Fréttablaðið - 10.03.2010, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 10.03.2010, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 10. mars 2010 13 samhljóm í stjórnarsamstarfinu verður sífellt háværari. Þar á bæ gera menn sér grein fyrir því að möguleg leið að því gæti verið að Ögmundur komi aftur inn í ríkis- stjórn. Raunar herma heimildir blaðsins að unnið sé að því. Það verði þó samhliða öðrum breyt- ingum á stjórnarliðinu. Ráðherrakapall Í stjórnarsáttmálanum er kveð- ið á um sameiningu ráðuneyta og fækkun um leið. Raunin varð sú að ráðherrum fjölgaði þegar minni- hlutastjórnin fékk meirihluta. Unnið hefur verið að breytingum ráðuneyta, en þeirri vinnu er ekki lokið. Viðleitni til að ná samstöðu stjórnarliðsins gæti hins vegar orðið til að flýta þessum breyt- ingum. Þannig er nú rætt um að Ögmundur taki sæti í ríkisstjórn- inni á ný. Samkvæmt heimildum blaðsins er ólíklegt að einungis sú breyting verði gerð. Ögmundur hefur augastað á heilbrigðisráðuneytinu á ný, sam- kvæmt heimildum blaðsins, en þar situr fyrir Álfheiður Ingadóttir. Hún þykir hafa staðið sig vel í erf- iðu ráðuneyti eftir að hún kom inn með engum fyrirvara við brott- hvarf Ögmundar. Leiðin gæti því verið sú að af stað færi ráðherrakapall, hróker- ingar yrðu á milli ráðuneyta. Þá er ein leið sem nefnd hefur verið; sú að óflokksbundnu ráðherrarn- ir víki. Í stjórnina komi Ögmund- ur og einhver frá Samfylkingunni. Óvíst er hver það yrði, en líklega yrði það kona. Nafn nýliðans Sig- ríðar Ingibjargar Ingadóttur hefur verið nefnt í því samhengi, þó án allrar ábyrgðar. Hleypa lífi í stjórnina Ekki er aðeins rætt um að hrók- era ráðuneytum innan stjórnar- liðsins. Málefnastaða stjórnarinn- ar þykir ekki allt of sterk og leiða til að styrkja hana er leitað. Meðal þess sem rætt er í þeim efnum er að endurnýja verkefna- listann, en þegar stjórnin tók við kynnti hún 100 daga verkefnalista. Lítið hefur farið fyrir átaki stjórn- arinnar sem kennt er við sóknar- áætlun, þó fundir hafi verið haldn- ir víða um land. Varaformaður Samfylkingarinnar, Dagur B. Egg- ertsson, hefur haft veg og vanda af þeirri vinnu. Dags og Katrín- ar Jakobsdóttur, varaformanns Vinstri grænna, verður að styrkja málefnastöðuna með nýjum verk- efnalista. Erfið mál fram undan Stjórnarliðar eru bjartsýnni eftir fundi síðustu daga og umræðu á Alþingi. Almennt virðist viðhorfið vera; ef við klárum Icesave stend- ur stjórnin. Það er þó ljóst að ýmis erfið mál bíða stjórnarinnar sem reyna munu á samstöðuna. Nægir í því samhengi að nefna að tekin verður fyrir á þingi til- laga þingmanna Hreyfingarinnar, með stuðningi Framsóknarmanna, um að slíta samstarfi við Alþjóða- gjaldeyrissjóðinn. Þar fer mál sem er vinstri grænum viðkvæmt og einhverjir þingmanna flokksins gætu stutt hana. Þá eru virkjanamál ónefnd, en ljóst er að flokkarnir ganga ekki í takt þar. Raunar má greina ósam- hljóm innan Samfylkingarinnar þar, en fjölmargir áhrifamenn í flokknum hafa gagnrýnt fyrirhug- uð stóriðjuáform á suðvesturhorn- inu og framkvæmdir þeim tengdar. Tekist verður á um virkjanakosti þegar rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma kemur inn á þingið og lög um hana eru föst í þingflokki vinstri grænna. Þar er óánægja með tillöguna. Þá eru Evrópumálin ónefnd, en ólíkar áherslur flokkanna í þeim efnum eru öllum kunnar. Að auki má búast við átökum varðandi fjár- lagagerð, hvar verði skorið niður, hvaða skattar hækki. Erfið mál bíða því stjórnarinn- ar og þolinmæðin er ekki ótæm- andi. Sýni stjórnin ekki á næstunni að hún hafi þingstyrk til að koma málum sínum í gegn er henni feigð búin. Leiðin að þeirri samstöðu virðist þó hafa opnast. FRÉTTASKÝRING KOLBEINN ÓTTARSSON PROPPÉ kolbeinn@frettabladid.is ÉG ER Á LEIÐINNI Allt bendir nú til þess að Ögmundur Jónasson sé á leiðinni í ríkisstjórnina á ný. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR 35% viðskiptavina okkar með erlend íbúðalán hafa nýtt sér höfuðstólslækkun. Hafðu samband Hefur þú kynnt þér lausnir Arion banka? Við hjá höfum lagt mikla vinnu og metnað í að koma til móts við þarfir viðskiptavina okkar með íbúðalán. Á annað þúsund viðskiptavinir hafa þegar nýtt sér lausnir bankans til höfuðstólslækkunar. Þar af er ungt fjölskyldufólk með sína fyrstu íbúð í miklum meirihluta. Við hvetjum viðskiptavini að koma til okkar og skoða hvaða lausnir standa þeim til boða. Arion banki vill árétta að fái greiðendur erlendra lána sér dæmdan betri rétt í Hæstarétti, missa þeir ekki þann rétt þó að þeir nýti sér lausnir bankans. Nánari upplýsingar fást hjá þjónusturáðgjöfum í útibúum eða á .

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.