Fréttablaðið - 10.03.2010, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 10.03.2010, Blaðsíða 24
 10. MARS 2010 MIÐVIKUDAGUR6 ● fréttablaðið ● fermingar Fermingar tíðkast meðal táninga í gyðingdómi, líkt og kristindómi. Lengst af fór ferming þeirra fram á þrettánda árinu, en snemma á 19. öld var fermingar- aldurinn hækkaður í sextán ár þar sem yngri börn þóttu síður í stakk búin til að staðfesta trú sína af heilum hug. Allt þar til fermingarathafnir nútímans hófust meðal gyðinga staðfestu börn þeirra gyðingdóm sinn við Bar Mitzvah-athafnir, sem kallast Bat Mitzvah fyrir stúlkur. Fermingar fara jafnan fram á Shavout-hátíðinni sem haldin er árlega um mánaðamótin maí/júní og haldin til minningar um daginn sem Drottinn gaf Ís- raelum Mósebækurnar fimm á Sínaífjalli. Shavout tengist páskahátíð gyðinga og er ein af þremur stór- um biblíulegum pílagrímshátíðum. Fermingar í gyðingdómi eru útskrift ungmenna í trúarfræðum gyðinga. Fermingarfræðslan kenn- ir þeim að nú verði þau tekin inn í „heilagt sam- félag“ þar sem þau geta óhrædd borið brigður á, skorað á hólm eða deilt um gyðingatrú, án þess að verða dæmd fyrir. Fermingarfræðslan hvet- ur einnig til samvinnu í sterku samfélagi gyð- inga sem miðlað getur trú sinni til umheimsins. Nemendur taka virkan þátt í athöfninni: lesa upp úr Mósebókunum fimm, fara yfir merkingu boð- orðanna tíu og fara með stutta predikun um mál- efni sem standa hjarta þeirra næst, þar sem þeir standa frammi fyrir steintöflum Mósebókar, líkt og Ísraelar gerðu á Sínaífjalli forðum. - þlg Trúin staðfest við steintöflur Móses Stoltur faðir ber son sinn hátt eftir fermingu meðal gyðinga. NORDICPHOTOS/GETTY Ýmsar leiðir eru til að staðfesta trú sína hvort sem það er trúin á guð eða annað. Þeir sem eru ásatrúar geta undirgengist siðfestu hjá Ásatrúarfélaginu og er nokkuð um að börn á fermingaraldri fari þá leið. Jök- ull Logi Garðarsson og fóstur- faðir hans, Ævar Gunnarsson, ætla báðir að festa með sér heiðinn sið. Fósturfeðgarnir Ævar Gunnars- son og Jökull Logi Garðarsson stefna báðir að því að undirgang- ast siðfestu hjá Ásatrúarfélaginu. Jökull Logi gerir það í lok maí, eða um svipað leyti og jafnaldrar hans fermast, en Ævar seinna í sumar. „Ég ætla að leyfa honum að njóta sín og eiga sinn dag en fara sjálf- ur í gegnum þetta síðar,“ segir Ævar. Hann sagði sig úr Þjóðkirkj- unni fyrir mörgum árum. „Ég átti mína barnatrú og fermdist en átt- aði mig síðan á því þegar ég sat einhverju sinni í messu að ég var ekki sammála því sem fór fram. Ég var utan trúfélags um sinn en skráði mig síðan í Ásatrúarfélagið fyrir nokkrum árum.“ Ævar seg- ist ekki endilega trúa á ákveðna guði. „Megininntak heiðins siðar er ábyrgð einstaklingsins á sjálf- um sér og sínum, heiðarleiki, um- burðarlyndi gagnvart trú og lífs- skoðunum annarra og virðing og trúmennska fyrir náttúrunni og öllu lífi. Margir innan félagsins eiga sína uppáhaldsguði en það má segja að ég sé frekar ungur í þessu.“ Spurður að því hvort Ævar hafi kveikt áhuga Jökuls segir hann það frekar hafa verið skólann. „Jökull er í Norðlingaskóla og þar eru reglulega settar á fót smiðj- ur þar sem farið er djúpt í ákveð- in efni. Í hittifyrra var víkinga- þema og kynntist hann ásatrúnni í gegnum það. Ég ákvað síðan að fara með honum í gegnum sið- festufræðsluna bæði til upplýs- ingar fyrir mig og til að styðja við bakið á honum.