Fréttablaðið - 10.03.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 10.03.2010, Blaðsíða 2
2 10. mars 2010 MIÐVIKUDAGUR SPURNING DAGSINS HANNAÐ AF FAGFÓLKI - Á VERÐI FYRIR ÞIG LJÓST HÁR Sérhönnuð hárvörulína fyrir Lengir tímann sem liturinn endist í hárinu SJÁVARÚTVEGUR Línubáturinn Lukka ÍS 357 frá Suðureyri kom með heldur óvenjulegan afla að landi á mánudag, 680 kílóa þung- an hákarl sem var tæpir fimm metrar á lengd og rúmir tveir metrar að ummáli. Stærstir verða hákarlar sjö metra langir og um tonn að þyngd. Báturinn er 60 tonna, ellefu metrar að lengd. Hákarlinn slagaði því vel upp í hálfa bátslengdina. Hákarlinn hafði flækt sig í lín- una hjá Sigurði Oddssyni sem gerir út Lukku ÍS í Nesdýpi og var með lífsmarki þegar að var komið. Sigurður, sem er einn í áhöfn, segist hafa brugðið á það ráð að koma tóg í sporðinn á hákarlinum og kveður hann hafa drepist fljótt þegar hann var dreginn aftur á bak. „En jú, manni bregður aðeins við að sjá þetta koma upp úr djúp- inu,“ viðurkennir Sigurður. Hann segist hins vegar hafa áttað sig á því um leið hvers kyns var því í janúar kom það líka fyrir að hákarl flækti sig í línunni hjá honum. „Sá var reyndar helm- ingi minni, en núna vissi maður að minnsta kosti hvernig best var að bera sig að.“ Þótt Sigurður hafi nú í annað sinn á tiltölulega skömmum tíma veitt hákarl á línu segir hann fenginn óvenjulegan. „Í það minnsta eru þetta fyrstu tveir hákarlarnir sem ég fæ.“ Sigurður segir búbót að fengn- um þótt misjafnt sé hvað greitt sé fyrir hákarl. „Maður er að fá einhvern sextíukall fyrir kílóið, bara svona eins og hann kemur fyrir,“ segir hann ánægður með túrinn, en fyrir vestan gantast menn með að annar eins afli hafi þar tæpast fengist á einn línu- bala. „Ég var kominn með um 300 kíló á balann og þá kom hann í restina á balann, þannig að það er gott tonn á balann og ekkert oft sem það er.“ Fyrstu fregnir af hákarlinum birtust á vefnum www.sudur- eyri.blog.is en þar kemur fram að hákarlinn verði skorinn og verk- aður á næstu dögum og verði til- búinn fyrir næsta þorrablót að ári. olikr@frettabladid.is MEÐ FENGINN Sigurður Oddsson skipstjóri stillir sér upp við hákarlinn. MYND/RÓBERT SCHMIDT HÁKARLINUM LANDAÐ Stemning myndaðist niðri við höfn þegar hákarlinum var landað, eða honum slefað á land, enda hafði ekki verið nokkur leið að koma honum um borð í bátinn vegna stærðarinnar. MYND/RÓBERT SCHMIDT Brá þegar ferlíkið birtist úr djúpinu Sigurði Oddssyni á Lukku ÍS 357 frá Suðureyri varð hverft við þegar hann varð var við risastóran hákarl á línunni hjá sér í Nesdýpi. Þetta er annar hákarlinn sem Sig- urður fær á línu frá áramótum. Fengurinn verður til reiðu fyrir næsta þorrablót. ÍSRAEL, AP Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, sagði í gær að nú væri komið tækifæri fyrir Ísraela og Palestínumenn að semja um frið. Hann hafði þó ekki fyrr sleppt orðinu en ísraelsk stjórnvöld sam- þykktu að reistar verði 500 íbúðir í Austur-Jerúsal- em, þvert ofan í andstöðu Palestínumanna. Palestínumenn gera kröfu til þess að austurhluti Jerúsalemborgar verði höfuðborg sjálfstæðrar Pal- estínu. Allar byggingaframkvæmdir Ísraela þar eru til þess fallnar að torvelda samninga um slíkt. Biden hélt á mánudag til Ísraels, hitti þar Shimon Peres forseta og Benjamin Netanjahú forsætisráð- herra í gær. Hann ætlar einnig að hitta Mahmoud Abbas, forseta Palestínustjórnar, áður en hann held- ur heim á ný á morgun. Friðarviðræður Ísraela og Palestínumanna hafa legið niðri í fjórtán mánuði, en þær hefjast nú á ný með milligöngu Bandaríkjamanna án þess þó að fulltrúar deiluaðilanna hittist. Viðræður Bidens við ísraelska ráðamenn snerust þó að stórum hluta um Íran, en Ísraelar hafa miklar áhyggjur af hugsanlegum kjarnorkuáformum Írana. Á fundi sínum með Netanjahú fullvissaði Biden Ísraela um að Bandaríkjamenn myndu aldrei leyfa Írönum að koma sér upp kjarnorkuvopnum. - gb Ísraelar heimila byggingu hundraða nýrra íbúða í Austur-Jerúsalem: Biden bjartsýnn á viðræður JOE BIDEN Varaforseti Bandaríkjanna á göngu um grafreit í Jerúsalem. NORDICPHOTOS/AFP Haukur, er Græni hatturinn nokkuð á hausnum? „Já, en ég verð að taka hann ofan bráðlega.“ Framtíð skemmtistaðarins Græna hatts- ins á Akureyri er óljós eftir að leigusamn- ingi við staðinn var sagt upp. Haukur Tryggvason er veitingamaður á Græna hattinum. FJÁRMÁLASTARFSEMI Arion banki kynnti starfsmönnum þriggja úti- búa sinna í gær ákvörðun um að útibúin yrðu sameinuð í eitt útibú í Húsgagnahöllinni við Bílds- höfða. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins verður þó ekki af sameiningu útibúanna á Suður- landsbraut, í Árbæ og í Grafar- vogi fyrr en næsta haust. Endurskipulagningin er langt komin en ekki var gefið uppi á fundi í höfuðstöðvum Arion í gær hver mynda stýra nýja úti- búinu. Áður höfðu útibú bankans í Mjódd og Hamraborg í Kópa- vogi verið sameinuð í Turninum í Kópavogi. Búast má við tilkynn- ingu til allra starfsmanna Arion um þessa breytingu í dag. - gar Arion dregur úr umsvifum: Þrjú útibú verði eitt á Bíldshöfða DÓMSMÁL Þrjár konur sem tengj- ast litháíska mansalsmálinu hafa notið sérstakrar verndar lögreglunnar vegna hættu sem þeim er talin stafa af tengslum sínum við málið. Í dómi Héraðs- dóms Reykjaness yfir fimm Litháum kemur fram að grein- ingardeild ríkislögreglustjóra taldið öryggi kvennanna þriggja ógnað. Ein þeirra er litháíska stúlkan sem kom nauðug til landsins. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segist ekki geta upplýst um þjóð- erni kvennanna eða þátt þeirra í málinu. Spurð að því hvort konurnar hafi notið vitnaverndar segir hún slíkt ekki eiga sér lagastoð hérlendis. „En það er hins vegar spurning hvort hægt er að gera ráðstafanir sem eru í þá átt,“ bendir lögreglustjórinn á. - gar Litháíska mansalsmálið: Þrjár konur í sérstakri vernd FJÁRMÁLAFYRIRTÆKI „Lán sem Samson fékk frá Búnaðarbanka Íslands hf. vegna kaupa á Lands- banka Íslands hf. var greitt að fullu ásamt áföllnum vöxtum á gjalddaga í apríl árið 2005 eða fyrir nærri fimm árum,“ segir í yfirlýsingu frá fyrrum eigendum hins gjaldþrota Samsonar eignar- haldsfélags. Sagt hefur verið í fjölmiðlum að lán sem Samson fékk frá Bún- aðarbankanum vegna kaupa á tæplega 46 prósenta hlut í Lands- bankanum á árinu 2003 sé enn ógreitt. Lánasamningurinn var 48,3 milljónir bandaríkjadala. „Þvert á yfirlýsingar fyrrum bankastjóra Búnaðarbankans þá voru engar sjálfskuldarábyrgðir gefnar vegna þessa láns,“ segir í yfirlýsingu Samson-manna. Fyrir hlutinn í Landsbankan- um segjast Samson-menn alls hafa greitt 139 milljónir banda- ríkjadala og fullnaðaruppgjör við ríkið vegna kaupanna hafi verið á árinu 2003. Hins vegar hafi Sam- son átt í frekari lánaviðskiptum við Kaupþing eftir sameiningu þess og Búnaðarbankans. Meðal annars hafi Samson fengið 3,8 milljarða að láni á árinu 2007 með tryggingum í hlutabréfum félagsins auk sjálfskuldarábyrgð- ar. Hluti hafi verið greiddur á gjalddaga í desember 2007 og þá gerður nýr samningur um eftir- stöðvarnar. Gjalddagi þess láns hafi verið í desember 2008. „Áður en sá dagur rann upp, eða í október sama ár, hafði ríkið yfirtekið hlut Samsonar í Lands- bankanum,“ segja Samsonar- menn. „Það er af þessu seinni tíma láni sem Kaupþing, - nú Arion banki, hefur krafið ábyrgð- araðila um greiðslur og er það alveg óskylt kaupum á hlutabréf- um í Landsbankanum.“ Yfirlýsingin í heild er á Vísi.is. - gar Fyrrum eigendur Samsonar segja lán frá Búnaðarbankanum vegna kaupa á Landsbankanum löngu greitt: Ekki verið að innheimta Búnaðarbankalánið EIGENDUR SAMSON Keyptu nærri helm- ings hlut í Landsbankanum árið 2003. BLÖNDUÓS Þrjár vatnsrennibrautir verða í nýrri sundlaug á Blönduósi. Þetta var ákveðið á nýjasta fundi framkvæmdahóps um byggingu sundlaugarinnar. Þar var ákveðið að ganga til við- ræðna við Sporttækni um kaup á rennibrautunum þremur, sem framleiddar verða af pólska fyrir- tækinu Mazur. Tvær rennibraut- anna verða stórar og ein mjög lítil. Á fundinum var einnig rætt um útfærslu á klórmælingum. Til stendur að klórinn verði fram- leiddur í sundlauginni í stað þess að hann verði fluttur tilbúinn á staðinn. - sh Ný sundlaug á Blönduósi: Þrjár pólskar rennibrautir SAMGÖNGUR Samningafundi Félags íslenskra flugumferð- arstjóra með viðsemjendum var slitið rétt fyrir klukkan sjö í gærkvöld án niðurstöðu. Að því er kemur fram á Vísi.is er þannig ljóst að fjögurra tíma verkfall verður í byrjun dagsins í dag eins og boðað hafði verið. Þetta þýðir að allt flug, bæði millilandaflug og innanlands- flug, fellur niður til klukkan ell- efu fyrir hádegi. Flugfarþegar eru hvattir til að fylgjast með þróun mála í frétta- og upplýs- ingaveitum í ljósvakamiðlum og á netinu. - gar Flugumferðarstjórar í hart: Flug stöðvast fram að hádegi STOPP Útlit er fyrir fjögurra stunda langt verkfall flugumferðarstjóra fyrir hádegi í dag.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.