Fréttablaðið - 10.03.2010, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 10.03.2010, Blaðsíða 20
 10. MARS 2010 MIÐVIKUDAGUR2 ● fréttablaðið ● fermingar Stærstu bankarnir munu ekki bjóða mótframlög ef fermingarbörn leggja pening inn á reikning hjá þeim. Í staðinn er boðið upp á framtíðarreikninga sem eru bundnir til átján ára aldurs og á góðum vöxtum. Slíkir reikningar hafa verið vinsælar fermingargjafir undanfarin ár. Íslandsbanki býður unglingum upp á ókeypis fjármálanámskeið. Þór Clausen, kennari við Opna háskólann í Háskólanum í Reykjavík, fer yfir fjár- mál ungmenna, hvað ber að hafa í huga og hvað beri að varast, til dæmis hvernig vextir virka og hvað það þýði að gangast við sjálfskuldarábyrgð. Bankinn býður einnig upp á framtíðarreikning. Landsbankinn leggur áherslu á sparnað. Gegn því að fermingarbarnið spari ákveðna upphæð á framtíðarreikningi fær það gjöf frá bankanum, en ekki er í boði mótframlag í peningum. Þar er einn- ig í boði framtíðarreikningur. Landsbankinn rekur sérstaka þjónustu fyrir níu til fimmtán ára krakka undir heitinu Klassi (www.klassi.is). Arionbanki hefur tekið tillit til tilmæla frá um- boðsmanni barna og talsmanni neytenda sem mæl- ast til þess að fyrirtæki og fjármálastofnanir beini ekki auglýsingum sínum að börnum. Bank- inn býður upp á framtíðarreikning sem bundinn er til átján ára aldurs. Ekki hefur verið tekin ákvörð- un um hvort óvæntur glaðningur fylgi því að fermingarbarn leggi inn peninga sína í bankann. - sg Minna um gylliboð banka Framtíðarreikningur er kjörin fermingargjöf. Hann er á góðum kjörum, verðtryggður og bundinn til átján ára aldurs. NORDICPHOTOS/GETTY Eyjafjörðurinn verður ör- ugglega farinn að grænka og mófuglarnir að syngja þegar Ólafur Ingi Sigurðs- son í Reykárhverfi fermist í Grundarkirkju á hvítasunnu. Ólafur Ingi er nemandi í Hrafna- gilsskóla og er truflaður þar í stærðfræðitíma til að spjalla um fermingarundirbúninginn og fleira. Hann er skýrleikspiltur og gefur greið svör gegnum símann. Segir séra Hannes Örn Blandon hafa frá upphafi skólaárs komið í skólann vikulega til að fræða væntanleg fermingarbörnin og kveðst ekki hafa orðið var við annað en það gangi vel. „Fyrir ára- mót vorum við að læra um ferm- inguna, guð og kristindóminn al- mennt og nú upp á síðkastið höfum við verið að læra sálma, trúarjátn- inguna, boðorðin og fleira,“ segir hann og upplýsir að öll ferming- arbörnin hafi fengið sálmabók að gjöf frá kvenfélagi sveitarinnar. Spurður hvort hann fari með bænirnar sínar á kvöldin svar- ar Ólafur Ingi: „Ég get ekki sagt að það sé mikið en ég fer þó með faðirvorið. Var kennt það þegar ég var lítill að minnsta kosti. Við sækjum líka kirkju öðru hverju og höfum verið óvenju dugleg við það í vetur. Ég fer nú yfirleitt bara í kirkjuna á Grund, nema þegar séra Hannes er með sérstakar messur annars staðar, ætlaðar ferming- arbörnum. Þá einkum í Munka- þverárkirkju.“ Grundarkirkja er kirkja Ólafs Inga. „Hún er nálægt heimili mínu og er kirkja foreldra minna, ömmu og afa,“ útskýrir hann en hversu mörg börn munu fermast þar í vor? „Við erum 21 í bekkn- um og langflest okkar fermast í Grundarkirkju á hvítasunnu. Það var hægt að óska eftir öðrum degi en ég held að fáir hafi gert það.“ Ólafur Ingi á áreiðanlega eftir að játa fermingarheitinu hátt og skýrt við altarið. Hann er ófeim- inn og vanur að koma fram enda er leiklist áhugamál hans, ásamt tónlist og íþróttum. Hann tók þátt í sýningunni Lilju með Leikfélagi Akureyrar í haust og segir alltaf eitthvað sett á svið í Hrafnagils- skóla í tengslum við árshátíðina. „Svo fær maður þjálfun í að koma fram á samverustundum sem eru hér í skólanum á hverjum morgni hjá 1. til 7. bekk og vikulega hjá 8. til 10. bekk. Þá þurfa nemendur að flytja mál sitt fyrir framan allan hópinn og það styrkir mann.