“ Jökli hefur líkað vel í fræðsl- unni. Hann segir hana hafa bætt miklu við þekkingu sína þó að sumt hafi hann þegar lært í skólanum. Jóhanna Harðardóttir goði hefur umsjón með fræðslunni. Hún segir hana valkost fyrir alla þá sem vilja dýpka skilning sinn á heiðnum sið. „Allir sem þess óska geta tekið sið- festu en unglingar sem eru ekki orðnir sjálfráða þurfa að fá sam- þykki forráðamanna. Siðfestuat- höfn felur síðan í sér að festa með sér heiðinn sið eða hafa hann að leiðarljósi í lífinu.“ Í siðfestufræðslunni er farið í grunngildi heiðninnar auk þess sem fræðst er um norræn goð, heimsmynd heiðinna manna og helstu tákn heiðni. Undirbúning- urinn felst einnig í því að við- komandi les og hugleiðir Völuspá og Hávamál og velur sér þrjú er- indi Hávamála sem leiðarljós inn í heim heiðinna manna. Siðfestu- athöfnin er síðan persónuleg at- höfn sem getur ýmist farið fram á blótum Ásatrúarfélagsins eða ann- ars staðar. Hún er oft haldin utan- dyra og hefst á því að goði helgar staðinn, lýsir sáttum og griðum eins og við blót og fer með inngang að athöfninni. Frumkraftar jarð- ar, vatn, loft, jörð og eldur, þurfa að vera til staðar og er eldhring- ur á jörðu. Siðfestumaður stígur inn í eldhringinn og flytur erindi sín og goði vígir hann inn í heim fullorðinna heiðinna manna með nokkrum orðum. „Við stefnum að því að hafa athöfn Jökuls utandyra og vonum að veður leyfi en síðan verður veisla og tilheyrandi,“ segir Ævar. - ve Festa með sér heiðinn sið Jökull kynntist ásatrú í víkingasmiðju í Norðlingaskóla. Ævar hefur verið í Ásatrúarfélaginu í nokkur ár. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Camilla Rut Arnarsdóttir fermdist í Krossinum fyrir tveimur árum en athöfnin er kölluð fermingarblessun. Hún fór fram á sunnudagssamkomu eftir lofgjörð og var að sögn Camillu ánægjuleg í alla staði. „Ég fermdist með góðri vinkonu minni og fór með vers úr Tímoteusarbréfi 14 sem var eitthvað á þá leið að þú skalt ekki líta smáum augum á æsku þína, en mér fannst það viðeigandi,“ segir Camilla. Fermingarbörn í Krossinum fara með ritningarvers og segja gjarnan nokkur orð um það hvers vegna þau hafi ákveðið að gera Guð að leiðtoga lífs síns á samkomunni. Þá gefa sum þeirra vitnisburð um það sem hann hefur gert fyrir líf þeirra ásamt því að segja frá því af hverju þau hafi valið að stíga þetta skref. Síðan er beðið fyrir þeim og fjölskyldan blessuð. Camilla segir fermingarundirbúninginn hafa verið mjög auð- veldan í sínu tilfelli og að það sama eigi við um önnur fermingar- börn í Krossinum sem hafa tekið virkan þátt í barna- og ungl- ingastarfinu. „Ég er alin upp í Krossinum og á mitt persónu- lega samband við Guð. Ég mæti í messu og bið á hverjum degi og því var undirbúningurinn ekki svo frábrugðinn því sem ég var hvort eð er vön að gera. Það var því aðallega farið með hópinn í keilu og reynt að gera eitthvað skemmtilegt til að hrista okkur saman.“ Camillu var síðan haldin veisla eins og venja er en spurð að því hvort skólafélagarnir hafi gert einhverjar athugasemdir við hennar leið segist hún sátt og sjálfsörugg með sína trú. „Ef þeir höfðu eitthvað út á hana að setja sagði ég bara: þín skoðun ekki mín.“ - ve Undirbúningstíminn eins og aðrir dagar Fermingarundirbúiningurinn hjá Camillu, sem fermdist fyrir tveimur árum, var auðveldur, enda átti hún fyrir sitt persónulega samband við guð, mætti í messur og bað bænirnar sínar. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Mars er heilsumánuður hjá Maður Lifandi… 2 fyrir 1 af rétti dagsins eftir kl. 16 alla virka daga. Opið virka daga kl. 10—20 Laugardaga kl. 10—17 www.madurlifandi.is Borgartúni 24 105 Reykjavík sími 58 58 700 Hæðasmára 6 201 Kópavogi sími 58 58 710 Hafnarborg 220 Hafnarfjörður sími 58 58 700

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.