma hjá Madr- id og stigin þrjú með þeim dýrmætustu í vetur. - hbg Barcelona gefur eftir: Real komið á toppinn dramatík Van Der Vaart fagnar hér sigurmarki sínu í uppbótartíma. norDic photos/getty images hANDbolti Þýska liðið Rhein- Neckar Löwen vann öruggan sigur á Bosna Gas frá Bosníu, 30-24, í Meistaradeildinni um helgina. Snorri Steinn Guðjónsson skoraði tvö mörk úr vítum fyrir Löwen í leiknum en Ólafur Stef- ánsson fékk frí. Löwen er komið áfram í keppninni og var búið að því fyrir leikinn. Aron Pálmarsson skoraði fjög- ur mörk fyrir Kiel sem valtaði yfir Vardar Skopje, 39-23. Kiel vann sinn riðil þar sem Barce- lona gerði jafntefli gegn Kolding. FCK lið Arnórs Atlasonar lagði Alingsas en sá sigur dugði liðinu ekki til þess að komast áfram. Kári Kristján Kristjánsson skoraði 3 mörk fyrir Amicitia Zurich sem tapaði naumlega fyrir Reale Ademar, 30-28. Amicitia var þegar úr leik í keppninni. Andri Stefan Guðrúnarson og félagar í norska liðinu Fylling- en fengu flengingu er liðið tók á móti Evrópumeisturum Ciudad Real. Ciudad vann 22 marka sigur, 17-39, þar sem Andri skor- aði eitt mark fyrir Fyllingen sem er langneðst í riðlinum. - hbg Meistaradeildin í handbolta: Misjafnt gengi Íslendingaliða fékk frí Ólafur stefánsson fékk frí um helgina í meistaradeildinni en lið hans vann öruggan sigur án hans. norDic photos/bongarts fótbolti KR varð Reykjavíkur- meistari í gær eftir 3-2 sigur á Víkingi í hressilegum úrslitaleik þar sem mörg glæsileg tilþrif litu dagsins ljós. Björgólfur Takefusa, Kjartan Henry Finnbogason og Gunnar Örn Jónsson skoruðu mörk KR. Halldór Smári Sigurðsson skoraði bæði mörk Víkings og þau voru af dýrari gerðinni. Langskot sem steinlágu í netinu. Víkingar báru enga virðingu fyrir KR-ingum, spiluðu vel og KR þurfti að hafa mikið fyrir sigrinum. „Þetta var flottur leikur. Spil- uðum ágætlega en vorum lengi í gang. Við vorum svolitlir klaufar í sendingum fyrri hluta leiksins en það kom allt með tímanum,“ sagði Gunnar Örn Jónsson sem skoraði síðasta mark KR í leiknum. „Það er lítið hægt að gera við svona mörkum sem við fengum á okkur. Ég hef aldrei séð svona áður frá einum manni í sama leiknum. Við lögðum upp með að pressa þá en þeir voru fastir fyrir. Þetta var erfitt verkefni en við leystum vel úr því,“ sagði Gunnar. - hbg, rog Fyrsti stórleikur ársins í fótboltanum fór fram í gær: KR Reykjavíkurmeistari sterkur björgólfur takefusa skoraði eitt af mörkum Kr í gær. fréttablaðið/anton

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.