“ Tilhlökkun vegna fermingar- innar er farin að gera vart við sig hjá Ólafi Inga en er hann eitthvað byrjaður að huga að veisluhaldi, fatakaupum og slíkum undirbún- ingi? „Já, ég hef eitthvað verið að reyna það. Á reyndar eftir að bjóða í veisluna enda er hún ekki fyrr en í endaðan maí. En ég er farinn að íhuga hvað ég vil hafa á borðum. Svo fæ ég ný föt en mamma vill meina að ég eigi eftir að stækka eitthvað. Það borgar sig kannski ekki að kaupa þau alltof snemma.“ - gun Farinn að íhuga hvað ég vil hafa á borðum Fréttablaðið spurði valinkunna andans menn um ritningarorðin sem það valdi sér og fór með við fermingarathöfnina sína. „Ég valdi mér á sínum tíma náungaritningarorðin, sem ganga út á að þú eigir að koma fram við náungann eins og þú vilt að hann komi fram við þig, vegna þess að þau voru í raun þau einu sem komu til greina,“ segir Margrét Gauja Magnús- dóttir, kennari og bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, sem fermdist í Víðisstaðakirkju vorið 1990. Aðspurð segist Margrét Gauja hafa reynt að haga lífi sínu í samræmi við ritningar- orðin alla tíð. „Það hefur ekki alltaf tekist, en vonandi hef ég alltaf séð að mér og beðist fyr- irgefningar ef ég hef gert á hlut einhvers. Fyrirgefningin er nefnilega ótrúlega öflugt tæki til að halda góðri geðheilsu. En ef einhverjir telja mig skulda þeim afsökunarbeiðni þá mega þeir alveg endilega hafa sam- band við mig,“ segir hún. Björk, dóttir Margrétar, fermist eftir tvö ár og segir Margrét undirbúning fyrir stóra daginn strax kominn á fullt. „Björk vill hafa hesta- fermingu og er nú þegar byrj- uð að safna sér í sjóð fyrir hestinum sem hún ætlar að koma ríð- andi á í sína eigin ferm- ingarveislu. Með góðri hjálp velunn- ara í Hafnar- firði, dósa- söfnun og þess háttar, ætti þetta að ganga upp,“ segir Margrét Gauja og skellir upp úr. Sveinn H. Guðmarsson fréttamaður valdi sín ritningar- orð í samráði við foreldra sína þegar hann fermdist vorið 1988. „Ég fór með Jóh. 8:12, Ég er ljós heimsins. Sá sem fylgir mér mun ekki ganga í myrkri heldur hafa ljós lífsins,“ segir Sveinn og bætir við að löngu síðar hafi hann fundið mjög fallega helgi- mynd í Grikklandi þar sem þessi orð eru letruð á grísku, Ego eimi to fos tou kosmou. „Ég festi kaup á myndinni. Þetta var ekki verðmætur íkoni heldur hræódýr mynd, en falleg í einfaldleika sínum.“ Hann segist reyna að lifa í góðri sátt og sam- lyndi við aðra menn eins og flest annað fólk. „Að því leytinu til hef ég reynt að gera boðskap Jesú að mínum, en að öðru leyti erum við ekki mjög nánir,“ segir Sveinn. - kg HEFURÐU LIFAÐ EFTIR RITNINGARORÐUNUM? Margrét Gauja Magnúsdóttir, kenn- ari og bæjarfulltrúi í Hafnarfirði. Sveinn Guðmarsson, fjölmiðlamaður. Lín Design, gamla sjónvarpshúsið Laugavegi 176 Sími 533 2220 www.lindesign.is „Hún er nálægt heimili mínu og er kirkja foreldra minna, ömmu og afa,“ segir Ólafur Ingi um Grundarkirkju í Eyjafirði. MYND/HEIDA.IS ● FYLG ÞÚ MÉR Aftur fór hann út og gekk með vatninu, og allur mannfjöldinn kom til hans, og hann kenndi þeim. Og er hann gekk þar sá hann Leví Alfeusson sitja hjá tollbúðinni og hann segir við hann: „Fylg þú mér!“ Og hann stóð upp og fylgdi honum. Markús 2.13.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.